Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988. Dansstaðir ÁRTÚN Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-03 og laugardagskvöld kl. 22-03. HUómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöldin. BÍÓKJALLARINN Lækjargötu 2, simi 11340. Bigfoot sér um tónlistina um helgina. BROADWAY Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Broadway í sumarskapi með dúndr- andi diskóteki og frábærum uppá- komum. Gó Gó búrin á fullu. Opiö í kvöld, fóstudags- og laugardagskvöld. CASABLANCA Skúlagötu 30 Diskótek fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld. DUUS-HÚS Fichersundi, sími 14446 Diskótek fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld. EVRÓPA v/Borgartún Diskótek fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld. GLÆSIBÆR Álfheimum Gylfi Ægisson skemmtir fimmtu- dags-, fóstudags- og laugardagskvöld. Opið kl. 22.00-03.00. HOLLYWOOD Ármúla 5, Reykjavík Upplyfting og híjómsveit Stefáns P. leika fyrir dansi í kvöld. Jónas R. Jónsson verður sérstakur gestur týndu kynslóðarinnar. Á föstudags- kvöld verður þjóðhátíð týndu kyn- slóðarinnar og leikur hlj ómsveit Stef- áns P. fyrir dansi. Á laugardagskvöld leikur hljómsveit Stefáns P. og hljóm- sveitin Rósin. Jónas R. Jónsson verð- ur sérstakur gestur kvöldsins. HÓTELBORG Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-01. HÓTEL ÍSLAND Ðe lónlí blú bojs og rokkband Rúnars Júlíussonar leika fyrir dansi fimmtu- dags-, fóstudags- og laugardagskvöld. Skemmtidagskráin í sumarskapi verður í beinni útsendingu á stöð 2 og Stjömunni á föstudagskvöld. HÓTEL SAGA, SÚLNASAL- UR v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Lokað fimmtudags- og föstudags- kvöld. Á laugardagskvöld leikur Haukur Mortens fyrir dansi. LEIKHÚSKJALLARINN Hverfisgötu Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2, sími 621625 Ball í kvöld. 17. júni kl. 15-19 verður íjölskylduhátíð. Diskótek með öllu. Mamma og pabbi fá frítt inn. Um kvöldið verður síðan meiri háttar hátíðarball. Á laugardagskvöld verða tónleikar með STRAX kl. 22.30-00.30. Big Foot sér um tónlist Tunglsins með tilheyrandi ballstemmningu eft- ir tónleikana. Á sunnudagskvöld verða svo aftur tónleikar með STRAX. ÚTÓPÍA Suðurlandsbraut, Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. VETRARBRAUTIN Brautarholti 20, sími 29098. Guðmundur Haukur leikur og syng- ur um helgina. ÞÓRSCAFÉ Brautarholti, s. 23333 Lokað fóstudagskvöld. Hljómsveitin Boogies leikur fyrir dansi á laugar- dagskvöld. ÖLVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Vaktstjór- arnir skemmta öll kvöldin. 135 Fjölbreytt dagskrá um allt land 17. juni: Hæ, hó og jibbíjeij, þaö er kominn 17. júni. Á morgun er 17. júní, þjóöhátíö- ardagur íslendinga. Aö venju er mikiö um hátíðarhöld um allt land og lítur út fyrir aö þessi dagur ætli að veröa meö fjölbreyttasta móti í ár. Svo er bara aö biöja veður^uö- ina um að geymg., rigninguna og rokið þangaö til álaugardag. Dagskráin í Reykjavík Kl. 10.00: Blómsveigur lagöur á leiöi Jóns Sigurðssonar. Kl. 10.40: Hátíðin sett á Austurvelii. Kl. 11.15: Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 13.30: Skrúðgöngur frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi í átt til miðbæjar. Kl. 13.00-18.00: í Hallar- garði verður minigolf, Brúðubíll- inn og önnur skemmtidagskrá. í Hljómskálagaröi veröur skáta- dagskrá, tjaldbúðir, skringidans- leikur, Gamanleikhúsiö og fleira. Einnig verður í miðbænum