Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Joan
Collins
sprakk hreinlega þegar framleið-
endur Ðynastyþáttanna til-
kynntu að breska leikkonan
Stephanie Beacham fengi hlut-
verk í þáttunum. Er ætlunin að
Stephanie leiki kvenmann sem
er svipuð manngerð og Alexis.
sem Joan leikur. Hafa vinsældir
Dynasty minnkað og halda fram-
leiðendur að stríð milli Joan og
Stephanie muni aftur laða að
áhorfendur.
Bruce
Willis
fyrirskipaði aðstoðarmanneskju
aö katipa blóm handa einum mót-
leikara sinna þar sem hann var
nýkominn úr hjartaaðgerð. Þegar
svo reikningurinn fyrir blómun-
um kom fauk í Bruce því reikn-
ingurinn hljóöaöi upp á 22.500
krónur. Sagði þá eiginkona Bruce
að hún hefði ekki viljað að aum-
ingja manneskjan héldi að þau
væru nisk svo hún lét senda
henni sjaldgæf blóm frá Hawaii.
Svaraöi þá Bruce að fyrir þennan
pening gæti hann flogið til Hawa-
ii og ræktaö blómin sjálfur.
Elísabet
Taylor
er nú í skýjunum yfir gjöf frá
milljónamæringnum Malcolm
Forbes. Mun gjöf sú vera stærri
og meiri og jafnframt dýrari en
fjólubláa Harley-Davidson mót-
orhjóliö sem hann gaf hetmi eitt
sinn. Að þessu sinni ætlar hann
nefnilega aö gefa henni eyju í
Miðjarðarhafinu. Það munar
ekki um það!
Eiginkona lionels Ritchie handtekin
Eiginkona Lionels Ritchie, Brenda,
var handtekin af lögreglunni í Los
Angeles um þrjúleytið aðfaranótt 29.
júní fyrir líkamsmeiðingar og þar á
meðal fyrir að sparka í maga eigin-
manns síns.
Að sögn lögreglunnar var hún köll-
uð til fjölbýlishúss í Beverly Hills
eftir að nokkrir nágrannar höfðu til-
kynnt að þeir heyrðu neyðaróp kven-
manns. Þegar lögreglan kom svo á
staðinn sá hún Brendu Ritchie og
aðra konu, Diane Alexander, veltast
um á gólfinu í hörkuslagsmálum og
virtist Brenda hafa betur í þeirri við-
ureign því hún barði ákaft á Diane.
Það var því ekki um annað að gera
fyrir lögregluna én að skilja konurn-
ar að og tókst það þrátt fyrir litla
hjálp frá hendi Brendu.
Fórnarlamb Brendu mun hafa
kvartað undan verkjum og áverkum
á hálsi, andliti og höfði. Ekki mun
Brenda hafa látið sér barsmíðarnar
nægja heldur mun hún hafa sett
íbúðina á annan endann og braut
Grammyhafinn Lionei Ritchie með eiginkonu sinni, Brendu, hér við frumsýn-
ingu Vesalinganna í Los Angeles. Brenda hefur nú verið ákærð fyrir að
hafa sparkað í maga eiginmanns sins og fyrir að hafa barið heldur hressi-
lega á tuttugu og tveggja ára konu, Diane Alexander, eftir að hún kom að
þeim saman í íbuð Diane.
hún meðal annars flestar rúður í
henni.
Hinn heimsfrægi eiginmaöur
Brendu, Lionel Ritchie, en lög hans
hafa flest náð hátt á vinsældalistum,
hringdi síðar í lögregluna og sagði frá
því að hann hefði einnig veriö í íbúð-
inni en farið þegar eiginkonan, sem
hann er búinn að vera kvæntur í 12
ár, réðst til inngöngu í íbúðina. Hann
kvartaöi yfir því að hún heföi spark-
að í magann á honum.
Brenda Ritchie varð því að láta sér
nægja að sitja bak við lás og slá í um
fjóra tíma fyrir líkamsmeiðingar,
skemmdarverk, að hafa farið í heim-
ildarleysi inn á eign annarra og fyrir
að hafa veitt viðnám þegar taka átti
hana höndum áður en henni var
sleppt gegn 225.000 króna tryggingu.
Ekki hefur verið ákveðið hvort all-
ar þessar ákærur verða notaðar gegn
henni eða hvort sumar þeirra verða
felldar niður. Ekki hefur heldur
komið fram hvað Lionel Ritchie var
að gera í íbúð Diane Alexander á
þessum ókristilega tíma.
Hestaleiga vinsæl í sveitinni
Flestir kannast sjálfsagt við
Bjarnastaði vegna söngsins um
Bjarnastað'abeljurnar. Nú vekur
hins vegar hestaleiga, sem þar er
staðsett, meiri athygh ferðamanna
sem keyra um Borgarfjarðarsýslu.
Hestaleigan er eingöngu starfrækt
á sumrin og hefur svo verið frá 1970.
Hægt er að velja úr 14 hestum og að
sögn Hrafnhildar Guðmundsdóttur,
sem sér um hestaleiguna, eru það
allt saman rólegir og góðir hestar
sem henta öllum.
Hrafnhildur sagði að margir nýttu
sér hestaleiguna og það væri alls
konar fólk sem skryppi á bak. Hest-
urinn er leigður í klukkutíma og er
þjónustan mjög vinsæl af ljölskyldu-
fólki, einkum þar sem boðið er upp
á barnagæslu á meðan foreldrarnir
þeysa út um grænar grundir. Eru
börnunum sýnd dýrin á bænum en
auk hestanna eru á Bjarnastöðum
bæði kindur og kýr, kanínur og hæn-
ur.
