Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 22 steina- teiknarar - um Tamarind-sýninguna á Kjarvalsstöðum Allt fr^mundir 1960 mun steinprent hafa veriö álitiö eins konar stein- aldariðngrein í Bandaríkjunum. Sannleikur málsins er hins vegar sá aö bóndi nokkur í Bæjaralandi, Alois Senefelder aö nafni, upp- götvaði tæknina áriö 1798 þegar hann gekk fram á kalksteinsnámur í landi sínu. Steinprentið varð síö- an geysivinsælt í Evrópu á nítjándu öldinni en frá og með iðnbyltingu fóru vinsældir þess dvínandi. Tam- arind-verkstæðið var sett á laggirn- ar meðal annars til að stuðla að endurreisn þessarar skemmtilegu listgreinar í Bandaríkjunum. Fyrir stofnanda verkstæðisins, June Wayne, vakti meðal annars að venja listamenn og prentara við samvinnu svo þeir gætu lært að meta hæfileika hvers annars sam- fara tjáningarmöguleikum stein- prentsins. Arið 1970 var Tamar- ind-verkstæðið gert að sérdeild Tréhestar eftir Robert Vickney. Myndlist Ólafur Engilbertsson innan Háskólans í Nýju-Mexíkó, Albuquerque. Síðan þá hafa hátt í sex hundruð listamenn haft þar viðdvöl og gert að engu orð kalda- stríðssmartistans Roberts Rausc- henbergs: „Síðari hluti tuttugustu aldarinnar er ekki rétti tíminn til að fara að teikna á steina“. Á . sunnudag lýkur á Kjarvals- stöðum yfirlitssýningu á verkum 22 „steinateiknara" sem hafa unnið á Tamarind-verkstæðinu. Sýningin er geysifjölbreytt, enda aðeins eitt eða tvö verk eftir hvern listamann. Stærsti kostur sýningarinnar er einmitt þessi fjölbreytni. Það er nánast ótrúlegt að í öllum tilvikum skuli sömu aðferð vera beitt. Sumir beita reyndar hliöaraðferðum eins og samklippi og samsetningu (Col- lage og assemblage). Myndir Gail Gash og Martie Zelt eru sérstaklega áhugaverðar hvað þetta varðar. Þarna skiptast á verk íhaldsgaura eins ög Leonards Lehrer og Philips Pearlstein annars vegar og hins vegar nýsköpunarmanna á borð við Fritz Scholder og Robert Vick- rey. Ásamt Jaune Quickto-see Smith eru þeir síöasttöldu mjög áhugaverðir boðberar endurreisn- ar í steinprenti. Verk þeirra bera með sér mikið hugmyndaflug í notkun tækninnar auk þess sem steinninn sjálfur er þar ailtaf innan seilingar. Á meðan steinaríkinu eru færðar slíkar fórnir þarf ekki að örvænta um framgang stein- prentsins. 35 ftn» Lakkgljái er betra Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni Íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknirásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. október næstkomandi. 26. september 1988, Menntamálaráðuneytið Lögtaksúrskurður Að beiðni Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, geta farið fram lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1988 álögðum í Hafnarfirði, en þau eru: Tekju- skattur, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysa- tryggingargj. v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðn- aðarmálagjald, slysatryggingargjald atvinnurekenda, lífeyristryggingargjald atvinnurekenda, atvinnuleys- istryggingagjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, aðstöðu- gjald, kirkjugarðsgjald og skattur af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þá úrskurðast, að lögtök geti farið fram fyrir gjaldhækkunum sem orðió hafa frá því er síðasti úrskuður var kveðinn upp, þar með taldar skattsektir til ríkis- og bæjarsjóðs. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Gjaldheimtu Hafnar- fjarðar að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 28. september 1988 saar Erum að flytja í Vesturvör 26, Kóp. Næstu daga verður rýmingarsala að Skemmuvegi 6. Seld verða járnsmiðatæki, rafm.verkfæri, hleðslutæki, loftverk- færi, borar, ýmis handverkfæri, hjólbarðar o.fl. gOPIÐ LAUGARDAGA. K^Kistill Skemmuvegi L6, Kóp. S. 74320 og 79780. Kastljósfjölmiðlanna beindust að Stefáni Valgeirssyni al- þingismanni í vikunni er ný ríkisstjórn var mynduð. Stefán er ýmist sakaður um að vera siðlaus pólitíkus eða helvíti klár karl. „Það eru bara hræsn- arar og aumingjar sem halda að pólitík snúist um eitthvað annað en að nýta sér aðstöðu sína," segir Stefán í helgarvið- tali á morgun og lætur Ijós sitt skína sem aldrei fyrr. Hún nefnist Huggy en heitir réttu nafni Hugrún Ragnarsdóttir. Huggy starfaði um langt skeið sem fyrirsæta bæði í Bandaríkjunum, þarsem hún bjó, og í Evrópu. Nú er hún gift kona í Lon- don þarsem hún rekureigin umboðs- skrifstofu fyrir fyrirsætur ásamt eigin- mannisínum. Reyndarer Huggy enn ung að árum en eftir að hún varð móðir hefur hún falið sig á bakvið myndavélina. Áhugamál hennar nú er að gerast Ijósmyndari. Huggy er í við- tali við helgarblaðið á morgun þar sem hún segir frá viðburðaríkri ævi sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.