Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Blaðsíða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
LífsstOl
Guömundur Guómundsson, forstöðumaöur sumarbúðanna, með hóp af
dvalargestum, strákum á aldrinum 10-11 ára.
Mestur tími í íþróttir og leiki
- segir Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður sumarbúðanna
„Meginmarkmiðið með sumarbúð-
unum hefur alla tíð verið að veita
fræðslu í kristíndómi og við höfum
verið í nánu sambandi við Kristni-
boðssambandið í þeim efnum. En
mestur tími strákanna fer að sjálf-
sögðu í íþróttir og aðra leiki,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, for-
stöðumaður sumarbúða KFUM í
Vatnaskógi.
„Við ræsum krakkana um hálfníu-
leytið. Síðan er drukkið morgunkafli
og þá er samverustund. Svo er lesið
úr Biblíunni, sungið saman og loks
er skipt í leshópa þar sem strákarnir
velta fyrir sér tilteknum köflum úr
Nýja testamentinu.
Um hálfellefuleytið hefst síðan
frjáls dagskrá sem stendur fram að
kvöldmat klukkan sex. Inn í frjálsu
dagskrána fléttast reyndar kaffi- og
matartímar. Kvöldvaka hefst um
niuleytið og í henni fléttast saman
kristnifræðsla, söngur, upplestur og
gaman,“ sagði Guðmundur.
Mildur agi
Guömundur sagði að það gæti
stundum verið erfitt að ná athygli
tæplega hundrað stráka á aldrinum
tíu til tólf ára og láta þá hlýða.
„Við reynum að halda uppi aga, þó
á mildan hátt. Hér er enginn heragi
en krakkamir hafa gott af því að
læra að hlýða. Við leggjum einnig
mikla áherslu á að strákarnir komi
vel fram hver við annan og sýni sam-
hug. Ég held aö þeir læri mikið af
því að umgangast í svona stórum
hópum og temji sér hjálpfýsi og um-
burðarlyndi."
Er DV kom við í Vatnaskógi í síð-
ustu viku voru þar 94 strákar á aldr-
inum 10-11 ára. Strákunum er skipt
í sjö flokka og eru 13 til 14 í hverjum
Frjalst,ohaö daqblaö
Askrifendur!
Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin.
Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna.
Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti.
Meðþessum
boðgreiðslum
vinnstmargt:
# Þærlosaáskriféndur
viðónæðivegnainn-
heimtu.
greiðslumátísem
tiyggir skilvisar
greiöslur þrátt fyrir
annireðafjarvistir.
e Þærléttablaðberan-
umstórfinenhann
heldurþóóskertum
tekjum.
§ Þær auka öryggi.
Blaðberarerutíi
dæmisoftmeðtólu-
verðar fiárhæðir sem
getaglatast.
Hafið samband
við afgreiðslu DV
kl. 9-20 virka daga,
laugardaga kl. 9-14
í síma 27022
eða við umboðsmenn okkar
ef óskað er nánari
upplýsinga.
Atli Sævarsson hefur hér Brynleif
• Jóhannsson undir i koddaslag. Sig-
urvegarinn í koddaslagskeppninni
varð þó Ásgeir Snær Guðbjartsson,
11 ára.
„Hann datt, ég vann! Ég vann!“
kallaði Atli Sævarsson sem tekist
haíði að leggja félaga sinn, Brynleif
Jóhannsson, að velli í koddaslag.
Þrátt fyrir þennan frækna sigur
tókst Atla ekki að vinna koddaslags-
mótið. Ótvíræður sigurvegari varð
Ásgeir Snær Guðbjartsson, ellefu
ára.
„Þetta var erflð og hörð keppni. Ég
hef einu sinni áður tekiö þátt í kodda-
slagskeppni en þá vann ég ekki,“
sagði Ásgeir. „Ég hef einu sinni áður
dvalið í Vatnaskógi og ég fer örugg-
lega aftur næsta sumar. Hérna er
óskaplega gaman,“ sagði Ásgeir.
Allt skemmtilegt!
Strákarnir, sem voru í koddaslagn-
um með Ásgeiri, tóku undir fullyrð-
ingar hans um ágæti sumarbúðanna
en menn voru ekki á eitt sáttir um
það hvað væri skemmtilegast.
„Borðtennis, bobb, kúluspil og
margt fleira sem hægt er að gera inni
í íþróttahúsinu," sagöi einn gaurinn
og haföi þá tveggja vikna samfellt
vatnsveður sjálfsagt haft áhrif á
hann.
Aðrir nefndu fótbolta, sighngar,
stangaveiði og margt fleira. Þá vildu
sumir meina aö gönguferðir um
umhverfið væru skemmtilegar, svo
og hjólreiðar, en hægt er að leigja sér
hjól í sumarbúðunum og umhverfið
er fagurt.
Foringjarnir virtir
Eftir 'koddaslaginn var farið inn í
kaffl. Állir höföu sitt sæti og settust
menn hávaðalítið í þau. Nokkurt
skvaldur var í salnum og þurfti for-
stöðumaðurinn að segja nokkur orð.
Hringdi hann þá bjöllu og við það
datt allt í dúnalogn, eða svo til. Það
var greinilegt aö strákamir virtu for-
ingja sína og forstöðumann, þó svo
að aginn væri mildur. Eftir kaffið var
beðið um sjálfboðaliða til að taka til
og gáfu fleiri sig fram en þurfti.
„Við erum vaktir klukkan hálfníu
á morgnana og þá verðum við að fara
á fætur. Ef ekki tekst að vekja okkur
eru skvett vatni framan í okkur,“
sögðu þeir Trausti Kristinsson, ívar
Magnússon og Einar Jón Erlingsson
sem voru að taka til í herberginu
sínu.
í þriðja skiptið
Trausti sagðist vera búinn að vera
tvær vikur í Vatnaskógi í sumar.
Hann byijaði að koma þangað fyrir
tveimur árum, var í fyrra og ætlar
aftur næsta ár. ívar hefur aldrei
komið í Vatnaskóg áður en var ofsa-
lega ánægður með vistina. Hann ætl-
ar sko aftur næsta sumar ef hann má.