Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. Afmæli Jonas Bjamason Jónas Bjamason efnaverkfræðing- ur, Rauðagerði 59, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Jónas er fæddur á Sauðárkróki, tók próf í efnaverkfræði ff á Techn- ische Hochschule í Miinchen 1964 og lauk þaðan dr. rer. nat. prófi í lífrænni efnafræði 1967. Hann var í framhaldsnámi í næringarfræði í Cambridge í Englandi 1967-1968 og varð sérfræðingur við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins 1968. Jónas var dósent í efnafræði við lækna- deild HÍ 1971-1974 og í verkfræði- og raunvísindadeild HÍ 1974-1981. Hann var ráðinn útgáfustjóri Handbókar fiskvinnslunnar 1981 og var settur forstjóri Framleiðslu- eftirhts sjávarafurða 1983-1984. Jónas var skipaöur deildarstjóri efnafræðideildar Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins 1985 og er nú yfirverkfræðingur á stofnuninni. Hann var formaður launamálaráðs BHM 1972-1974 og formaður BHM 1974-1978. Jónas var formaður Nordisk Akademiskerrád 1974 og hefur verið formaður Landsmála- félagsins Varðar frá 1984. Hann hefur verið forseti Náttúrulækn- ingafélags íslands frá 1987, vara- formaður Neytendasamtakanna og hefur verið þrisvar sinnum á fram- boðshsta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jónas hefur samið handbók fiskvinnslunnar, a. Salt- fiskverkun, b. Skreiðarvinnslu og fjöldann ahan af vísinda- og blaða- greinum. Kona Jónasar er Kristín Guðrún Hjartardóttir, b. á Melavöhum í Rvík, Jónssonar og konu hans, Guðnýjar Margrétar Runólfsdótt- ur, og eiga þau einn son, Jónas Öm. Systkini Jónasar em: Svanhild- ur, skrifstofumaður hjá Flugleiö- um, og Svavar, tæknifræðingur á radíóverkstæði Landssímans. Foreldrar Jónasar em Bjami, vélstjóri og framkvæmdastjóri í Rvík, Pálsson, en hann lést 1967, og fyrri kona hans, Ásta Jónas- dóttir, en seinni maður hennar var Skúh Guðmundsson, kennari í Rvík, sem lést 1987. Bjami var son- ur Páls Bergssonar, útgerðar- manns í Ólafsfirði, frá Hærings- stöðum í Svarfaðardal, bróður Jóns kennara, afa Anders Hansen rit- stjóra. Móðir Bjama var Svanhildur Jörundsdóttir, „Hákarla-Jörund- ar“, hákarlaformanns og útgerðar- manns í Hrísey, Jónssonar. Meðal afkomenda Hákarla-Jörundar em Sigrún Júhusdóttir félagsfræðing- ur og Siguijóna Sigurðardóttir, kona Hahdórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra. Meðal fóðursystkina Jónasar vom Eva, móðir Haralds Kröyer sendiherra, Hreinn, söngvari og forstjóri Ohuverslunar íslands, Gestur leikari, Guðrún, kona Héð- ins Valdimarssonar alþingis- manns, Gunnar, skrifstofustjóri í Rvík, Jörundur arkitekt, Margrét, kona Jóhannesar Hahdórssonar, skipstjóra á Akureyri, Bergur, skipstjóri á Akureyri, og Svavar, forstjóri Sementsverksmiöju ríkis- ins. Móðurbróðir Jónasar var Krist- ján læknir, faðir Jónasar ritstjóra. Ásta er dóttir Jónasar, læknis í Rvík, Kristjánssonar, b. á Snær- ingsstöðum í Svínadal, Kristjáns- sonar, b. í Stóradal, sem rak sauð- ina suður Kjöl, Jónssonar, b. á Snæringsstöðum, bróður Péturs, afa Þórðar, læknis á Kleppi, afa Hrafns