Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. 35 Fólk í fréttum Biigir ísleifur Gunnarsson Birgir ísl. Gunnarsson mennta- málaráðherra hefur verið í fréttum vegna deilna um veitingu lektors- stöðu við HÍ. Birgir Isleifur er fæddur 19. júh 1936 og lauk lög- fræðiprófi frá HÍ 1961. Hann varð hdl. 1962 og hrl. 1967 og var fram- kvæmdastjðri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-1963. Birgir rak eigin lögmannsstofu í Reykja- vik 1963-1972 og var borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972 til maí <1978. Hann hefur verið í stjórn Landsvirkjunar frá 1965 og var formaður stóriöjunefndar 1983- 1987. Birgir hefur verið í flugráði frá 1962 og formaður sérstakrar nefndar til að vinna að áætlun um uppbyggingu flugvalla 1984-1986. Hann var formaður Heimdallar, FUS, 1959-1962 og var í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna 1961-1969, formaður 1967-1969. Birgir var borgarfulltrúi í Reykja- vík 1962-1982 og jafnframt í borgar- ráði. Hann hefur verið formaður framkvæmdanefndar Sjálfstæöis- flokksins frá 1978 og setið í mið- stjórn Sjálfstæöisflokksins frá 1973. Birgir hefur verið alþingismaöur Reykvíkinga frá 1979 fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og menntamálaráð- herra frá júlí 1987. Birgir giftist 6. október 1956 Sonju Backman, f. 26. ágúst 1938, ritara í skóla ísaks Jónssonar. Foreldrar hennar eru Ingimar Karlsson, mál- arameistari í Reykjavík, og Alda Carlson, húsmóðir í New York. Börn Birgis og Sonju eru: Björg Jóna, f. 24. febrúar 1957, kennari í Rvík, gift Bjarna Haraldssyni, sem starfar við flugumferðarstjórn, og eiga þau tvö börn; Gunnar Jóhann, f. 19. október 1960, hdl. í Rvík, giftur Soffiu Thorarensen, og eiga þau tvö böm; Lilju Dögg, f. 17. október 1970 og Ingunni Mjöll, f. 17. október 1970. Systir Birgis er Lilja Jóhanna, f. 1. október 1940, gift Stefáni Guð- laugssyni, kennara í Rvík, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Birgis eru Gunnar Espólín Benediktsson hrl. og kona hans, Jórunn ísleifsdóttir. Föður- systur Birgis voru Benedikta og Margrét, móðir Benedikts Jónsson- Birgir ísl. Gunnarsson. ar, byggingastjóra Frjálsrar fjöl- miðlunar. Föðursystir Birgis, sam- feðra, var Sigríður, amma Gunnars Guðmundssonar, prófessors í læknisfræði, og langamma Guð- mundar Magnússonar, aðstoðar- manns menntamálaráöherra. Ann- ar fóðurbróðir Birgis, samfeðra, var Hallgrímur, prentslniðjustjóri hjá Gutenberg. Faðir Gunnars var Benedikt, gullsmiður á Laxnesi í Mosfells- sveit, Ásgrímsson, b. á Laxnesi, Jónssonar, b. á Laxnesi, Eyjólfs- sonar. Móðir Benedikts var Sigríð- ur, systir Jóhanns, fóður Ólafíu, rithöfundar og kvenréttindakonu. Sigríður var dóttir Benedikts, prests á Mosfelli, sem Messan á Mosfelli eftir Einar Benediktsson er ort um, bróður Þórdísar, langömmu Árna, afa Árna Johnsen blaöamanns. Benedikt var sonur Magnúsar, klausturhaldara í Þykkvabæjarklaustri, Andrésson- ar og konu hans, Helgu Ólafsdótt- ur, systur Ingibjargar, langömmu Guðmundar, afa Guömundar í. Guðmundssonar ráðherra og lang- afa Davíðs Á. Gunnarssonar, for- stjóra ríkisspítalanna, og Hauks Helgasonar, aðstoðarritstjóra DV. Móðir Gunnars var Lilja Jó- hanna Gunnarsdóttir, útvegsbónda í Eyrarkoti í Vogum, Jónssonar og konu hans, Guðnýjar Guömunds- dóttur. Faðir Jörunnar var ísleifur, skip- stjóri