Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASÖN og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Gegn skattpíningu Stjórnarherrar leita leiða til að leggja á meiri skatta. Lagafrumvörp um slíkt eru í smíðum. Mikið er rætt um að skattleggja vexti af sparifé. Þetta hefur verið á döfmni um skeið. Sumir leiðtoganna í stjórnarsamstarfinu vilja leggja þessa skatta á. Ríkið telur sig skorta meira fé. Fjárlög eru sem stendur með miklum halla. Það stefnir í, að fjárlagahallinn verði enn meiri á næsta ári. Þetta mundi magna þenslu og verð- bólgu. Því tala stjórnarherrarnir inn á milli um að hafa hallalaus fjárlög. Vinnuhópur hefur verið settur á lagg- irnar til að leita leiða til að fylla í götin í ríkisfjármálun- um. Það er vel. En óvíst er, að landsfeður fari eftir mörgum góðum tillögum, sem vafalaust munu koma frá þessum hópi. Sérstaklega ber að vara við aukinni skatt- heimtu, einmitt nú. Vara verður við að skattleggja spariféð, það er vexti af því. Mikið af sparifé landsmanna eru krónur, sem gamla fólkið hefur nurlað saman með ýtrustu sparsemi. Þetta er fé, sem þetta fólk hefur haldið eftir, þegar það hefur verið búið að greiða alla sína skatta. Ekki á að skatt- leggja þetta fé að nýju. Græðgi stjórnvalda er mikil. En gamla fólkið, sem kannski á nokkrar milljónir króna á sparisjóðsbókum er einmitt það fólk, sem blæddi, þegar yngri kynslóðin fékk sitt fé með neikvæðum vöxtum, lánsfé með vöxtum langt undir verðbólgustigi. Þá var miklu stolið af gamla fólkinu. Ennfremur hefur DV skýrt frá því nýlega, að raunvextir af heildarinnlánum hafa síðustu ár og lengi áður yfirleitt verið neikvæðir, það er vextirnir hafa að meðaltali ekki náð að halda í við verðbólguna. Á nú að láta gamla fólkið gjalda þess sér- staklega, þótt skammur tími komi, þegar þetta fólk upp- sker eitthvað á móti öllu því, sem það hefur goldið? Við segjum nei. Stjórnvöld eiga að láta peninga gamla fólks- ins í friði. Sagt hefur verið, að kannski muni stjórnvöld ekki ganga lengra en svo að leggja skatt á vexti umfram verð- bólgustig af fé, sem eru fimm milljón krónur eða meira. Slíkt mundi þó skapa hættulegt fordæmi. Reynslan sýn- ir, að ríkið heldur í sína skattstofna. Þótt byrjað væri með skattheimtu á sparifé tiltölulega fárra mundi það síðar ná miklu lengra. Þetta verður að hindra. Skattur á sparifé mundi veikja sparnaðinn í landinu, sparnaðinn sem þjóðin þarfnast svo mjög. Með skattin- um yrðu menn í raun hvattir til að eyða sem ákafast. Slíkt væri hættulegt þjóðarbúinu. Slíkt væri mjög ósanngjarnt gagnvart sparendum. Einnig yrði sú hætta, að sparendur færu í vaxandi mæh að freistast til að leita á svartan markað til að fá uppskeru af fé sínu. Sérstaklega yrði hætt við, að gamla fólkið yrði meira en fyrr ofurselt glæframönnum. Einnig ræða stjórnarherrarnir um að skattleggja happdrættisvinninga. Það væri fráleit ráðstöfun. Happdrættin ganga til góðra mála, háskólans eða mannúðar- og íþróttamála. Skattur á vinninga mundi hnekkja happdrættunum, þótt skatturinn kæmi aðeins á háa vinninga. Það gengi gegn eðh íslendinga, að ríkið hirti stórar fúlgur af happ- drættisvinningum. Þessar upphæðir mundu vafalaust skipta ríkið tiltölulega htlu. En þær drægju úr þreki landsmanna. Margir eru í basli. Þeir eiga að eiga von um að komast út úr því. íslendingar eru að uppruna happdrættissinnaðir, þjóð sem hefur átt svo mikið und- ir óvissum aflabrögðum og árferði. Haukur Helgason Ofneysla og auglýsingar Nýverið skrifaði Arni Bergmann stórskemmtilegan leiðara í Þjóð- viljann um offjárfestingar og of- neyslu íslendinga. Sósíalistinn Árni lýsir náttúrlega víginu á hendur auðvaldin illa. Án síauk- innar neyslu græða fyrirtækin ekki, þess vegna þarf að búa til nýjar þarfir með auglýsingaskrumi allrahanda, segir ritstjórinn. Offjárfestingar En hvers vegna eru þá frændur okkar Norðmenn snöggtum gætn- ari í neyslu og fjárfestingum en við? Er Noregur síöur kapítalískt ríki en ísland? Lítum á Japan, þetta flaggskip í flota „auðvaldsríkja“. Japanir þykja sparsamir og neyslu- grannir, samt græða japönsk fyrir- tæki á tá og fingri. En sjálfsagt græða þau mest á ofneyslu annaira þjóða. Ætla má að ríkishækjukerfið valdi miklu um ofíjárfestingar í ís- lensku atvinnulífi. Útgeröin og frystihúsin þurfa ekki að leggja fé til hliðar í góðærum, ríkið „redd- ar“ þeim með gengisfellingum og fyrirgreiðslu þegar illa árar. Svipaö gildir um landbúnaðinn, eins og alþjóð veit borga skattgreiðendur brúsann þegar sá „bransi" ofljár- festir. Auðvitað skýrist ekki bruðl- ið í verslunargeiranum með þess- um hætti en við íslendingar erum nú einu sinni bjartsýn þjóð. Þess utan má rekja ofljárfestingar og ofneyslu til verðbólgu, enginn heil- vita maður sparar þegar verð- bólguhjóhð snýst hraðar og hraðar. Og ef verðbólga stafar af ofprentun peninga er ríkið sökudólgurinn, lambið sem ber syndir bruðlar- anna. Þess má geta að vinir okkar frjálshyggjumennirnir telja að vel- ferðin dragi úr sparnaði, fólk þarf ekki lengur að spara til ellinnar. Mig minnir að einhver hagfræðing- ur hafi fengið nóbelinn fyrir aö sýna fram á tengsl milli minnkandi spamaðar og aukins ellilífeyris. Máttur auglýsinga Ritsljórinn trúir því greinilega að auglýsingar hafi mátt til þess að gera okkur að ofneytendum. En fyrir þijátíu árum reyndi Ford að pranga bílnum „Edsel" inn á bandaríska neytendur með ein- hverri mestu auglýsingaherferð sögunnar. Skemmst er frá því aö segja að herferðin misheppnaðist algerlega, bílhnn seldist sama og ekkert. Öðru sinni reyndi tannkrems- framleiðandi nokkur að gyha beitu sína með myndum af Förruh Faw- cett sem þykir flestum betur tennt. En framleiðandinn varaði sig ekki á því aö húsmæður, sem kaupa tannkrem, hafa engan áhuga á tannkremstúbu með mynd að þokkagyðju. Auglýsingaherferðin mistókst eins og sex af hveijum tíu shkra herferða. Kannanir félagsfræðingsins Pauls Lazarfeld benda til þess að auglýsingar hafi htil bein áhrif á fólk. Neyslumynstur manna ræðst fremur af fordæmi vinsælla ein- staklinga í nærumhverfi, segir Laz- arfeld. Heimspekingurinn Jiirgen Habermas segir að heimur hins daglega lífs með öhum sínum for- dómum og hefðgrónu hugmyndum vemdi okkur að vissu marki gegn KjáHaiim Stefán Snævarr rithöfundur/magister í heimspeki auglýsingaskrumi, innrætingu og annarri kerfismennsku. En Haber- mas er vinstrisinni sem efast ekki um hpurð og lævísi auglýsinga- mennskunnar. Og kannski ættum viö ekki að efa þessa lævísi. Ef til vih mistókst Ford vegna þess að keppinautarnir voru glúrnari í skruminu en hann og ef til vill mótaþærauglýsingaherferðir, sem á annað borð heppnast, neyslu okk- ar með afdrifaríkum hætti. Kóka- Kóla fyrirtækið gerði eitt sinn til- raun til að athuga áhrifamátt aug- lýsinga með því að hætta að aug- lýsa kók í Chigago um tveggja ára skeið. Það tók fyrirtækið jafnmörg ár að koma sölunni í sama horf og fyrir auglýsingahléið. En þótt auglýsingar hafi áhrif er ekki þar með sagt að þær skerði sjálfræði okkar. Kannski hafa aug- lýsingar fyrst og fremst þau áhrif að vekja athygli okkar á tiltekinni vöru. Síðan látum við bragðlauk- ana og hhðstæð apparöt um að ákveða hvort við viljum vöruna eður ei. Eöa hvers vegna skyldi auglýsing hafa annarlegri áhrif á okkur en leiðari eftir Arna Berg- mann? Og ef sósíahstar eru svona sannfærðir um ofurveldi auglýs- inga ættu þeir að koma boðskap sínum á framfæri með sama hætti og Ford og Kók. Ég sé fyrir mér sjónvarpsauglýsingar þar sem þokkadísir veifa rauðum fánum og þylja viskuna úr Karh Marx! Að gamni slepptu þá hygg ég að aug- lýsendur reyni fremur að nýta sér þarfir manna eins og þær koma fyrir af skepnunni heldur en að breyta þeim. Markaðskannanir eru alfa og ómega auglýsenda. Þeim er ætlað að kortleggja þarfir manna. Það hlýtur að vera auðveldara og áhættuminna að fullnægja þörfum fólks eins og þær eru heldur en að breyta þeim. Sannleikurinn er nefnilega sá að við vitum, a.m.k. enn sem komið er, afskaplega lítið um það hvemig þarfir verða til. „Maðurinn er dularfull og dyntótt vera,“ segir málfræðingurinn Lou- is Hjelmslev. En ef auglýsingaflóð og aðrar vélar „auðvaldsins" gera okkur að gráðugum neytendum má velta því fyrir sér hverju goðin reiðast í kommúnistaríkjunum. íbúar þeirra sem vart þekkja auglýsingar eru nefnilega jafngírugir í vestræn- an neysluvarning og við. En auð- vitað kann græðgi okkar að skh- yrðast af auglýsingum, þeirra græðgi af einhveiju öðru. Það eru margir vegir th Rómar. Lokaorð Ég fæ ekki séð að við séum fóng- uð í köngurlóarvef auglýsenda. Eg held að hugmyndin um ofurvald auglýsinga hafi orðið th á „sokka- bandsárum" auglýsingaskrums- ins. Fólk var verr menntað en nú og haföi ekki lært að sjá í gegnum blekkingavef auglýsinga. „Tæpast lýgur blessaður maðurinn á prenti," var viðkvæði þessara ára. En kenningin um ægivald aug- lýsinga er ekki aðeins vafasöm í þekkingarlegu thhti heldur einnig í siðferðhegu. Trúi einhver því að ahur almenningur sé meira eða minna heilaþveginn af auglýsinga- skrumi hlýtur sá hinn sami að vera klókari en pakkiö, öfugt við það er hann fær um að sjá í gegnum blöff- ið. Næsta skef er svo að stofna „spes“ flokk sem hefur vit fyrir alþýðunni, en forsjárhyggja af því tagi er að mínu mati siðlaus. Ég neita því ahs ekki að umhverfið hafi örlagarík álirif á atferli okkar. En ég ætla að uppeldi, skólaganga og nærumhverfi séu máttugri mót- unarþættir en auglýsingar. Svo kæmi mér hreint ekki á óvart þótt í okkur leyndist einhver sá neisti sem nefna mætti „fijálsan vhja“. Mannskepnan hefur aha vega ein- hveija dásamlega tregðu í sér sem gefur henni visst mótstöðuafl gegn áróðri og auglýsingaskrumi. Því eins og Abraham Lincoln sagði: „Þú getur blekkt aha um stund, þú getur blekkt suma alltaf, en þú blekkir ekki alla ahtaf.“ Stefán Snævarr „öðru sinni reyndi tannkremsframleiðandi nokkur að gylla beitu sína með myndum af Förruh Fawcett sem þykir flestum betur tennt,“ segir í greininni. „Það hlýtur að vera auðveldara og áhættuminna að fullnægja þörfum fólks eins og þær eru heldur en að breyta þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.