Gunnlaugssonar. Jón var sonur Jóns, b. á Balaskarði, Jóns- Jónas Bjarnason sonar harðabónda, b. á Mörk í Lax- árdal, Jónssonar, ættfóður Harða- bóndaættarinnar. Móðir Jónasar læknis var Stein- unn, systir Jóhannesar, fóður Sig- urðar Nordals. Steinunn var dóttir Guðmundar, b. í Kirkjubæ í Norð- urárdal, Ólafssonar, bróður Frí- manns, afa Valtýs Stefánssonar rit- stjóra og hálfbróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlæknis. Móð- ir Guðmundar var Sigríður, systir Vatnsenda-Rósu. Sigríður var dótt- ir Guðmundar, b. í Fomhaga, Rögnvaldssonar og konu hans, Guðrúnar, systur Rósu, langömmu Friðriks Friðrikssonar æskulýðs- leiðtoga. Bróðir Guðrúnar var Jón, langafi Kristínar, móður Þrníðar Pálsdóttur ópemsöngvara. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. í Löngu- hhð, ívarssonar, bróður Bjöms, langafa Stefáns, afa Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Bjöm var einnig langafi Bjöms, föður Þór- hahs biskups. Þá var Björn afi Bjargar, ættmóður Kjarnaættar- innar. Móðir Ástu var Hansína Bene- diktsdóttir, prófasts á Grenjaðar- stað, Kristjánssonar, hálfbróður, samfeðra, Kristjáns á Snærings- stöðum. Móðir Hansínu var Regine Magdalene Hansdóttir Sívertsen, verslunarstjóra í Rvík, Sigurðsson- ar Sívertsen, kaupmanns í Rvík, Bjamasonar Sívertsen, riddara og kaupmanns í Hafnarfirði. Móðir Regine var Christiane Hansdóttir Linnet, verslunarstjóra í Hafnarfirði. Móðir Hans Linnet var Regine Seemp. Móðir Regine var Gotfrede Hogersdóttir Jakobæ- us, kaupmanns í Keflavík, Johans- sonar Jakobæus, prests í Ledöje, Holgerssonar Jakobæus, rektors Kaupmannahafnarháskóla. Móðir Johans var Anna Thomasdóttir Barthohns, rektors Kaupmanna- hafnarháskóla, og konu hans, Else Christofersdóttur Hansen, borgar- stjóra í Kaupmannahöfn. Guttonnur Sigbjamarson Jónína Finsen Guttormur Sigbjamarson jarð- fræðingur, Leirubakka 16, Reykja- vík, er sextugur í dag. Guttormur er fæddur í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá í Norður- Múlasýslu og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann varð stúdent frá MA 1952 og lauk BA-prófi með kennararéttindum frá HÍ 1961. Guttormur var kennari viö Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1956-1963 en þá fór hann til Oslóar til fram- haldsnáms. Hann lauk cand.real. prófi í jarðfræði frá háskólanum í Osló 1967 en hafði þá dvahst eitt kennslumisseri við vatnafræðinám í Bandaríkjunum. Guttormur hóf störf hjá Raforkumálaskrifstof- unni, sem síðar varð Orkustofnun, 1965 og varð sérfræðingur í vatna- fræðirannsóknum vegna vatnsafls- virkjana á raforkudeild stofnunar- innar 1967. Hann hefur verið for- stöðumaður jarökönnunardeildar Orkustofiiunar frá 1975 en 1981 var staða hans gerð að deildarstjóra- stöðu í vatnsorkudeild. Ásamt rannsóknarstörfum var Guttorm- ur stundakennari við Menntaskól- ann í Hamrahlíð og síðar við jarð- fræðiskor Háskóla íslands. Hann hefur að jafnaði tekið virkan þátt í félagsmálum og ritstörfum. Guttormur kvæntist 14.júh 1956 Guðbjörgu Karlsdóttur, f. 14. júní 1924, vefnaðarkennara frá