Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Page 6
,30 FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir wmmBfflffigr Laugarásbíó: I skugga hrafnsins A sunnudag verður frumsýnd kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, í skugga hrafnsins. Eftir henni hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, bæði vegna þess að síðasta leikna kvikmynd Hrafns, Hrafninn flýgur, fékk góðar viðtökur og mjög jákvæða gagnrýni og svo er í skugga hrafnins dýrasta kvikmynd sem íslendingar hafa gert. Fjár- magnið kemur að vísu frá Svíum og er þar af leiðandi er myndin sænsk-íslensk framleiðsla. í skugga hrafnsins er saga elsk- endanna Trausta og ísoldar. Nöfn þeirra eru sótt í söguna um Tristr- am og ísönd, elskendur sem var ekki skapað nema aö skilja. í byijun kynnumst við Trausta, aðalpersónu myndarinnar, sem er á leið heim til íslands frá Noregi þar sem hann hefur verið við nám í guðfræði. í fór með honum er ít- alskur málari sem ætlar að mála altaristöflu í kirkjuna á Krossi, bænum þar sem fjölskylda Trausta býr. Þar stjórnar búi Edda, móðir Trausta. Skammt frá þeim stað þar sem Trausti og menn hans taka land ríða þeir fram á hafrekinn hval og eru tveir flokkar að beijast um eignarrétt yfir honum. Annars veg- ar heimafólkið á Krossi með Eddu móður Trausta í fararbroddi og hins vegar Eiríkur, voldugur höfð- ingi og menn hans. I átökunum særist Edda og tii að leita hefnda er haldið aö bæ Eiríks, hann felldur og eldur lagður í hús hans. Trausti bjargar dóttur Eiríks, ísold, og bami hennar, Sól, úr eld- inum og tekur þær með sér. Edda er helsærð en þegar hún fréttir hver er með syni hennar segir hún að ísold sé norn og skuli Trausti láta hana afskiptalausa. í kirkjunni á Krossi reynir ísold að vega Trausta og hefna föður síns. í átökum þeirra á milli vakna heit- Helgi Skúlason leikur Grim, verkstjóra á Krossi þar sem móðir Trausta ræður ríkjum. ar tilfinningar í brjóstum beggja og verður þá ekki aftur snúið... Leikarar eru íslenskir og sænsk- ir. Hlutverk Trausta er í höndum sænska leikarans Reine Brynolfs- son. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur ísold. Aðrir íslenskir leikarar í stórum hlutverkum eru Egill Ól- afsson, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Sig- urður Siguijónsson, Flosi Ólafsson og Rúrik Haraldsson. Sænskir leik- arar eru færri. Fyrir utan Brynolfs- son eru tveir sænskir leikarar í stóru hlutverki, þau Sune Mangs og Johann Neuman. Aðstoðarmaður Hrafns við leik- stjómina er Daniel Bergman, son- ur sniilingsins Ingmars Bergman. Tónhstin er eftir Hans-Erik Philip. Karl Júlíusson gerir leikmynd og búninga og hljóð annast Gunnar Smári Helgason. Allt eru þetta menn sem hafa unnið með Hrafni áður. Klippingu annaöist Edda Kristjánsson. í skugga hrafnsins lofar góðu. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað um myndina á jákvæðan hátt og ekki spilhr fyrir að tveir íslensku leikar- anna hafa fengið tilnefningu fyrir bestan leik á fyrstu Evrópukvik- myndahátíð sem haldin verður í nóvember. Það era Helgi Skúlason og Tinna Gunnlaugsdóttir. -HK Athyglisverðar kvikmyndir sem sýndar verða um helgina: Háskólabíó Eddie Murphy slær enn einu sinni í gegn í Prinsinn kemur til Amer- íku. Hér er hann kominn í hlutverk prins sem kemur að leita sér að konu í New York. Hann lendir að sjálfsögöu í miklum ævintýrum og era sum atriði bráðfyndinn þótt Murphy eigi það til að ofleika. Létt skemmtun í skammdeginu. Regnboginn Klíkumar fjallar um tvo lögreglu- menn í Los Angeles sem eiga í höggi við unghngaflokka sem lifa af glæpum. Leikstjóri er Dennis Hopper og er þetta fyrsta mynd hans sem leikstjóri í mörg ár. Þrátt fyrir mikið ofbeldi er hér um áhrifamikla kvikmynd að ræða og er leikur þeirra Seans Penn og Roberts Duvall með miklum ágæt- um. Bíóborgin Óbærilegur léttleiki tilverannar er hrífandi kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Hún gerist í Tékkólslóvakíu um og eftir innrás Rússa og segir frá þremur persónum, lækninum Tomas og konunum tveimur sem eru örlagavaldar í lífi hans. Meö þessari kvikmynd skipar Philip Kaufman sér í röð fremstu leikstjóra Bandaríkjanna. Bíóhöllin Tom Hanks fer á kostum í Þeim stóra og hefur þessi mynd orðiö til þess að fleyta honum upp á meðal stóra stjamanna í Hollywood. Hann leikur tólf ára dreng sem óskar sér að verða fuhorðinn. Óskin rætist en að vísu aðeins líkamlega. Innantil er hann enn sami drengurinn sem hefur mest gaman af að leika sér með jafnöldrum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.