Það eru íslendingar sem eru iðn-
astir við að nýta sér hestaleiguna en
þó er eitthvað um að útlendingar
njóti krafta þarfasta þjónsins. Auk
hestaleigunnar og annars búskapar
eru tjaldstæði og sumarhús í landi
Bjarnastaða en heimamenn sögðu að
bændur færu út í slíkt til að bjarga
sér vegna kvótans. -JFJ
Hrafnhildur Guðmundsdóttir sér um
hestaleiguna á Bjarnastöðum. Hér
er hún með einn af gæðingunum
sem ferðamönnum er boðið að
leigja í klukkutíma.
Knáir hestamenn þeysa heim hlaðið á Bjarnastöðum eftir vel heppnaðan
útreiðartúr. DV-mynd JAK
Móðir Stallones
lætur allt flakka
Það má með sanni segja að Syl-
vester Stallone eigi kjaftagleiða
móöur. Hún hefur hingaö til verið
óspör á yfirlýsingar um fylgikonur
sonar síns og er frægt oröið hvern-
ig hún talaöi um fyrrum eiginkonu
hans, Brigitte Nielsen. Sagði hún
m.a. að hún hefði verið hrædd um
að brjóst Brigitte gætu sprungiö ef
við þau væri komið.
Nú hefur kella upplýst allt um
það hvernig hún fylgi stjörnunum
og er hún þá komin í hóp ekki
ómerkara fólks en forsetahjóna
Bandaríkjanna. Jackie Stallone, en
það heitir hún, sagði að stjörnurn-
ar heföu mikil áhrif á þaö hvort
henni félli vel viö fólk eða ekki og
trúir hún mjög á mátt stjörnum-
erkjanna. Sagði hún t.d. aö ef hún
vildi hafa samneyti viö ástríðufull-
an mann þá veldi hún mann í
sporðdrekamerkinu og ef hún vildi
mann sem ekki mundi berja á
henni þá veldi hún mann í meyjar-
merkinu eða fiskamerkinu.
Jackie bætti svo við aö faðir Syl-
vesters hefði verið meyja og versti
Mörgum finnast mæður þeirra
vera afskiptasamar og kjaftagleið-
ar en fáir eiga þó mæður sem
komast með tærnar þar sem
Jackie Stallone hefur hælana og
hefur sonur hennar oft mátt liða
fyrir yfirlýsingar hennar.
elskhugi í heimi. Sylvester Stallone
mun þá hafa sagt: „Nú veit ég af
hverju pabbi yfirgaf hana. Mér
þykir vænt um mömmu en ég hef
sagt henni aö halda sig á mottunni
í framtíðinni."
Borðaðu fleiri borgara strákur!
Svokallað ruslfæði ,junk food“
hefur aldrei átt upp á pallboröið hjá
matvælafræðingum, en barnalækn-
ar á sjúkrahúsi nokkru í London
mæla mjög með því við sjúklinga
sína.
Aaron Cirullo er 15 ára gamall
nýrnaþegi og má hann borða eins
mikiö af þessu fæði, borgurum og
frönskum, og drukkiö eins mikið af
gosi og hann getur í sig látið. Þetta
er þó allt gert til að auka matarlyst
hans, því nýrnaþegar hafa tilhneig-
ingu til að borða ákaflega lítiö
Stráksi er auðvitað alveg hæst-
ánægður með fæðið og sagði að hann
mætti jafnvel fá mjólkurhristing til
að bæta á sig kílóum.
Clint Eastwood sést nú æ oftar með eftirmanni sinum, Jean Grace, hinum
52 ára gamla borgarstjóra í Carmel. Clint er fjórum árum eldri.
Astfanginn af eftirmanni sínum
Chnt Eastwood er nú kominn með
nýja upp á arminn. Er konan sú frá-
skilin og þriggja barna móðir og tók
við af honum sem borgarstjóri í Car-
mel í Kaliforníu.
Smám saman hefur verið að kólna
milli leikarans fræga og leikkonunn-
ar Sondru Locke, sem hann hafði
verið með í dálítinn tíma, og nú er
svo komið að þau sjást aðeins endr-
um og eins. Clint eyðir á hinn bóginn
meiri og meiri tíma með konunni
sem hann er sagður hafa valiö sem
eftirmann sinn í starfi, Jean Grace.
Jean þessi er laus við alla tilgerð
og prjál sem einkennir svo marga í
Hollywood, aftur á móti er hún gáf-
uð, áhugaverð, hlý, hefur gott skop-
skyn og heldur sig á jörðinni. Hún
þykir því hafa einhverja þá kosti sem
Clint Eastwood leitar að hjá konum.
í byrjun hófst samband þeirra á sam-
eiginlegum áhuga þeirri á að gera
bæ þeirra betri en það þróaðist svo
yfir í ástarsamband.
Þegar Clint ákvað að gefa ekki kost
á sér aftur sem borgarstjóri Carmel
þá veitti hann Jean allan stuðning
sinn og er sagt að í raun hafi Clint
verið endurkjörinn því hann vildi
Jean sem eftirmann sinn. Clint var
geysilega vinsæll í embætti og sendi
um 2.000 bréf til bæjarbúa þar sem
hann lagði áherslu á aö þeir kysu
Jean. Hefur því verið sagt aö hún
hafi verið kosin í skjóli hans.
Clint er sagöur geta valið úr kven-
fólki en hann hefur greinilega kosið.
Hann hefur nú sést með Jean í ótal
veislum og matarboðum og hann
kemur og fer með henni. Hún hlýtur
því aö hafa eitthvað sem Clint fellur
i geð.