Bónda- stöðum. Foreldrar Guðbjargar vora Karl Magnússon frá Hrol- laugsstöðum og kona hans, Mar- grét Ehsabet Sigurðardóttir frá Rauðholti. Böm Guttorms og Guð- Hvensr hófust mannrán og flugrán? Hverjir riðu á vaðið með þeeel óþokkabrögð? Hefðu Baader-Meinhof samtökin, Rauða herdeildin og fleiri samtök verið stofnuð ef hlustað hefði verið á stúdentaogverkalýð? AIH þetta og margt fleira. Lestu þessa bók eða gefðu hana. Guttormur Sigbjarnarson. bjargar eru Hjörleifur, f. 3. nóv- ember 1955, vélfræðingur í Reykja- vík, sambýhskona hans er Ema Jónsdóttir; Margrét, f. 24. janúar 1957, leikhstarfræðingur í Reykja- vík. Guðbjörg átti einn son fyrir hjónaband, Karl Björnsson, f. 29. febrúar 1948, húsasmíðameistara í Kópavogi. Hann er kvæntur Anítu Thom Oddsdóttur. Guðbjörg lést 7. júh 1971. Seinni kona Guttorms er Áslaug Kristjánsdóttir, f. 17. ágúst 1936, frá Felli í Biskupstungum. Foreldrar Áslaugar vom Kristján Loftsson, b. í Haukadal og síðar á Felh, og kona hans, Guðbjörg Greipsdóttir frá Haukadal. Áslaug á eina dóttur, Þóm Berglindi Hafsteinsdóttur, f. 14. október 1957, hjúkrunarfræðing í Reykjavík. Systkini Guttorms em: Helga, kennari í Reykjavík, gift Guðjóni Elíassyni bókaútgefanda; Páh, hér- aðsráðunautur á Eghsstöðum, kvæntrn- Ingimni Gunnarsdóttur ljósmóður; Einar, verslunarmaður á Eghsstöðum, kvæntur Heiðrúnu Ágústsdóttur; Sigurbjörg, húsmóð- ir á Eskifirði, sambýhsmaður hennar er Jóhann Klausen, fyrrv. bæjarstjóri; Auður, matráðskona í Hveragerði, gift Haraldi Sigurðs- syni; Ásgerður, húsmóðir í Hvera- gerði, gift Sigurgeiri Bóassyni húsasmið; Sævar, b. í Rauðholti, kvæntur Asu Hafhðadóttur. Foreldrar Guttorms vom Sig- björn Sigurðsson, b. í Rauðholti, og kona hans, Jórunn Anna Gutt- ormsdóttir. Sigbjöm var sonur Sig- urðar, b. í Rauðholti, Einarssonar, b. og skálds á Staka-Hjalla, Jóns- sonar. Móðir Sigurðar vai’ Ingi- björg Þorleifsdóttur, b. í Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, Arnfinnssonar. Þau Einar og Ingibjörg vom bæði af eyfirskum ættum. Móðir Sig- bjöms var Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, b. á Homi í Nesjum, Þor- valdssonar og konu hans, Sæbjarg- ar Jónsdóttur frá Þórisdal í Lóni. Anna var dóttir Guttorms, b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, Pálssonar, sifursmiðs á Eyjólfs- stöðum á Vöhum, bróður Þórunn- ar, langömmu Gylfa og Vhhjálms Þ Gíslasona. Páh var sonur Sigurðar, umboðsmanns á Eyjólfsstöðum, Guðmundssonar, sýslumanns í Krossavík, Péturssonar, íööur Guðlaugar, langömmu Hahdórs al- þingismanns, fóður Ragnars, stjómarformanns ÍSALS. Móðir Páls var Ingunn, systir Margrétar, langömmu Guttorms skógarvarðar, fóður Hjörleifs al- þingismanns. Ingunn var dóttir Vigfúsar, prests á Valþjófsstað, Ormssonar og konu hans, Bergljót- ar Þorsteinsdóttur, systur Hjör- leifs, langafa Einars Kvaran. Ann- ar bróðir Bergljótar var Guttorm- ur, langafi Þórarins á Tjörn, foður Kristjáns Eldjárns. Móöir Guttorms var Helga Benja- mínsdóttir, Þorgrímssonar, Þórð- arsonar. Móðir Þorgríms var Guö- rún Þorgrímsdóttir, systir Ihuga, langafa