Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988. " Fréttir___________________________________d; Hvaiveiðar hefjast á miðvikudag: Veiðikvótinn minnkaður - Bandaríkjamenn falla frá staðfestingarkæru til forsetans „Niöurstaöa þessa fundar varö sú aö við munum heíja hvalveiðar á miðvikudaginn. Þá munum við tilkynna ákveðnar breytingar á okkar rannsóknaráætlun sem eru ýmsar,“ sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að loknum fimdi með bandarískri sendinefnd undir forsæti James Brennan, varaviðskiptaráðherra Bandaríkj- anna. Samkvæmt heimildum DV sam- þykktu Bandaríkjamenn að falla frá staðfestingarkæru viðskipta- ráðuneytisins til forsetans en slík kæra gæti leitt til viðskiptaþving- ana af hálfu Bandaríkjamanna til þess að hafa áhrif á stefnu íslend- inga í hvalveiðimálum. „Við höfum tekið tillit til skoðana Bandaríkjamanna varðandi rann- sóknaráætlun okkar en við höfum ekki breytt henni að kröfu þeirra," sagði Halldór. Hann sagði banda- rísku sendinefndina hafa viður- kennt nytsemi vísindaveiðanna. Aöspurður kvaðst Halldór ekki vilja segja til um hvort kvótar ein- stakra hvalategunda yrðu minnk- aðir en búist er við að í samkomu- laginu fehst samdráttur á veiðik- vóta sandreyðar. -gse Flugvélin er mikiö skemmd eins og sjá má. Hún er af gerðinni Piper Cub og er í eigu Flugklúbbs Mosfellsbæjar. DV-mynd S Ég hafði ekki tíma til að vera hræddur Iðnó menningarsetur eða skemmtistaður? - Borgin, ríkissjóður og einkaaðilar sýna húsinu áhuga Líkur benda til að ríkissjoður og Reykjavíkurborg sameinist um kaup á Iðnó en eigendur þess hafa nú sett það á fasteignasölu. Hugmyndir eru uppi um að ríkið og Reykjavíkurborg geri húsið að menningarmiðstöð þar sem ýmsir leikhópar fengju aðstöðu til sýninga. Einkaaðilar hafa einnig sýnt áhuga á húsinu, meðal annars með matsölu og skemmtanahald í huga. Eigandi Iðnó er Alþýðuhúsið hf. Það er hlutafélag Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Sjómannafélags Reykjavíkur, Alþýðuflokksins og nokkurs fjölda einstaklinga. Ákveðið hefur verið að kanna hvort og hvem- ig félagið muni selja eignir sínar og hefur sérstök nefnd eigenda verið skipuð til þessa verkefnis. Auk Iðnó á það Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og auða lóð við sömu götu. „Við teljum að þessar eignir félags- ins geti verið betur komnar í öðru formi,“ sagði Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sjómannafélagið og Dagsbrún eru að hefja framkvæmdir við nýbyggingu á homi Sætúns og Borgartúns í Reykjavík. Hugsanleg- ur söluhagnaður af hlut þessara fé- laga í Alþýðuhúsinu hf. mun verða notaður til nýbyggingarinnar. Samkvæmt heimildum DV er nokkuð vist að lóðin við Hverfisgötu og Iðnó verði seld. Alþýðuhúsið mun hins vegar áfram veröa í eigu félags- ins. Síðastliðinn vetur leitaði Inga Bjamason, leikstjóri og formaður Alþýðuleikhússins, til menntamála- ráðherra, fjármálaráðherra og borg- arstjórans í Reykjavík um hugsanleg kaup ríkis og borgar á Iðnó. í sam- tah við DV sagði Inga að þeir hefðu allir tekið vel í þá hugmynd aö kaupa húsið og nota það til leiksýninga og tónleika í framtíðinni. Ákvörðun um hugsanleg kaup mun hafa verið frestað þar til Birgir ísleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra kemur heim frá fundarhöldum á Norður- löndum. En fleiri aðilar munu hafa áhuga á húsinu. Enginn þeirra sem sitja í sölunefnd Alþýðuhússins hf. vildi segja til um hverjir hefðu sýnt hús- inu áhuga. Samkvæmt heimildum DV munu þar á meðal vera einstakl- ingar sem hyggjast reka þar veitinga- og skemmtistað. -gse - segir Níels Hauksson sem brotlenti flugvél sinni á knattspymuvelli í Mosfellsbæ „Þetta gerðist svo snöggt að ég hafði engan tíma til að vera hrædd- ur. Ég hafði í nógu að snúast viö að reyna að redda því sem ég var búinn að klúðra," sagði Níels Unn- ar Hauksson, flugmaður á vélinni sem brotlenti á knattspymuvellin- um í Mosfellsbæ 17. júní. Mörg vitni urðu aö óhappinu enda var knattspymuleik nýlokið. Flugvélin, sem er af gerðinni Piper Cub, smíðuð árið 1946 en nýupp- gerð, skemmdist mikið og verður varla flogið mikið næstu árin að minnsta kosti. „Ég varaði mig ekki á vind- styrknum. Vélin var í þetta 30-40 metra hæð þegar hún tapaði