Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988.
9
Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, og torsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, undirrita samkomulag
um baráttu gegn eiturlyfjasölu og flugumferð. Yfirlýstur stuðningur Thatchers við annað samkomulag olli mikilli
reiöi stjórnarandstööunnar í Kanada.
Sfmamynd Reuter
Thatcher veldur reiði
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, var í gær sökuð um
aö hafa blandað sér í innanríkismál-
efni Kanada. Voru kanadískir þing-
menn reiðir yfir því að Thatcher
skyldi í ræðu á þinginu í Ottawa
hafa stutt tillögu að samkomulagi
milli Kanada og Bandaríkjanna um
frjálsa verslun.
John Tumer, leiðtogi fijálslyndra,
sem eru í stjómarandstöðu, kvað
Kanadamenn ekki þurfa ráðlegging-
ar um hvernig þeir ættu að haga
málum sínum. Tók hann fram að
Kanada væri ekki lengur nýlenda
Breta og að það vildi ekki verða ný-
lenda Bandaríkjamanna. Taldi Turn-
er engan vafa leika á forsætisráð-
herra Kanada hefði verið varpað á
dyr ef hann, fyrir funmtán ámm,
hefði haldið ræðu á hreska þinginu
og sagt Bretum hvorí þeir ættu eða
ættu ekki að ganga í Evrópubanda-
lagið. Nýir demókratar tóku undir
gagnrýni Turners.
Breskir embættismenn sögðu að
ekki hefði verið ráðgast við Kanada-
stjórn um innihald ræöu Thatchers.
Tóku þeir fram að að komið hefði
fram stuðningur viö samkomulagið
um fijálsa verslun á fundi leiðtoga
helstu iðnríkja heims sem nú er nýaf-
staðinn.
Fjöldahandtökur í Osló
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Tuttugu og sex Oslóbúar voru
handteknir í gærkvöldi utan viö
ráðhús borgarinnar. Mikill mann-
flöldi var þar saman kominn til
þess að mótmæla fjárlögum borg-
arinnar fyrir næsta ár sem vom
samþykkt á borgarsljómarfundi í
gær.
Fljótlega kom til átaka milli lög-
reglunnar og fólksfjöldans þegar
lögreglan reyndi að dreifa mann-
fjöldanum og meinaði fólki inn-
göngu að áheyrendasalnum í ráð-
húsinu. Að minnsta kosti þrír
menn slösuðust þó nokkuð í átök-
unum við lögregluna sem beittí.
hundum, kylfum og hestum gegn
fólkinu.
Þegar lögreglan gekk sem harð-
ast fram í að tvístra fólkinu greip
um sig ofsahræðsla í mannþröng-
inni, segir einn af þeim sem vom
handteknir, Erling Folkvord, sem
sjálfur er fulltrúi kommúnista í
borgarstjórn. Hann yfirgaf borgar-
stjórnarfundinn í mótmælaskyni í
gær en neitaði að færa sig frá torg-
inu utan við ráðhúsið og var þá
samstundis handtekinn.
En fjárlög borgarinnar voru sem
sagt samþykkt í gærkvöldi með
meiri hluta Hægri flokksins og
Framfaraflokksins. Þau fela í sér
mikinn niðurskurð á flestum svið-
um opinberrar þjónustu og þá sérs-
taklega félagslegrar þjónustu. Osló
er stórskuldug borg sem hefur ver-
ið rekin illa í mörg ár þó að hægri
stjórn borgarinnar hafi ætlað sér
hlutverk sem fyrirmynd annarra
bæjarfélaga.
En uppþotið í gær kom engum á
óvart. Dómsmálaráðherrann, He-
len Bösterud, hafði aflýst ferðalagi
til Portúgals til þess að vera til stað-
ar í Osló í gærkvöldi. Bæði stjórnin
og lögreglan hafa hlotið sterka
gagnrýni fyrir aö svo að segja aug-
lýsa ófriðinn fyrir fram.
Næstu vikur afger-
andi fyrir bændur
Komandi vikur veröa afgerandi
fyrir bændur í mið-vesturfylkjum
Bandaríkjanna um það hvort þeir fá
einhverja uppskeru í sumar. Þurrk-
amir, sem heft hafa allan vöxt til
þessa, standa enn og ef ekki rignir á
næstu vikum verður uppskeran al-
gerlega ónýt.
Kom og aðrar tegundir hafa til
þessa vaxiö aðeins brot af því sem
eðliiegt er tahð. Ljóst er því að jafn-
vel þótt bændur fengju rigningu nú
verður uppskeran mjög lítil.
