Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Hjólabátar í Vik í Mýrdal:
Hvorki bátur né bíll
- nema hvort tveggja sé
„Viö höfum notað bátana bæöi til
fólksfluthinga og til veiða og hafa
þeir rejTist vel. Þaö hefur aftur á
móti vafist fvrir mörgum hvemig
skrá skuli farartækið og til bráða-
birgða eru bátamir þvi mskráöir.
sem vinnuvélar á landi en sem bátar
á sjó," sögðu Gísli Reynisson og
Pálmi Magnússon í samtali \úð DV.
Farartækin, sem hér um ræðir, era
hjólabátar svokallaðir. fimm tonna
bátar á hjólum.
Þaö er hlutafélagið Mýrdælingur í
Vik í Mmdal sem á bátana, en félag-
ið var stofnað í tengslum við báta-
kaupin. Mýrdælingur rekur tvo
hjólabáta en að sögn Gísla eru nú
íjórir slikir til á landinu.
„Við höfum notað bátana til að
fl\ija ferðamenn út í Dyrhólaey og
víðar, sem og til veiða. Þeir hafa
remst mjög vel í briminu hér við
ströndina, era stöðugir og fara vel í
sjó. Bátamir er rúm fimm tonn hvor
um sig og hafa 300 hestafla vél,“ sagði
Gísli.
Bátarnir voru upphaflega fram-
leiddir fyrir bandaríska flotann og
vora þessir tveir smíðaðir árin 1963
og 1964. Fyrri bátinn keypti Mýrdæl-
ingur af hergagnasölu erlendis, en
hinn var fluttur inn af Vegagerð rík-
isins. Þann bát keypti Björgun hf. til
nota við leitina að gullskipinu sem
ku hafa strandaö á Skeiðarársandi.
Mýrdælingur keypti síðan bátinn af
Björgun.
, ,Fyrri bátinn keyptum við fyrir um
eina milljón króna. Hann þarfnaðist
nokkurra breytinga áður en hann
var nothæfur, t.d. smíðuðum við
húsið á hann og settum veiðarfærin
á. Hinn bátinn keyptum við á 2,5
milljónir en hann var í betra ásig-
komulagi, með nýuppgerða vél og aö
auki fylgdu honum varahlutir og
björgunarbátur," sagði Gísli.
Báturinn er einfaldlega keyrður
niður að sjó þegar farið er á veiðar
og að loknum túr er keyrt upp á land
á ný. Löndun aflans fer fram í einu
elsta steinhúsi í Skaftafellssýslu,
gamla haughúsinu við bæinn Suður-
vík.
Það mun vera allsérkennileg sjón
að sjá bátana fara á veiðar. Það er
alla vega ekki á hveijum degi sem
bátar sjást á keyrslu eftir akvegum
á íslandi.
-StB
Helgi Þór Jónsson:
Samningar við
kröfuhafa um lækk-
un skuldanna
„Það er verið að \inna í samning-
um við kröfuhafa um niðurfellingu
hluta skuldanna. Þessi ákvöröun
bæjarstjómar Hveragerðis er virð-
ingarvert spor og sýnir einhug þar
sem aliir sjö bæjarfulltrúamir
greiddu þessu atkvæði. Ég vinn að
þvi að ganga að þessu tilboði Hvera-
gerðisbæjar og er vongóður um að
þaö takist,“ sagði Helgi Þór Jónsson,
eigandi Hótel Arkar.
Eins og kunnugt er gerði bæjar-
stjóm Hveragerðis Helga Þór tilboð.
Tilboð bæjarstjómar er á þá leið að
ef Helgi Þór greiðir helming skulda
sinna viö bæjarsjóð fyrir 1. septemb-
er næstkomandi falli bæjarsjóöur frá
afgangi skuldanna: Helgi Þór skuldar
bæjarsjóði um 25 milljónir króna. Ef
Helga Þór tekst að greiða fyrir 1.
september gefur bæjarsjóður eftir
allt að 12 milljónir króna.
Helgi Þór sagðist eiga, ásamt lög-
manni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni,
í samningaviðræðum við kröfuhafa
um lækkun þeirra skulda sem hvíla
á Hótel Örk.
