Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. Lífsstfll Ólafur Sigurðsson matvælafræóingur skrifar um Amygdalin: í Þjóðviljanum fóstudaginn 3. júní birtist athyglisverð grein um undraefni sem inniheldur B-17 vít- amín (sem er reyndar ekki vítam- ín). Undraefnið, sem um er rætt, á að geta læknað krabbamein sam- kvæmt rannsóknum dr. Emst T. Krebs o.fl. Einnig er vitnað í bók Jóhannesar Bjöms Lúðvíkssonar, „Falið vald", þar sem gefið er í skyn að liklega sé „læknamafían" að hindra almenna lækningu krabba- meins með þessu lyfi til að geta fengið billjónir í einskis nýtar krabbameinsrannsóknir. Þessi fullyrðing byggir á því að ef krabbamein er hörgulsjúkdómur vegna áðurnefnds „B-17" vítamíns- skorts þá eru hefðbundnar krabba- meinsrannsóknir til einskis. Greinarhöfundur gagnrýnir einnig þekktan krabbameinslækni hérlendis fyrir „áhugaleysi á þeim kenningum að krabbamein stafi af óheilsusamlegu líferni". Einnig ber greinarhöfundur fram nokkrar spurningar til læknisins til fróð- leiks fyrir almenning. Sú síöasta þeirra, „Treystir sér einhver til þess að reka málflutning og tilvitn- anir Jóhannesar Björns til föður- húsanna?", er athugunar verð. í nokkrum yfirlitsgreinum um óhefðbundnar lækningar er greint frá fjölda rannsókna á amygdalin. Greint er frá því að efnið hefur valdið miklum deilum og virðast ýmsir reiðubúnir til að leggja á sig mikið erfiði til að fá það þar sem það er viða bannað. Sumir hafa farið til svonefndra „laetrile" stofnana („krabbameins-klinik") í öðrum heimsálfum til að fá lækn- ingu. Astæðan fyrir vítamín-nafnbót- inni er talin vera sú að þannig megi ganga fram hjá lögum sem takmarka notkun amygdalins (la- etrils) sem lyfs. Kenningin á bak við virkni laetr- ile er sú að í krabbameinsfrumum er lífhvati (B-glucosidase) sem los- ar blásýru úr laetrile og drepur þar Neytendur með krabbameinsfrumuna. Gall- inn er bara sá að aðrar frumur innihalda jafnvel meira af lífhvat- anum og drepast engu að síður. Eru fjölmörg dæmi þess að fólk hafi komið til læknis fársjúkt og nær dauða en lífi af blásýrueitrun vegna notkunar „B-17 flörvans" sem er í amygdalin (laetrile). Dauðsfóll hafa einnig verið staðfest og tilraunadýr látast gjarnan í stór- um stíl. Allir • sérfræðingar, sem hafa rannsakað efnið (skv. heimildum undirritaðs), virðast vera á sama máli um að það lækni ekki krabba- mein á nokkurn hátt. Gildir einu hvort það er í formi apríkósusteina eða unnið úr amygdalinríkum hrá- efnum sem nefnast m.a. laetrile. Einn næringarfræðingur tekur svo til orða: „Raunverulega harmsagan á bak við laetrile er sú að fólk með krabbamein, sem var hægt að lækna, trúði á og notaði efnið og hafnaði hefðbundinni meðferð þar til það var of seint að bjarga því.“ Á öðrum stað er vitnað í virta breska læknaritið „New England Journal of Medicine" (Morse, ’79, 301, 892). í grein, sem nefnist „Meira um blásýrueitranir af völd- um laetrile", er staðfest aö fólk í áðurnefndum laetrile-stofnunum fái blásýrueitranir. Það er því kannski ekki að ástæðulausu að rannsóknarmenn telji sig geta tekið sterkt til orða þegar þeir fullyrða: „Þegar laetrile er notað af krabbameinssjúkling- um lengir það ekki lífið heldur styttir það.