Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
9
Fjöldamorð
Blóöugar ættflokkadeilur í afríska
ríkinu Burundi, sem hafa nú staðið
yfir í viku, hafa orðið a.m.k. fimm
þúsund manns að bana samkvæmt
upplýsingum herforingjastjórnar-
innar í Bujumbura.
Fréttir eru óljósar frá Burundi en
að sögri erlendra fréttaskýrenda er
hér um að ræða fjöldamorð þar sem
aðeins einn deiluaðila er vopnum
búinn. Deilumar standa á milli tutsi
ættflokksins, sem er í minnihluta í
landinu en í hans höndum eru öll
völd, og hutu ættflokksins en til hans
teljast um 85 prósent landsmanna.
Áð sögn utanríkisráðherra Bur-
undi hófust deilurnar þegar útlægir
íbúar Burtmdi snem heim á nýjan
leik með þeim ásetningi að steypa
stjóminni af stóli. Landið, sem fékk
sjálfstæði frá Belgíu fyrir um tuttugu
ámm, hefur logað í ættbálkadeilum
í mörg ár.
Að sögn utanríkisráðherra Rwand-
an, grannríkis Bumndis, hafa tæp-
lega fjömtíu þúsund íbúar Burundi,
flestir af hutu ættbálki, flúið yfir
landamærin síðan blóðugar deilur
hófust þann 14. ágúst sl. Hann sagði
að flóttamennirnir fengju tímabund-
ið dvalarleyfi en að þeir yrðu að snúa
aftur heim. Að sögn vestrænna
stjómarerindreka hefur utanríkis-
ráðherrann leitað á náðir flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
til að aðstoða fólkið viö að komast
aftur til síns heima.
Þetta eru blóðugustu róstur í Bur-
undi síðan árið' 1972 þegar talið er
Að sögn flóttamanna frá Burundi
ráðast hermenn herforingjastjórnar
tutsi ættbálksins á menn, konur og
börn og myrða þau.
Símamynd Reuter
að tíu þúsund manns hafi látið lífið.
Flóttamenn í Rwanda segja að með-
limir tutsi ættflokksins og hermenn
stjórnarhersins gangi um og stráfelli
menn, konur og böm og lík fórnar-
lamba fljóta niður ána Akanyaru
sem liggur á landamæmm Burundi
og Rwanda.
Kastar skugga á
friðarumleitanir
Forseti Zimbabwe, Robert
Mugabe, sagði á fréttamannafundi
í gær að hann efaðist um vilja ríkis-
stjórnar Suður-Afríku til að koma
á friði í Angóla og Namibíu.
Ummæli forsetans, sem fram
komu á alþjóöaráðstefnu um mál-
efrii flóttamanna í suðurhluta Afr-
iku, hafa kastað skugga á friðarum-
leitanir í Angóla og Namibíu en
fulltrúar Suöur-Afríku, Kúbu og
Angóla munu koma saman til fund-
ar síöar í vikunni til aö ræða frek-
ari friðarviðræður í Angóla.
Mugabe sagöist ekki treysta
stjórnvöldum í Suður-Afríku til aö
skipta sér ekki af innanríkismálum
Namibíu þegar nýlendan fengi
sjálfstæði.
Friðarumleitanir í Angóla og
Namibíu hófust í maí sl. Búist er
við að aðalumræðuefni næsta
fundar, sem haldinn verður í
Brazzaville, höfuöborg Kongó,
verði hvenær kúbanskir hermenn
hefji brottflutning hetja sinna frá
Angóla. Einnig raunu fulltrúarnir
ræða um hvenær Namibía hijóti
fulla sjálfstjórn í samræmi við
ályktun Sameinuðu þjóðanna sem
samþykkt var árið 1978.
Á ráðstefnunni um málefni
flóttamanna, þar sem Mugabe efað-
ist um tilraunir til friðar í Angóla
og Naraibíu, kom fram að rúmlega
ein miUjón manna hefur flúið
heimili sín í suðurhluta Afríku.
Framsögumenn á ráöstefriunni
vörpuöu sökinni margir hveijir á
stjórnvöld í Suður-Afríku sem þeir
sögðu að væru að reyna að grafa
undan efnahag nágrannaríkjanna.
Hriktir í stoðum
stjómarinnar
Óeirðirnar í Burma, sem oröiö
hafa þess valdandi að tveir leiðtogar
landins hafa sagt af sér embætti,
hafa hrist ærlega upp í sósíalista-
flokki landsins sem verið hefur ein-
ráöur í stjórnmálum í rúman aldar-
fjórðung. Nú hriktir í stoöum ríkis-
stjórnar Maung Maung, fyrrum
dómsmálaráðherra, og telja margir
vestrænir stjórnarerindrekar að
hætta sé á aö þriðji leiðtogi Burma
hrökklist frá völdum.
Mótmælendur flykktust út á götur
Rangoon, höfuðborgarinnar, í morg-
un þrátt fyrir vilyrði stjórnarinnar
um að sett yrði á laggimar nefnd sem
kanna ætti vilja almennings. Al-
menningur í Burma telur að nefnd
þessi þjóni ekki nokkrum tilgangi,
að sögn stjórnarerindreka í Rangoon.
Leiðtogar mótmælenda segjast
ætla að standa fyrir fjöldamótmæl-
um á hveijum degi og safnaðist mik-
ill mannfjöldi saman fyrir framan
bandaríska sendiráðið í Rangoon og
krafðist lýðræðis. Stjómarhermenn
umkringdu þúsundir stúdenta,
munka og annarra sem safnast höfðu
saman fyrir framan landsspítalann í
Rangoon. Vestrænir stjórnarerind-
rekar í Burma segjast búast við því
að mótmælin haldi áfram næsstu
daga, jafnvel vikur.
Maung Maung, sem tók við völdum
af Sein Lwin í síðustu viku, berst við
að reyna að ná stjórn á róstunum.
Þessar róstur, sem staðið hafa yfir
frá því í vor, eru þær mestu sem sós-
íalistaflokkur Burma hefur þurft aö
horfast í augu viö.
Ekki hafa borist fregnir af mann-
falli í þeim óeiröum sem hófust eftir
aö Sein Lwin lét af embætti. Talið
er að allt aö þrjú þúsund hafi fallið
síðan rósturnar hófust en samkvæmt
tölum hins opinbera létu 112 lífið og
267 særðust.
Útlönd
Á ferð og „friðarfiugi“
Javier Perez de Cuellar, aðalrit-
ari Sameinuöu þjóöanna, býr sig
nú undir viðræöur á tvennum víg-
stöðvum, sem hann vonast til aö
endi meö lausn á tveimur af erfið-
ustu deilumálunum á alþjóöavett-
vangi. í þessari viku hefjast við-
ræður milli írana og íraka í Genf,
við handleiðslu aðairitarans, og
einnig viðræður tyrkneskra og
grískra Kýpurbúa, sem de Cuellar
hefur átt frumkvæði að.
Búist er við að viðræöur írana
og íraka verði bæði langvinnar og
erfiöar. Þrátt fyrir vopnahlé í styrj-
öldinni, sem staðið hefur í átta ár
milli ríkjanna tvcggja, þuifa báðir
aðilar að slá mikið af til að endan-
legur friður náist.
Þrátt fyrir þaö var de Cuellar
bjartsýnn á árangur þegar hann
kom til Genf í gær, en kvaðst þó
ekki telja að öli vandamál í sam- við fréttamenn i Genf í gær.
skiptum ríkjanna yrðu leyst á fá- símamynd Reuier
einum mánuðum.
Aðalritarinn reynir einnig í þessari viku að efna til viöræöna sem leitt
gætu til sátta í deilu Tyrkja og Grikkja um Kýpur. Vonast hann til að
sú alda „sátta og samninga", sem gengiö hefur.yfir heiminn undanfariö,
. nái til Miðjarðarhafseyjarinnar og vísar í því til samninganna um Afgan-
istan, afvopnunarsáttmála stórveldanna, vopnahlésins í Angóla og ann-
arra atriða.
Leiötogi grískra Kýpurbúa, George Vassiliou, kom í gær til Genf þar
sem hann á aö hitta leiðtoga Tyrkja á eynni, Rauf Denktash, i Evrópumið-
stöð Sameinuðu þjóöanna. Munu leiötogamir snæöa þar saman hádegis-
verö.
Útgöngubann í Póllandi
Bandaríski teiknarinn LURIE telur „úrbætur“ þær sem pólsk stjórnvöld
heita næsta litilvægar miöaö við þvingunaraðgerðirnar sem fylgja.
Stjórnvöld í Póllandi heimiluðu í gær að sett yrði á útgöngubann á
þeim svæðum þar sem verkföll standa nú yfir. Um er aö ræöa þrjú svæöi
í landinu,- en þar standa nú þau umfangsmestu verkföll sem gripið hefur
verið til frá því herlög voru sett í Póllandi árið 1981 til þess að berja nið-
ur óánægju verkamanna.
Innanríkisráðherra Póllands, Czeslaw Kiszczak, tilkynnti ákvöröun
þessa í sjónvarpi í gær.
Ákvörðunin var tekin eftir að lögregla haföi gert árás á þrjár flutninga-
miöstöðvar í borginni Szczecin í norö-vesturhluta landsins og dregið þar
á brott verkfallsmenn sem tekiö höföu miöstöðvamar herskildi.
Umfangsraestu verkfólhn standa í Lenin-skipasmíðastööinni í Gdansk,
í Wroclaw og Poznan.
Viðræður líklegar
Talið er liklegt aö samningaviðræður milli Suöur-Kóreu og Norður-
Kóreu hefjist að nýju innan tiðar. í gær var tilkynnt að sinn fulltrúinn
frá hvoru ríki myndu hittast til að skipuleggja frekari umræður um hlut
Norður-Kóreu að ólympíuleikunum sera hefjast í Seoul í næsta mánuði.
Talsraaöur stjórnarinnar í Suöur-Kóreu sagði í gær aö líklega myndu
fulltrúarnfr tveir hittast á morgun. '
Viöræður rikjanna tveggja í síöustu viku urðu ekki árangursnkar og
lauk. þeim án nokkurs sámkomulags.
» v •• ' " - ' • *v-*>4 ».*-• - v' .