Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 6
54 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988. Háskólabíó: Eins konar ást Elns konar ást/Some Kind ol Wonderful Háskólabíó sýnir um þessar mundir nýjustu kvikmynd leik- stjórans Johns Hughes sem þekkt- ur er af fyrri mynd sinni, Pretty in Pínk. Myndin greinir frá strák nokkr- um sem er á síöasta ári í mennta- skóla. Hann dreymir um að leggja stund á myndlist í framtíðinni en foreldrar hans eru á annarri skoð- un, vilja að hann fari í viðskipta- fræði. Myndin fjallar um baráttu hans fyrir að fá að vera hann sjálfur. Inn í söguna fléttast svo vinahópurinn og sú pressa sem strákur verður fyrir annars vegar frá vinunum og hins vegar frá foreldrunum. Aðalhlutverkið leikur Eric Stoltz en hann er kannski best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni Mask þar sem hann lék hlutverk Rocky Dennis. í öörum hlutverkum eru Mary Stuart Masterson, Craig Sheffer og Lea Thompson, en sú síðastnefnda er þekkt fyrir hlut- verk sitt f myndinni Aftur til fram- tíðar. -PLP Eddie Murphy glettist á sviöi. Bíóhöllin: Allt látið flakka Einn vinsælasti gamanleikari Bandaríkjanna í dag er án efa Eddie Murphy. Hann á að baki sér litríkan feril sem kvikmyndaleik- ari. Hér á landi hefur hann sést í myndum eins og Beverly Hills Cop I og II, 48 stundir og Trading Places. En Murphy er kannski best þekktur í sínu heimalandi sem grínisti á sviði. Hann hefur unnið fyrir sér á þann hátt frá 15 ára aldri og hafa komið út nokkrar hljóm- plötur með skemmtunum hans. í Allt látið flakka geta íslenskir áhorfendur kynnst sviðsleikaran- um Eddie Murphy. Myndin er tekin á tveimur sýningum kappans í New York, en í fyrra hóf hann aftur að leika á sviði eftir nokkurt hlé. Kvikmyndagerö var í höndum Robert Townsend, Lisa Day sá um khppingu, og Eddie Murphy skrif- aöi handrit. -PLP Sýningar Gallerí Gangskör Opið þriöjudaga til fóstudaga kl. 12-18. Gallerí Langbrók Bókhlöðustíg 2, textílgaUerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Svart á hvítu Laufásvegi 17 Laugardaginn 18. júní kl. 14 verður opnuð sýning á verkum hoUensku listakonunn- ar Saskiu de Vriendt. Efniviðinn í mynd- ir sínar sækir hún i landslag og náttúru- fyrirbæri og síðan hún fór sína fyrstu ferð um ísland áriö 1983 hafa myndir hennar að mestu snúist um form og fyrir- bæri íslenskrar náttúru. Sýningin sam- anstendur af málverkum og graflk og stendur til 4. júlí. GaUeríið er opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Gallerí & Publications Vesturgötu 20 Kees Wisser heldur skúlptúrsýningu á nýjum verkum. Sýningin stendur í tvær vikur og er opnunartími samkvæmt sam- komulagi í síma 24529. Hafnargallerí Hafnarstræti 4 Þessa dagana stendur yfir sýning á bún- ingaskissum Sigrúnar Úlfarsdóttur en hún hannaði búninga á dansarana í baU- etti HUfar Svavarsdóttur, Af mönnum. Sýningin stendur tíl 21. júní. Katel Laugavegi 29 í júnímánuði stendur yfir sölusýning á plakötum og eftirprenflmum efflr Cha- gaU í nýjum sal sem opnaður hefur verið að Laugavegi 29 (Brynjuporti). Opið er virka daga kl. 10-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar stendur yfir sýningin Maðurinn í forgnmni. Á sýningunni, sem er í tengsl- um við Ustahátíð, eru verk eftir helstu Ustamenn sem haft hafa manninn að meginmyndefhi sínu á þessu tímabiU og er með fáeinum verkum reynt að sýna þróunina í Ust þeirra. AUs eru rúmlega 130 verk eftir 47 Ustamenn. Sýningin stendur tíl 10. júU. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Laugardaginn 4. júní var opnuð mál- verkasýningin Fjórar kynslóðir. Sýning- in, sem er sjálfstætt framlag tfl Listahá- tíðar 1988, er jafnframt smnarsýning safhsins. A sýningunni eru um 60 mál- verk efflr á fjórða tug Ustamanna og spanna þau tímabUið frá fyrsta áratug þessarar aldar fram á síðustu ár. Sýning- in er opin aUa virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Henni lýkur 17. júU. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsmu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk i eigu safnsins, aðaUega eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýningin Norræn kon- kretfist 1907-1960. Hún er framlag Lista- safns íslands tíl hátíðarinnar að þessu sinni. Á sýningunni eru bæði málverk og höggmyndir. Þá stendur einnig yfir sýning á verkum hins heimsþekkta Usta- manns Marcs Chagall. Sýningamar eru opnar aUa daga nema mánudaga kl. 11-22 tU loka listahátíðor þann 19. júní en síðan eftir að Ustahátíð lýkur kl. 11-17. Sýning Marcs ChagaU stendur tU 14. ágúst og sýningin Norræn konkretUst til 31. júU. Kaffistofan er opin á sama tima og sýn- ingarsalimir. Mokkakaffi Skólavörðustíg Nú stendur yfir á Mokkakaffi sýning á um það 30 ljósmyndum eftir Davíð Þor- steinsson. Myndimar era aUar teknar inni á Mokka af gestum kaffihússins og starfsfólki. Sýningin er haldin í fllefni af 30 ára afmæU Mokkakaffis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Laugardaginn 18. júní verður opnuð sýn- ing á verkum Lenu Cronqvist í sýningar- sölum Norræna hússins. Sýningin verð- ur opin daglega kl. 14-19 tU 10. júU. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk í Nýhöfn. Fyrstu einkasýningu sína hélt Guðrún á Kjarvalsstöðum 1986 en þetta er fjórða einkasýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 19. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands í safninu stendur yfir sýning á myndum eftir enska fræðimanninn og málarann W.G. Collingwood, sem ferðaðist um landið árið 1897, og mun sú sýning standa til haustsins. Safnið er opið alla daga vik- unnar nema mánudaga frá kl. 11-16. Hafnarborg Strandgötu 34, Hafnarfirði Eirikur Smith listmálari sýnir þar verk sín. Sýningin er opin daglega kl. 15-22 til 19. júrú. Listmunaskálinn í Eden Hveragerði Grétar Þ. Hjaltason frá Selfossi opnaði sína fyrstu sýningu í Listmunaskálanum í Eden, Hveragerði, 14. júní sl. Á sýning- unni era 43 vatnsíitamyndir (landslag). Sýningin stendur til 26. júní. Áður hefur Grétar sýnt í Þrastarlundi og Borgarnesi. Þrastarlundur í Þrastarlundi stendur yfir sýrúng á verk- um Ragnars Lár. Á sýningunni era 14 gvass- og vatnslitamyndir. Sýningin, sem hófst um hvítasunnuna, stendur í þrjár vikur. Myndlistarsýning á Akureyri í Glerárkirlgu á Akureyri stendur yfir samsýning 5 ungra listamanna, þeirra Grétu Sörensen, Irisar Elfu Friðriksdótt- ur, Ragnars Stefánssonar, Ragnheiðar Þórsdóttur og Sólveigar Baldursdóttur. Öll hafa þau útskrifast úr myndlistar- ' námi á sl. 5 árum, frá íslandi, Hollandi, Danmörku og tvö frá Bandaríkjunum. Munu þau sýna skúlptúrverk, teikning- ar, málverk, textílverk og verk unnin í leður. Sýningin verðir opin til 19. júní en flyst yfir í Safnahúsið á Sauðárkróki dag- ana 2.-10. júlí. Sýningamar verða opnar á báðum stöðunum virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.