Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. Viðskipti_________________________________________________________________________________dv Slappt ár hjá tiyggingafélögunum: Tryggingamiðstöðin græddi mest en Brunabót var með mesta tapið Heildarhagnaöur tryggingafélag- anna á síðasta ári var um 900 þúsund krónur. Þaö tryggingafélag sem græddi mest var Tryggingamiðstöðin hf. en hún skilaði hagnaði upp á 28,9 milljónir króna. Brunabótafélag ís- lands var með mesta tapið á síðasta ári eða um 26.9 milljónir króna. Að sögn doktors Benedikts Jó- hannessonar. stærðfræðings hjá Talnakönnun, en fyrirtækið hefur skoðaö aíkomu og trvggingamarkað- inn hérlendis á síðasta ári fyrir tryggingafelögin, eru það fyrst og fremst bifreiðatryggingarnar sem valda þessari löku aíkomu trygg- ingafélaganna á síðasta ári. „Tapið á bílatryggingunum var um 300 milljónir króna." segir Benedikt. Á móti högnuðust tryggingafélögin um 150 milljónir króna á eignatrygg- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækúrób. 23-26 Sp.lb Sparireikningar 3jamán. uppsogn 23-28 Sp.Ab 6mán uppsogn 24-30 Sp.Ab 12 mán uppsogn 26-32 Ab 18mán. uppsogn 39 Ib Tékkareiknmgar, alm. 9-13 Ib.Sp Sértékkareikmngar 10-28 Ab Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja rhán. uppsogn 2 Allir 6 mán. uppsogn 4 Allir Innlánmeðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-7 Vb Sterlingspund 7-8 Vb.Ab Vestur-þýskmork 2,25-3 Ab.Vb Danskarkrónur 7.25-8.50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 37-39 Vb.Sb,- Úb . Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 37-41 Sb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Sb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 9.25 Vb.lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 34-41 Vb.Úb SDR 7.75-8,50 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 9.25-10 Lb.Úb,- Sp Sterlmgspund 10-10,75 Úb.Sp Vestur-þýskmork 5.25-6,00 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52.8 4.4 á mán MEÐALVEXTIR överðtr. júlí 88 38.2 Verötr. júli 88 * 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júli 2154 stig Byggingavísitalajúlí 388 stig Byggingavisitalajúli 121,3 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1. júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1.5959 . Einingabréf 1 3.033 Einingabréf 2 1.752 Einingabréf 3 1,901 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.340 Kjarabréf 2,893 Llfeyrisbróf 1.525 Markbréf 1.507 Sjóösbréf 1 1,463 Sjóðsbréf 2 1.283 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,1571 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip . 252 kr Flugleiðir 231 kr. Hampiöjan 112 kr. Iðnaðarbankinn 1 56 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 117 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bþ= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir, Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. ingum, sjó- og flugtryggingum, frjáls- um ábyrgðartryggingum og endur- tryggingum. Þá högnuðust tryggingafélögin um 150 milljónir króna vegna lánastarf- semi á síðasta ári. Þessi hagnaður vegur upp á móti tapinu og úr verður 900 þúsund króna hagnaður þegar afkoma allra er lögð saman. Eigið fé tryggingafélaganna var um 900 milljónir í upphafi ársins 1987 en hafði skerst lítið eitt í lok ársins • vegna hinnar lélegu afkomu. Stærsta tryggingafélagið á íslandi, Samvinnutryggingar, er með tæp- lega 22 prósent markaðarins. í næsta sæti kemur Sjóvá með tæplega 18 prósent og Tryggingamiðstöðin er í þriðja sæti með um 17 prósent. í flórða sæti er Brunabót með um 14 prósent. Almennar tryggingar eru í fimmta sæti með um 12 prósent. Önnur félög eru með mun minni hlut af markaðnum. Svona var afkoma tryggingafélaganna á síðasta ári. Fjögur töpuðu, en fimm sýndu hagnað. Stærsta tryggingafélag- -JGH ið, Samvinnutryggingar, var aðeins með um 200 þúsund króna hagnað. DV-graf Samúel Afkoma tryggingafélaganna á síðasta ári milljónir kr. -30-1-----------------------------------------------.— --------,-----------.