“ Ekki er víst aö þessi grein svari spurningum áðurnefnds greinar- höfundar, Sveins Baldurssonar, né heldur er víst að hún „afsanni kenninguna”. En það sem mest er um vert er að lesendur geti betur áttað sig á því'hvað um er að ræða þegar ver- ið er að hvetja til neyslu apríkósu- steina, laetrile og fleira í þeim dúr. Heimildir: M.N.G. Dukes. Remedi- es used in non-orthodox medicine 1979, vol. 3, bls. 391 og sama 1980 vol. 4, 344-345. •WÍiliWI* Enn eru i notkun nokkrar ævagamlar eldavélar hér á landi. Þessi verður þó varla notuð meir. Seatone: í Danmörku hafa komið fram há- værar kröfur um að tekiö verði upp strangt eftirlit með svokölluðum náttúrulyfjum. Þettp gerist í kjölfar þess að 55 ára gömul kona hafði nær látið lífið vegna neyslu á lyfinu Sea- tone. Seatone hefur mjög rutt sér til rúms í Danmörku að undanfomu. Það kemur frá Nýja-Sjálandi og mun- vera unnið úr sérstakri gerö krækl- inga. Auglýst verkan þess er sú sama og annarrá áþekkra lyfja. Það á að vera gott við þreytu og sleni og valda almennri vellíðan og hressleika. En lyfið hefur aukaverkanir. 55 ára gömul kona í Danmörku hóf að taka lyfið. Ástæðan var þreyta og slapp- leiki. Eftir að hafa tekið lyfið um nokkurra mánaða skeiö kom í ljós að lifur konunnar hafði skaddast verulega. Læknir hennar reyndi aö finna orsökina en gekk illa. Konan hafði ekki verið á ferðálagi erlendis, ekki bar á aö aðrir fjölskyldumeðlimir væm sjúkir og ekki var um misnotk- un á lyfjum eða áfengi að ræða. Þegar konan hætti að taka Seatone batnaði henni skyndilega. Læknar segja að ef hún hefði ekki hætt að taka pillurnar hefðu þær dregið hana til dauða. Lyfið fæst ekki hér á landi, enn að minnsta kosti. -PLP Náttúrulyfið sem nær varð konu að bana Munið að senda inn upplýsingaseðilinn Neytendablaðið Eldavélar elda og elda Af þeim Rafha eldavélum sem orðnar eru 16 ára eða eldri hefur aldrei þurft að gera við 83%. Rafha er jafnframt langalgengasta gerð eldavéla á íslenskum heimilum. Þetta kemur fram í nýútkomnu Neytendablaði. í blaðinu eru birtasr niðurstöður notendakönnunar Neyt- endasamtakanna á eldavélum. í könnuninni var rætt við eigendur 1540 eldavéla og þeir inntir eftir reynslu sinni af eldavélum. Fimm vörumerki virðast seljast öðrum betur hér á landi. Þau eru Rafha, AEG, Siemens, Husqvama, og Electrolux. Þessar gerðir voru til á 78% heimila. í 507 tilfellum var Rafha eldavél á heimilum aðspurðra. Þetta gerir Raf- ha að langalgengustu eldavél á ís- landi. AEG fylgdi langt á eftir, en 252 aðspurðra reyndust eiga slíka vél. Menn reyndust misánægðir með vélar sínar. 8% eigenda sögðust ekki geta mælt með Rafha eldavélum, meðan 73% vom mjög ánægðir. Einn af hundraði reyndist óánægður með þjónustu seljenda. Af ÁEG eigendum reyndist enginn óánægður með þjónustu seljenda. Þó vom 2% óánægð með sína vél, og 5% sögðust ekki geta mælt með AEG vél. Allar nánari upplýsingar er að finna í Neytendablaðinu. -PLP Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið?. Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað- ar fjölskyldu af sömu stœrð og yöar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í júní 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.