Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988. 15 Opið biéf til Adolfs J. Bemdsen, oddvita Skagástrónd: Um ,,samheldni“ í hreppsnefhd Ég ákvað að setjast niður og skrifa þér nokkrar linur eftir að ég hafði lesið það sem eftir þér er haft 1 DV þann 16. júní sl. og á öðrum vettvangi. Það sem eftir þér er haft í DV er þess eðhs að ætla má að þú teljir þig hafa engu að tapa eða þú treystir á að menn svari ekki fyrir sig. Þeir sem til þekkja vita aö það er þín veika hlið aö grípa til per- sónulegra ásakana í garð þeirra sem málinu tengjast ef málefnaleg rök eru ekki fyrir hendi. Viö yitum báðir aö til eru þeir sem vilja hlusta á slíkt en varla rærð þú á slík mið, eða hvað? Við getum vonandi verið sam- mála um að slíkur málflutningur sé ekki til þess fallinn að greiða úr flækjunni, sér í lagi ef hann fer út fyrir ramma sannleikans. Hresst upp á minnið Ég geri mér grein fyrir að þig gæti misminnt um það sem haft er eftir þér í DV svo ég ætla að hressa örlítið upp á minnið hjá þér. Það er haft eftír þér í feitletraðri fyrir- sögn að fólk streymi úr flokksfélög- um okkar, sem að nýja meirihlut- anum standa, vegna myndunar hans. Þegar þetta er skrifaö er mér einungis kunnugt um einn mann sem yfirgefið hefur sitt félag eftir að þessir atburðir gerðust. Ein- hvem tíma hefði það þótt skondin saga að sá maður færi aó yfirgefa sitt félag vegna þess að þú fengir ekki að vera oddviti. Svo segir þú aö ég hafi unnið í mikilli andstöðu við aðalforystu míns félags ög að varamaður minn í hreppsnefnd muni ekki sitja fleiri fundi vegna þessarar þróunar mála. Þessu er þannig til að svara að á Kiallariim Axel Jóhann Hallgrímsson varaoddviti, Skagaströnd fundi þann 16. apríl sl. {jallaði stjóm Alþýðuflokksfélags Skaga- strandar um þá ákvörðun mína að draga til baka stuöning minn við þig sem oddvita. Stjómin var einhuga um aö leggja fyrir almennan félagsfund, sem var haldinn 17. apríl, svohljóð- andi tillögu að samþykkt. „Fundur haldinn í Alþýðuflokks- félagi Skagastrandar 17. apríl 1988 lýsir yfir fuflum stuðningi við full- trúa Alþýðuflokksins í hrepps- nefnd Höfðahrepps að hann velji sér það samstaifsmunstur sem hann telur aö þjóni best hagsmun- um sveitarfélagsins og stefnu flokksins." Þetta var samþykkt með 90% greiddra atkvæða þannig að þessi 10%, sem eftir em, hljóta þá að vera þessi meirihluti sem þú segir mig í andstööu við. Þaö kann að vera að þú teljir það en ég held að erfitt veröi fyrir þig að sannfæra aðra um það. Þessi niöurstaða fundarins var send þér/þínu félagi sama dag og ég trúi því varla að þú hafir verið búinn að gleyma þessu 16. júní, sennilega hefurðu hara misst út úr þér þessa yfirlýsingu alveg óvart. Nýtur varla trausts Það er sennilega rétt að ég segi þér frá því að varamaður minn studdi samþykktina bæði í stjóm- inni og á almenna fundinum þann- ig aö þessi skilnaður okkar er henni varla á móti skapi. Þetta hef- ur þú sennilega ekki vitað því ann- ars hefðir þú ekki haldið öðra fram, eða hvað? í DV-fréttinni segir þú frá vinnu- reglum sem hafi að geyma ákvæði um að oddviti skufl kosinn til eins árs í senn. Þetta ákvæði hafi veriö samþykkt af okkur í meirihlutan- um gegn tveimur atkvæðum ykkar sjálfstæðismanna. Enn viröist þú halda að minnihlutinn hafi meira um málið að segja en meirihlutinn og að þú þurfir ekki að lúta vilja meirihlutans. Svo verð ég að biðja þig að kíkja í gerðarbók hreppsins því þar er hókað að áðurnefnt ákvæði var samþykkt með aðeins einu mótat- kvæði en ekki tveim eins og þig minnir. Þú segir það hafa gengið illa að semja við mig. Það er mér hufln ráðgáta hvernig þú getur myndað þér þá skoðun því aldrei barstu það við að ræða viö mig um eitt eða neitt, hvað þá að um samninga væri aö ræða. Þú taldir þig ekki þurfa að taka tilflt til