Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Nýjar bækur MARGARETA STRÖMSTEDT Ðagur i desember MARTA - dagur í desember Margareta Strömstedt Fyrsta bók þessa sænska barnabókahöf- undar á íslenskum markaði. Margareta Strömstedt hefur m.a. hlotið Astrid Lind- gren-verðlaunin fyrir framúrskarandi barnabókmenntir. Marta er kunnasta söguhetja hennar. Hún er einkar hress og hefur óvenjuauðugt ímyndunarafl sem oft kemur henni í klípu. 120 bls. Vaka-Helgafell. Vepð: 796 kr. trantl ofl frikki i wvwityrunt GUU N7ÓSNARINN oc íumttB FJÖGUft FIiÆKNU GULINJÓSNARINN- Frosti og Frikki HIN FJOGUR FRÆKNU OG ILLFYGLIÐ ÓGNIR í UNDIRDJÚPUNUM - Háskaþrennan Guli njósnarinn er kominn á kreik og ógnar heimsfriðnum. Frbsti og Frikki stofna björgunarsveit og ráðast inn í höf- uðstöðvar óvinarins. Auðmannsdóttirin Pamela er horfin í Suöur-Ameríku. Var herrni rænt? Er risakondórinn úr sögum indíána til? Hvaða leyndardóm geymir Astekó-fjall? Þetta er fyrsta bókin í nýjum flokki um Háskaþrennuna. Iðunn. Verð: 880 kr. MEIRIHÁTTAR STEFNUMÓT Eðvarð Ingólfsson Svenni, fimmtán ára Akumesingur, verður hrifinn af tveimur stelpum og á í basli með að gera upp á milli þeirra þeg- ar þær svna honum báðar áhuga. 155 bls. Æskan. Verð: 1675 kr. TÁNINGAR OG TOGSTREITA Þórir S. Guðbergsson Heimildaskáldsaga fyrir unglinga, byggð á dagbókarbrotum Eyvindar, unglings sem lent hefur utangarös. Hún vakti mikiar deilur, þegar hún kom út fyrir allmörgum árum árum, þvi orðbragð og siðferði Eyvindar þótti ekki til fyrir- myndar. Öðrum fannst sagan tímabær áminning til samfélagsins. Virkni. Verð: 1500 kr. HXINN BARNAORÐABÓKIN Sigurður Jónsson Bókin skýrir orð og merkingu þeirra fyr- ir bömum og öðmm sem eru að læra íslensku og eykur orðaforða þeirra. Jafn- framt er hún kennslubók í notkun orða- bóka. Bókin er miðuð við þarfir bama á aldrinum 8-12 ára og í henni em um 2300 algengustu orð íslenskrar tungu. Hverju uppflettiorði fylgja málfræðiupplýsingar auk þess sem merking þess er skýrð og sýnd dæmi um notkun. Mikill fjöldi skýr- ingarmynda er í bókinni. 280 bls. Iðunn. Verð: 1980 kr. BARNAGULL Jón Ámason Þýddar, áður óútgefnar sögur, teknar saman um miðja 19. öld af Jóni Arnasyni þjóðsagnasafnara og í þýðingu hans. Skyldi vera lestrarbók handa bömum og unglingum. Umsjón hefur dr. Hubert See- low sem jafnframt ritar í eftirmála um efnið og þýðandann, Jón Ámason, en 4. september 1988 var öld liðin frá dauða hans. 255 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 2750 kr. Braðum koma blessuð jólin BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JOLIN Þetta er bók um jól og jólaundirbúning. Hún er ætluð ungum börnum til að lesa sjálf eða láta lesa með sér eða fyrir sig. Hér em léttar og einfaldar sögur um jóla- undirbúning, jólatilhlökkun, jólagleði, jólahald, jólavísur, jólasálma og leiki. Sumar frásagnirnar em rímaðar undir þekktum lögum svo að foreidrar, afar og ömmur og aðrir barnavinir geti raulað þær með börnunum. 