akstur og sýning gamalla bifreiða og götu- leikhús. Hátíðardagskrá verður á þremur sviðum, í Lækjargötu, Hallargarði og Hljómskálagarði. Kl. 21.00-02.00: Kvöld- skemmtun í miðbænum, fram koma ýmsar íslenskar hijómsveit- ir. í Garðabæ Kl. 10.00: Við Amarness- vog, siglingakeppni, sýning Hjálp- arsveitar skáta og seglbrettasigl- ingar. Víðavangshlaup og knattspyrna við Ásgarð. -14.00: Skrúðganga frá gatnamótum Hofstaðabrautar og Karlabrautar. Kl. 14.30-18.00: Hátíöardag- skrá viö Garðaskóla. Kl. 15.30: í Garðalundi, kaffisala kvenfélagsins, hijóðfæra- leikur og fleira. - 20.00-24.00: Diskótek fyrir alla bæjarbúa í Garðalundi. í Mosfellsbæ 10.00: Víðavangshlaup og sund- mót. 11.00: Messa í Lágafellskirkju. 13.30: Skrúöganga leggur af stað frá Kjörvalsplani. 14.00: Hátíöardagskrá í íþrótta- húsi. 16.00: Kafíiveitingar UMFA í Hlégarði. 16.15: Hestasýning og útsýnis- flug. 20.30-03.00: Fjöskylduskemmt- un í íþróttahúsinu og fjölskyldu- dansleikur með hljómsveitinni Greifunum. Á ísafirði Kl. 14.00: Hátíðardagskrá sett á sjúkrahússtúninu. Lúöra- sveitir leika. Ólafur Þ. Þórðarson flytur hátíðarræðu. Síðan verða ýmis skemmtiatriöi, hstflug, fall- hlífarstökk, víðavangshlaup og fleira. Sportbátaeigendur verða með siglingar um Pollinn fyrir al- menning. Kl. 22.00-03.00: Dansleikir á þrem stöðum, í Sponsinu, Uppsöl- um og Krúsinni. Á Hrafnseyri Hrafnseyrarnefnd gengst fyrir samkomu á Hrafnseyri. Jón Sig- urðsson ráðherra flytur hátíðar- ræðu, Guðrún Jónsdóttir syngur viö undirleik Guðna Þ. Guðmunds- sonar. Messa verður í minning- arkapellu Jóns Sigurðssonar. Á Húsavik KI. 10.00: Safnast saman við Barnaskóla Húsavíkur með reið- hjól og farið í hjólreiðatúr um bæ- inn. Kl. 11.00: Guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju. Kl. 13.00: Skrúðganga frá versluninni Kjarabót og að íþrótta- leikvangi. Kl. 14.00: Hátíðardagskrá með ýmsu til skemmtunar. Kl. 16.00: Sundmót. Kl. 23.00-03.00: Stórdans- leikur með Stuðmönnum í Félags- heimihnu. Á Egilsstöðum Kl. 13.30: Messa í Egils- staðakirkju. Kl. 14.20: Skrúðganga frá kirkjunni. Kl. 14.30: Hefðbundin þjóð- hátíðarskemmtun. Kl. 16.30: Brúðuleikhús í Valaskjálf. Kl. 22.00-02.00: Opinn dans- leikur fyrir alla í Valaskjálf. Hljóm- sveit Árna ísleifs. -gh Strax í Lækjartungli Hljómsveitin Strax ásamt erlendum tónlistarmönnum er leika munu meö henni á tónleikunum. Hljómsveitin Strax er um þessar mundir að leggja síöustu hönd á nýja breiðskífu sem er væntanleg á markað um miðjan júlí. Að því tilefni heldur hljómsveitin tvenna tónleika í Lækjartungli laugadags- kvöldið 18. júní og sunnudags- kvöldið 19. júní. Auk Ragnhildar Gísladóttur, Eg- ils Ólafssonar og Jakobs Magnús- sonar munu nokkrir erlendir tón- listarmenn leika með hljómsveit- inni á þessum tónleikum. Þessir menn eru: bandaríski bassaleikar- inn Busta Jones, sem starfaö hefur með Talking Heads, og Steve Wonder. Á gítar leikur einn eftir- sóttasti gítarleikari Bretlands í dag, Alan Murphy, sem meðal annars hefur s'arfað með Kate Bush. Pres- ton Ross Heyman lemur húðir Strax-manna að þessu sinni en hann hefur til skamms tíma leikið í sveit Terence Trent D’Arby, sem og á hljómleikum hans og Tinu Turner. Þá verður norski hljóm- borðsleikarinn Jón Kjeh Seljeseth einnig í hópnum en hann starfaði meöal annars með hljómsveitinni Leyniþjónustunni. Tónleikarnir á laugardag standa frá kl. 22.30-00.30 og á sunnudag frá kl. 22-01.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.