Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988. 55 íþróttir helgarinnar: KR og Fram mætast í kvöld í Laugardal • Boltinn i netinu hjá KA mönnum í leik þeirra gegn KR-ingum á dögunum. Bæði þessi liö verða í sviðsljósinu í kvöld. í kvöld eru tveir leikir í fyrstu deildinni í knattspymu. KA og Þór mætast Á Akureyri og í Laugar- dalnum er stórleikur umferöarinn- ar en þar mætast KR og Fram. Báðir þessir leikir hefjast klukkan 20. Einn leikur er í 2. deild. FH og Vestmannaeyjar mætast á Kapla- krikavelli í Hafnarflrði klukkan 20 en þessum leik var frestað í síðustu viku. í 1. deild kvenna leika Valur og KR og fer sá leikur fram á Hlíðar- enda. Badmintonfélag Ísaíjarðar og Fram mætast síðan á laugardag, einnig í 1. deild kvenna. Heilumferðí2.deild á sunnudag Á sunnudagskvöld leika Vík- ingur og Valur í 1. deildinni á Laug- ardalsvellinum og er það fyrsti leikurinn í 6. umferð. Heil umferð verður leikin í 2. deild. í Vest- mannaeyjum leika heimamenn við ÍR-inga og hefst leikurinn klukkan 20. Á sama tíma leika Fylkismenn og Tindastóll í Árbæ og munu Fylk- ismenn vígja nýjan grasvöll. Þrótt- arar taka á móti FH-ingum á Val- bjamarvelli og er sá leikur einnig klukkan 14. Um kvöldið verða tveir leikir. Víðir og Breiðablik leika í Garði klukkan 20 og Siglfirðingar taka á móti Selfyssingum á sama tíma. Þá fara einnig fram fjölmarg- ir leikir í neðri deildunum um helg- ina. Evrópukeppnin á fullri ferð Hápunktur helgarinnar fyrir knattspymuaðdáendur er síðan Evrópukeppnin. í dag er frí hjá hö- unum og því enginn leikur á dag- skrá en á morgun leika Vestur- Þjóðverjar viö Spánverja og ítalir mæta Dönum. Síðarnefndi leikur- inn veröur sýndur beint klukkan 15.15. Á laugardag fáum við síðan að sjá leik Englendinga og Rússa í íslenska Sjónvarpinu. -RR Fimleikanámskeið á Laugavatni 20 - 24. júní fyrir börn og unglinga frá 8-15 ára. A-námskeið fyrir þjálfara 18.-20. júní. Dómaranámskeið í almennum fimleikum 18. og 19. júní. Þjálfaranámskeið í almennum fimleikum 22. og 23. júní, sími 83123, 83402, 43323. Fimleikasamband íslands Vefnaðarvara Tilboð óskast í laka- og koddaveraefni fyrir Ríkisspít- ala. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð þann 12. júlí nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar til lengri eða skemmri tíma. Fríar ferðir og íbúðarhúsnæði til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 46 íbú- um. Allar upplýsingar gefa Amalía Þorgrímsdóttir hjúkr- unarforstjóri og Ásmundur Gíslason staðarhaldari, símar 97-81221 og 97-81118 SKJÓLGARÐUR, Höfn, Hornafirði BoðsmótTaflfélags Reykjavíkur 1988 hefst að Grensásvegi 46 mánudaginn 20. júní kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi þannig: 1. umferð mánudag 20. júní kl. 20 2. umferð miðvikudag 22. júní kl. 20 3. umferð föstudag 24. júní kl. 20 4. umferð mánudag 27. júni kl. 20 5. umferð miðvikudag 29. júní kl. 20 6. umferð föstudag 1. júlí kl. 20 7. umferð mánudag 4. júlí kl. 20 Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1 Vi klst. á fyrstu 36 leikina en síðan Vi klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar blðskákir. Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins á kvöld- in kl. 20-22. Lokaskráning verður sunnudaginn 19. júní kl. 19-22. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46, R. Símar: 8 35 40 og 68 16 90 Það eru ekki allir, sem gera sér grein fyrir því að um allt land er í gangi lif- andi og fjörleg blaðaútgáfa. Þarna er auðvitað átt við landsmálablöðin svo- kölluðu. Þau eru með ýmsu sniði. Sum þeirra eru óháð, en önnurflokkspóli- tísk, sum stór í sniðum en önnur minni. Nú eru á fimmta tug blaða og dag- skráa gefin út um land allt. í Lífsstíl á mánudag verður leitast við að gera grein fyrir þessari blaðaútgáfu. Blómafrjókorn hafa mik- ið verið auglýst að und- anförnu. Er þá gjarnan rætt um ótrúlega eigin- leika þeirra sem fæðu- bótarefnis. I Lífsstíl á mánudag verðurfjallað um þessa eiginleika og álitvísindamanna á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.