Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Side 4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
Lausafjárstaða SÁÁ er afar erfið:
Vantar um 50
milljónir í rekst-
urinn nú þegar
- segir Þórarinn lyrfingsson, formaður SÁÁ
„Ég vissi alveg af þessari slæmu
stöðu þegar ég tók við formennsku
hjá SAÁ. Þaö er í raun ekkert nýtt
við þennan hallarekstur því þetta
hefur verið vandi samtakanna síðan
1984," sagði Þórarinn Tyrfmgsson,
nýkjörinn formaður SÁÁ, en ljóst er
að lausafjárstaða samtakanna er
mjög slæm.
Þórarinn sagði að heildarskuldir
samtakanna um síðustu áramót
hefðu verið 127 milljónir króna en
hann sagðist ekki geta sagt nákvæm-
lega um hve miklar þær væru nú.
Samkvæmt heimildum DV mun það
vera nærri 160 milljónum. Gjald-
fallnar skuldir eru á milli 50 og 60
milljónir króna.
„Það er staöreynd að lausafjár-
staða félagsins er mjög slæm núna
og lætur það nærri að um 50 milljón-
ir vanti inn í reksturinn nú. Við eig-
um hins vegar inni um 20 milljónir
hjá ríkissjóöi, þannig að staðan er
ekki eins slæm og hún lítur út fyrir
að vera.“
Þórarinn sagði að það þyrfti að leita
til velunnara félagsins og sagðist
hann eiga von á um 10 milljónum frá
styrktarfélaginu. Þá sagöi Þórarinn
að þó að félagið byggi vissulega við
vandamál vegna slæmrar lausafjár-
stöðu þá bæri að hafa í huga að eign-
ir félagsins væru metnar á um 200
miUjónir þannig að enn væru eignir
umfram skuldir.
Kostnaður vegna Vogs
aðalorsökin
Það kom fram hjá Þórarni að það
er kostnaður vegna sjúkrastöðvar-
Þórarinn Tyrfingsson, nýkjörinn
formaður SÁÁ, segir að slæm staða
samtakanna sé ekkert nýmæli.
Óttar Guðmundsson tekur við yfir-
læknisstööu Þórarins á Vogi.
innar við Vog sem væri aðalorsök
þeirrar skuldasöfnunar sem nú heföi
átt sér stað. „Eftir að sjúkrastöðin
var opnuð þá hefur aðstaðan batnað
til mikilla muna en um leið höfum
við tekið á móti veikara fólki. Það
krefst meiri umönnunar og aukins
kostnaöar. Þá þurfum við að standa
straum af ýmiss konar rannsóknar-
vinnu, t.d. vegna eyöni. Kostnaður
vegna rannsóknarvinnu, sem er öll
aðkeypt, er um 12 % af rekstrar-
kostnaði okkar.“
Þórarinn sagði að kostnaður vegna
sjúklings á Vogi væri 5000 kr. á dag
en á öðrum stofnunum SÁÁ, Staðar-
felh og Sogni, væri þessi kostnaður
aðeins um 2000 kr. Sagði Þórarinn
að tími væri kominn til að menn
gerðu sér ljóst að þetta væri mikill
sjúkrahúsrekstur. í fyrra hefðu um
1600 manns komið til meðferðar en
innlagnir heföu verið um 2000 sem
skapast af því aö sumir koma oftar
en einu sinni.
- En til hvaða aðgerða ætlar SÁÁ að
grípa?
„Við höfum ráðgert fundi í stjóm
og framkvæmdastjórn félagsins þar
sem ákvarðanir verða teknar. Ég vil
ekkert nefna um hugsanlegar að-
gerðir á þessu stigi málsins en við
höfum vissuiega ýmsar ráðagerðir í
huga. Það em ákveðnir erfiðleikar
við að etja núna en við ætlum að
vinna okkur út úr þeim.“
Þá má geta þess aö Óttar Guð-
mundsson, læknir hjá SÁÁ, tekur við
yfirlæknisstöðunni á Vogi nú þegar
Þórarinn hefur tekið við formanns-
starfinu.
-SMJ
Það var greinilegt um helgina að nýja vatnsrennibrautin í Laugardal nýtur
mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Myndaðist löng biðröð við brautina
og var eins gott að vera þolinmóður. DV-mynd GVA
Áfram sól og blíða
Þaö má með sanni segja að veðrið
hafi loksins leikið við íbúa höfuð-
borgarsvæðisins síðustu dagana eftir
langvarandi rigningar og leiðinda-
veður. Loksins þegar sóhn lét sjá sig
flykktust börn og fullorðnir út til að
njóta hennar og voru því útilaugar
borgarinnar með eindæmum vel
sóttar.
Ekki ætti blíöan að taka enda alveg
strax því Eyjólfur Þorbjömsson veö-
urfræðingur gerði ráð fyrir því í gær
að góða veðrið myndi haldast að
minnsta kosti næstu þrjá sólar-
hringa og ekki aðeins á Suðvesturl-
andi heldur um land allt. Einnig er
gert ráð fyrir að hitinn veröi allt aö
16 stig. Ekki er ólíklegt að hann fari
aðeins yfir það á ýmsum stöðum.
