Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI -27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Alfaðir kvótanna
Varðgæzlumenn kvótakerfa sjávarútvegsráðherrans
treysta sér ekki til að andmæla rökum gegn þeim. Þeir
játa meira að segja annmarka kerfanna, en segja þau
varðveita byggðastefnu og vera smíðuð eftir margvísleg
samráð við ýmsa aðila, sem hagsmuna hafi að gæta.
Sjávarútvegsráðherra er vanur að tefla saman ýms-
um hagsmunum í svokölluðu samráði hans við sjávarút-
veg. í samráðinu er reynt að finna leið, sem veldur öll-
um hagsmunaaðilum nokkrum vandræðum, en engum
aðila yfirþyrmandi miklu meiri vandræðum en öðrum.
Niðurstaðan er jafnan sú, sem sótzt er eftir í sjávarút-
vegsráðuneytinu og í Landssambandi íslenzkra útvegs-
manna. Með lögum og reglugerðum er sjávarútvegsráð-
herra „heimilað“ að stjórna eftir eyranu hverju sinni.
Geðþótti ráðherra leysir fastar leikreglur af hólmi.
Rækjukvótinn er gott dæmi um þetta ástand, sem
fullkomnazt hefur í tíð núverandi sjávarútvegsráð-
herra. Á grundvelli samanlagðra byggðahugsjóna eru
útvegaðir ódýrir forgangspeningar á allt of marga staði,
sem síðan sitja uppi með ónotaða framleiðslugetu.
Þá er komið á fót opinberu kvótakerfi til að bjarga
málunum fyrir horn. Hinn mikli alfaðir í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, sjálfur ráðherrann, situr með sveittan
skallann við að fmna af innsæi sínu, hverjir eigi skilið
500 tonna kvóta og hverjir eigi skihð 2000 tonna kvóta.
Enginn má heyra minnzt á, að ekki hefði átt að út-
vega með handafh alla þessa ódýru peninga til að búa
til offramleiðslugetu í rækjunni. Slík rök eru talin vera
vihutrú, er stríði gegn byggðastefnu, sem í íslenzkum
sið jafngildir fyrsta boðorðinu í kristnum sið.
Þannig er búin til ein tegund byggðagildru. Sveitarfé-
lög, fyrirtæki og einstaklingar, sem falla undir byggða-
stefnu, fá tækifæri til að taka á sig skuldabagga, sem
síðan verða svo yfirþyrmandi, að fólk verður að flýja
staðinn og aha offjárfestinguna, sem þar liggur.
Aht er þetta svo rökfræðilega allsnakið, að ráðherr-
ann hefur neyðzt th að fmna ný nöfn til að dylja ofskipu-
lagið. Kvótinn má th dæmis ekki lengur alltaf heita
kvóti. Orðaleikir ráðuneytisins minna á landbúnaðinn,
þar sem kvótinn heitir fullvirðisréttur eða búmark.
Fyrir helgina var settur kvóti á útflutning ferskfisks,
þótt verð hans á erlendum markaði sé hátt í saman-
burði við vinnslufisk og þótt verðið hafi einmitt hækkað
þá í vikunni. Þetta var gert til að framleiða verkefni
handa fiskvinnslustöðvum, - „fullvinna“ aflann heima.
Sjávarútvegsráðherrann sagði, að þessi kvóti væri
raunar ahs ekki kvóti, enda væri raunar óheppilegt að
hugsa um kvótann sem kvóta. Þetta væri bara takmörk-
un á ferkfiskútflutningi við 600 tonn á viku. Það er helm-
ingur af því, sem hefði orðið án afskipta ráðherrans.
Athyghsvert er, að sjávarútvegsráðherra og helztu
varðgæzlumenn kvótakerfa hans viðurkenna, að Nýsjá-
lendingar hafa komizt framhjá verstu göhum okkar fisk-
veiðikvóta og búa við hagkvæmara kerfi. En það sam-
rýmist bara ekki okkar byggðastefnu, segja þeir svo.
Með þessu eru þeir að saka byggðastefnu um, að hún
valdi tjóni víðar en í hefðbundnum landbúnaði og loð-
dýrarækt. Þeir eru að segja, að ekki megi reka hér hag-
kvæman sjávarútveg, af því að það geti skaðað fámenn
kauptún. Hvað má þá gera á arðbæran hátt hér á landi?
Þegar við höfum losnað við alfóðurinn úr ráðuneyt-
inu, verður mikið verk að hreinsa brott aha kvótana,
sem hann hefur í góðsemi hert að hálsi sjávarútvegs.
Jónas Kristjánsson
Almenningur réttir fram örláta hönd til hjálpar I gegnum lottóiö.