Friðjóns, fóður skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns á Laugum. Móðir Helgu var Guðrún Vigfúsdóttir, systir Jóns, fóður Sig- mundar í Gunnhhdargerði, ætt- fóður Gunnhhdargerðisættarinn- ar, langafa' Péturs Einarssonar flugmálastjóra. Móðir Önnu var Sigurlaug Jóns- dóttir, b. í Kohavík í Þistilfirði, Þorlákssonar og konu hans, Malen- ar Sigurðardóttur, systur Páls á Eyjólfsstöðum. Jónína Finsen, Vesturgötu 42, Akranesi, er sextug í dag. . Jónína er fædd og uppahn í Reykjavík, dóttir hjónanna Krist- jönu Guðbrandsdóttur og Áskels Norðdahl pípulagningameistara. Jónína fluttist 1947 th Akraness og ári seinna, 22. maí, giftist hún Níels Finsen, gjaldkera hjá Haraldi Böðvarssyni hf„ f. 23.5.1909, d. 30.9. 1985. Foreldrar Níelsar vom Ingi- björg ísleifsdóttir og Ólafur Finsen, héraðslæknir á Akranesi. Jónína og Níels eignuðust tvö börn, Bjöm, f. 10.7.1942, kennara á Akranesi, og Áslaugu, f. 14.11.1946, Til hamingju með daginn 90 ára Laufey Benediktsdóttir, Leifs- götu 13, Reykjavík, er níræð í dag. Þuríður Ámundadóttir, Stigahhð 8, Reykjavík, er níræð í dag. 75 ára Vigdís Kristjánsdóttir, Dælengi 17, Selfossi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Veronika Hermannsdóttir, Nausta- búð 16, Neshreppi, er sjötug í dag. Hún verður að heiman. Pétur Sigurðsson, Bergstaðastræti 77, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára Marta M.K. Ingimarsdóttir, Suður- vangi 12, Hafnarfiröi, er sextug í dag. Bjarni Helgason, Laugalandi, Staf- holtstungum, er sextugur í dag. Ingibjörg Hallbertsdóttir, Fum- grund 48, Kópavogi, er sextug í dag. sem vinnur hjá Amarflugi í Hoh- andi. Bróðir Jónínu er Guðmundur Grétar bifreiðastjóri en hálfbræður hennar eru Erhng Davíðsson leigu- bhstjóri, látinn, og Gunnar Davíðs- son verslunarmaður. Síðasthðin tuttugu ár hefur Jón- ína unnið sem röntgentæknir á Sjúkrahúsi Akraness en Jónína læröi sjúkraþjálfun á Landspítal- anum og röntgentækni á Borgar- spítalanum. Jónína tekur á móti gestum á heimih sínu, Vesturgötu 42, í dag mhli kl. 17 og 19. 50 ára Hjalti Einarsson, Álfaskeiði 88, er fimmtugur í dag. Sæmundur Árnason, Hófgerði 21, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Gísh Baldvin Björnsson, Rituhólum 9, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Garðar Þórðarson, Álfhóh 2, Húsa- vík, er fimmtugur í dag. Erna Fannbergsdóttir, Sólhhð 3, Vestmannaeyjum, er fimmtug í dag. Stefán Briem, Einarsnesi 22, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 40 ára Guðríður Einarsdóttir, Bjarma- landi 8, Reykjavík, er fertug í dag. Eirikur Stefánsson, Heiðvangi 28, Hafnarfirði, er fertugur í dag. María Kristjánsdóttir, Kotárgerði 19, Akureyri, er fertug í dag. ólafur Jónsson, Kirkjuvegi 43, Véstmannaeyjum, er fertugur í dag. Tómas öm Agnarsson, Borgarhhð 2h, Akureyri, er fertugur í dag. Þórir Már Þórðarson, Reyrhaga 16, Selfossi, er fertugur i dag. Sigriður Jóhannsdóttir, Selbrekku 18, Kópavogi, er fertug í dag. Jóhann Baldur Jónsson, Heiðar- braut 4, Blönduósi, er fertugur í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.