stuðnings- manna þinna eftir að þeir höfðu kosið þig til oddvita. Og svo ertu hissa á hvemig fór, Ég sé aö ég hef gert mistök að fallast á að styöja þig til oddvita, en það var samþykkt í mínu félagi meö naumum meirihluta. Ég tel að varla sé hægt að áfellast mig fyrir að viðurkenna þessi mistök og vilja bæta fyrir þau. Menn em að velta því fyrir sér, kæri frændi, hvaöa ávinning þú sjáir í því að sitja áfram sem odd- viti þegar ljóst er að meirihlutinn getur ómerkt alla þína vinnu og gerir það ef hún er í andstöðu við málefnasamning meirihlutans. Og varla nýtur þú trausts út á við þeg- ar ljóst er að þú kemur fram fyrir hönd minnihluta hreppsnefndar. Ef minnið hefur svikið Við vitum báðir að á meðan þú neitar aö segja af þér verður erfitt að stjóma sveitarfélaginu skamm- laust og varla telur þú slíkt í sam- ræmi viö þær skyldur sem þú gekkst undir þegar þú varst kjör- inn í hreppsnefnd, eins og segir m.a. í 15. gr. gildandi samþykktar um stjórn Höfðahrepps og fundar- sköp hreppsnefndar. „Hrepps- nefndarmönnum er skylt að gæta hagsmuna og velferðar kauptúns- ins út á við, sem inn á við, eftir sinni bestu getu, vinna og stuöla að friðsamlegri lausn deilumála, sem upp kunna að koma milli hreppsnefndarmanna og hafa í huga að heill sveitarfélagsins er ofar þrasi og togstreitu stjóm- málamanna." Ég veit að þú setur hagsmuni Höfðahrepps ofar öðrum hagsmun- um og munt þvi sveigja frá villu þíns vegar, eins og þín er von og vísa. í títtnefndri DV-frétt segist þú hafa verið oddviti í tíu ár og er það rétt munað hjá þér. Hins vegar er það ekki alveg rétt munað að sam- 'heldni hafi einkennt þann tíma nema orðið „samheldni“ merki t.d. það þegar hreppsnefnd sér sig knúna til að kæra oddvita sinn bréflega til félagsmálaráðuneytis- ins fyrir brot á fundarsköpum og ólýðræðisleg vinnubrögð. Éf minnið hefur svikið þig hvað þetta varðar þá kom þetta nú ein- mitt fyrir þig sjálfan á síðasta kjör- tímabifl. Alflr hreppsnefndarmenn, aö þér undanskildum, skrifuðu undir þessa kæm, þar með taflnn flokks- bróðir þinn. Bendir það ekki til þess að þú sért orðinn of gamall tÚ aö standa í svona þrefi þegar minnið er farið að gefa sig svo sem raun ber vitni? Að lokum vil ég geta þess aö mér sárnar það mikið að þú skuflr ekki kalla mig frænda lengur eins og þú gerðir um og yfir síðustu kosning- ar. Bið að heilsa. Þinn frændi, Axel Jóhann Hallgrímsson „Einhvern tíma hefði það þótt skondin saga að sá maður færi að yfirgefa sitt félag vegna þess að þú fengir ekki að vera oddviti.“ .. .af engjunum heim eldi).“ í öllum sveitum landsins er nú sauðburði lokið eða hann er á loka- stigi, aðeins fáeinar eftirlegukind- ur sem sitja heima - annars vegar eftirlegukindur sem eru rétt óborn- ar eða hafa borið skjálfandi aum- ingjum eða fótluðum krílum, sem ekki er hleypandi út í raka júní- nóttina, hins vegar eftirlegukindur sem ennþá tóra ýmist í afskekktum sveitum eða þéttbýlum nærsveit- um og geta e.t.v. með eyra undir- meðvitundarinnar heyrt seint á sumarkvöldi hvemig kvóti og full- virðisréttur beija saman gálga og hnýta snömr við hlaðvdrpann. Að ferðast innanlands Fólk skyldi gera það upp við sig strax hvort það vill að ríitissjóður- inn okkar greiöi einn, tvo eða þrjá milljarða kr. til landbúnaðarins eða aö það þeytist um mannlausar sveitir í sumarfríinu sínu þar sem nályktina af bændamenningunni leggur yfir allt, ef það þá ferðast innanlands. Um mannlausar eða mannfltlar sveitir er ekki að ræða. Niður- greiðslur til landbúnaðarins eru að mestu af félagslegum og menning- arlegum toga; því verður seint breytt. Niðurskurður á þessum sviðum hér á landi hefur oftast verið merki um spillta og fégráðuga valdastétt. Auk þess liggur tauga- kerfi íslensks lista- og menningar- lífs öðrum þræði um sveitir lands- ins - jú, og