Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 1(». NÓVEMBER 1988. í:í-'&í 19 Stykkishólmur: Tólf ára stúlka sigur- vegari í hárgreiðslu Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Það var margt til skemmtunar laugardaginn 12. nóvember í félags- heimilinu „X“inu í Stykkishólmi á dansleik fyrir börn og unghnga stað- arins en „X“nefndin stóð fyrir dans- leiknum. Keppt var í hágreiðslu þar sem fimm pör kepptu. Sigurvegari varð Hildigunnur Hjörleifsdóttir og sú sem átti hárið heitir Arna Friðriks- dóttir. Þær eru báðar 12 ára. Þá bauð skemmtinefnd nemendafélags grunnskólans upp á hin líflegustu skemmtiatriði og dans var að lokum stiginn til klukkan eitt. Formaður „X“nefndar heitir Alda Pálsdóttir og er hún nemandi í 8. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi. Sigurvegarinn í hárgreiðslukeppn- inni ásamt módeli sinu. DV-mynd Róbert Frönsk vika á fæð- ingarheimilinu Það gerist ekki oft hér á landi að tvær franskar konur eigi stráka sam- tímis, báðar meö frönsku aðferðinni, og séu svo saman í herbergi með bömin. Þessi röð samstæðra tilvilj- ana átti sér stað á FæðingarheimUi Reykjavíkur í síðustu viku, þegar þær Laurence og Ann eignuðust sinn hvorn myndarstrákinn. Ann hefur verið búsett hér á landi síðasthðin 4 ár, en Laurence er búin að vera hér í 1 ár. Þær áttu drengina báðar með svokallaðri franskri aðferð, en hún nýtur sívaxandi vinsælda. Franska aðferðin byggist á því að ná sem mestri slökun og rólegheitum meðan á fæðingu stendur. SpUuð er róleg tónhst, ljósin dempuð og aht gert til að gera fæðinguna eins eðh- lega og hægt er. Eftir fæðingu er barnið sett beint upp á maga mömm- unnar og hún fær að hafa það hjá sér í talsverðan tíma áður en barnið er mælt og þvegið. „Mér fannst það alveg dásamlegt að eiga með frönsku aðferðinni. Það var allt svo afslappað og ég varð ekk- ert spennt eða hrædd. Eftir fæðing- una fengum við að vera í rólegheitum með soninn, og það var komið með hressingu handa okkur. Ég er mjög ánægð með dvölina á fæðingarheimilinu, og svo var auð- vitað punkturinn yfir iiö að vera meö annarri franskri konu í herbergi," sagði Ann Sigurjónsson eftir ánægju- lega legu á fæöingarheimUinu. Þau brosa til hvors annars mæðginin, Ann Sigurjóns- son og Axel Paul Sigurjónsson, enda búin að hafa það gott á fæðingarheimilinu. Laurence Fiévet með soninn sem er dökkur yfirlitum, enda franskur í húð og hár. Kirk Douglas leysir firá skjóðunni „Einn morgun þegar móðir mín var í eldhúsinu að baka brauð sá hún í gegnum eldhúsgluggan fal- lega gullkörfu. Hún hljóp út og leit ofan í körfuna, þar var ég,“ segir Kirk Douglas. „Hún sagði mig hafa verið fallegan dreng sem lá þarna í körfunni, glaöur og hamingju- samur. Hún tók mig í fangið og ornaði mér og fór með mig inn í húsiö. Þegar ég heyrði söguna fyrst trúði ég henni tæpast vegna þess að ég hafði aldrei séð þessa gullk- örfu. Við því segir móöir mín að hún hafi verið svo hamingusöm þegar hún fann mig að hún gleymdi að hugsa um körfuna og skildi hana eftir úti. Ég var mjög ánægður með að vera móður minni svo mikils virði að hún gleymdi gullkörfunni. Frá þeim tima vissi ég að ég myndi ein- hvem tíma skipta máli.“ Krik er fóstursonur rússneskra gyðinga. Faðir hans var tamninga- maður sem drakk mikið og slóst og gat ekki séð fyrir fjölskyldu sinni en móðir hans reyndist hon- um góð. „Ég varð sjálfur ákveðinn í því að ef ég eignaðist einhvern tíma börn þá skyldi ég geta séð fyrir þeim og það hef ég gert. Ég á fjóra syni sem ég hef komið öllum til manns og er stoltur af þeim.“ En eins og flestir vita er Kirk faðir Michaels Douglas sem fékk óskar- inn á siöasta ári fyrir leik sinn í Wall Street. „Ég hlýt að vera mikils virði. Þaö eru ekki allir sem fæðast í gullkörf- um,“ segir leikarinn. Górillur veikjast líka Skyldleiki manna við apa er töluverður og þar sem margt er líkt með skyld- um geta górillur líka veikst. Górillurnar í dýragarðinum í Frankfurt urðu fyrir barðinu á flensufaraldri á dögunum. Ekki lagðist flensan mjög þungt á þær en samt urðu þær að taka lyfin inn reglulega. Górillurnar stilla sér upp i röð og fá síðan lyfjaskammtinn hver á eftir annarri. Það fylgir sög- unni að allar séu þær á batavegi. Sviðsljós Ólyginn sagði... Iionel Richie hefur þjáðst af bakverk árum saman. Hún er stöðugt kvalin í bakinu en hefur ekki þorað að fara frá vinnu þann tíma sem þyrfti til að gangast undir skurð- aðgerð. En nú er svo komið að hún þolir ekki við lengur og ætlar að hætta á að hverfa af sjónar- sviðinu í hálft ár. Hún óttast þaö mest að keppinautar hennar fái yfirhöndina og allir verði búnir að gleyma henni þegar hún verð- ur orðin hraust aftur. vill ættleiöa barn til að bjarga hjónabandi sínu og Brendu Richie. Þetta gekk svo langt að þau voru farin að íjarlægjast hvort annað mjög mikið og Lionel farinn að snúa sér að öðru kven- fólki. En eftir mislukkað hliðar- spor sá Lionel aö konanhans var það eina sem skipti hann máli og gerði allt sem í hans valdi stóð til að bjarga hjónabandinu. Brenda tók þó ekki við sér fyrr en hann talaði um aö þau ættleiddu barn og svo féll allt í ljúfa löð þegar Lionel flutti henni lag, sem hann hafði samið sérstaklega til henn- ar, við kertaljós og huggulegheit. Nú vinna þau stöðugt að því að finna barn. lisa Bonet stormaði út úr síðasta Cosby- þættinum, sem gerður var fyrir barnsburðarleyfi hennar, vegna þess að Bill Cosby bað hana að taka niður giftingarhringinn. Denise Huxtable, sem Lisa leikur í Cosby-þáttunum, er ekki gift og því alveg ófært að Lisa skarti gift- ingarhring út í bláinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún stekk- ur upp á nef sér yfir smámunum og þykir stúlkan sérvitur úr hófi fram. Lisa er komin á steypirinn og ætlar hún ekki að ala barniö á sjúkrahúsi eins og flestar nú- tímakonur heldur heima hjá sér með aðstoð eiginmannsins og ljósmóður. Victoria Principal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.