Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 7
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 39 Blak kvenna - úrslit: Þær sovésku grétu í lokin - eftir 3-2 sigur gegn Perú Blaklið Sovétríkjanna og Perú í kvennaflokki bauð flölmörgum áhorfendúm upp á stórkostlegt blak í úrslitaleiknum sem fram fór í gær. Sovésku stúlkumar unnu gullverð- launin eftir ótrúlega spennandi keppni í fimm lotum, 10-15, 12-15, 15-13, 15-7 og 17-15. Leikurinn var sýndur í beinni út- sendingu í ríkissjónvarpinu um há- degisbilið í gær og hafa eflaust marg- ir horft agndofa á tilburði stúlkn- anna sem voru oft ótrúlegir. Stúlk- umar frá Perú, sem aldrei hafa unn- ið til verölauna á ólympíuleikum, unnu sigur í fyrstu tveimur hrinun- um og komust í 12-6 í þeirri þriðju. Þá tóku þær sovésku við sér og unnu lotuna 15-13, þá fjórðu 15-7 af öryggi og þá var komiö aö fimmtu og síð- ustu hrinunni. Sovésku stúlkurnar byrjuðu mun betur en hinar fóngulegu Perústúlk- ur létu sig ekki og jöfnuðu, 10-10. í lok hrinunnar fékk lið Perú þijú tækifæri til að gera út um hrinuna með stig yfir en þaö tókst ekki og þær sovésku fógnuðu sigrinum. Þjálfari sovéska liðsins trylltist hvað eftir annað á meðan á leiknum stóð og liðsmenn hans hafa greini- lega verið undir miklu álagi undnfar- ið. Eftir leikinn grétu allar sovésku stúlkurnar í kór og vissu hvorki í þennan heim né annan að því er virt- ist. Úrslitaleikurinn var hreint stór- kostlegur eins og áður sagði og eftir honum verður lengi munaö. -SK Öiyggisgseslan stóraukin Það kom til óeirða í Seoul í vik- unni en þá létu námsmenn til skarar skríða gegn lögreglu. Voru stúdentarnir vopnaðir bensínsprengjum og kröfðust þess að leiðtogi þeirra yrði leyst- ur úr haldi. Lögreglumenn svömöu þessum kröfum með táragasi og börðu róstur stúdentanna á bak aftur. Nájnsmennirnir hafa hótað að trufla síðasta atburð leikanna, maraþon í karlaflokki, verði kröfum þeirra ekki sinnt. Skipuleggjendur leikanna hafa ákveðið að auka öryggisgæslu síðustu daga keppninnar enda geta þeir ekki treyst á að stúdent- arnir haldi aftur af sér. Margir af yngri kynslóðinni í S-Kóreu bera nokkurn kala til Bandaríkjamanna. Fjöldi ungl- inga var til aö mynda saman kominn í undanúrslitum körfu- knattleikskeppninnar þar sem Sovétmenn voru ákaft kvattir í viðureigninni viö Bandaríkja- menn. Gríðarlegur fjöldi kvikmynda- tökufólks er í Seoul sem hefur ferðast frá N-Ameríku til að sinna leikunum. Bandaríska ljósvaka- stöðin NBC hefur sjónvarpsrétt á leikunum og hafa framkvæmda- aðilar þeirra ákveðið að standa vörð um þetta fólk sem kann að sæta árásum næstu dagana að þeirra áliti. -JÖG Eyjaskegginn nældi í nýjan Eini keppandinn frá Salomonseyj- um, sem tók þátt í bogfiminni í Seo- ul, varð langsíðastur í sínum riðli í keppninni en heldur engu að síður heim með bros á vör og gott betur því aö hann hefur nýjan boga í far- teskinu. . Jerrick Tenai, sem er 20 ára gam- all öryggisvöröur, lærði kúnstina að skjóta af boga þremur mánuðum fyr- ir leikana. Hann mætti galvaskur meö bogann sinn undir hendinni sem aörir keppendur litu strax hornauga. Suður-kóreskur framleiðandi sá aumur á eyjaskeggjanum og færði honum forláta boga að gjöf. Af hon- um skaut skyttan síðan í keppninni. boga „Ég hef aldrei fyrr skotiö af boga líkum þessum," sagði Tenai í sam- tali viö