flka um fjöll og firnindi. Um endalaus útgjöld ríkissjóðs með þeim hætti, sem nú er, er held- ur ekki að ræða, þau em einfald- lega fáránleg. En hér er ekki um tvo úrslitakosti að ræða, að fá að- göngumiða að sælu eða ósælu KjaUaxinn Einar Þór Gunnlaugsson gæslumaður sveitalífi á milljarð eða ekki, heldur vitnisburður um stöðnun. Landbúnaðarrannsóknir Það er opinber stefna að ná niður framleiðslu á hefðbundnum land- búnaðarafurðum svo hún anni ein- ungis innanlandsmarkaði. Afléið- ingarnar eru þegar orðnar þær að fólk hefurhættbúskap, sérstaklega eldra fólk, og yngra fólk hefur hrökklast frá að hefja búskap; stór útihús og jarðir standa ónýtt. Nú er um hálf öld síðan stofnuð var rannsókna- og tilraunastofnun í þarfir atvinnuveganna og þar inni var búnaðardeild. í gegnum tíðina hafa lög um stofnun þessa auðvitaö tekið breytingum og merkilegt rannsóknastarf verið unnið. Unnið hefur verið að fjölbreytni í ræktun, framleiðslu og vinnslu landbúnað- arafurða. Gerðar hafa verið ítarleg- ar landbúnaðaráætlanir á vegum Framkvæmdastofnunar ríkisins og áætlanir sem varða neyslu og þró- un hennar. Hvatt hefur verið til nýsköpunar með fyrirgreiðslu (loö- dýrarækt, fiskeldi). I gangi hafa verið jurtakynbætur, búljárkyn- bætur og jafnvel kynbætur á ís- lensku grasi, svo eitthvað sé nefnt. Að þessum og ótal mörgum öðrum rannsóknum hafa starfað búfræð- ingar og aðrir sérfræðingar sem ugglaust hafa sumir hverjir borið hugsjón í brjósti fyrir íslenskri bændamenningu, enda annað óhjá- kvæmilegt þegar skipuleggja og skilgreina á eðli rannsókna sem þessara. Erlendar rannsóknir.í landbún- aði duga harla skammt á íslandi; þetta land er öðruvísi, það er kalt og þetta er eyja. Hér er þetta braut- ryðjendastarf, bajði hvað varðar grundvallarvísindi og hagræn vís- indi fyrir landbúnaðinn. Rannsóknarefnið hlýtur í megin- atriðum að vera þetta: Kostir landsins, svo sem hreint loft, þurrt loft, jarðhiti, ár, vötn og strendur, sem enn reynast ómenguð, ey- landið (einangrunin) og annað sem gefur jákvæða sérstöðu. Gallar landsins, svo sem kalt loft, stutt vaxtarskeið, veiki (riðuveiki) og eylandið. Einnig: hvernig til- einka megi sér tækninýjungar á sem arðbærastan hátt (t.d. breyttir útflutningshættir), hvemig neyslu- venjur þróast og markaðsmál. Ekki hefur það starf, sem unnið hefur verið, dugaö. Enn vantar hnitmiðaðar spurningar og hnit- miðaða leit að svörum til lausnar á vanda landbúnaðarins og nú er svo komiö að krafist er rannsókna af hálfu fjármálaráðuneytisins á íjárþörf landbúnaðarins vegna þess að reikningurinn frá honum hljóðar upp á meira en tvo millj- arða kr. Breytta búskaparhætti Ástæðan fyrir því að rannsóknir, þróun, sþár um neyslu og aðrir samhliða þættir hafa ekki komið í veg fyrir þessa háu reikninga er margþætt og rannsóknarefni út af fyrir sig. í fyrsta lagi \il ég'þó nefna íjársveltið sem staöið hefur öllum alvarlegum hugsjónum fyrir þrif- um. Þar ber vitaskuld hæst skiln- ingsleysi ráðamanna sem virðast algjörlega orðnir samdauna skyndigróðahugsjóninni. í öðru lagi virðast bændur sjálfir ekki hafa horfst í augu við þá róttæku byltingu sem er náuðsynleg til að bæta ástandið - byltingu sem bæði varðar valdagengið allt saman og landbúnaðinn sjálfan. Hafa samtök bænda lagt fram róttækar tillögur (10-20 ára áætl- un) um rannsóknir og nýsköpun í landbúnaði? Það kæmi mér ekki á óvart ef rannsóknir leiddu í ljós að stutt vaxtarskeið og kalt loftslag hái ís- lenskum landbúnaði, samtaka- mætti bænda og framsóknar- kratisma. En landbúnaöur verður aldrei gamaldags, það er stöðnunin sem er gamaldags. Einar Þór Gunnlaugsson „Niðurgreiðslur til landbúnaðarins eru að mestu af félagslegum og menningar- legum toga; því verður seint breytt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.