Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. Menning Innan hrings og utan Hodgkin, Judd, Long og Kiddi Gúmm á Listahátíð - ■Æ:. ! . Kristján Guðmundsson - Straumsnúðar, 1987. Þegar þetta birtist, er langt liðið á tvær myndlistarsýningar á Lista- hátíö, sýningu á graílkverkum Howards Hodgkins í FíM salnum og á verkum hinnar sparheldnu þrenningar Longs.Judds og Kristj- áns Guðmundssonar í Nýlistasafn- inu, gott ef þeirri fyrmefndu er ekki lokið. Heldur er sýningartíminn knapp- ur, sem auðvitað kemur niður á annarri fjölmiðlaumfjöllun en for- kynningum. Einkum og sér í lagi þegar um heilan tug nýrra sýninga er að ræða. Framvegis mættu þeir sem í hlut eiga íhuga hvort ekki mætti lengja sýningartíma á Lástahátíð, þótt ekki væri til annars en að gefa okk- ur gagnrýnendum ráðrúm til ígrundunar. Eins og áður hefur verið getið, átti upprunalega að sýna graiik eft- ir Hockney í FIM-salnum, en þegar sú sýning datt upp fyrir, fékkst sýning á grafík Howards Hodgkin í staöinn. Sjálfum þótti mér þetta góð skipti, þar sem Hockney er í seinni tíð orðinn ansi lausagopalegur í myndhst sinni, en hefur á hinn bóginn leyst af hendi mörg íðilfal- leg skreytiverkefni, ekki síst fyrir leiksvið. Á hárfínu einstigi Hodgkin er fimm árum eldri en Hockney (f. 1932), en hefur farið sér öllu hægar í hst sinni, svo hægt að um tíma datt hann út úr helstu uppsláttarritum um myndhst. Við upphaf yfirstandandi áratug- ar fór vegur Hodgkins vaxandi inn- an breskrar myndhstar, og eftir að hann sýndi fyrir Bretlands hönd á Biennaiinum í Feneyjum árið 1984 varð hann svo frægur víðar um lönd. Ég hygg að helsti kostm- Hodg- kins sem myndhstarmanns sé hið hárfína einstigi sem hann fetar milh glóðheitra tihinninga, það er expressjónisma, og sígildrar mynd- geröar. Sérhver mynda hans er endur- minning, bútuð niður í frumeining- ar sínar og sett saman upp á nýtt, og þá með nýjum áherslum - en ævinlega með fullri virðingu fyrir hinni upprunalegu minningu, kveikju verksins. Það skiptir Hodgkin meira.máh að rækja trúnað við lífið en hstina, sem skýrir áhuga hans á ind- verskri myndhst, sem er framar öðru skrautlýsing hversdagslegra viðburða. Jafnframt beitir hann ýmiss kon- ar brögðum til að hnykkja á inn- taki mynda sinna og gefa þeim sam-mannlega skírskotim. Innrömmun Þar ber mest á notkun hans á sjálfum rammanum og hugmynd- inni um „römmun“ í sinni víðustu merkingu. Rammi afmarkar myndflöt, ákvaröar helstu áherslur í mótífmu og beinir athygh okkar að kjama þeirrar „uppfærslu” sem myndir Hodgkins eru. Grafíkverk Hodgkins árétta vita- skuld ýmislegt það sem fram kem- ur í málverkunum, en meö sérstak- lega grafískum hætti. Það var mikil upplifun að sjá stór og kröftug grafíkþrykk hans í FÍM - salnum, pg gott til þess að vita aö Listasafn íslands festi kaup á einu þeirra. Ekki veit ég hve margir hafa komið í Nýhstasafnið að skoða samsýninguna þar. Eitt er víst, að þar er að finna nýstárlegustu myndhstaruppá- komu þessarar hátíðar, og óvíst að íslenskir áhorfendur fái tækifæri að beija augum aðra slíka í bráð. Þessa uppákomu geta menn þakkaö Pétri Arasyni, áhugamanni um myndhstarlega naumhyggju th margra ára, sem er persónulega kunnugur nokkrum erlendum stórlistamönnum. Sparheldin þrenning Út af fyrir sig er sennilega nær lagi að kenna hst þeirra þriggja, Donalds Judd, Richards Long og Kristjáns Guðmundssonar við Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sparheldni fremur en