Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
9
IMönd
Iranar hóta
hefndum
íranar hafa heitið stríði gegn
Bandaríkjunum fyrir að hafa skotið
niðui* íranska farþegaþotu með tvö
hundruð og níutíu farþega innan-
borðs. Reagan Bandaríkjaforseti
kvaðst í gær ekki útiloka hefndarað-
gerðir fyrir það sem hann kallaði
hörmulegt en skiljanlegt slys.
Útvarpið í Teheran í íran sagði aö
árásarinnar yrði hefnt á jafnblóðug-
an hátt. Khomeini, andlegur leiðtogi
írans, sagði í gær að allir Iranar ættu
að þyrpast til vígvallarins til þess að
heyja stríö við Bandaríkjamenn og
stuðningsmenn þeirra.
Bandarískir sérfræðingar eru nú á
leið til Persaflóa til að rannsaka
hvers vegna radar bandarísku frei-
gátunnar Vincennes, sem skaut nið-
ur írönsku farþegaþotuna í þeirri trú
að um orrustuþotu væri' að ræða,
skynjaði ekki mun á stórri farþega-
þotu og lítilli orrustuþotu. Banda-
ríkjamenn fullyrða að farþegaþotan
hafi ekki verið á venjulegri flugleið
en íranar fullyrða hið gagnstæða.
Skipstjóri bandarísku freigátunnar
segist einn bera ábyrgð á árásinni
og að hann muni það sem eftir er
ævinnar þurfa að bera þessa byrði.
Hann kvaðst hafa skotið niður þot-
una til þess aö vemda skip sitt og
áhöfn.
Flugmaður, sem oft flaug þeirri vél
er skotin var niður, sagðist í gær
venjulega láta sem vind um eyrun
þjóta köll frá bandarískum herskip-
um sem biðja flugmanninn um að
gera grein fyrir sér og ferðum vélar-
innar. Annar flugstjóri, sem síðast
flaug þotunni þann 17.júní síðastlið-
inn, sagði í viðtah við breskt blaö í
Reagan Bandarikjaforseti kvað á-
rásina vera hörmuleg mistök en
skiljanleg. Simamynd Reuter
gær að skipstjóri freigátunnar hefði
átt að vita að um farþegavél var að
ræða. Hann sagði að radarsendingar
væru svo miklar á þessu svæöi að
þeir svöruðu aldrei.
í Bretlandi hafa menn áhyggjur af
því að árásin á farþegaþotuna geti
haft þær afleiðingar að staða þeirra
vestrænu gísla, sem era í haldi hjá
mancræningjum, versni. Almennt
er áhtið að þeir séu í haldi hjá þjóð-
varðliðum í Líbanon sem hliöhollir
eru írönum. Tveir breskir gíslar og
einn bandarískur voru drepnir í Líb-
anon eftir að Bandaríkjamenn gerðu
loftárás á Líbýu árið 1986.
í gær efndu þrjú þúsund þjóðvarð-
liðar í Hizbollah samtökunum til
mótmælagöngu í borginni Baalbek
vegna árásarinnar á farþegaþotuna
á sunnudaginn. Ráðamenn í Banda-
ríkjunum búast við hefndaraðgerð-
um og hafa sent viðvörun til allra
sendiráða sinna.
Pravda, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins í Sovétríkjunum,
lýsti í morgun árásinni sem hryðju-
verki og hræðilegum glæp. Sagði-í
blaðinu að komið heföi í ljós hættan
af staðsetningu bandarískra her-
manna langt fyrir utan landamæri
Bandaríkjanna. Skrifin í Pravda
voru miklu haröari en þau sem sov-
éska fréttastofan Tass birti í gær.
íranski fáninn í hálfa stöng fyrir utan sendiráð írans í París.
Símamynd Reuter
Bandaríkjamenn væru á Persaflóa til
að stuðla að friði.
Bandarískir stjómmálamenn og
báðir forsetaframbjóðendumir virt-
ust í gær standa sameinaðir aö baki
þeirri skoðun Reaganstjómarinnar
að árásin á farþegaþotuna hefði verið
hörmuleg mistök en óhjákvæmileg.
írönsk yfirvöld hafa farið fram á
neyðarfund Alþjóða flugumferðar-
ráðsins til að rannsaka aðdraganda
árásarinnar.
Skipaumferð á Persaflóa lá að
miklu leyti niðri í gær þar sem menn
óttuðust ný átök milli bandaríska
flotans og írana. Mikil spenna ríkti
á svæðinu og sagt er aö fleiri herskip
en kaupskip hefðu siglt inn í flóann.
í Dubai söfnuðust syrgjendur sam-
an í gær þegar minnst var þeirra er
fómst í flugskeytaárásinni. Mikillar
reiði gætti og hrópuöu menn hefnd-
arorð gegn Bandaríkjunum. Mörg
fómarlambanna bjuggu i Dubai og
missti einn aðili samtals tíu ættingja
og annar ellefu. Reuter
Breskur sjóliði svipast um eftir tundurduflum á Persaflóa eftir hefndar-
hótanir irana. Simamynd Reuter
Lögreglumaður f Toronto í Kanada
ógnar mótmælanda með kylfu eftir
að hafa slegið hann niður. Efnt var
til mótmæla í borginni vegna flug-
skeytaárásar Bandaríkjanna á ír-
anska farþegaþotu.
Símamynd Reuter
í Pravda sagði að þaö væri fárán-
legt að taka góöa og gilda þá fullyrð-
ingu Reagans Bandaríkjaforseta að
Bandaríkjamenn héldu upp á
þjóðhátiðardag sinn i gær með til-
heyrandi flugeldasýningum.
Símamynd Reuter
Viðræður um
Aouzousvæðið
Tsjad og Líbýa hafa frestaö þang-
að til á fimmtudag viöræðum um
hvernig leysa megi landamæra-
deilu ríkjanna sem staöiö hefur
yfir í flmmtán ár. Viöræður þessar
era þær fyrstu milli utanríkisráð-
herra landanna frá því að Líbýa
bauð fram sáttahönd í maí. Við-
ræðurnar munu fara fram i Gabon.
Báðir deiluaðilar krefjast yfir-
ráöa yfir rúmlega hundraö þúsund
ferkílóraetra svæði sem kallað er
Aouzou. Hermenn frá Líbýu hafa
haft aðsetur þar síöan 1973.
Flugeldar
á þjóðhátíð
Bandaríkjamenn skutu flugeld-
um á loft í gær, á þjóÓhátíöardegi
sínum, þrátt fyrir þurrka sem ekk-
ert lát virðist vera á. Reyndar ríkti
sums staðar bann við aö kveikja í
flugeldum vegna þurrkanna, meðal
annars í úthverfum Chicago.
Þar um slóðir vom menn ekki í
hátíöarskapi því allt útlit er fyrir
að enga uppskeru verði að fá ef
ekki rignir næstu tvær vikurnar.
í Kanada em bændur uggandi
þar sem spáö er þurrkum og mikl-
um hitum þessa viku.
Gaddafi eins og Lurie sér hann.
Staðfesta upplýsingafrelsi
Lengst til hægrí má sjá Mikhail Gorbatsjov á tali við meðlimi fram-
kvæmdastjómar kommúnistaflokksins i Sovétrikjunum.
Simamynd Reuter
Samkvæmt ákvörðunum, sem birtar vom í gær, staðfestir sovéski
kbmmúnistaflokkurinn réttindi allra sovéskra borgara til þess að ræða
og birta opinberlega það sem þeim býr í hug.
Sovéska fréttastofan Tass skýröi frá því í gær að lögö væri áhersla á
að „opnun“ ætti að ríkja á öllum sviðum í Sovétríkjunum. Sérstök áhersla
var lögð á hlutverk fjölmiðla.
Þaö voru nokkrir fúlltrúar á ráöstefnunni sem tóku upp hlutverk fjöl-
miðla. Kvörtuðu þeir undan ónógum og röngum upplýsingum í sovéskum
fjölraiðlum. íhaldssamari ræðumenn sökuðu fjölmiðla um ábyrgöarleysi.
í ákvörðun kommúnistaflokksins var einnig varaö við misnotkun „opn-
unarinnar".
Fjöldamorð í Kólumbíu
Tvo daga í röð hafa fjöldamorð
verið framin í Kólumbíu. í gær
fundust ellefu bændur myrtir og
fjórir særðir í Boyacahéraöi í norð-
austurhluta landsins. Sólarhring
áður myrtu byssufnenn sautján
bændur í nálægt borginni Castillo
í Meta héraði fyrir suöaustan höf-
uðborgina, Bogota.
Aö sögn embættismanna þar virt-
ist sem byssumennimir hafi farið
mannavillt.
Ekki er vitað um orsakir fjölda-
moröanna en stjórnmálasérfræö-
ingar segja að margir bændur hafi
á þessu ári verið myrtir af dauða-
sveitum hægri manna sem gmna
bændur um aö styðja flokk þjóð-
emissinna sem á upptök sín í röð-
um vinstrisinnaðra skæruliða.
Mótmæli í Panama
Hópur nemenda í Panama efhdi til mótmæla í gáer gegn stefnu stjómar-
innar og Bandaríkjunum á meðan Bandaríkjamenn í Panama héldu upp
á þjóðhátíöardag sinn i nærliggjandi herstöð.
Gengu nemendur eftir breiðgötu og stöðvuðu umferö með þvi að fleygja
rasli og grjóti út á götuna. Mótmælin fóra fram um morguninn og stöðvaö-
ist umferð í tvær klukkustundir. Lögreglan átti friösamlegar viðræður
við mótmælendur sem síðan héldu heim á leið. Reuter