Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Qupperneq 1
Þjóðleikhúsið - Ævintýri Hoffmanns í kvöld verður frumflutt óperan Ævintýri Hoffmanns eftir Jacques Offenbach í leikstjóm Þórhildar Þorleifsdóttur. Ævintýri Hoff- manns er árangur samstarfs Þjóð- leikhússins og Islensku óperunnar. í sýningunni taka þátt fimmtán einsöngvarar, sextíu manna kór, á fimmta tug hljóðfæraleikara og sex listdansarar. Umgerð sýningarinn- ar er óvenju íburðarmikil og skrautleg, sem dæmi má nefna að um 300 leikbúningar eru notaðir. Ævintýri Hoffmanns var frum- flutt í París 1881, fjórum mánuðum eftir dauða Offenbachs. Hann fékk því ekki uppfyllta sína heitustu ósk að sjá Ævintýrið á sviði. En þó tón- skáldiö fengi ekki að njóta sýning- arinnar hafa aörir gert það þvi óp- eran hefur allt frá fyrstu sýningu notið mikillar hylli áhorfenda. Yrkisefnið er þrjár sögur skálds- ins E.T.A. Hoffmans og er Hoff- mann sjálfur gerður að aðalper- sónu óperunnar, þannig að skáldið gengur inn í sinn eigin hugarheim. Ævintýri Hoffmanns hefur einu sinni áður verið flutt í Þjóðleik- húsinu. Var það leikárið 1965-1966 og söng Magnús Jónsson þá Hoff- mann. Mun minna var lagt í þá sýningu en nú. Garðar Cortes fer með hlutverk Hoffmanns í þetta skiptið. Aðrir einsöngvarar eru Kristinn Sig- mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Viðar Gunnarsson, Signý Sæ- mundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Sigurður Bjömsson, Magnús Steinn Loftsson, Guðjón Óskars- son, John Speight, Eiður Á. Gunn- Sviðsmynd úr Ævintýri Hoffmanns. Garðar Cortes lengst til vinstri í hlutverki Hoffmanns. arsson, Þorgeir Andrésson, Sieg- hnde Kahmann og Loftur Erhngs- son. Erlendir hstamenn hafa verið fengnir til hðs við Þjóðleikhúsið. Má þar nefna búningateiknarann Alexander Vasshiev. Hann hefur Kristinn Sigmundsson í hlutverki gert búninga fyrir breska þjóöleik- sínu í Ævintýri Hoffmanns. húsið, ríkisóperuna í Bonn, þjóð- aróperu Tyrklands,. konunglega ballettinn í Belgíu og Théatre du Rond í parís svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í annaö sinn sem hann teiknar búninga fyrir Þjóðleik- húsið. Fyrra skiptið var við Villi- hunang eftir Tsékhov fyrir tveimur árum. Leikmyndateiknarinn Nicholas Dragan hefur aftur á móti ekki komið áður til íslands. Hann er rúmenskur og starfar jöfnum höndum við leikhús og kvikmynd- ir. Hann hefur starfað víða utan heimalands síns og á að baki leik- myndir við nokkrar kvikmyndir byggðar á óperum. -HK I Koss kóngulóar- konunnar - sjá bls. 20 Hátíða- tónleikar í íslensku óperunni - sjá bls. 29 Schwarz- enegger vin- sælastur - sjá bls. 32 listasafn Sigurjóns í Laugamesi opnað Siguijón Ólafsson myndhöggvari hefði orðið áttræður í dag. Lengi bjó hann og vann á sjávarkambinum viö Laugames og þar hefur ötullega ver- ið unnið að framkvæmdum undan- farin misseri. Vinnustofa hans hefur verið endurnýjuð og við hana byggt með það fyrir augum að hstaverk Sigurjóns fengju varanlegan sama- stað í hentugri umgjörð á þeim stað þar sem þau urðu til. Afmæhs hans verður minnst með því að vígja safnið í dag. Síðan verð- ur það opið almenningi um helgar. „Sá sem ætlar að lifa af högg- myndalistinni verður að vera sístarf- andi. Auk þess er ég af alþýðufólki kominn svo að sjálfsögðu verð ég að vinna,“ sagði Siguijón einhvern tíma í blaðaviðtali. Og þótt verk hans séu víða dreifð, og sum líklega með öllu glötuð, þá má nú sjá í safninu fjöl- breytt úrval frá ýmsum tímaskeiðum í lífi hstamannsins. Nokkur hafa aldrei sést á íslandi fyrr, eins og sandsteinsmyndin Kona (1939) sem fengin er að láni frá Louisiana-safn- inu danska. Hugmyndin er að safnið verði „vettvangur fyrir alhhða menning- arstarfsemi“ og hefst sú starfsemi þegar um þessa helgi. Á sunnudag kl. 15 lesa fjögur ljóðskáld eigin ljóð og þrír tónhstarmenn leika á hljóð- Birgitta Spur: breytti lekri og kaidri vinnustofu Sigurjóns í glæsilegt safnahús. færi. Að kvöldi sama dags verða kammertónleikar og enn aðrir á mið- vikudagskvöld og loks píanótónleik- ar á fostudagskvöld eftir viku. Alls koma fram um tíu hljóðfæraleikarar, Úr sýningarsalnum sem jafnfran verður nýttur til tónleika. DV-myndir S þar af þrjú af börnum Sigurjóns, fiðiuleikarinn Hlíf, sehóleikarinn Ólafur og flautuleikarinn Freyr. Riki og borg og margir einstakling- ar hafa með fjárframlögum stuðlað að uppbyggingu safnsins en fyrir að hafa eignast þessa perlu á ströndinni við hafið mega Reykvíkingar þó öh- um öðrum fremur þakka ekkju Sig- uijóns, Birgittu Spur, sem ung-að árum yfirgaf sína bhöu dönsku ætt- jörð tU að fylgja honum hingað norð- ur í næöinginn. -ihh Veitíngahús vikunnar: Homið - sjá bls. 18 Kvenna- kabarett a Hotel íslandi - sjá bls. 19 og synir - sjá bls. 21. í skugga hrafnsins - sjá bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.