Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Blaðsíða 20
DV kynnir
íslensku
ÓL-farana
Nafn: Pétur
Guðmundsson
Fœddur: 9.3.1962
Hæð: 1,92 m
Þyngd: 120 kg
Félag: HSK
(Ungmennafélagið
Samhygö)
„Þetta verður
mikil og
góð reynsla
„Mér llst alveg stórkostlega á
ólympíuleikana. Þetta verður
að sjálfsögðu stór stund fyrir
mig enda hlýtur það að vera
draumur hvers íþróttamanns
að komast á ólympíuleika. Ég
hef ekki gert mikið að því að
keppa á alþjóðlegum mótum
enda er ég ekki búinn að vera
nema þrjú ár af alvöru í kúlu-
varpinu. Takmarkið hjá mér
var bara númer eitt að komast
á leikana og fá að taka þátt í
þeim,“ sagði Pétur Guðmunds-
son kúluvarpari í samtali við
DV.
Pétur er einn af okkar
fremstu fijálsíþróttamönnum.
Hann tryggði sér farseðihnn til
Seoul í júní í sumar er hann
kastaöi 20,03 metra en það er
hans persónulega met. Pétur
hefur annars verið mjög óhepp-
inn og hefur verið nokkuð frá
vegna meiðsla. Pétur vinnur
sem lögreglumaður í Reykjavík
og er auk þess fjölskyldumaður.
Hann er nú í tveggja mánaða
fríi fram yfir leikana og æfir
stíft.
„Það eru æfmgar hjá mér fjór-
um sihnum í viku og þá tvisvar
á dag. Ég stefni auðvitað aö því
að vera í toppformi á réttum
tíma og þá að sjálfsögðu í Seo-
ul. Það er ljóst að keppnin þar
verður gífurlega erfið en ég geri
mér vonir um að komast í 12
manna úrslit. Til þess verð ég
sennilega að kasta 20,50 metra.
Ég er staðráðinn í að bæta mig
og bæta metið mitt verulega.
Þetta verður alla vega mikil og
góð reynsla fyrir mig upp á
framtíðina," sagði Pétur enn-
fremur.
-RR
OL 88
©PIB
C0PI NHtCiN
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
20
íþróttir
Iþróttir
Hallsteinn Arnarson, einn besti maður vallarins í leik Víkings og ÍA, etur hér kappi við Karl Þórðarson. Að baki má líta þá Atla Helgason og Björn Bjartmarz úr Víkingi.
Þá grillir í Skagamanninn Sigurstein Gíslason að baki Hallsteini en leiklestur Akurnesingsins vakti athygli i Stjörnugrófinni. DV-mynd Eiríkur
Víkingar ólánsamir
- eru nærri botnsæti eftir 1-2 ósigur gegn Skagamönnum
Víkingar eru enn nærri fallsæti eftir
ósigur á glæsilegum heimavelli sínum
í Stjörnugrófmni. Mótheijar þeirra
voru Skagamenn og náðu þeir að gera
tvö mörk gegn einu Víkinga.
Viðureignin var annars fjörug frá
upphafi og læti talsverð í báðum liðum.
Þó setti rok og kalsarigning mark sitt á
fyrri hálfleikinn en þá fór minna fyrir
spili en marklausum spyrnum. í seinni
hálfleik lægði og glæddist þá knatt-
spyman sem var á stundum leikin með
ágætum.
Fátt var um markfæri framan af og
leikurinn í nokkru jafnvægi. Skaga-
menn tóku raunar forystuna með því
að nýta fyrsta færi sitt. Víkingar lágu
þá á meltunni samtímis því sem Akur-
nesingar tóku aukaspyrnu. Knettinum
var þá umbúðalaust rennt inn fyrir
vörn Víkinga á Aðalstein Víglundsson
sem átti ekki í vandræðum með að
mæta Guðmundi Hreiðarssyni í mark-
inu.
Víkingar tóku kipp við markið en lið
Skagamanna var beitt og eftir eina sókn
þeirra kom seinna markið - alveg undir
lok fyrri hálfleiks. Haraldi Ingólfssyni
var þá skellt en hann hafði skeiðað um
hríð við innanverðan jaðar vítateigsins.
Sveinn Sveinsson dæmdi víti án um-
svifa og var úrskurður hans réttur.
Heimir Guðmundsson skoraði af öryggi
úr spyrnunni.
Víkingar hófu síðan seinni hálfleik
með látum, staðráðnir í að selja sig dýrt.
Lítið var enda liðið á hálfleikinn er
Andri Marteinsson minkaði bilið með
fóstu skoti utan vítateigs. Andri kvaddi
félag sitt með þessu marki, í bili að
minnsta kosti, en hann heldur utan til
náms á næstu dögum.
Eftir mark Andra var leikurinn opinn,
þokkalega leikinn og bráðfjörugur. Lið-
in sóttu á víxl og áttu ágæt færi en hvor-
ugu tókst að skora.
Ef á heildina er litið voru liðin á marg-
an hátt svipuð að styrk þótt staða þeirra
í stigatöflunni kunni að gefa annað til
kynna.
Miðjumenn Víkings voru flestir frí-
skir og áttu færi auk þess sem þeir
opnuðu vörn Skagamanna fyrir félaga
sína.
í vörn Víkings bar mikið á Hallsteini
Arnarsyni og var ótrúlegt að sjá hversu
vel þessi ungi piltur skilaði hlutverki
sínu en hann var einn besti maður vall-
arins.
Hallsteinn spilar með höfðinu og skil-
ar knettinum til meðherja sinna úr
vöminni í stað þess að kýla fram eins
og sumra er háttur í 1. deildinni.
Raunar var „nýgræðingur" einnig
einn besti leikmaður Skagamanna. Sig-
ursteinn Gíslason spilaöi gríðarlega vei
á miðjunni en hann fer vel með bolta
og skapaði oft mikinn usla í þessum leik
með góðum sendingum.
Vörn Skagamanna var einnig hreyf-
anleg í þessum leik og hélt sóknarmönn-
um Víkings í strangri gæslu lengst af
auk þess sem hún komst fyrir flest skot
Víkinganna.
-JÖG
Island
mætir Færeyjum
- leikur þjóðanna verður á Akranesi
íslenska landsliðið í knattspymu
mætir Færeyingum í landsleik í
knattspymu á Akranesi á miðviku-
dagskvöld. Þetta er 13 viðureign
þjóðanna en fyrsti landsleikur Fær-
eyinga eftir að þeir fengu aðild að
Alþjóöa knattspymusambandinu í
síðasta mánuöi.
Sigfried Held landsliðsþjálfari hef-
ur valið eftirtalda leikmenn í lands-
liðshópinn:
Markverðir era Birkir Kristinsson
og Guðmundur Hreiðarsson en aðrir
leikmenn em Ágúst Már Jónsson,
Arnljótur Davíðsson, Atli Eðvalds-
son, Guðni Bergsson, Halldór
Áskelsson, Ólafur Þórðarson, Ómar
Torfason, Pétur Arnþórsson, Pétur
Ormslev, Ragnar Margeirsson, Sæv-
ar Jónsson, Viðar Þorkelsson, Þor-
steinn Þorsteinsson og Þorvaldur
Örlygsson. -RR
ISLANDSMÓTIÐ
Víkingur-IA,
1-2 (0-2) r
0-1, Aðalsteinn Víglundsson, 27. mín.
0-2, Heimir Guðmundsson, 43. mín.
1-2, Andri Marteinsson, 50. mín.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðars-
son, Stefán Halldórsson, Þórður Mar-
elsson, Hallsteinn Arnarson, Svein-
björn Jóhannesson, Atli Helgason,
Hlynur Stefánsson, Andri Marteins-
son, Björn Bjartmarz, Atli Einarsson
(Jón Óddsson, 63. mín.), Lárus Guð-
mundsson.
Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Ólafur
Þórðarson, Heimir Guðmundsson,
Karl Þórðarson (Elías Víglundsson, 80.
mín.), Mark Duffield, Guðbjörn
Tryggvason, Aðalsteinn Víglundsson,
Sigursteinn Gíslason, Alexander
Högnason (Gunnar Jónsson 75. min.),
Haraldur Ingólfsson, Sigurður Jóns-
son.
Gul spjöld: Atli Einarsson, Víkingi.
Karl Þórðarson og Alexander Högna-
son, ÍA.
Áhorfendur: 400.
Dómari: Sveinn Sveinsson.
Menn leiksins: Hallsteinn Amarson,
Víkingi, og Sigursteinn Gíslason,
ÍA.
Flugleiðamótið í handknattleik:
Unglingalands-
llðiðátU
aldrei móguleika
- stórsigur A-liösins, 33-19, í Laugardalshöll
Islenska A-landsliðið átti ekki í
miklum vandræðum með aö sigia
unglingalandslið Islands á Flug-
leiöamótinu í Laugardaishöll í gær-
kvöldi. A-liðið vann stóran sigur,
33-19, en í leikhléi var staöan 17-9.
Unglingaliöiö, styrkt af þeim Júl-
íusi Jónassyni og Valdimar Gr.íms-
syni, átti aldrei neinn möguleika í
þessum leik. Mikill munur var á
liöunum eins og búast mátti viö og
spennan því lítil sem engin. Þó
sáust góðir hlutir hjá báðum liðum
en styrkleiki A-liðsins var alltof
mikill fyrir hiö unga B-liö.
Munurinn varð fljótlega mikiil
og í leikhléi var staðan 17—9 fyrir
A-liöið.
í síöari hálfleik jafnaðist leikur-
inn dálítið en íslenska landsliðið
hélt öryggri forystu út leikinn. í
lokin varö munurinn síðan 14
mörk, 33-19.
Bogdan leyfði öllum leikmönnum
sínum að spreyta sig í leiknum.
Kristján, Alfreð, Atli og Sigurður
Sveinsson voru langatkvæðamest-
ir í A-liöinu. Siggi Sveins spilaði
síðari hálfleikinn og sýndi gamla
og góöa takta, skoraði stórkostlegt
mark meö skoti frá miðju og áhorf-
endur kunnu svo sannarlega aö
meta þaö. Guðmundur og Brynjar
vörðu hvor um sig 5 skot en Einar
hvíldi að þessu sinni.
Unglingaiiðið stóö sig þokkalega
miðaö viö mótherjana. Oft sáust
ágæt tilþrif en leikæfingu og sam-
heldni vantar greinilega í liðið og
er það mjög skiljanlegt. Strákarmr
ættu þó að fá dýrmæta leikreynslu
á þessu móti sem kemur til meö
að nýtast þeim síöar meir.
Mörk A-Uðsins: Kristján, 5, Páll 5,
Sigurður S. 5, Ath 5, Alfreð 4, Guð-
mundur 3, Bjarki 2, Óttar 2, Jakob
og Karl l hvor.
Mörk B-liðsins. JúUus J. 6 (4 v.),
Sigurður 4, Birgir 3, Júlíus G. 2,
Konráð 2 og Héðinn 2.
-RR
Nýtum ekki færin
„Þetta hefur verið að koma hjá okkur í allra síöustu leikjum, við höfum
náð að bijótast í gegnum varnir mótherjanna en hins vegar ekki nýtt færin
sem skyldi," sagði Víkingurinn Andri Marteinsson í samtali við DV. „Við
fengum á okkur klaufamörk í fyrri hálfleiknum eftir að hafa verið sterkari
aðiUnn en sá seinni var síðan opinn og fjörugur. Við, eða raunar Víkingar,
eigum nú eftir tvo leiki heima, gegn Þór og Völsungum, og tvo úti, gegn Val
og ÍBK. Prógrammið gæti því verið erfiöara," sagði Andri sem lék í gær sinn
síðasta leik á þessu tímahili en hann heldur nú utan til náms. -JÖG
Einn leikmaður spánska liðsins reynir hér að komast framhjá varnarmanni
Tékka.
DV-mynd Brynjar Gauti
Spánverjar
lögðu Tékka
Spánverjar sigmðu Tékka með 16
mörkum gegn 15 í hörkuspennandi
leik á Flugleiðamótinu í gærkvöldi.
Staöan í hálfleik var 7-6 fyrir Spán-
veija en með þessum sigri hafa Spán-
veijar hlotið 4 stig eins og íslending-
ar.
Áhorfendur í LaugardalshölUnni
voru nær alUr á bandi Tékka og
studdu þá óspart. Leikurinn var all-
an tímann mjög jafn og spennandi
en Utið skorað. Markvarslan var góð
og vamarleikurinn í hávegum hafð-
ur. Markverðir liðanna sýndu
heimsklassa markvörslu. Spánveij-
ar voru meö fmmkvæðið í fyrri hálf-
leik og ávallt með 1-2 marka forystu.
í seinni hálfleik náðu Tékkar yfir-
höndinni en Spánveijum tókst að
tryggja sér sigur í lokin.
Mörk Spánveija: Marin 4 (1 v.),
Ruiz 3, Munoz 3, Femandez 2, Saga-
les 2 og Gomez 2.
Mörk Tékka: Novak 4, Bamruk 3,
Bartek 3, Bajgar 2 (1 v.), Sovadina 2
ogTarhail. -RR
Á Bakkastæði við
Tryggvagötu kostar
klukkutíminn 30 kr.
og 40 kr. í Kolaporti.
Á Tollbrú kostar
hálfur dagur 80 kr.
og heill dagur 150kr.
Bílastæðasjóður
Reykjavíkurborgar