----------,-----------,---------- Trygginga- Sjóvá Trygginghf. Reykvísk Samvinnu- Hagtrygging Almennar Abyrgð Brunabót miðstöðin endurtrygging tryggingar tryggingar Olís-kort eru ekki á döfinni - segir Óli Kr. Sigurðsson „Þetta er rangt. Ég er ekki að taka upp nein sérstök kort í bensínvið- skiptum. Ég hef skoðað þetta dæmi, eins og menn frá hinum olíufélögun- um. En það borgar sig ekki. Ég er á móti öllum kortum," segir Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís, um þaö hvort fyrirtækið ætli að setja upp kortakerfi sem felst í því aö viö- skiptamenn Olís, noti kort og afgreiði sig sjálflr og samstundis fari upp- hæðin út af ávísanareikningi við- komandi í banka hans. Að sögn Óla kostar svona kerfi tugi milljóna króna í uppsetningu. „Þetta er dýrt og borgar sig ekki að mínu mati.“ -JGH Níels Einarsson danskennari og tölvuforritari. Selur íslenskur danskennari ensku stórfyrirtæki forrit? Níels Einarsson, 43 ára danskenn- ari hjá Nýja dansskólanum og eig- andi tölvufyrirtækisins Tollmeistar- inn, er nú í sambandi við enskt stór- fyrirtæki sem sýnir innflutnings- skýrsluforriti hans mikinn áhuga um þessar mundir. „Það er verið að ræða málin þessa dagana og fyrst málin eru ekki kom- in á hreint vil ég ekki tjá mig frekar um það,“ segir Níels. Hann hefur ekki aðeins skrifað for- rit fyrir innflytjendur heldur er hann þessa dagana að setja á markaöinn hér innanlands útflutningsskýrslu- forrit sem sýnir útflytjendum út- flutninginn, farmbréf, móttökukvitt- anir, uppruna vottorðs, útflutnings- leyfi og hvað viðkomandi hafi flutt út mikið til A í Ameríku og B í Bret- landi. -JGH Samvinnuhreyfingin stofnar nýtt greiðslu- kortafyrirtæki Samvinriuhreyfingin undirbýr nú stofnun greiöslukortafyrirtækis í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur til þessa veriö kallað Samkort. Fyr- ir í landinu eru tvö greiöslukorta- fyrirtæki, Visa ísland og Kredit- kort hf. sem er með Eurocard. Að sögn Halldórs Guðbjarnar- sonar viðskiptaflræöings, sem hef- ur unnið að stofnun fyrirtækisins, er hugmyndin sú að kortið gildi í verslunum samvinnuhreyfingar- innar og fyrirtækjum henni skyld. „Erlendis eru sérstök kort þekkt hjá stórum fyrirtækjum sem eru með margs konar starfsemi. Ég nefiii fyrirtæki eins og Marks og Spencer í Englandi." Halldór segir ennfremur að fyrir- huguöu kortafyrirtæki sé ætlað að taka til starfa í haust og að kortin komi þá á markaðinn. -JGH Auglýsingastofur kynna sig og sína Samband íslenskra auglýsinga- stofa, SÍA, hefur gefið út athyglisvert kynningarrit um þær auglýsinga- stofur sem eru innan sambandsins. Ritið er forvitnilegt fyrir stjórnendur og þá sem með auglýsingamál fara innan fyrirtækja. „Upplýsingaskylda SÍA felst meöal annars í því að koma á framfæri hvaða fyrirtæki eru í sambandinu, hvernig þau starfa, hvert umfang þeirra er og hvers konar verkefni þau hafa fengist við,“ segir Halldór Guðmundsson, formaður SÍA, í rit- inu. -JGH Búnaðarbankinn: Nýir stjórar á Hellu og í Höfðaútibúi Pétur Magnússon, sem verið hefur útibússtjóri Búnaðarbankans á Hellu síðustu níu árin, er orðinn úti- bússtjóri í Höföaútibúi bankans á Ártúnshöfða. Útibúið er í húsakynn- um Prentsmiðjunnar Odda. Áður en Pétur hélt til Hellu var hann útibússtjóri í Melaútibúi á Hót- el Sögu. Pétur er 49 ára. Við starfi Péturs á Hellu tekur Björn Sigurðsson en hann hefur unnið um árabil í aðalbanka Búnað- arbankans, síðast sem forstöðumað- ur lánadeildar. Björn er 41 árs. -JGH Hótel Saga: Friðrik í stað Bjama Friörik Eysteinsson rekstrarhag- fræöingur hefur verið ráðinn mark- aðs- og fjármálastjóri á Hótel Sögu. Friðrik er 28 ára og er hagfræöingur frá Bandaríkjunum. Hann kemur á Sögu í stað Bjarna Sigtryggsonar aðstoöarhótelstjóra sem hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi fjármála- ráðuneytisins. Friðrik hefur að undanfórnu starf- að við Hótel Óðinsvé sem aðstoðar- maöur Bjarna Árnasonar, eiganda hótelsins, en hann er raunar betur þekktur sem Bjarni í Brauðbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.