Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
5
e»v Viðtalið
Áhugamálin j
afskaplega
tímafrek J
Nafn: Hjalti Elíasson
Aldur: 59 ár
Starf: Rafvirkjameistari
og landsliðsþjálfari
I brldge
Hjalti Elíasson, landsliðs-
þjálfari í bridge, leiddi lið sitt
til sigurs í Norðurlanda-
keppni í bridge í síðustu viku.
Hjaltierfædduroguppalinn
aö Saurbæ í Holtum í Rangár-
vallasýslu og er af Víkings-
lækjarætt. Foreldrar hans eru
Elías Þórðarson, bóndi að
Saurbæ, og Sigriður Pálsdótt-
ir. Eiginkona Hjalta er Guöný
Málfríður Pálsdóttir og eiga
þau fjóra syni, Pál keriis-
fræðing, Pétur tölvufræðing
og Sigurð Elias verkfræðing
en þeir eiga saman og reka
fýrirtækið Hugbúnað. Yngsti
sonur þeirra hjóna, Eiríkur,
er nemi í rafvirkjun.
Hjalti ólst upp í stórum
barnahópi fram til 13 ára ald-
urs en þá hélt hann til Reykja-
víkur að læra rafvirkjun. Eft-
ir nám í faginu fór hann að
vinna við fág sitt og hefur
verið sjálfstæður rafvirkja-
meistari í á fjórða áratug.
Tímafrek
áhugamál
„Áhuga- og tómstundamál
mín í gegnura tíðina hafa ver-
ið afskaplega timafrek en þau
eru mest bridge og félagsmál
Félagsmál í sambandi við
bridgeinh hafa tekið mikinn
tíma enda hef ég gegnt mörg-
um störfum í tengslum við
hann. Ég hef verið formaður
Bridgesambands íslands,
landsliðsmaður í yfir 20 ár og
tók við landsliösþjálfarastöðu
i fyrra.
Af öðrum áhugamálum hef
ég afskaplega gaman af lestri
góöra bóka og einnig af ferða-
lögum. Ferðalög eru ákaflega
skemmtileg og lærdómsrík og
ég álít að ferðalög séu hveij-
um manni nauðsynleg benlín-
is til skemmtunar og hins veg-
ar vegna þess hve lærdómsrík
þau eru,“ segir Hjalti.
Aö hafa
opinn huga
„Ég tel hveijum manni
nauðsynlegt að ganga til
starfs síns með opinn huga,
hafa bærilega dómgreind og
kunna að meta það sem mað-
ur sér á lífsleiðinni og muna
eftir því,“ sagði Hialti að lok-
um. Framundan hjá honum
er ólympíumót i bridge sem
haldið verður S október og því
nóg að gera á næstu raánuð-
um.
ÍS
Fréttir
Heimsókn forseta íslands vekur athygli í Vestur-Þýskalandi:
Ritaði nafn sitt í
gullna bók í Bonn
Frá athöfninni í kirkjugaróinum í Bonn þar sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagói blomsveig á minnis-
varða þeirra er fallið hafa í styrjöldum sem maðurinn hefur háð og undir harðstjórnum. DV-myndir HV
Halldór Valdimarsson, DV, Bonru
Dagskrá opinberrar heimsóknar
forseta íslands, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, til Sambandslýðveldis-
ins Þýskalands hófst í gærmorgun.
Forseti kom þá til opinbers bústaðar
forseta Vestur-Þýskalands, Richards
von Weizsecker. Vestur-þýski forset-
inn tók á móti frú Vigdísi og bauð
hana velkomna. Forsetamir kynntu
hvor öðrum fylgdarhð sitt og gengu
síðan fram í garðinn framan við for-
setabústaöinn. Þar lék lúðrasveit
vestur-þýska hersins þjóðsöngva ís-
lands og Vestur-Þýskalands og að því
búnu könnuðu forsetarnir tveir heið-
ursvörð úr landher, flugher og flota
Vestur-Þýskalands.
Forsetarnir gáfu sér síðan stund tO
að spjalla viö hóp fólks sem komið
hafði saman við forsetabústaðinn.
Var Vigdís spurð um íslenska stjórn-
málakerfíð og gerði hún þá kvenna-
hstann að umræðuefni. Vakti tilvera
hans og sérstaða greinilega mikla
athygli viðstaddra.
Forsetarnir tveir hurfu síðan inn í
forsetabústaðinn þar sem þeir áttu
viðræður um samskipti landanna
tveggja. Forseti íslands og fylgdarlið
snæddu síðan hádegisverð í boði
Weizcecker forseta.
Heimsótti hermannagrafreit
Eftir hádegi í gær heimsótti forseti
íslands hermannagrafreit þar sem
aðstoðaryfirmaður herráðs Vestur-
Þýskalands, Siegfried Sgorbeck,
bauð hana velkomna. Frú Vigdís
lagði þar blómsveig á minnisvaröa
um þá sem fallið hafa i styrjöldum
þeim er maöurinn hefur háö, sem og
þá er látið hafa lífið af völdum harö-
stjórnar.
Athöfnin við minnisvarðann var
stutt og virðuleg. Fjölmennur heið-
ursvörður var við athöfnina, lúðra-
sveit vestur-þýska hersins lék og
trompetleikari lék hefðbundið
kveðjulag meðan frú Vigdís vottaði
hinum fóllnu viröingu sína.
Aö athöfninni í kirkjugarðinum
lokinni hélt forseti íslands til ráð-
hússins í Bonn þar sem borgarstjór-
inn í Bonn, Dr. Franz Daniels, tók á
móti henni. Nokkur hundruð áhorf-
endur höfðu safnast saman á ráð-
hústorginu og fagnaði fólkið frú Vig-
dísi hlýlega þegar hún kom þangað.
Ritaði nafn sitt í gullna bók
Borgarstjóri bauð forseta inn í ráð-
húsið þar sem hann ávarpaði hana
og færði henni að gjöf safn af hljóm-
plötum meö verkum Beethovens.
Forseti svaraði síöan ávarpi borgar-
stjóra og reyndist einnig hafa meö-
ferðis gjöf handa honum.
Frú Vigdís ritaöi síöan nafn sitt í
gestabók borgarinnar sem nefnd er
Gullna bókin. Aðeins tveir íslending-
ar höföu áður ritað nöfn sín í bók-
ina, þau Gunnar Thoroddsen og
Ragnhildur Helgadóttir.
Forseti íslands og borgarstjórinn í
Bonn gengu síöan um ráöhúsiö og
loks út á svalir byggingarinnar þar
sem áhorfendur fógnuðu þeim. For-
seti og borgarstjóri gengu síðan út á
ráðhústorgið, áleiðis til Beethoven-
safnsins, sem er í húsi því er tón-
skáldiö mun hafa fæðst í.
Strengjakvintett Reykjavíkur lék á
torginu meðan forseti dvaldi í ráð-
húsinu og á leiöinni yfir torgið dok-
aði forsetinn við hjá honum og vott-
aði hljóðfæraleikurum þakklæti sitt
fyrir leikinn. Forseti, borgarstjóri og
fylgdarlið gengu síðan sem leið lá til
Beethovensafnsins þar sem safn-
vörðurinn, Sieghard Brandenburg,
tók á móti þeim. Forseti skoðaði safn-
ið og hlýddi á hljóðfæraleik.
Að heimsókninni í safnið lokinni
hélt forseti beint til þinghússins í
Bonn þar sem forseti sambands-
þingsins, Dr. Philipp Jenninger, bauð
hana velkomna. Frú Vigdís átti þar
stuttar samræöur viö þingforseta og
skoðaði síðan þingsalinn.
í gærkvöldi sat forseti íslands síöan
kvöldverö í boði forseta Sambands-
lýðveldisins, Von Vezceckers.
„Derrick“ í
kvöldverðarboðinu
Kvöldverðarboð þetta var haldið í
Augustusborgarhöllinni í Bruhl,
skammt utan við Bonn. Kvöldverð-
inn sótti margt fyrirfólk. Af því er
líklegt aö hinn frægi lögregluforingi,
Derrick, sé íslendingum einna kunn-
astur en hann var þar mættur.
Dagskrá gærdagsins lauk svo undir
miönætti.
í morgun hófst síðan dagskrá heim-
sóknarinnar að nýju með því að for-
seti íslands snæddi morgunverð með
Dr. Irmgard Agam-Schwaetzer ráð-
herra sem mun vera sú kona sem
einna lengst hefur náö í vestur-
þýskum stjómmálum. Undir hádegi
í dag mun frú Vigdís eiga viðræður
við Dr. Helmut Kohl, kanzlara Sam-
bandslýðveldisins, og síöan snæða
hádegisverð í boði hans. Forsetinn
mun síðan heimsækja iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið og fara þaðan í
heimsókn til borgarstjórans í Köln.
i köln mun frú Vigdís skoöa sýningu
á glermunum sem nefnist Glermunir
Sísars. Síðar um daginn mun forset-
inn fara í Nelaten-kirkjugarðinn og
leggja þar blómsveig á gröf Jóns
Sveinssonar, Nonna.
í kvöld veröur móttaka fyrir ís-
lendinga í Vestur-Þýskalandi á veit-
ingahúsi í Bonn.
Heimsókn forseta íslands til Vest-
ur-Þúskalands hefur vakið töluveröa
athygh. Fjölmiðlar hafa skýrt frá
heimsókninni meira en oft gerist
þegar um þjóðhöfðingja smáríkja er
að ræða. Mörg dagblöð hafa tekið
heilar og hálfar síður undir frásagnir
af heimsókninni ásamt viðamiklum
frásögnum af íslandi almennt.
Frú Vigdís Finnbogadóttir og Richard von Weizsaecker, forseti Sambands-
lýðveldisins Þýskalands, brosa til skólabarna við móttökuna í Bonn í gær.
Frá móttökuathötninni við forsetahöllina meðan lúðrasveit lék þjóðsöngva
íslands og Vestur-Þýskalands