Augljóslega munu bændur á
þurrkasvæöunum þurfa verulega
aöstoð frá hinu opinbera í ár. Margir
þeirra standa frammi fyrir gjaldþroti
verði ekki eitthvað gert til bjargar.
Óttast þeir að byggð kunni jaftivel
að leggjast niður á einstaka svæðum hagnaði undanfarin ár og era því
sem hafa skilað litlum eða engum verr búin undir áföll en önnur.
Gamall bóndi skoðar kornakra nágranna síns. Um þetta leyti sumars ætti
kornið að ná honum í mitti. Simamynd Reuter
Útlönd
Skipverjar á Vulcan II beittu háþrýstu vatni gegn Greenpeace-fólki.
Simamynd Reuter
Hópur manna úr Greenpeace-
samtökunum gerði á þriðjudag ár-
angurslausar tilraunir til upp-
göngu i skipið Vulcan II. Skip þetta
er sorpeyðingarskip, sem brennir
efnaúrgangi og eiturefhum á hafi
úti. Var skipið aö brenna eiturefn-
um frá Spáni um eitt hundrað mil-
ur úti fyrir strönd Englands, á
Norðursjó.
Greenpeace-menn sigldu fyrst á
gúmmíbátum upp að Vulcan II og
reyndu að komast um borð. Öllum
tilraunum þeirra var hrundið. Síð-
an reyndu þeir að sigla skipi sínu
upp að Vulcan, en komust ekki
heldur utn borð með því móti.
Ætlun Greenpeace-manna var aö
hiekkja sjálfa sig viö brennsluofna
Vulcan II til að mótmæla eitur-
brennslunni um borð í skipinu.
Sprenging í Beirút
Einn maöur lét lifiö og að
minnsta kosti nitján særðust,
nokkrir þeirra alvarlega, þegar bíl-
sprengja sprakk nærri höfuöstöðv-
um kristinna þjóðvarðliöa í Beirút,
höfuðborg Libanon. í gær.
Sprengingin olli miklum
skemmdum á byggingum nærri
höfuðstöðvunum og þykir mesta
mildi að fleiri skyldu ekki farast í
henni.
Ekki er vitaö hveijir bera ábyrgð
á sprengingunni.
Jaröskjátfti í Kína
Sautján manns létu lifið og annarra sautján er saknaö eftir skriðufóll
sem urðu í gær í Jianqxi-héraði í suöurhluta Kína.
Að sögn heimilda féllu um áttatíu þúsund rúmmetrar af aur og grjóti
á lítiö þorp í héraöinu og eyöilögöu fimmtiu og níu byggingar þar. Mikill
fjöldi manna vinnur nú að björgunarstörfum í þorpinu.
Þjoövarðliöar á sprengjustaö i
Beirút i gær.
Tilraunir til uppgöngu á Vulcan II
voru árangurslausar.
Simamynd Reuter
Waldheim tekur á móti páfa
Jóhannes Páll páfi II. kemur í dag
í opinbera heimsókn til Austurrík-
is. Þar mun taka á móti honum sá
stjórnmáiamaður sem einna mest-
ur styr hefur staðiö um undanfarin
ár, Kurt Waldheim, forseti Austur-
ríkis, en á honum hvílir enn skuggi
grans um að hann hafi tekiö þátt i
voðaverkum nasista á tímum síðari
heimsstyrjaldar.
Páfi hrósaöi í gær, í útvarpsá-
varpi, dugnaöi Austurríkismanna
við endurbyggingu lands sins úr
rústum siöari heimsstyrjaldar og
hvatti þá til þess aö gegna af al vöru
hlutverki tengiliðs milli Austur- og
Vestur-Evrópu.
Telja má fullvíst að heimsókn
páfa einkennist mikið af gagnrýni
á hendur Kurt Waidheim vegna
fortíðar hans. Um þessar mundir
era liðin fimmtíu ár frá því Austur- Austurríkismenn búa sig nú undir
ríki var innlimað í Þýskaland nas- að taka á móti páfa.
ismans. Simamynd Reuter
Þetta er aðeins í annað sinn, frá því Kurt Waldheim var kjörinn for-
seti Austurríkis, að hann fær að taka á móti erlendum leiðtoga heima
fyrir. Allir þjóðhöfðingjar, aðrir en Hussein, konungur Jórdaníu, og flest-
ir leiðtogar heimsins, hafa hundsaö Waldheim vegna ætlaðrar aöildar
hans að stríðsglæpum. Hafa þeir forðast að koma í heimsókn til Austur-
ríkis.
Misheppnuð uppganga