160 blaðsíður með Öölda mynda. Stefán Júlíusson þýddi og endursagði. Setberg. Verð: 1375 kr. PÚSLUSPIL Hrafnhiidur Valgarðsdóttir Púsluspil er unglingasaga eftir Hrafn- hildi Valgarðsdóttur. Hrafnhildur vakti athygli með unglingabók sinni, Leður- jakkar og spariskór, sem út kom í fyrra. Bókin fjallar um tvær vinstúlkur í 9. bekk grunnskóla, væntingar þeirra og ástar- skot og baráttu annarrar stúlkunnar.við fortíð sína. 142 bls. Fijálst framtak. Verð: 1180 kr. FUGL í BÚRI Kristín Loftsdóttir Sagan sem hlaut íslensku bamabóka- verðlaunin 1988 komin í bók. Afdrifaríkir viðburðir gerast í lífi tápmikilla skóla- krakka, einkum vinanna Kittu og Elíasar sem em aðalpersónur bókarinnar. í um- sögn dómnefndar sagði m.a.: Hugljúf, heillandi og spennandi saga sem leiftrar af frásagnagleði. 116 bls. Vaka-Helgafell. Verð: (kilja) 948 kr. VÍST ER ÉG FULLORÐIN Iðunn Steinsdóttir Bókin Víst er ég fullorðin gerist í smábæ úti á landi upp úr 1950. Á þeim tíma sátu stúlkur og vermdu bekki heilu böllin, allir bílstjórar með ábyrgðartilfinningu flautuðu fyrir horn og hver einasti kenn- ari hljóp yfir „dónalega kaflann" í heilsu- fræðinni þó að það væri eini kaflinn sem nemendur töldu sig einhverju varða... 167 bls. Almenna bókafélagið. Verð: 1880 kr. ÁRMANN KRSmnSSON GULLSKIPIÐ FUNDIÐ Ármann Kr. Einarsson Sjöundi titilhnn í vinsæla bókaílokknum Ævintýraheimur Ármanns. Félagarnir Óli og Maggi halda enn út á Skeiðarár- sand að leita gullskipsins, hollenska kaupfarsins sem strandaði þar árið 1667. í farmi skipsins var gull og ýmis önnur verðmæti sem ekki varð bjargað. 144 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 1186 kr. FALINN FJÁRSJÓÐUR - FINNDU HANN Ritröðin VERTU MEÐ E. Sotillos og J. Nabau Bókaröðin „Vertu með! Vertu með!“ er algjör nýjung. Teiknisögur þar sem les- andinn verður sjálfur þátttakandi í at- burðarásinni. Hann tekur mikilvægar ákvarðanir sem ráða gangi sögunnar. Gerist meðlimir í ævintýraklúbbnum með Þrössa, Össa og Erlu. Tvær bækur: Tímavélin - taktu þér far og Falinn fjár- sjóður - finndu hann. 48 bls. Fjölvi. Verö: (kilja) 598 kr. PRINS VALIANT, HÚNAVEIÐARARNIR Hal Foster Hin mikla teiknisöguröð um ungu. og hjartfólgnu hetjuna Prins Valiant hefur löngum verið talin í fremstu röð. Fjölvi hefur byrjað að gefa út nýja heildarút- gáfu og eru komin út Qögur fyrstu bind- in: 1. Flóttamenn í fenjum, 2. Syngjandi sverðið, 3. Riddari hringborðsins og 4. Húnaveiöaramir. 48 bls. Fjölvi. Verð: (kilja) 598 kr. NÝJU FÖTIN KEISARANS og aðrar gamansögur H.C. Andersen o.fl. Glæsilegar myndir í 4 Utum eftir Karen Milone Bók þessi hefur farið sigurfor um mörg lönd. í henni eru eftirgreindar þrjár gam- ansögur: hið þekkta ævintýri H. C. And- ersens, Nýju fótin keisarans, og tvær enskar þjóðsögur, Óskimar þrjár og Meistari meistaranna. Stefán Júlíusson rithöfundur íslenskaði bókina. Hún er fyrir böm á öllum aldri. 48 bls. Bókaútgáfan Björk. Verð: 625 kr. Grímur Mauri Kunnas og gja£lmar tólf GRÍMUR OG GJAFIRNAR TÓLF Ríkulega myndskreytt jólasaga eftir Mauri Kunnas. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Iðunn. Verð kr. 697. TRILLURNAR ÞRJÁR FARA í LEIKSKÓLA M. Company & R. Capdevila Það var skemmtileg tilviljun! Sama dag- inn og þríburasystur fæddust á fæðingar- deildinni komu út hjá Fjölva fyrstu bæk- urnar í bókaröðinni um Trillurnar. