Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
Lillian Gish og Bette Davis í hlutverkum sínum.
Regnboginn:
Svífur að hausti
Lengi lifir í gömlum glæðum
Leikstjóri: Lindsay Anderson
Aóalhiutverk: Bette Davis, Lillian Gish,
Vincent Price og Ann Sothern.
Gamlar systur hafa eytt saman
30 árum. Þær búa á æskustöðvum
sínum, lítilli eyju fyrir utan Boston.
Á hverju hausti höfðu þær fylgst
meö hvalavöðum synda hjá. Hval-
irnir eru hættir aö koma. Það er
komið að endalokunum.
Það er sjaldgæft að bandarískar
kvikmyndir íjalli um gamalt fólk.
Enn sjaldgæfara er að reiknað sé
með að þetta fólk eigi sér sínar þrár
og drauma.
Þessi mynd er undantekning.
Systurnar eiga sér heitt tilfinninga-
líf sem birtist einna helst í sökn-
uöi. Allt var betra í þá góðu gömlu
daga.
Þessi nýja kvikmynd Lindsay
Anderson (0 Lucky Man o.íl.) er
greinilega byggð á leikriti, allt of
greinilega raunar því handrit er í
slakara lagi. Það er allt of mikið
eftir af sviösverkinu.
Þetta birtist einna helst í því að
tilfinningaleg átök milli persóna
fara fyrir ofan garð og neðan. Á
sviði gengur þetta upp vegna tak-
markaðs rýmis en í kvikmyndinni
er þessi takmörkun ekki til staðar.
Einnig hefur byggingu leikritsins
verið haldið aö mestu. Þetta gerir
það. að verkum að enn er skipt
milli atriöa. Þá er lætt inn myndum
af fögru landslagi með tilheyrandi
spennufalli.
Leikur er hins vegar stórkostleg-
ur. Bette Davis er kraftmikil í hlut-
verki hinnar tannhvössu Libby og
Lillian Gish er hreint ómótstæðileg
í hlutverki hinnar rómantísku
systur.
Þarna birtist einnig Vincent Price
í hlutverki blásnauðs rússnesks
greifa. Hann lék vampírur í Ham-
mer-myndum hér áður. Þarna er
hann hálfgerð blóðsuga því hann á
hvergi heima heldur sest hann upp
hjá vinum og kunningjum og býr
þar.
Góður leikur er hins vegar ekki
nóg til að gera góða mynd. Eins og
fyrr greinir er handrit slakt. Leik-
stjórn er enn slakari og er sorglegt
að sjá hve lítið leggst fyrir kappann
Lindsay Anderson í ellinni. Þetta
gerir það að verkum að persónur
eru í of mikilli fjarlægö frá áhorf-
anda til að hann fái raunverulega
samúö meö þeim. Myndin missir
því marks.
-PLP
Jarðarfarir Fréttir
Heimsókn Vigdísar til Þýskalands:
Grænfriðungar mótmæltu
Steinunn G. Helgadóttir, Silfurgötu
20, Stykkishólmi, áður til heimilis að
Heiðmörk 38, Hveragerði, lést þann
29. júní sl. á St. Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi. Jarðsett verður
frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn
7. júlí kl. 14.
Ingvar Þorláksson, Kirkjubraut 6,
Höfn, Hornarfirði, verður jarðsung-
inn frá Hafnarkirkju fimmtudaginn
7. júlí kl. 14.
Útför Aðalsteins Sveinbjörnssonar,
Nökkvavogi 11, sem lést á Vífilsstöð-
um 27. fyrra mánaðar, hefur farið
fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins
látna.
Gunnlaugur Hreinn Hansen lést 17.
júni sl. Jarðarfórin hefur farið fram
í kyrrþey.
Erik Christiansen lést 24. júní sl.
Hann var fæddur í Danmörku 27.
mai 1911, sonur hjónanna Idu og
Hermanns Christiansen. Erik-lærði
skipasmíði í Danmörku og gekk síð-
an í danska sjóherinn. Hann fluttist
til íslands árið 1936. Eftir margra ára
eigin rekstur réðst Erik til Vitamála-
stofnunar í Reykjavík og vann þar
til dauðadags. Erik var tvíkvæntur.
fyrri kona hans var Sigríður Guð-
mundsdóttir. Þau eignuðust tvö börn
og er ein dóttir á lífi. Seinni kona
Eriks var Rósa Guömundsdóttir en
hún lést árið 1970. Þau eignuðust tvö
börn. Útfór Eriks verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Nanna Kristín Jakobsdóttir lést 27.
júní sl. Hún var fædd 26. október
1937. Nanna stundaði músíknám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík og
lauk þaðan námi 1961. Síðustu árin
starfaði hún sem tónlistarkennari í
Mosfellsbæ. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Gísli Geir Kolbeinsson.
Þau eignuðuðust tvær dætur. Útfor
Nönnu verður gerð frá Garðakirkju
í dag kl. 13.30.
Útfór Jakobs Halldórssonar, Stiga-
hlíð 28, veröur gerð frá kapellunni í
Fossvogi miðvikudaginn 6. júlí kl.
13.30.
Árný Sigríður Jóhannesdóttir, Álf-
hólsvegi 125, Kópavogi, lést í Landa-
kotsspítala 27. júní. Jarðarfórin fer
fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 6. júlí kl. 15.
Guðjón Steingrímsson hæstaréttar-
lögmaður, Ölduslóð 44, Hafnarfirði,
sem lést 26. júní, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag-
inn 7. júlí kl. 15.
Andlát
Kristín Guðjónsdóttir lést í sjúkra-
húsinu í Neskaupstað 3. júlí.
Hjördís F. Pétursdóttir lést í Land-
spítalanum 3. júlí.
Wilhelm Holm andaðist fóstudaginn
1. júlí.
Þórður Sigurel Kristjánsson, Lindar-
götu 54, lést á gjörgæsludeild Land-
spítalans 1. júlí.
Einar Einarsson, Ljósheimum 20,
lést í Landspítalanum 2. júlí.
Jóhannes Guðni Jóakimsson frá
ísafirði, Hverfisgötu 106, Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala að kvöldi
2. júlí.
Jóhanna Þorsteina Þorsteinsdóttir,
Nýborg, Stokkseyri, lést á heimili
sínu 3. júlí.
Sigurvin Bergsson frá Krossnesi í
Eyrarsveit lést í Borgarspítalanum
sunnudaginn 3. júlí.
Gunnþóra Guttormsdóttirfrá Gilsár-
teigi lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um 4. þessa mánaðar.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Fariö veröur í skemmtiferð um söguslóð-
ir Njálu laugardaginn 9. júlí. Lagt af staö
frá umferðamiðstöð B.S.I. kl. 9. Viðkomu-
staðir: Oddi á Rangárvöllum, Hlíöarendi
í Fljótshlíö. Bergþórshvoll í Landeyjum
og Keldur á Rangárvöllum. Borðað verö-
ur að Skógum undir Eyjaþöllum. Nánari
upplýsingar í símum 28812 og 25035.
Hæfileikakeppni í hljóðfæra-
leik áhugamanna
verður haldin á Hótel Borg dagana 5.-7.
júlí. Af þeim sem sækja um þátttöku í
keppnina verða 20 manns valdir úr sem
flytja munu tvö af sínum bestu lögum.
Æskilegt er að annað lagið sé frumsamið,
þótt þaö sé ekki gert að skilyrði, og mun
dómnefnd velja besta frumsamda lagið
ásamt hæfileikaríkasta flytjandanum.
Undankeppnin verður kvöldin 5. og 6.
júli en 7. júlí fer úrslitakeppnin fram.
Verðlaun eru í boði. Hótel Borg stendur
að þessari keppni en framkvæmdastjóri
hennar er Jón Valgeir Bernharösson.
Innritun og nánari upplýsingar um
keppnina eru í sima 11440.
Milljarða ávinningur af friðun
smáfisks
„Meö því að friða þriggja og fjögurra ára
Fundir
Friðarömmur
Munið fundinn á Hótel Sögu í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Allar ömmur
velkomnar.
Tapað fundið
Páfagaukur tapaðist úr Holt-
unum
Grár dísarpáfagaukur, með gult í framan
og á stéli, með kamb, tapaðist þann 15.
júní sl. frá Meðalholti. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 84786. Góð fundar-
laun í boði.
DV
Halldór Valdimarsson, DV, Bonn:
Meðan á dvöl forseta íslands hjá
borgarstjóranum í Bonn stóð í gær
gerðu Greenpeacesamtökin mátt-
litla og nokkuð misheppnaða til-
ráun til að vekja athygli á málstað
sínum.
Forsetinn og borgarstjórinn
höfðu gengið út á svalir ráðhús-
byggingarinnar, en nokkur mann-
fjöldi hafði safnast saman á torginu
þar fyrir framan. Meðan forseti og
borgarstjóri stóðu á svölunum
hlupu tvö ungmenni skyndilega
inn á torgið með borða sem á var
letrað slagorð gegn hvalveiðumís-
lendinga.
Lögregla skráir þrjá graenfriðunga, en þeir stóðu að tilraun til að vekja Ungmennin höíðu þó varla náð
athygli á málstað sínum fyrir utan ráðhúsið í Bonn. DV-mynd HV að breiða úr borðanum þegar lög-
þorsk í tvö ár má auka árlegan þorskafla
að jafnaði um 50-60 þúsund tonn að frið-
unartímabilinu loknu. Það jafngildir
þriggja milljarða króna ávinningi á ári
hverju upp frá því.“ Þetta er álit Ragnars
Ámasonar, dósents við Háskóla íslands
og doktors í fiskifræði, sem birtist í nýút-
komnu tölublaði Sjávarfrétta, en hann
hefur að beiðni blaðsins lagt mat á þann
ávinning, sem þjóðin hefði af því að friöa
smáfisk og leyfa honum aö vaxa í sjónum.
í Sjávarfréttum er einnig birt mat Haf-
rannsóknastofnunar á áhrifum þess að
friða smáfisk. Þar kemur fram að með
mikilli friðun gefi stórir þorskárgangar
af sér yfir 100 þúsund tonnum meiri afla
en við þá veiðisókn sem nú stefnir í og
meðalárgangar þorsks gefi af sér tæplega
90 þúsund tonnum meiri afla en við nú-
verandi sóknarmynstur.
Kvikmyndir
A bílamarkaði DV á laugardögum
auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða
fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum
og öllum verðflokkum.
Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í
bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi
fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum.
reglan haföi tekiö hann af þeim og
vöölað honum saman að nýju.
Unga fólkið fékk að fara leiðar
sinnar eftir að nöfn þess höfðu ver-
ið tekin niður.
Þegar forseti og borgarstjóri
gengu skömmu síðar yfir torgið,
áleiðis til Beethovensafnsins,
dreifði Greenpeacefólk áróöurs-
plöggum meðal fylgdarliðs forseta
og þeirra sem saman voru komnir
til þess að fylgjast með.
Lögreglan í Bonn tók ekki harka-
lega á þeim sem stóðu að mótmæl-
um á ráöhústorginu í gær, en fyrir-
mæh munu hafa verið gefin um að
beita hörku ef á þyrfti að halda til
að koma í veg fyrir truflanir á
heimsókn forseta íslands.
á laugardögum
■BÍkRBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBIS,
3>
30
03
— <
I—
3>
30
OJ
I—’
30
ro
i-'
>
30
ro
r—'
3>
30
00
»
r—
J>
30
CD
ÖC
3.ÁRBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍL/