Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Qupperneq 6
34
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988.
Regnboginn
Martröð á háaloftinu
Op|
Börnin í Martröð á háaloftinu verða fórnarlömb græðgi og svika.
Þegar eiginmaður Corrine (Vict-
oriu Tennant) deyr snögglega og
skilur hana eftir peningalausa og
ekki tilbúna til að fara út á vinnu-
markaðinn neyðist hún til að flytja
heim til foreldra sinnar með bömin
sín íjögur. Faðir hennar, sem af-
neitaði henni þegar hún giftist, er
ríkur en miskunnarlaus. Hún verð-
ur því að fela börnin fyrir honum
annars missir hún af öllum arfi.
Börnin eru lokuð inni í herbergi
og amma þeirra gætir þeirra ásamt
brytanum. Húsið er stórt og börnin
þola illa inniveruna. Þau fara því
á flakk eina nóttina og finna þröng-
an stiga sem liggur að stóru her-
bergi uppi á háalofti. Bömin
grunar að ekki sé allt eins og það
á að vera og fara því í leiðangur
Háskólabíó
um húsið og komast að ýmsu sem
hræðir þau og brátt eru þau í hættu
stödd.
Breska leikkonan Victoria Tenn-
ant leikur móðurina sem smátt og
smátt fjarlægist börnin sín. Leik-
stjórinn er einnig breskur, Jeffrey
Bloom, og á að baki farsælan feril
í sjónvarpi og fáeinum kvikmynd-
um. -HK
Hún á von á bami
Draumastúlkan og strákarnir tveir, Corey Haim, Corey Feldman og
Heather Graham, i hlutverkum sínum.
Bíóhöllin
Ökuskírteinið
í annað skiptið á stuttum tíma
leika táningamir Corey Haim og
Corey Feldman saman í kvikmynd.
í fyrra var það Lost Boys. Nú er
það Ökuskírteinið (Licence to
Drive). Þeir leika tvo létta stráka
sem þrá það eitt af fá ökuskírteini
svo þeir geti húkkað stelpur. Þeir
hafa sérstaklega eina stúlku í huga
- ríka stúlku sem lítur ekki við
strákum nema þeir eigi bíl. Þetta
er létt gamanmynd sem aðallega
er fyrir unglingana.
-HK
Hún á von á bami (She’s Having
a Baby) er nýjasta kvikmynd Johns
Hughes en hann hefur náð ótrúleg-
um árangri í gerð kvikmynda sem
beint er til ungu kynslóðarinnar.
Hann leikstýrir, framleiðir og
skrifar handrit sjálfur.
Kevin Bacon, sem áhorfendur
ættu að muna eftir úr Footloose,
leikur ungan mann sem er dauð-
hræddur við hjónabandið og
ábyrgðina sem því fylgir. Hann
leggur þó í hjónabandiö enda hrif-
inn af unnustu sinni. Að sjálfsögðu,
eins og í sannri gamanmynd, geng-
ur hann í gegnum allar sínar
martraðir.
Elisabeth McGovem leikur hina
ungu eiginkonu hans. Aðrir leikar-
ar eru Alec Baldwin, William Win-
dom og John Ashton. Hún á von á
barni er gamanmynd sem fengið
hefur ágætar viðtökur víðast hvar.
-HK
Á brúðkaupsdeginum. Kevin Bacon og Alec Baldwin í hlutverkum sínum.
Háskólabíó
HÚNÁVONÁBARNI
- sjá umsögn annars staðar á síðunni
Bíóhöllin
ÖKUSKÍRTEINIÐ
- sjá umsögn annars staðar á síðunni
GÓÐAN DAGINN, VÍETNAM
Robin Williams hefur ekki verið heppinn með kvikmyndir hing-
að til. Enginn efast um mikla hæfileika hans sem gamanleikara
en hann hefur verið frekar óhéppinn með val á verkefnum þang-
að til nú. í Góðan daginn, Víetnam slær hann í gegn svo um
munar í hlutverki útvarpsmannsins Adrians Cronauer sem
hefur ofan af fyrir hermönnum í Víetnam þegar stríðið stendur
sem hæst árið 1965.
AÐ DUGA EÐA DREPAST
Að duga eða drepast (Stand and Deliver) er byggð á raun-
verulegum atburðum þegar Jamie Escalante stærðfræðikennara
tókst þaö sem aðeins sést í kvikmyndum, að útskrifa með sæmd
fyrirfram vonlausa nemendur í lélegum skóla. Skólinn var
þekktur fyrir eiturlyfjanotkun og afbrot og þótti afrek kennar-
ans slíkt að leikstjórinn, Ramon Menendez, ákvaö að gera kvik-
mynd um atburð þennan.
FOXTROT
- sjá Bíóborgin
BEETLEJUICE
Michael Keaton leikur aðalhlutverkið í þessari makalausu grín-
mynd sem fjallar að mestu um drauga, góða sem vonda, og við-
skipti þeirra við lifandi fólk. Titilpersónan, Beetlejuice, er feng-
in til að fæla fólk úr húsi sem ung, nýlátin hjón tileinka sér.
UNDRAHUNDURINN BENJI
Myndimar um hundinn Benji voru mjög vinsælar fyrir nokkr-
um árum. Nú hefur verið tekinn upp þráðurinn í The Hunted
en svo nefnist myndin á frummálinu. Það sem er ólíkt með
nýju myndinni og þeim eldri er að Benji fær mun meira að njóta
sín hér. Áður voru leikarar með stærri hlutverk. Ljúf kvikmynd
fyrir yngstu kynslóðina.
Bíóborgin
D.O.A.
Dimma og óveðurssama nótt staulast maður inn á lögreglustöð
og segir við varöstjórann að hann vilji tilkynna morð. Þegar
varð6tjórinn spyr hver hafi verið myrtur svarar háskólaprófess-
orinn Comell (Dennis Quaid): „Ég.“ Þetta er upphafið á spenn-
andi sakamálamynd sem er endurgerð eldri myndar. Söguþráð-
urinn er skemmtilegur og leikur góður.
FOXTROT
Þá hefur fyrsta íslenska kvikmyndin á þessu ári veriö frum-
sýnd. Er það spennumyndin Foxtrot sem lengi hefur verið beð-
ið eftir. Myndin fjallar um tvo bræður sem taka að sér að fara
með peningasendingu úr Reykjavík norður í land. Ekki gengur
sú ferð átakalaust. Lenda þeir bræður í miklum raunum sem
enda með harmleik. Foxtrot er ágæt afþreyingarmynd, atburða-
rásin hröð og spennandi. Leikstjóri er Jón Tryggvason. Kvik-
myndatöku annaðist Karl Óskarsson. í aðalhlutverkum em
Valdimar Öm Flygenring, Steinarr Ólafsson og María Ellingsen.
ÖRVÆNTING
Eftir hina misheppnuðu sjóræningjamynd sína, Pirates, er Ro-
man Polanski kominn á góða ferð í nýjustu kvikmynd sinni,
Orváentingu (Frantic), sem er hörkuspennandi og dularfull saka-
málamynd er gerist í Paris. Harrison Ford leikur Richard Walk-
er, bandarískan lækni sem verður fyrir óvæntri lífsreynslu þeg-
ar hann er í París ásamt eiginkonu sinni. Á óskiljanlegan hátt
hverfur hún. Örvæntingarfull leit hans leiðir hann inn í undir-
heima Parísar þar sem hann hittir unga og fagra stúlku sem
kann að vera lykillinn að hvarfi eiginkonu hans. Örvænting
bætist við þann hóp mynda Polanskis sem teljast með hans betri.
RAMBO III
Sylvester Stallone fer í þriöju myndinni um fyrrverandi Víet-
namhermanninn John Rambo til Afganistan í leit að yfirmanni
sínum og vini sem Rússar hafa tekið höndum. Eins og við er
að búast lendir Rambo í miklum og blóðugum átökum. Rambo
III, sem er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið, svíkur
engan sem á annað borð vill hafa spennumyndirnar dálítið
krassandi.
Laugarásbíó
ÞJÁLFUN í BILOXI
Þjálfun í Biloxi (BOoxi Blues) er nýjasta kvikmynd hins þekkta
leikstjóra, Mikes Nichols. Biloxi Blues er gerð eftir leikriti Neils
Simon og byggist að hluta til á atburðum í lífi hans. Fjallar
myndin um Eugene Jerome (Matthew Broderick) sem býr í
Brooklyn og gerist myndin árið 1943. Lýsir myndin síðan á gam-
ansaman hátt þjálfun hans í herskóla og ævintýrum sem hann
og félagar hans lenda í.
VITNI AÐ MORÐI
Aðalsöguhetjan í Vitni að morði (Lady in White) er ungur dreng-
ur sem Lucas Haas leikur. Hann hefur gaman af að segja drauga-
sögur og hræða bekkjarfélaga sína sem mest. Einnig tekst hon-
um að hræða kenaarana. Gamanið gránar þegar hann lokast
inni á öskudaginn. Þá fær hann að kynnast því sjálfur hvað það
er að vera hræddur.
STEFNUMÓT Á TWO MOON JUNCTION
Ung og rík Suðurríkjastúlka tekur hliðarspor rétt fyrir brúð-
kaup sitt. Hún fellur fyrir ungum farandverkamanni og er kom-
in á fremsta hlunn með að hlaupast á brott með honum og gefa
frá sér allan auð. Amma heHnar veit hvað klukkan slær og reyn-
ir hvað hún getur að bjarga heiðri ættarinnar. Stefhumót á Two
Moon Junction er dæmigerð HoOywoodframleiðsla þar sem
átakaleysið einkennir bæði söguþráð og leik.
Regnboginn
MARTRÖÐ Á HÁALOFTINU
- sjá umsögn annars staðar á siðunni
SÉR GREFUR GRÖF...
Sér grefur gröf... (Backfire) er sakamálamynd þar sem þrjár
persónur, tveir karlmenn og ein kona, leika sér að eldinum:
eiginmaður í hjólastól, ótrú eiginkona, sem ekki þolir eiginmann
sinn, og elskhugi eiginkonunnar sem er flækingur í leit að
auðæfum. Peningamir eru fyrir hendi en til að nálgast þá verð-
ur að drepa.