„Ég ar mjög bjartsýnn á að samn-
ingar takist. Kröfuhafar hafa verið
inni á því að ganga til samninga,“
sagði Helgi Þór. -sme
Gamla Hvítárbrúin gerir sitt gagn Gamla Hvítárbrúin má muna sinn fífil fegri hvað umferð snertir. Eitt sinn var hún
í alfaraleiö og stöðugur straumur af bílum lá yfir hana á hverjum degi. Eftir að Borgarfjaröarbrúin kom til sögunn-
ar 1981 hefur umferðln snarminnkaö. En bogabrúin við Hvítá stendur þó enn fyrir sínu og gerir sitt gagn og meira
til. Hún er einnig notuð til stuðnings laxanetum bændanna í Ferjukoti. -JFJ/DV-myndJAK
Aðrir greiða
skaðann með
hæni iðgjöldum
Þeir sem valda alvarlegu tjóni
í umferöinni greiða minnst af
þeim skaöa sem þeir valda. Aörir
tryggingatakar greiða meginhlu-
tann meö hærri iðgjöldum bif-
reiðatrygginga. Tryggingafélögin
era skyldug til aö hafa frammi
endurkröfur á hendur þeim sem
valda tjónum meö ásetningi eða
stórkostlegu gáleysi. Endurkröf-
ur tryggingafélaganna fara fyrir
nefnd, endurkröfunefnd sem er
skipuö þremur mönnum, einum
skipuðum af ráöherra, einum frá
FÍB og einum frá tryggingafélög-
unum.
Endurkröfunefnd ákveður
hvort á aö endurkrefja tjónvald
og þá um hve mikið. Nefndin
samþykkir sjaldnast kröfur
tryggingafélaganna. í umferðar-
lögunum segir á þá leiö að
„... lækka má endurkröfu með
hliðsjón af sök tjónvalds, efnahag
hans, öárhæð tjónsins eða öðram
atvikum.“
Nýlegt tilfelli var er eitt félag-
anna hugðist endurkrefja tjón-
vald um 3 milljónir króna. End-
urkröfúnefndin skar þá upphæð
veralega niöur og heimilaöi félag-
inu aö krefjast 500 þúsund króna
af tjónvaldinum. Tryggingamenn
segja þessa afgreiðslu mjög
venjubundna af hálfu endurkr-
öfunefhdar.
Lækkanir á kröfum trygginga-
félaganna þýöa einfaldlega aö fé-
lagiö ber skaðann og hann er
lagður til grundvallar iðgjalda-
þörfúm tryggingafélaganna. Þær
fjárhæðir, sem félögin fá sam-
þykktar sem endurkröfu, skila
sér sjaldnast Þeir sem valda, meö
refsiverðum hætti, mnferðarslysi
eru oftast eignalausir menn og
hafa ekki greiðsluþol fyrir þeim
kröfúm sem á þá eru settar.
Venjulegast líða tvö til þtjú ár frá
slysi og þar til endurkrafan er
sett fram.
Þaö er mismunandi hvernig fé-
lögin haga endurkröfum á hend-
ur unglingum innan 16 ára ald-
urs. Sum félaganna falla frá end-
urkröfum á svo ungt fólk en önn-
ur ekki.
‘sme
í dag mælir Dagfari
HeHúðrar gjalla
Enn hafa deilur sprottið upp í
Fríkirkjusöfnuöinum og er nú tek-
ist á af kristilegum kærleika um
framtíð safnaðarprestsins. Stjórn
safnaöarins hefur rekið séra Gunn-
ar Björnsson úr starfi og óskaö eft-
ir að hann axli sitt selló hiö fyrsta.