Eftir er yðvarr
Sem ég nú sit hér á skrifstofu
Öryrkjabandalagsins og svara hin-
um ýmsu erindum, sem inn á borð-
ið koma, er mér eitt ljósara en áð-
ur: Hve miklu fleiri eiga í vanda
en ég átti von á og annað þá um
leið og í framþaldi af því hve erfitt
er um lausnir í allt of mörgum til-
vikum. Þó hélt ég af fyrri kynnum
mínum af málaflokknum og fólk-
inu, sem hingað leitar, að ég þekkti
þokkalega til vandans.
Hann er bara greinilega miklu
erfiðari og fjölþættari en ég hafði
búist við.
Á óvart hefur það einnig komið
i hvaða röð vandamálin eru, ef
marka má fjölda og eftirspurn.
Ekki meö í leiknum
Fyrst eða flest snerta þau hús-
næðismáí öryrkjanna eða hús-
næðisleysi, þar þó nokkuð á eftir
koma ýmsir þættir tryggingamála
og í þriðja sæti eru svo atvinnumál-
in. Nú er það auðvitað svo að hús-
næðisvandinn stafar beint af eða
er í nánum tengslum við trygginga-
málin. Efnahagur öryrkja, sem við
tryggingabætur einar eða lítiö ann-
aö búa, er auðvitað slíkur að hús-
næðiskaup eru aðeins sem órafjar-
lægur draumur sem ólíklegt er aö
rætist og húsnæðismarkaöurinn
hvað leigu snertir er svo takmark-
aður og svo grimmur að það úr-
ræöi er í raun álíka langt í burtu.
Upphæðimar á leigumarkaðnum
eru svo svimháar fyrir þokkalega
statt fólk og fyrirframgreiðslumar
svo geggjaöar, ef nota má það orð,
að öryrkjar eru þar einfaldlega
ekki með í leiknum. Það er svo vita
vonlaust, jafnvel þótt ýtmstu neyð-
araðstoðar sé leitað. Fmmrætur
húsnæðisvandans liggja þvi í lang-
flestum tiifellum í allt of lágum
tekjum, tekjum sem oft duga aðeins
til nauöþurfta og ætti þó húsnæði
að sjálfsögöu að teljast þar til.
Það breytir nefnilega ósköp litlu
þótt prósentutölur séu tíundaðar
varöandi tryggingabætur. Þar gild-
ir það sama og um lágu kauptaxt-
ana að grunnurinn er svo lágur að
krónumar verða fáar og fátækleg-
ar sem hækkuninni nemur, þó pró-
sentan líti sæmilega út á pappír.
Þó er með prósentureikningi
reynt að láta líta svo út sem hagur
öryrkja sé að vænkast, enda virðist
það svo, en þá er verðbólgustiginu
gleymt og hækkunarprósentunni á
naumasta neyslustiginu einnig.
En enn og aftur skal það fullyrt
að þaö þarf hreint kraftaverk til að
láta alla enda ná saman hjá öryrkj-
anum sem aðeins nýtur lágmarks-
bóta - og svo máliö sé dagljóst -
fyflstu lágmarksbóta.
Og enn skal það ítrekaö, þó ekki
sé það til afsökunar lágum launum,
langt í frá, að flestir eða nær allir
þessir öryrkjar eiga þess engan
kost aö auka við tekjur sínar, flest-
ir em óvinnufærir með öllu. Og
þeir sem af veikum mætti reyna
að bjarga sér eiga ekki neinna
glæsflcosta völ á vinnumarkaön-
um. Og ekki meira um það að þessu
sinni. En ég ræddi um húsnæðis-
vandann sem þaö mál er brennur
heitast á fólki. Þaö á raunar við um
KjaUarinn
Helgi Seljan
miklu stærri og víðfeðmari hóp,
miklu betur statt fólk á flestan veg.
Auðskilió - Ekki auðleyst
En þessi vandi fer ekki milli
mála. Og litið til húsaverðs og
leiguverðs á markaönum í dag ann-
ars vegar og tekna hins vegar er
þetta, eins og áður sagði, auðskilið
mál.
En eins og þaö er auðskiliö er það
ekki auðleyst. Þaö rís raunar sem
himinhár veggur nær óendanlegra
umsókna hér inni hjá Ásgerði
framkvæmdastjóra þar sem sífellt
- nær daglega - bætist viö allt of
langan biðlista. Og þá er komið aö
lausnarorðinu - lottó heitir það -
og mér heyrist á heldur mörgum
að þar með sé allur vandi auöleys-
anlegur - og á öðrum, sem ofar
standa, heyrist aö nú geti þeir kast-
að öllum vanda bak við lottókass-
ana svona eins og þegar frelsaður
maöur hefur látið himnafóöurinn
hafa aUar sínar syndir tíl að kasta
þeim að baki sér.
Víst leysir lottóféð vanda - víst
er þar um milljónatugi að ræða.
Margra vanda munu þær íbúðir
leysa sem reistar eða keyptar eru
og verða í framtíðinni en þá skyldi
þess gætt að það eru hundruð sem
bíöa - hundruð sem eru í bráðri
þörf, tugir á tugi ofan sem þyrftu
aö fá úrlausn strax.
Og augljóst ætti landsfeðrum og
öörum vísum aðUum að vera það
að jafnvel þótt ýtrustu hagkvæmni
sé gætt í kaupum og tryggingum -
og það er gert - og þrátt fyrir lána-
fyrirgreiöslu - þá er hér um tak-
markaðan fjölda af viðbótaríbúð-
um að ræða, jafnvel þó lottóiö gangi
eins vel og vitni bera. Það eiga þeir
best að vita sem verðlagsmálum
ráða öðrum fremur og heimta hið
óhefta frelsi fjármagnsins á þessu
sviöi sem öðrum. Lottó-íbúðimar
era því kærkomnar, þær leysa
verulega vel margra vanda en þær
eru einfaldlega ekki sú allsheijar-
hlutur
lausn fyrir aUa sem margir vUja
vera láta, vitandi þó betur. Þær eru
einfaldlega aUt of fáar.
Þess er beðið
TU viöbótar þessu, svo ágætt sem
það er út af fyrir sig, þarf hið opin-
bera virkilega að taka sig á, hefja
nú þegar skipulegt átak tU að létta
af þessu fólki öryggisleysinu, kvíð-
anum, neyðarástandinu oft á tíð-
um.
Það þarf ekki mörg Kringluand-
virði til þessa, svo augljóst er að
fjármagnið er til ef í réttan farveg
er beint.
Og þessir kostir til úrlausnar eiga
að sjálfsögðu að vera til sem víöast
á landi hér og alls ekki einangraðir
við höfuðborgarsvæðiö.
Lottóféð á líka að dreifast um
landið og að því er heUs hugar
unnið af þeim er þar stjóma mál-
um.
Sannast sagna væri hér hið verð-
ugasta verkefni fyrir félagsmála-
ráðherra að fást við og fá fram í
fuUri alvöru.
Enn hef ég á því trú að sá ráð-
herra vilji vel, þó í vitlausri stjóm
sé. En ég vU fá glögg, áþreifanleg
merki um þann velvilja, ekki bara
fjaðrafok. Hvemig væri nú að fyrsti
áfangi kaupleiguíbúðanna, sem
ráðherra hafði svo mjög á oddi og
lagði höfuð sitt að veði að eigin
sögn, yrði að mestu hugsaður fyrir
öryrkja, sannanlega jafntekju-
lægsta þjóðfélagshópinn í dag?
Kæmi þeim til góða, sem hæst hef-
ur verið hjalað um. Nú, eða önnur
leið farin, máske sú sem öryrkjafé-
lögin hafa lagt til í húsnæðishópn-
um um félagsíbúðakerfið, sem
kynnt hefur verið vel og rækUega.
Hvemig væri aö gera myndarlegt
átak til að gera þessu Ula stadda
fólki það kleift að eignast það ör-
yggi í húsnæðismálum, sem t.d.
lottóféð er nýtt tU?
Neyðin er ótrúleg, ástandið ugg-
vænlegra hjá alltof mörgum en orð
fá lýst. Almenningur réttir fram
örláta hönd til hjálpar í gegnum
lottóið, eftir er hlutur þeirra sem
sjá um hina mUdu fjármagnsskipt-
ingu í þjóöfélaginu - stjómvalda.
Þess er beðið hversu þar verður
á málum tekið - og eftir því tekið
hversu það verður gert eða hvort
- og því skal ekki að óreyndu trúað
- ógert verður.
Allar upplýsingar liggja fyrir í
bunkanum hjá framkvæmdastjóra
Öryrkjabandalagsins. Það er spurt
- spurt. í sárri neyð - hvort eitthvað
eigi að aðhafast. Hér er hvað
gleggstur prófsteinn á vUja og verk
- fimbulfamb eða framkvæmdir.
Það er ótrúlegur íjöldi sem bíður
- og vonar. Vita skuluð þið það.
Helgi Seljan.
Og enn skal það ítrekað, þótt ekki sé
það.til afsökunar lágum launum, langt
í frá, að flestir eða nær allir þessir ör-
yrkjar eiga þess engan kost að auka
við tekjur sínar.