HAMAGANGUR Á HEIMAVIST
Todd Barrett á í erfiðleikum með að borga skólagjöld sín. Hon-
um dettur því í hug að gera almanök með myndum af félögum
sínum, sem flestir eru vel vaxin vöðvabúnt, tíl að bjarga sér.
Um þetta fjallar gamanmyndin Hamagangur á heimavist (Camp-
us Man).
Á FERÐ OG FLUGI
Á ferð og flugi (Planes, Trains and AutomobOes) er nýjasta
kvikmynd Steve Martin. Leikur hann hrakfaOabálkinn Neal
Page sem er á heimleið frá New York tO Chicago. Hann lendir
í ýmsum spaugOegum uppákomum á leiðinni. Sæti hans í flug-
véhnni er tekið af honum og hann lendir við hliðina á manni
sem hafði fyrr um daginn náð af honum leigubfl og eiga þeir í
útistöðum hvor við annan lengur en þann tíma sem ferðin tekur.
LEIÐSÖGUMAÐURINN
Þessi norska kvikmynd, sem gerist á Samaslóðum í Norður-
Noregi, hefur hvarvetna hlotið einróma lof og var tilnefnd tfl
óskarsverðlauna. Ekki skemmir það að einn aðalleikarinn er
Helgi Skúlason. Það verður enginn, sem ann góðum kvikmynd-
um, svildnn af Leiðsögumanninum.
KLÍKURNAR
í Klíkunum sýnir Dennis Hooper að hann hefur engu gleymt.
Myndin fjallar um götuflokka sem sýna enga miskunn og tvo
lögregluþjóna sem reyna að koma á lögum og reglu á götun-
um. Hooper hefur að vísu verið gagnrýndur fyrir að gera þess-
um óaldarflokkum of hátt undir höfði og þar með kynda und-
ir bardögum á götum borgarinnar. Satt er það að nokkur ólæti
brutust út þegar myndin var frumsýnd í stærstu borgum vest-
anhafs. Þrátt fyrir þetta þykir Dennis Hooper hafa gert kröft-
uga spennumynd sem flestir gagnrýnendur hafa hælt.
KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II
Paul Hogan er kominn aftur i hlutverki Michaels Dundee, öðru
nafni KrókódOa-Dundee. Þessi sjarmerandi hetja, sem hefllaði
aOa í fyrra, lendir í nýjum ævintýrum þar sem hann þarf að
hverfa aftur á heimaslóðir í ÁstraOu. Linda Kozlowski leikur
sama hlutverk og áður og leikstjóri er sá sami, John Comell.
Hinn létti húmor og ævintýrablærinn, sem einkenndu fyrri
myndina, eru hér. Sem sagt, góð skemmtun.
Þá má geta þess að aOar helgar er gott úrval barnamynda í
Regnboganum.
Stjörnubíó SJÖUNDAINNSIGLIÐ
í Sjöunda innsigOnu (The Seventh Sign) leikur Demi Moore
Abby Quinn, ófríska konu sem veit að hörmungar, sem dynja
yfir mannsbyggðina, tengjast henni að einhveiju leyti. Dauða
fiska rekur á land við strönd Haiti, ísraelskt smáþorp leggst í
eyði vegna frosthörku og árvatn í Nicargua verður að blóði...
Hvemig það tengist henni veit hún ekki en það ætti að koma í
ljós í lokin.
BRETI í BANDARÍKJUNUM
Breti í Bandaríkjunum (Stars and Bars) er gamanmynd sem
ijallar um Breta ehin, Henderson að nafni (Daniel Day Lewis),
sem ákveður að flytja tíl New York í von um skjótari frama í
viðskiptalífinu. Hann fær starf hjá uppboðshaldara og á brátt
vingott við dóttur forstjórans og það spflhr ekki fyrir skjótum
frama hans innan fyrirtækisins. Vandræðin byija þegar hann
er í innkaupaleiðangri í Georgíu fyrir fyrirtækið til að kaupa
málverk. Þar kynnist hann hinni fríðu og föngulegu Irene. Leið-
angur hans gengur heldur ekki sem skyldi og áður en Hender-
son veit af er hann á kafi í aOs konar vandræðum.
VON OG VEGSEMD
í Von og vegsemd (Hope and Glory), sem var eni fimm mynda
sem tilnefndar vom í vor tfl óskarsverðlauna sem besta mynd-
in, segir leikstjórinn, John Boorman, frá æskudögum sínum í
stríðshijáðú landi. Þykir honum hafa tekist vel að lýsa mann-
legu IfliðOini á stríðOiu. Myndin fjaOar um BOl Rohan, níu ára
dreng, sem sá heOnsstyijöldina öðmm augum en flestir aðrir.
Honum fannst nefnflega skemmtflegt að Ofa á stríðstímum.
Skólinn var lokaður. Á nóttunni lýstu flugeldar upp himininn.
Hann þurfti sjaldan að fara snemma að sofa og í raun hafði
engOin tíma til að ala hann upp.