-GHK
I dag mælir Dagfari_________________
Thailenskir þrælar
Éjölmiðlar hafa verið að gera veður
út af því að tvær thailenskar stúlk-
ur hafa verið vanhaldnar í launum
í störfum sínum á kjúkhngabúi á
Kjalamesi. Sagt er að stúlkumar
hafi fengið fimm þúsund krónur í
mánaðarlaun fyrir dagvinnu frá
klukkan átta á morgnana og fram
til klukkan sex á kvöldin. Þær hafi
fengið matarbita við og við eftir því
hvað til er í ísskápnum hveiju inni
og gengið í fótum af húsfreyjunni
þegar flíkumar hentuðu ekki leng-
ur. Sagt er að vistin hafi að flestu
leyti öðm verið svipuð þrælahaldi
á galeiðunum.
Þetta er auövitað ljótt til afspum-
ar ef satt er, enda var þrælahald
bannað með lögum strax á land-
námsöld og menn hafa farið fint
með það þegar þeir hafa misnotaö
starfsfólk sitt og vinnuhjú. Að
minnsta kosti hafa fjölmiðlar lítið
sagt frá þeim þrældómi sem íslend-
ingar hafa mátt þola undanfamar
aldir og þola enn, enda hefur það
aldrei verið blaðamatur þegar fólk
tekur til hendinni. Það er eins og
fjölmiðlar haldi að vinna, og það
mikil vinna, sé af hinu iha. Ef ís-
lendingur vinnur hörðum höndum
frá morgni til kvölds þykir það bera
vott um dugnaö og manndóm en
þegar útlendingar leggja sams kon-
ar starfsdag á sig þykir það ganga
guðlasti næst. Það er ekki að spyrja
af snobbinu gagnvart öllu því sem
útlenskt er.
Nú em það sem sagt thailenskar
stelpur sem þjóðin vorkennir fyrir
aö þurfa vinna fyrir kaupinu sínu
og hneykslast á því að þær fái ekki
meiri laun en þær vinna fyrir. Hef-
ur nokkmm manni dottiö í hug að
spyrjast fyrir hvort þær standi sig
í stykkinu? Hvaö ættu svosum thai-
lenskir stelpukrakkar að vita um
kjúkhnga á Kjalamesi? Það er í
rauninni göfugmannlegt af kjúkl-
ingabóndanum að hýsa stúlkumar
og bjóða þeim vinnu viö framandi
aðstæður og gera skýran greinar-
mun á kjúklingunum annars vegar
og stelpunum hins vegar. Minnsta
kosti að því leyti aö bóndi gefur
stúlkunum fot af konunni sinni,
sem er meira en hann gerir fyrir
kjúklingana.
Það hefur líka komið í ljós að
stúlkurnar frá Thailandi fá meira
en þessar fimm þúsund krónur.
Aðrar fimm þúsund krónur eru
lagðar inn á thailenskan reikning
og þannig komast þar samanlagt
með mat og húsnæöi og öllu upp í
sextán þúsund og fimm hundrað
krónur, sem er dálagleg upphæð
og meira en Thailendingar eiga aö
venjast. Enda mun það vera svo að
þær fimm þúsund krónur, sem
kjúkhngabóndinn leggur inn á
reikninginn í hveijum mánuði,
heldur uppi heilum íjölskyldum í
föðurlandi stúlknanna og enginn
þar hefur kvartaö svo vitað sé.
Öðm nær. í Thailandi era fjöl-
skyldumeölimirnir himinlifandi
yfir þessum peningasendingum frá
íslandi og þeir vita ekki aura sinna
tal. Menn verða nefnilega aö átta
sig á því aö í Thailandi er ekki verð-
bólga og verðtryggingar og þar eru
engir bandbijálaðir kaupmenn
sem okra á fólkinu og þar er hver
maður feginn meðan hann á í sig
og á. Þar þurfa menn ekki að ferð-
ast til sólarlanda eöa kaupa sér
drossíur fyrir milljónir og þar
drekka menn sig ekki fulla um
helgar eins og verkafólkið á íslandi
þarf að gera til að halda lífsstand-
ardinum.
En verkalýðshreyfmgin á íslandi
skilur ekki alþjóðlegan mæli-
kvarða í launamálum. Verkalýðs-
félögin hér heima halda að allir
eigi aö fá borgað jafnmikiö, hvort
sem þeir eru íslenskir ríkisborgar-
ar eða útlenskir. Verkalýðshreyf-
ingin er hka fyrir löngu búin aö
gefast upp viö að fá hækkað kaupið
fyrir íslenskan verkalýð og verka-
fólk er fyrir löngu hætt aö snúa sér
til stéttarfélaga sinna til að amast
við húsbændum sínum. Þess vegna
þurfa verkalýðsforingjarnir að
finna sér önnur verkefni og þess
vegna eru þeir nú búnir að taka
thailensku stúlkurnar upp á arma
sína, án þess að þær hafi nokkurn
tíma beðið um þá aðstoö. Aðspurð-
ar segjast thailensku stúlkurnar
vera bæöi glaðar og hamingjusam-
ar á kjúklingabúinu á Kjalarnesi
og bóndinn hefur reynst þeim hinn
besti og göfugasti maður.
Fjölmiðlar og verkalýðsfélögin
þurfa ekki aö hafa áhyggjur af
þessum stúlkum. Þær hafa það
mikiö betra en kjúklingarnir.
Dágfari