naumhyggju. Judd er sá eini þeirra sem heldur fast í strangtrú á absólútt veruleika grunneiginda í myndhstinni, og þá ekki síst ferstrendinga: „What you see is what you see” (Frank Stella). Til að sniðganga hið persónulega handbragð, lætur Judd setja verk sín saman úr nútíma iðnaðarefn- um og spilar upp á aht að því vél- ræna endurtekningu frumforma. í Nýhstarsafninu sýnir hann þijú verk, tvær hangar veggmyndir, samansettar úr fjölda mishtra ál- eininga, og svo eins konar „vegg- skáp” úr viði með plastbaki. Um þessi verk er sosum ekki mikið að segja, þau eru þarna bara, og geta ekki annað. Þau eru hins vegar ansi langt frá því að vera „eitt með því umhverfi sem þau eru staðsett í”, eins og segir í forkynningu, þar sem þau eru óþæghega nálægt verkum Ric- hards Long. Long er svo aftur fjóöskáldiö á sýningunni, einn af mörgum sér- vitrum göngugörpum enskum, sem ferðast einir síns hðs um afskekkta staði th að njóta þagnarinnar og veröa eitt meö náttúrukröftum. List hans er einhvers staðar miðja vegu milli hugmyndahstar, láðlistar og breskrar rómantíkur. Engin verksummerki Úr hvunndagslegri upplifun göngumannsins, gijótinu sem hann klofar yfir, sprekunum sem hann treður á, lækjarsprænunni sem hann veöur, dregur hann sam- an hugmyndir og teikn sem við þekkjum gjörla eða lúra í undirvit- undirmi: hringa, endalausar hnur, vörður, jafnvel krossmörk. Oftast lætur hann sér nægja að vinna verkin á staðnum, ljósmynda þau og afmá síðan öh verksum- merki. En eins og hver annar landslags- málari fer hann einnig meö náttúr- una inn í sýningarsah, oftast í formi áðumefndra hringja eða hna, og teflir gjaman saman náttúm að heiman, það er botnleðju úr ánni Avon, og náttúm á þeim stað sem hann er staddur hverju sinni. í Nýhstasafninu á Long þijú verk sem kahast á með ýmsum hætti. í anddyri em þrír hringir á vegg, sem þau Long og tvær dætur hans hafa gert úr Avon leðju með lófa- förum sínum, og mun þetta vera fyrsta samvinnuverk hstamanns- ins og bama hans. í neðri sal em nokkrir sammiðja hringir úr sæbörðu gijóti af Suður- nesjum, sem Long nefnir „Sea Lava Circles”, en andspænis þeim trónir gríðarstór vegghringur úr Avon leðju, „River Avon Mud Reykjavik Circle”. Þótt fábreytt séu þau, er samsph þessara verka undarlega magnað. Gagnorður í verkum sínum Óhætt er aö segja að lítið fari fyr- ir verkum Kristjáns Guðmunds- sonar á þessari sýningu, en þau er nú samt aö finna á efri hæð safns- ins, ef vel er að gáð. Kristján er gagnorður í verkum sínum, finnur jafnan leiðir th aö láta einföld form gefa af sér marg- falda myndræna orku. Fyrir nokkrum ámm skráði hann tímann með linum. Nú hefur hann khppt þessar sömu hnur út, vöðlað þeim saman og fest þær upp á vegg. Þar hangir sem sagt saman- vöðlaður tími. Jámrennu sýnir Kristján einnig, uppfuha af bleki. Blekiö réttlætir thvem rennunnar, en gerir hana um leið absúrd. Hugmyndin um blekrigningu og bókmenntaþjóð er heldur ekki víðs fjarri. Straumsnúðar Kristjáns eru eins konar teikningar með rafmagns- kaph, sem ótengdur er í annan end- ann, sem væntanlega leiðir þá „lín- una” út í loftið og hið óendanlega. Kristján er tvímælalaust einn okkar allra sérstæðasti og traust- asti myndhstarmaður í dag. Listahátíð í Reykjavík ætti fram- ar öðru að leiða okkur á vit hins ókunna. Það gerir þessi sýning í Nýlista- safninu kannski betur en nokkur annar viðburður á þessari hátíð. -ai Howard Hodgkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.