andar- tak vindinum og „stollaöi" og missti þar með flugkraftinn. Flug- vélin stefndi þá á húsin í bænum og ég sveigði því inn á völlinn. Hefði ég lent á húsunum væri ég ekki til frásagnar," sagði Níels. Níels sagði það mikla mildi hvað hann hefði sloppið vel úr brotlend- ingunni. „Það kom mikill slinkur á véhna þegar hún lenti og ég skrámaðist aðeins á annarri hendinni og er dálítið slæmur í bakinu, en það jafnar sig strax. Eftir að ég var kominn út úr flak- inu var ég ansi dasaður og slappur. Það var ekki óllk tilfinning og að lenda í hörðum árekstri." - Ætlarðu að halda áfram að fljúga? „ Já, alveg ömgglega. Ég er ekkert hræddur við það. Nú er ég líka reynslunni ríkari. Ég hef reynslu sem fáir aðrir hafa, sem betur fer,“ sagði Níels Unnar Hauksson. -ATA Vladimir Ashkenazy fær falkaorðu Níels Hauksson flugmaður: „Flug- vélin stefndi á húsin i bænum“. DV-mynd: JAK. Forseti íslands hefur sæmt Vlad- imir Ashkenazy stórriddarakrossi hiimar íslensku fálkaorðu. Athöfnin fór fram að Bessastöðum að loknum tónleikum Ashkenazys á laugardags- kvöld. Vladimir Ashkenazy hlýtur orðuna fyrir störf að menningarmál- um. Þetta er í annað sinn sem Ash- kenazy er sæmdur fálkaorðunni. Fyrir allmörgum árum fékk hann riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu. Átján íslendingar fengu fálkaorðu 17. júní. Þar sem Ashkenazy kom ekki til landsins fyrr en 18. júní var hann sæmdur orðunni sérstaklega það kvöld. Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, sæmir Ashkenazy fálkaorð- unni. DV-mynd: JAK. Banki fær meirihluta í GIHni „Ég vil ekkert um þetta segja, það hefur enn ekki verið talað viö okk- ur um þetta en ég veit aö þeir eru með nefnd í gangi. í dag verður aðalfundur Glitnis og þar munu vera staddir menn frá Nevi,“ sagði Valur Valsson, stjómarformaður Glitnis h/f og bankastjóri Iðnaðar- bankans. Norska fjármögnunarfyrirtækið Nevi sem á 49% í íslenska fjár- magnsleigufyrirtækinu Glitni h/f var nú fyrir viku keypt af Bergen- banka í Noregi fyrir um 2,3 millj- arða íslenskra króna. Að sögn Leif Monsen, bankastjóra Bergen- - Bergenbanki yfirték NEVI sem riðaði á barmi gjaldþrots banka, nam tap Nevi á síðasta ári um 3,5 milljörðum íslenskra króna og þar sem umsvif fyrirtækisins innan Noregs eru einna mest á helsta viðskiptasvæði bankans, voru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir Bergenbanka að fyrirtækið yrði ekki gjaldþrota. Helsta orsökin fyrir þessum vandræðum Nevi mun vera gífurlegt tap vegna lána til myndbandafyrirtækisins VIP A/S. Á síðasta ári var Nevi endur- skipulagt og að sögn Leif Monsen mun þeirri vinnu verða haldið áfram. Skipa á nýja sfjóm fyrir- tækisins en einkum mun vera stefnt að því að draga úr starfsem- inni í útlöndum og einbeita sér að norska markaömnn. Bergen banki á nú þegar fjármögnunarleiguna Fabin og er markmið bankans að verða stærsti aðilinn á þessu sviði á Norðurlöndum. Kemur vel til greina að slá Fabin og Nevi saman í nýtt fyrirtæki. Nevi er ákaflega umsvifamikið fyrirtæki og nam velta þess tæp- lega 100 milljörðum króna á síðasta ári og var um helmingur þess vegna starfsemi utan Noregs. Nú á að draga hana saman og að sögn Leifs Monsens hefur meðal annars komið til tals að selja hlutafé Nevi í Glitni h/f. Slík sala getur sam- kvæmt heimildum DV úr við- skiptalífinu haft veruleg áhrif á starfsemi Glitnis þar sem eignar- aðild Nevi er tahn hafa veitt fyrir- tækinu greiðan aögang að erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum. Skipt- ir því miklu fyrir Glitni hveijir kaupendumir eru. Ghtnir h/f er stærsta fjármögn- unarfyrirtæki landsins, með um helming markaðarins, og skiptist milh nokkurra eignaraðila. Nevi á 49%, Iðnaöarbankinn 34,7%, Sleipner í London á 16% og banka- stjórar Iðnaðarbankans eiga 0,3% samkvæmt upplýsingum Hlutafé- lagaskrár. Nú vhl svo til að Nevi á um 90% í Sleipner og þannig ræður því Bergen banki yfir tæplega 2/3 af hlutafé Ghtnis. Er að sögn Mons- ens einnig hugmyndir um að selja eignarhlut bankans í Sleipner. „Við vitum ekki nema gott eitt um áform Bergenbanka og erum því ekki kvíðnir enda er Bergenbanki ekki óáhtlegur samstarfsaöili," sagði Valur Valsson. JFJ/pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.