og fiskmatsmaður í Hafnar- firöi, Guömundsson, b. í ívars- . húsum í Garði, bróður Gunnvarar, móður Gunnars M. Magnúss rit- höfundar. Guðmundur var sonur Árna, b. og hreppstjóra á Meiða- stöðum í Garði, Þorvaldssonar. Móðir Jórunnar var Björg, systir Björns, afa Björgvins bankastjóra og Björns Vilmundarsona. Björg var dóttir Gísla, sjómanns á Bakka við Rvík, Björnssonar, á Bakka, bróður Jakobs, langafa Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra og Sigrúnar, konu Matthíasar Á. Mat- hiesen ráðherra. Björn var sonur Guðlaugs, b. á Hurðarbaki í Kjós, Ólafssonar, b. á Huröarbaki, ísleifssonar, bróður Jóns í Stóra- Botni, langafa Vigdísar, ömmu Sig- mundar Guðbjarnasonar háskóla- rektors. Jón er einnig langafi Ingi- bjargar, ömmu Þórðar Harðarson- ar prófessors og langömmu Flosa Ólafssonar leikara. Móðir Björns var Margrét Torfadóttir, b. í Ána- naustum, Jóhannssonar, bróður Sigurðar, langafa Klemens landrit- ara, fóður Agnars, fyrrv. ráðuneyt- isstjóra. Afmæli Olafur Agúst Jóhannesson Eriingur Guðmund- ur Axelsson Ólafur Ágúst Jóhannesson blikk- smiöur, Heiðargerði 82, Reykjavík, er sextugur í dag. Ólafur fæddist að Brekkum í Mýrdal og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hann flutti að Hvqli í Mýrdal. Liðlega tvítugur hóf Ólaf- ur nám í Nýju blikksmiöjunni og árin 1951-1953 var hann jafnframt í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann tók sveinspróf 30. nóvember 1954 og hélt áfram hjá Nýju bhkksmiðj- unni allt til nóvemberloka 1962 en tók þá við starfi í Blikk og stál og var þar í fjögur ár. Ólafur vann um nokkurra mánaða skeið á árinu 1966 hjá J.B. Péturssyni en stofnaði Blikksmiöjuna hf. 24. september sama ár. í ár hætti Ólafur störfum hjá Bhkksmiðjunni. Ólafur hefur starfað að félags- málum á ýmsum sviðum. Hann var í stjórn Félags blikksmiða í nokkur ár, var í sveinsprófsnefnd blikk- smiða, einnig í Iðnráði Reykjavík- ur. Þá var hann í fræðslunefnd Félags blikksmiðjueigenda. Ólafur var sæmdur gullmerki Félags blikksmiða fyrir stjórnun- arstörf. Ólafur kvæntist 12. des. 1965 Ólafur Ágúst Jóhannesson. Kristínu dóttur Þórarins Dósóþe- ussonar, bónda í Þernuvík, og Halldóru Guðjónsdóttur, konu hans. Börn Ólafs og Kristínar eru Halldóra, f. 1. maí 1966, og Helga, f. 25. janúar 1968. Stjúpsonur Ólafs er Jón Helgi Hjartarson, f. 20. ágúst 1960. Systkini Ólafs eru: Jóhanna, f. 1919; Jóhannes Óskar, f. 1920; Elín Ágústa, f. 1921; Guðjón, f. 1922; Steingrímur, f. 1923; Asdís, f. 1924; Halldór, f. 1925; Guðlaugur, f. 1927; Sigurbjartur, f. 1929; Sigurbjörg, f. 1932 og Jóhannes, f. 1933. Foreldrar Ólafs voru Jóhannes Stígsson, b. að Brekkum í Mýrdal, og kona hans, Helga Hróbjarts- dóttir. Jóhannes var sonur Stígs, b. að Brekkum, Jónssonar, b. að Brekkum, Árnasonar. Móðir Stígs var Ragnhildur, systir Guðnýjar, langömmu Ragnhildar, móður Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Ragnhildur var dóttir Jóns, b. í Höföabrekku í Mýrdal, Jónssonar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sig- urðssonar. Móðir Jóns á Höfða- brekku var Kristín Eyvindsdóttir duggusmiös, klausturhaldara á Kirkjubæjarklaustri, Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Jóhanna Guðmundsdóttur, b. á Á á Síðu, Eyjólfssonar og konu hans, Þor- bjargar Jónsdóttur. Helga var dótt- ir Hróbjarts Hróbjartssonar, sjó- manns