Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 17
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. 17 Lesendur Forsetakosningar og fréttaflutningur: Undrandi yfir Stöð 2 Kvennalistakona hringdi: Ég er undrandi yfir fréttaflutningi Stöövar 2 í sambandi viö væntanleg- ar forsetakosningar. í fréttum sl. laugardagskvöld birtu þeir á Stöö 2 mynd frá fundi stuðningsmanna Sigrúnar Þorsteinsdóttur og gerðu lítið úr. - Beindu myndavélinni á aðeins eitt borðanna og sögöu fund- inn fámennan. Ég hlustaði nú á þennan sama fund á Útvarpi Rót daginn eftir og ekki gat ég heyrt annað en þarna væri fjöl- menni, eftir undirtektum að dæma. Og í fréttum í gærkvöldi (19. júní) birti Stöð 2 skoðanakönnun í forseta- kosningunum og fullyrti að ljóst væri að Vigdís Finnbogadóttir væri með mikla yfirburði og sagði þar einnig, að hún myndi ekki verða við óskum Sigrúnar um að koma fram með henni í sjónvarpsþætti. Vigdís kom síðan fram í fréttum eins og hún hefur gert í öllum fjöl- miðlum þennan mánuð, sömuleiðis hefur hún komið fram í alls kyns móttökum, vegna Listahátíðar. En aðeins var brugðið upp mynd af Sig- rúnu á vinnustaðafundi. Ég hef alltaf haldið að það væri ólöglegt að birta skoðanakannanir svo skömmu fyrir kosningar og þeg- ar sama og engin kynning hefði farið fram á öðrum frambjóðandanum. Allir ættu að sjá hvað hér er að ger- ast. - Vigdísi þekkja allir eftir 8 ára setu í forsetaembætti, og hún hefur auk þess haft ótal tækifæri til aö koma fram undanfarið. En nú í kvöld, mánudaginn 20. júni, fáum við loks að kynnst Sigrúnu svo um mun- ar. - En hvernig má þetta vera, þar sem utankjörstaðarkosning er löngu hafln? Fundurinn á Hótel Borg kveikti í mér og framkoma fjölmiðlanna hefur sannfært mig um að það sem Sigrún er að gera, er rétt. Það sem stuðn- ingsmenn hennar sögðu var að þeir væru að opna eyru, augu og munn þjóðarinnar, og ef skilningur vakn- aði nógu fljótt, þá tækist þetta. - Þau mega vita að ég vaknaði svo sannar- lega. Kynning á forsetaefnum í sjónvarpi áhrrfaiítil: Sitjum heima á kjördag Þorsteinn Einarsson skrifar: í sjónvarpsstöövunum báðum voru í gærkvöldi (20. júní) þættir sem gerðir voru vegna væntan- legra forsetakosninga nk. laugar- dag. Þættimir voru í sjálfu sér ekki illa geröir og hvor með sínu svip- mótinu, hjá Stöð 2 og Ríkissjón- varpinu. Öllu betri þó hjá Stöö 2 því þar var gengið að efninu og frarabjóðendur spurðir beint. í hvorugu tílfeUinu var kynning- in þó áhrifarík. í rödssjónvarpinu höföu aöstandendur forsetaefn- anna fijálsar hendur með gerð sinna þátta og sýnduþeir glögglega viðhorfm hjá báöum hópum. Ann- ars vegar höfðaði hópur sá er styð- ur Sigrúnu að málum tfl neðri defldar almúgans og lausafólks sem ég vfl kalla svo. - Hins vegar höfðaði stuðningshópur Vigdísar til þess hluta þjóðarinnar sem ekki fmnur lengur asðaslög hennar, hef- ur sleppt „líflínunni“ og siglir sinn sjó, utan og ofan við llfsbaráttu hins þögla meirihluta sem er milli- stétt þjóðfélagsins. í fyrra tilfellinu voru kallaðir tfl óharðnaðir unglingar eða svo gott sem, kannski nýlega búnir að fá kosningarétt - til að tjá sig um mikflvægi þess að gjörbreyta erab- ætti forseta. í hinu siðara voru kölluð til gamalkunnug andlit úr fjórflokkakerfinu, andlit sem ekki hafa lengur það aðdráttarafl sem tU>arf. Eg tel að þessar kosningar tfl for- setaembættis hafi engan tflgang í sjálfu