Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. 23 FIMM Á DIMMUDRÖNGUM Enid Blyton Ný bók um félagana fimm. Það fyllist allt af gestum heima hjá Georgínu í fríinu svo að faðir heimar fær engan vinnufrið. Þess vegna eru fimmmenningarnir send- ir til dvalar í gamla vitanum á Dimmud- röngum ásamt eiganda vitans, Billa, og apanum hans, Gutta. Þar hitta þau gaml- an mann sem segir þeim sögur af strand- þjófnum Eineyrða Jóa og fjársjóði hans. Krakkarnir komast á sporið - en tveir ósvifnir þorparar eru líka á höttunum eftir fjársjóðnum. 163 bls. Iðunn. yerð: 1180 kr. CHRISTINE .NÖSTUNGER JOE JÓIOG UNGLINGAVEIKIN Christine Nöstlinger Jói er alinn upp af sjö konum og hefur aldrei séð foður sinn. Unglingaveikin sækir á hann og loks ákveður hann að taka til sinna ráða. Jórunn Sigurðardóttir þýddi. 158 bls. Mál og menning. Verð: Innbundin 975 kr. - Kilja 775 kr. KÓNGAR í RÍKISÍNU OG PRINSESSAN PETRA Hrafnhildur Valgarðsdóttir Kóngar í ríki sinu og prinsessan Petra er barnabók eftir Hrafnhildi Valgarös- dóttur og er bókin sjálfstætt framhald af sögunni Kóngar í ríki sínu sem kom út árið 1986. Bókin fjallar um tvo tápmikla stráka og dularfulla stelpu sem á heima í næsta húsi. Brian Pilkington myndskreytti bókina. 97 bls. Fijálst framtak. Verð: 880 kr. HAMINGJUBLÓMIN Guðjón Sveinsson Bama- og unglingabækur Guðjóns hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Hamingjublómin eru ætluð yngstu les- endunum og er bókin myndskreytt af Pétri Behrens. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 1250 kr. LÍTILL ÍSBJÖRN EINN í VANDA Hans de Beer Helga Einarsdóttir bókavörður þýddi. Bókin segir frá Lassa litla ísbjamarhúni sem verður viðskila við pabba sinn og berst á ísjaka suður í höf, alla leið til Afríku. Það gerast ótal ævintýri á þeirri löngu leið. 28 bts. Öm og Örlygur. Verð 790 kr. LEIKUR AÐ LÆRA 1., 2. og 3. hefti Kirsten og Ebbe Schiler Leikur að læra em þijár vinnubækur, ætlaðar forskólabömum. Bækumar innihalda fondurefni til að þjálfa börn í aö fara með blýant, liti, skæri og lim og eiga verkefnin eiimig að kenna notkun ýmissa hugtaka. Olga Guðrún Ámadóttir þýddi. Mál og menning. Verð: 340 kr., hvert hefti. Á FLÆKINGI Indriði Úlfsson Á flækingi er sjálfstæð saga og ein af hans bestu bókum. Hún segir frá ekkju með tvö böm, Súsönnu 10 ára og Jóni Áma 6 ára. Móðirin og bömin þurfa að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika. Þau dvelja viða um stuttan tíma, festa hvergi rætur vegna óvæntra atvika. 160 bls. Skjaldborg. 'Verð: 1.185 kr. RITSAFN H. C. ANDERSENS Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen, ævintýraskáldið góða, i úrvalsþýðingu Steingríms Thorsteinsonar. Myndir em eftir heimsþekkta Ustamenn. Ritsafnið er þrjú bindi, samtals 647 blaðsíður. Það fæst nú einnig í öskju. 647 bls. Æskan. Verð: 2625 kr. í öskju: 2950 kr. RAUÐHETTA - PÉTUR PAN - HANSHUGPRÚÐI Ævintýri bamanna er nýr bókaflokkur fyrir yngstu bömin. Hér em sögð sígild ævintýri sem böm hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Ævintýrin em endursögð við hæfi yngstu barnanna og myndskreytt af nokkmm þekktustu listamönnum Spánverja í dag. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Forlagið. Verð: 388 kr. SJÓN, HEYRN, LYKT, BRAGÐ, TILFINNING Þýðandi Rannveig Löve Fimm myndskreyttar bækur, ætlaðar til að vekja áhuga yngstu barnanna á skiln- ingarvitunum. I öllum bókunum er að finna greinargóða, „fræðilega" smákafla sem auðvelda foreldrum og fóstmm að svara spurningum barnanna. 32 bls. hver bók. ísafold. Verð: 300 kr: Nýjar bækur GÓÐUR, BETRI, BESTUR Heiðdís Norðfjörð Heiðdís NorðQörö rithöfundur er löngu kunn fyrir bamaþætti sína í Ríkisútvarp- inu, svo og upplestur ævintýra á hljóð- snældur. Þetta er hennar 4. bók. Jóhann Valdemar Gunnarsson myndskreytti bókina. Góður, betri, bestur er spennandi bók um þrjá hressa stráka. 120 bls. Skjaldborg. Verð: 1.185 kr. FÓLSKUBRÖGÐí FYRIRRÚMI-Sammi MAMMA MÆTT í SLAGINN - Sammi Fólskubrögð í fyrirrúmi greinir frá nýrri uppgötvun - kláðasýklinum ógurlega. Sammi og Kobbi ætla aö klófesta formúl- una. En þeir em ekki einir um hituna og fólskubrögðin láta ekki á sér standa... Bókin um Bryndísi Schram er nákvæmlega eins og söguhetjan hefur alltaf verið: HISPURSLAUS og HRESS! Ólíná Þorvarðardóttir kemur glaðværð Bryndísar og einlægni skemmtilega 01 skila þegar hún ræðir um sjálfa sig, fjölskyldu sína, samferðamenn á mörgum sviðum þjóðiífsins og það afl sem hún segir mestu skipta í lífi sínu - ástina. Bryndís hefur komið ótrúlega víða við. Leikhúsmál, skóiamál, stjórnmál, margvísleg störf á fjölmiðlasviði og ótal margt fleira kemur við sögu þegar iífshlaup Bryndísar er rakið. Oft er einnig vitnað í dagbækur hennar og fjölmargir kaflar úr bréfum Bryndísar ogýmissa annarra eru birtir. Þessi bók skyggnistá bak við þá mynd sem þorri almennings hefur hingað 01 séð af Bryndísi Schram. Þetta er bók sem JSSHBHRH ■MHHHHHHI m GB AUGtySINGAÞJÚNUSTAN / SIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.