frá Eyrarbakka, og konu hans, Bjarghildar Magnúsdóttur. Ólafur tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Drangey, Síðumúla 35, síðdegis í dag. Erlingur Guðmundur Axelsson sjómaður, Brekkustíg 14, Reykja- vík, er sextugur í dag. Erlingur fæddist og ólst upp á Akureyri, sonur hjónanna Áxels Péturssonar silfursmiðs og Láru Imsland. Axel og Lára eru bæði látin. Árið 1940 fluttist Erhngur með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann byrjaði ungur á sjónum og vann hjá Ríkisskip um nokkurra ára skeið. Erlingur var einnig á togurum, var lengi á Neptúnusi frá Reykjavík. Árið 1972 fór Erlingur í land og hóf störf hjá ÍSAL þar sem hann vinnur enn við skautasmíðar. Fyrri kona Erhngs er Þórdís Rafnsdóttir og eignuðust þau tvö börn: Lára tækniteiknari, gift og á þijú börn; Gunnar Rafn sjómaður, í sambúö og á eitt barn. Erlingur og Þórdís skildu. Seinni kona Erlings var Helga S. Helgadóttir, f. 15.12. 1931, en hún Erlingur Guðmundur Axelsson. lést 20. júlí í fyrra. Systkini Erlings eru Guðbjörg húsmóðir, gift og á tvö börn; Ric- hard, býr í Svíþjóð. Til hamingju með daginn 85 ára____________________ Júlíus Bjarnason, Akurey la, V- Landeyjum, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára_________________________ Óskar Jónsson, Hrafnistu, Reykja- vík, er áttræður í dag. Sigurborg Oddsdóttir, Álfaskeiöi 70, Hafnarfirði, er áttræð í dag. Ingibjörg Sigvaldadóttir, Suður- götu 13b, Sauðárkróki, er áttræð í dag. Þóra Guðmundsdóttir, Strandgötu 59, Eskifirði, er áttræð í dag. ÓskarStefánsson, Skuggabjörgum, Hofshreppi, er áttræður í dag. Vigdís Jóhannesdóttir, Melhaga 8, Reykjavík, er áttræð í dag. 75 ára______________________ Vilhjálmur Halldórsson, Brekku, Garði, Gerðahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Vallar- gerði 34, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún er í dag hjá dóttur sinni, Melgerði 18, Kópa- vogi. Gíslina Sigurjónsdóttir, Urðarteigi 7, Neskaupstað, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_________________________ Sölvey Jósefsdóttir, Sundstræti 27, ísafirði, er sjötug í dag. 60 ára_________________________ Guðmundur Andrésson, Skeggja- götu 11, Reykjavík, er sextugur í dag. Kristinn Finnsson, Höfðabraut 16, Akranesi, er sextugur í dag. Leifur Jónsson, Háarifi 29, Rifi, er sextugur í dag. 50 ára_________________________ Kristbjörg Ólafsdóttir, Stekkja- gerði 15, Akureyri, er fimmtug í dag. Guðrún Gunnarsdóttir, Vogatungu 18, Kópavogi, er fimmtug í dag. Þórunn Oddsteinsdóttir, Orms- stöðum, Eiðum, er fimmtug í dag. Ólafur Sveinbjörnsson, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum, er fimmtug- ur í dag. Baldur Jóelsson, Breiðholtsvegi, Efri Grund, er fimmtugur í dag. Guðlaugur Guðmundsson, Haöar- stíg 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Halldór Vilmundur Andrésson, Brekkugötu 32, Akureyri, er fimm- tugur í dag. 40 ára_________________________ Auður G. Sigurðardóttir, Birtinga- kvísl 22, Reykjavík, er fertug í dag. Eyjólfur Kristófersson, Grettisgötu 76, Reykjavík, er fertugur í dag. Birgir Símonarson, Vesturbergi 37, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðbjörg Magnúsdóttir, Litla-Hofi, Hofshreppi, er fertug í dag. Sólveig Jóhannesdóttir, Miðgarði 9, Neskaupstað, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.