sér og hef ekki áhuga á þeim frambjóðendum sem í boði eru. Tel þá raunar vera mjög samstæöa og hafa aöeins áherslumun. Báðir á vinstri vallarhelmingi í þjóðfélags- legri umræðu sinni og báðar hallir undir aðskflnað kyrfla meö því að lýsa yfir stuöningi við ótímabæra og þarflausa jafnréttisbaráttu. Ég segi þvú Það besta sem maður ger- ir á kjördag er að sitja heima en það næstbesta er að skila kjörseðl- inum auöum. Utankjörstaðakosning: Á að greiða fyrir atkvæðin? Ólafur Ögmundsson hringdi: Ég hringi fyrir hönd áhafnarinnar á Hflmi fl SU 177. Við erum staddir á Sauðárkróki og þar sem við verð- um ekki í landi á kjördag verðum við að greiða atkvæði utan kjörstaðar á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki. - Við fengum í hendur kjörseðla og útfylltum þá á staðnum. Að því loknu voru okkur réttir seölarnir og sagt að koma þeim í póst! Það sem okkur finnst athugavert við þetta er að við skulum þurfa að leggja út kr. 71,- fyrir hvem seðfl og samræmist ekki því að hver maður eigi að geta skilað sínu atkvæði, sér að kostnaðarlausu. Fyrirspurn okkar er því þessi; er þetta í samræmi við þau lög og reglur um kosningarétt sem gilda í þessu forsetakjöri? Hjá Borgarfógetaembættinu í Ár- múlaskóla, þar sem utankjörstaðar- fundur fer fram hér í Reykjavík feng- ust þær upplýsingar að samkvæmt lögum um kosningar skuli utankjör- staðaratkvæðum, greiddum utan lögheimihs, komið til skila af kjós- anda sjálfum. - Shkur kjörseðih væri í sjálfu sér ábyrgðarbréf og ætti ekki að þurfa að greiða undir hann sem ábyrgðarbréf, heldur sem venjulegt bréf. - Á póststofu hér í borg var þetta staðfest og kostaði aðeins kr. 16,- að senda kjörseðflinn, sama og almennt bréf. - Það kostar því 16 krónur að kjósa utan lögheimfls. Gæfa fylgir góðum bíl Range Rover, árg. 1984 - hvitur, gullfallegur, sportfelgur, skipti - skuldabréf, ekinn 85.000. km. Peugeot 405 Mi 16, ný - dökkgrásans., rafm. í sóllúgu, rúóum og læsingum, sportfelgur, vökvastýri, margverðlaunaöur bill! Bill ársins i Evrópu og hlaut gullna stýrið í Þýskalandi. Verð kr. 1.180.000. Mercedes Benz 309 D, árg. 1986 - blár, 5 cyl., sjálfskiptur, klæddur, ekinn aðeins 56.000 km. Verð 1.350.000. BMW 520i árg. 1988 „nýja línan“ - blásans., litað gler, sportfelgur, „soundsystem“, útvarp-segulband, ekinn 5.000 km. Verð kr. 1.550.000. Skipti á ca. 600.000 kr. bil koma til greina. A Á föstudag vetða tónleikar í Laugar- dalshöll með hinum heimsfræga kana- díska tónlistarmanni og rithöfundi, Leonard Cohen. Með honum á tónleik- unum verður átta manna hljómsveit úrvalshljóðfæraleikara. Mikil ásókn hefur verið í miða á tón- leika Cohens og er nú orðið uppselt í öll sæti. En ákveðið hefur verið að selja fimm hundruð stæði á tónleikunum og verður það eingöngu gert við inngang- inn áður en þeir hefjast á morgun. í DV á morgun verður nánar sagt frá Leonard Cohen og tónleikunum í Höll- inni. Göngudagur fjölskyldunnar verður haldinn nú um helgina. Misjafnter hvort göngudagurinn verður haldinn á laugardag eða sunnudag. Er þetta vegna forsetakosninganna á laugardag. Göngudagur fjölskyldunnar hefur verið árviss viðburður í nokkuð mörg ár og eru það ungmennafélög og skátar sem standa fyrir þessu átaki til aukinnar hreyfingar. Margar skemmtilegar uppákomur fylgja göngudeginum og verður nánar sagt frá þeim í DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.