blaöamenn. „Þegar ég kem heim verð ég að biðja stjómina að kynna bogann í heimalandi mínu. Núna mun ég æfa í fjögur ár og það er möguleiki að ég mæti á næstu ólympíuleika," sagði þessi unga skytta. En þrátt fyrir þennan góða boga mátti Salomonseyingurinn sætta sig viö að sjá mörg skot sin geiga. Hann nældi í 505 stig en sá sem varö hlut- skarpastur, Sovétmaðurinn Vladim- ir Esjev, hreppti hins vegar 1.304 stig. -JÖG Q$pSeoul588 Tugþrautarkeppnln: ■■■ * M* ■ | ■ Thompson naði ekki á verðlaunapallinn - Christian Schenk ólympíumeistari með 8.488 stig Austur-Þjóðverjinn Christian Schenk vann gullverölaunin í tug- þraut og hlaut 8.488 stig. Heims- meistarinn, Torsten Voss frá Aust- ur-Þýskalandi, varð annar með 8.399 stig og Kanadamaöurinn Dave Steen varð þriöji með 8.328 stig. Bretinn Daley Thompson, sera flestra augu beindust aö, náði sér ekki á strik í keppninni og var langt frá sínum besta árangri í fjórða sæti með 8.306 stig. Daley Thompson varð fyrir hrikalegu áfalli í stangarstökkinu er stöng hans brotnaði í einni til- rauninni. Kappinn náði sér þó vel á strik og náði sfnum besta árangri í spjótkati er hann kastaði 64,04 metra. • Fijótlega var Ijóst að Thornp- son myndi ekki blanda sér í barátt- una um gullverðlaunin. Thomp- son, sem vann gullverðlaunin í tug- þrautinni í Moskvu 1980 og Los Angeles 1984, var greinilega farinn aö láta á sjá og yngri mennirnir blómstruðu. Söguleg tugþraut Keppnin í tugþrautinni var söguleg fyrir margra hluta sakir. Tveir keppendur náðu undraverðum ár- angri i tveimur greinum. Austur- Þjóðverjinn Christian Schenk, sem vann tugþrautina, stökk2,27 metra í hástökki sera er frábær árangur hjá tugþrautarmanni. Sá sera stal þó senunni i tug- þrautarkeppninni var Bandaríkja- maðurinn Tim Bright Hann stökk 5,70 metra í stangarstökki sem er ótrúlegur árangur hjá tugþrautar- manni. Keppnin í stangarstökkinu fór langt fram úr tímaáætlun og Bright var enn að stökkva í stöng- inni þegar aðrir keppendur voru byijaöir keppni í spjótkastinu sem var næst á eftir stangarstökkinu. Þess má geta aö 5,80 metrar dugðu til bronsverðlauna í stangarstökks- keppni ólympíuleikanna. • Sigurvegarinn, Christian Schenk frá Austur-Þýskalandi, náði eftírtöldum árangri í einstök- um greinum: Hann hljóp 100 m á 11,25 sek., stökk 7,43 m í lang- stökki, varpaði kúlu 15,48 m, stökk 2,27 m í hástökki, hljóp 400 m á 48,90 sek., hljóp 110 ra grindahlaup á 15,13 sek., kastaði kringlunni 49,28 m, stökk 4,70 m í stangar- stökki, kastaöi spjóti 61,32 m og hljóp 1500 m á 4:28,95 mín. • Heimsmeistarinn Torsten Voss, sem vann silfurverðlaunin, náði þessum árangri: Hann hljóp 100 m á 10,87 sek., stökk 7,45 m i langstökki, varpaöi kúlu 14,97 m, stökk 1,97 m í hástökki, hfjóp 400 m á 47,71 sek., hljóp 110 m grinda- hlaup á 14,46 sek., kastaði kringl- unni 44,36 m, stökk 5,10 m í stangar- stökki, kastaði spjótinu 61,76 m og hljóp 1500 m á 4:33,02 mia • Kanadamaðurinn Dave Steen, sem vann bronsverðlaunin, fór þannig aö þvi: Hann hljóp 100 m á 11,18 sek., stökk 7,44 m í lang- stökki, varpaöi kúlu 14,20 m, stökk 1,97 í hástökki, hljóp 400 m á 48,29 sek„ 110 m grindahlaup hfjóp hann á 14,81 sek., kastaði kringlunni 43,66 m, stökk 5,20 m í stangar- stökki, kastaði spjótinu 64,16 m og hijóp 1500 má 4:23,20 m. *SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.