Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 6
po
22
Nýjar bækur
LJÓÐSPOR
Saf i ljóöa frá 19. og 20. öld. Ljóöin eru
eftir 138 ljóðskáld og er það yngsta fætt
1967. Ljóðin eru valin með það í huga að
vekja áhuga ungra lesenda á ljóðum og
kynna fyrir þeim sem flölbreytilegust
ljóiiform. Ljóöunum er skipað niður eftir
viðfangsefnum skáldanna. Myndir eftir
11 islenska myndlistarmenn. Söfnun og
niðurröðun önnuðust Kolbrún Sigurðar-
dóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís S.
Mósesdóttir.
Námsgagnastofnun.
Verð: 1275 kr.
LÚLLI leitar að bangsa
LÚLLI verður ánægður
LÚLLI og gula kerran
Ulf Löfgren.
Áður hafa sex bækur um Lúlla komið út
á íslensku. í þessum segir frá því þegar
Lúlli týnir bangsa prakkara, þegar hann
reynir að smíöa og fær hamarshögg á
fingurinn og þegar hann eignast fína
kerru.
Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
Iðunn.
Verð: 297 kr. hver bók.
FRJÁLS EÐA FJÖTRUÐ
Liz Berry
Þegar Cathy fellst á að giftast rokkstjörn-
unnt frægu, Paul Devlin, stigur hún um
leið mn í glitrandi ævintýraheim frægöar
og ríktdæmis. En Cathy er bara sautján
ára og gengur illa að venjast lífinu í sviðs-
ljósinu. Hún berst fyrir frelsi sínu og
sjálfstæði - en böndin, sem tengja hana
Dev og vini hans, söngvaranum Chrís,
eru sterkari en hana grunar, og ef til vill
getur frelsið orðið of dýrkeypt.
177 bls.
Iðunn.
Verð: 1180 kr.
" ;>.ý.pi g 5! HM5R3TT"JTFTTDSOinnva]M
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
JÓLAFÖNDURBÓKIN
Karolína M. Jónsdóttir, Guðbjörg Péturs-
dóttir, Gerður Helgadóttir og Olga Lísa
Garðarsdóttir
Hundraö uppskriftir og sniö af þjóðlegu
jólaföndri sem er auðvelt í vinnslu: jóla-
sveinar, jólakort, jóladagatöl, jólatré,
grjónasveinar og margt fleira.
160 bls.
Kiljuforlagið/Fjölsýn, sími 68 92 70
Verð: 1840 kr.
--Illli----
I mmmmm
P/Jfrœð< fyrU bófn oo un&inga
p;
pwy
5, 0
M Slfe” J* IÉ
k
HEIMUR í HNOTSKURN
Jane Elliot og Colin King
Fjölfræðibók fyrir börn og unglinga.
Þessi litríka bók hefur að geyma ógrynni
af hagnýtum fróðleik við hæfi barna og
unglinga. Hér er aö finna ítarlega kafla
um jörðina, dýralif og gróður á hnettin-
um, sögu mannkyns og þróun vísind-
anna. Fjörlegar htmyndir á hverri blað-
síðu eiga ríkan þátt í að gera flókna hluti
auðskilda.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi.
128 bls.
Forlagið.
Verð: 1575 kr.
KOPPURINN
Jonathan Langley og Anne Civardi
Myndabók fyrir yngstu börnin. Sagt er
frá henni Möggu litlu sem er að venja sig
íif að nota bleiu.
Iðunn.
Verð: 492 kr.
ÍÆVINTÝRALÖNDUM
Paul Wanner endursagði
Nikolai Ústinov myndskreytti
í þessu safni eru tólf e vrópsk úrvalsævin-
týri, fagurlega myndskreytt. Mörg ævin-
týrin eru ný fyrir íslenskum lesendum.
Sigurjón Guðjónsson þýddi.
200 bls.
Mál og menning.
Verð 1775 kr.
MIDAS KONUNGUR ER MEÐ
ASNAEYRU
Jens Sigsgaard
Þetta er sami höfundur og skrifaði Palli
var einn í heiminum, sem út kom 1942 í
Danmörku, á íslandi 1948, og hefur verið
þýdd á 37 tungumál. Litmyndir á hverri
opnu eftir Jon Ranheimsæter. Vilbergur
Júliusson, fyrrv. skólastjóri, þýddi.
Bókaútútgáfan Björk
Verð: 625 kr.
ALBIN OG
SJÓRÆNINGJARNIR
Ulf Löfgren
Margir krakkar kannast við Albin úr
sjónvarp.inu og af fyrri bókum um hann.
Að þessu sinni er hann að grafa eftir fjár-
sjóði í fjörunni og rekur skófluna í eitt-
hvað hart, kannski gulltunnu? Þá koma
sjóræningjar eins og Simbi síkvefaði,
Anton ægilegi og fleiri á vettvang. Þórg-
unnur Skúladóttir þýddi.
Iðunn.
Verð: 598 kr.
THE FISHERMANS B0Y
ANDTHE SEAL
Johannes ur Kotium Ragnheiður Gestsdóttir
GRÍMUR OG GJAFIRNAR
TÓLF
Ríkulega myndskreytt jólasaga eftir
Mauri Kunnas. Þorsteinn frá Hamri
þýddi.
Iðunn.
Verð kr, 697.
THE FISHERMAN’S BOY AND
THE SEAL
Gömlu ævintýri snúið í Ijóð af Jóhannesi
úr Kötlum
Þýtt á ensku. Litmyndir á hverri opnu:
Ragnheiður Gestsdóttir
Inngangsorð: Vigdís Finnbogadóttir
ALVEG MILLJÓN
Andrés Indriöason
Fjórtán ára strákur verður vitni að ráni
á Laugaveginum. Vandinn er hvort hann
á að láta lögguna vita eða ekki. Hann
kemst svo óvænt á slóð ræningjans og
þá er gott að vera nýbúinn að eignast
hugrakka vinkonu og vera kominn inn í
klíkuna.
188 bls.
Mál og menning.
Verð: 1675 kr.
Jan Mogensen
ísak óánægði
ÍSAK ÓÁNÆGÐI
Jan Mogensen '
Hér segir frá litlum strák sem er óánægð-
ur með allt sem foreldrar hans gefa hon-
um vegna þess að hlutimir passa ekki
fyrir hann. Textinn sýnir notkun and-
stæðra hugtaka, s.s. litill/stór, hátt/lágt,
svo auöveldlega lærist. Sigrún Árnadótt-
ir þýddi.
Mál og menning.
Verð: 475 kr.
Tónlistarsaga
æskunnar
TÓNLISTARSAGA
ÆSKUNNAR
Kenneth og Valerie McLeish
Bók þessi er nýjung á íslandi því i fyrsta
skipti eiga íslensk börn og unglingar kost
á að fræðast um tónlist á móðurmáli sínu
í vönduöu alfræðiriti. Fjallað er um si-
gilda tónlist Vesturlanda, fræg tónskáld,
popptónlist, djass og tónlist framandi
þjóða. Einnig er leiðbeint um tónlist á
hljómplötum til að hlusta á. Bókin hefur
að geyma rúmlega 1000 myndir.
Eyjólfur Melsted þýddi.
192 bls.
Forlagið.
Verð: 2.188 kr.
KUGGUR TIL SJAVAR OG
SVEITA
Sigrún Eldjárn
Nýjar sögur um Kugg og vini hans, þær
Málfríði og mömmu hennar - kostulegar
kerlingar sem ekki kalla allt ömmu sína,
aö ógleymdum Mosa - glaölyndu og
hrekkjóttu kríli sem býr yfir ótrúlegum
hæfileikum.
Rúmlega 40 litmyndir eftir höfundinn.
32 bls.
Forlagið.
Verð: 988 kr.
Bama- og unglingabækur
KRISTÍN STEINSDÓTTIR
III
FALLIN SPÝTA
Kristín Steinsdóttir
Verðlaunahöfundurinn Kristín Steins-
dóttir birtir nú sjálfstætt framhald bókar-
innar Franskbrauö með sultu sem hún
hlaut íslensku barnabókarverðlaunin
fyrir árið 1987. Sagan gerist í kaupstað á
Áustfjörðum þar sem sögupersónan,
Lilla, er kornin til aö vera hjá ömmu sinni
og afa. Með leikfélögum sínum á Lilla
margar skemmtilegar stundir.
114 bls.
Vaka-Helgafell.
Verð: 886 kr.
Healbar Amefy og Ötepfien Cartwftyht
Myndskreytt orOabók
handa börnum
... .. .1 s JXÍttffcWfcnfcN
ORÐABELGUR
- Myndskreytt orðabók handa bömum.
Þar er að finna þúsund orð fyrir unga
lesendur og mikið af litprentuöum mynd-
um. Stefán Jökulsson þýddi. Endurút-
Örn og Orlygur.
Verð: 990 kr.
SVALUR í NEW YORK
GESTIR Á GORMASLÓÐ
KÚNSTIR OG
KLÆKJABRÖGÐ
Hér em gamlir kunningjar á ferð - engir
aðrir en blaöamennirnir snjöllu, Svalur
og Valur, fyirum félagi þeirra, Gormur,
sem nú hefur fengiö sérstakan bókaflokk
fyrir sig, og hrakfallabálkurinn Viggó
viöutan. Svalur og Valur komast í hann
krappan í höfuöborg heppninnar og gós-
enlandi glæpaflokkanna. Gormdýrin
þurfa að kljást við indíána, mannætu-
fiska, hlébarða og svo veiöimanninn
Bring M. Backalive og Fimbulfamba.
Iðunn.
Verð: 880 kr.