Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
17
Lesendur
Fegurð Irfs á sumri
Ingvar Agnarsson skrifar:
Sumariö sæla svífur að sunnan um
fjöll og heiðar og fagra dali. Allt lífið
fagnar komu þess: Grösin stinga nál-
um sínum upp úr moldinni. Blómin
opna krónur .sínar mót geislum sól-
ar. Moldarbörnin taka til starfa, ána-
maðkar losa jarðveginn og auka frjó-
magn hans. Brekkusnigill litast um
á litlum steini.
Fuglar koma fljúgandi um höfin
breiðu til þess áð reisa hér byggð og
bú á stuttu sumri. Þeir syngja gleði-
söngva, því þeir eru komnir til fyrir-
heitna landsins með nóttunum
björtu og loftinu tæra. - Prúðir laxar
sækja ámar til aö hrygna og viðhalda
kyni sínu. Hvahrnir koma langar
leiðir tO að ala hér afkvæmi sín í
nágrenni landsins.
En hvernig bregðumst við menn-
irnir við komu þessara samjörðunga,
sem ættu aö vera okkur aufúsugest-
ir? Fögnum við nærveru þeirra heils-
hugar sem kærra vina? Látum við
þá njóta friðar, eða tökum við á móti
þeim sem óvinum?
Hver og einn líti í eigin barm, ekki
síst þeir, sem ofurselja drápslöngun-
inni sálu sína og finnst lífið þá fyrst
fagurt, er þeir hafa lagt það að velli
við fætur sér. Er hér ekki á feröinni
andstæða þeirrar lotningar fyrir líf-
inu, sem hverjum manni ætti að vera
í brjóst borin? - Svari því hver fyrir
sig.
BHreið
stolið
Erlingur Sverrisson hringdi:
Mánudagskvöldið 20. júní var
bifreið stolið frá bílastæði í mið-
borg Reykjavíkur, nánar tiltekið
í Lækjargötu. Bifreiðin er af gerð-
inni Lada 1600, Ijós-drapplituö, á
númerinu H-3860. Þetta skeöi
milli kl. 21 og 22 um kvöldið.
Þessi atburður var að sjálf-
sögðu tilkynntur lögreglunni i
Reykjavík en ekkert hefur spurst
til bifreiðarinnar ennþá. Þeir sem
kynnu aö geta gefið upplýsingar
um afdrif hennar eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við lög-
regluna.
Frambjóðendur til forsetakjörs:
Meðmælendalisti
verði birtur
R.B. af landsbyggðinni hringdi:
Ég vil mælast til þess að birtur
verði listi yfir meðmælendur Sigrún-
ar Þorsteinsdóttur sem bauð sig fram
til forsetakjörs. Og til að gæta alls
réttlætis verði einnig birtur hsti yfir
meðmælendur Vigdísar Finnboga-
dóttur.
Þessa dagana eru alhr að kvarta
um peningaleysi, jafnt opinberir aðil-
ar sem einstakhngar. Samt er sóað
fjármunum í kosningar, algjörlega
að óþörfu. Ég hef ekki mikla trú á
að kostnaður vegna þessara kosn-
inga sé ekki meiri en 50 milljónir
króna. Mér hefur verið tjáð af opin-
berum embættismanni að þær geti
aldrei verið undir hundrað mihjón-
um króna. Satt best að segja furðar
mann á því framboðsfargani sem
gengur yfir þessa þjóð, ekki síst í
kosningum th Alþingis.
En úr því ég er farin að tala við
ykkur á annað borð langar mig til
að koma því á framfæri að kjahara-
greinarnar hans Jónasar Bjarnason-
ar eru meira en htið rótarlegar í garð
bænda. Hann ætti að snúa blaöinu
við um stund og kanna og rita um
innflutning landsmanna á ýmsum
óþarfa vamingi sem gjaldeyri er eytt
í.
TIL SÖLU
einbýlishús á Arnarstapa.
Upplýsingar í síma 93-11150
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari
fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs,
að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þess-
arar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt.,
nóv., des. 1987 og jan., febr., mars og apríl 1988,
svo og söluskattshækkunum, álögðum 12. okt. 1987
til 10. júní 1988; vörugjaldi af innlendri framleiðslu
fyrir okt., nóv„ des 1987 og jan., febr., mars og apríl
1988; mælagjaldi, gjaldföllnu 11. febr. og 11. júní
1988; skemmtanaskatti fyrir okt., nóv. og des. 1987
og jan., febr., mars og apríl 1988, svo og launa-
skatti, gjaldföllnum 1987.
Reykjavík 20. júní 1988.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI
VESTRA
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og Pálmi Jónsson alþingismað-
ur efna til viðtalstíma í Norðurlandskjördæmi vestra
á næstu dögum sem hér segir:
29. júni, miðvikudag, í Sjálfstæðishúsinu, Grundar-
götu 11, Siglufirði, kl. 17.00.
30. júni, fimmtudag, í Sjálfstæðishúsinu, Aðalgötu
8, Sauðárkróki, kl. 10.00 f.h.
30. júní, fimmtudag, í Fellsborg, Skagaströnd, kl.
18.00.
1. júlí, föstudag, í Sjálfstæðishúsinu, Blönduósi,
kl. 10.00 f.h.
1. júlí, föstudag, í Vertshúsinu, Norðurbraut 1,
Hvammstanga, kl. 14.00.
Sjálfstæðisflokkurinn
a
tv\/MpwJvt/ictcVL
Steypuskemmdir hafa löngum
þótt hvimleitt vandamál hérá
landi. Gildir þá einu hvort um er
að ræða alkalí-, frost- eða ryð-
skemmdir. Margar leiðir eru til að
gera við sprungur af þessu tæi.
Á morgun kynnum við nokkrar
leiðirsem nú eru notaðartil við-
gerðaíþessu sambandi.
Garðaúðun hefur verið í lágmarki
á þessu ári vegna tíðarfars. Rign-
ingin sunnanlands hefur gert það
að verkum að maðkétinn trjá-
gróðurernú (lágmarki.
I Lífsstíl á morgun kynnum við
okkur nokkrar staðreyndir í sam-
bandivið garðaúðun.