Lítið hefur verið látið uppi um ætl-
uð brot prestsins í starfi en þó er
helst að skilja aö hann hafi viljað
gera prestshúsið upp á kostnaö
safnaöarins í staö þess aö gera þaö
fyrir eigin reikning. Margt fleira
mun þó koma til og er klerkur sagö-
ur hafa brotið flest ákvæöi sam-
komulags sem gert var þegar hann
var endurráöinn aö kirkjunni eftir
síðasta brottrekstur. Þá var gengiö
svo langt að skipta um skrár í kirkj-
unni svo prestur ætti ekki greiöa
leiö þar um, en ekki hefur frést af
svo róttækum aðgerðum í þetta
sinn. Prestafélagiö tekur þaö ó-
stinnt upp ef þaö á aö margreka
mann sem hefúr það fyrir atvinnu
eins og aörir prestar að segja söfn-
uðinum til syndanna hvenær sem
þörf krefur. Auk þess finnst presta-
félaginu illt til þess aö hugsa ef taka
á upp þann sið aö reka presta úr
starfi því oftar en ekki hafa þeir
komist í embætti eftir aö hafa stað-
iö í illvígum kosningum um emb-
ættið þar sem tilgangurinn hefur
jafnan helgað meöahð. En meiri-
hluti safnaðarstjómar, sem stóö aö
brottvikingu séra Gunnars hér um
áriö, var felldur þegar næst var
kosiö í safnaöarstjóm. Menn létu
þó ekki á neinu bera heldur báru
harm sinn í hljóði og hugöu á
hefndir þótt síðar yrði. Og í síöasta
mánuöi var enn gengið til kosninga
í safnaöarstjóm og gamh meiri-
hlutinn náöi völdum á nýjan leik.
Var þá farið aö krukka í embættis-
færslu sóknarprestsins og þótti
nýja/gamla meirihlutanum sem
þar hefði ekki veriö staðið viö
sáttagjörðina frá því séra Gunnar
var endurráðinn síöast. Var þá
ekki beðið boðanna meö að gefa út
reisupassann. Sjálfur kemur klerk-
ur af fjöhum og skhur hvorki upp
né niður í þessum sífehda brott-
rekstri með vissu milhbih. Og hann
á sér marga lærisveina innan safn-
aöarins sem vhja nú skera upp
herör gegn meirihluta safnaðar-
stjómar og láta hart mæta höröu.
Má búast við aö næst verði reynt
aö fá fram meirithuta meðal sókn-
arbama th aö reka stjómina sem
rak prestinn og era höfð uppi stór
orð þar aö lútandi. Meirihlutinn er
ekki á þeim buxunum aö láta reka
sig og safnar nú liði gegn presti og
hans fylgismönnum. Sem gefur aö
skilja gefst ekki mikill tími til að
boða fagnaðarerindiö meðan allt
logar í ihdeilum, enda óvíst hver
ætti aö annast þaö hlutverk eins
og nú standa sakir. Klerkur hefur
verið beðinn um að láta af störfum
frá og með næsta fóstudegi en sem
fyrr segir hafa Gunnarsmenn fylkt
liöi og ætla meö öllum ráðum að
koma í veg fyrir að prestur pakki
saman og sjálfur mun hann ekki á
þeim buxunum aö gefast upp bar-
áttulaust. Þaö stefnir því allt í fjör-
uga safnaðarfundi í Fríkirkjunni á
næstunni og ómögulegt aö spá hvor
armurinn fer meö sigur af hólmi
áður en yfir lýkur. Hins vegar er
vandséð hvernig haldið verður
uppi eðlilegu safnaöarstarfi í ná-
inni framtíð, hvemig sem fer. Eins
og alþjóð veit er séra Gunnar kunn-
ur sellóleikari og eiginkona hans
þekkt söngkona. Væri kannski ráö
fyrir prestshjónin aö efna til tón-
leika og söngskemmtunar í kirkj-
unni eitthvert kvöldiö nú í vikunni
og freista þess aö lægja öldurnar
með góðri tónlist og hugljúfum
söng. Er ekki úthokaö aö með þessu
móti megi fylla sáhr sóknarbarna
meö friði og deilur allar leggist af
í framhaldi af því. Að öðrum kosti
munu herlúöramir halda áfram að
gjalla og hvetja menn fram til orr-
ustu. Prestafélagið mun fylgjast
grannt meö framvindu mála því
eins og gefur að skhja getur orðið
erfjtt fyrir tvírekinn prest aö fá
brauö viö hæfi í framtíöinni.
Kannski aö málið fari aha leiö til
biskups sem er kunnur friöarsinni
og mannasættir eins og best kom í
ljós er deilurnar á Bergþórshvoli
risu sem hæst hér um árið.
Dagíári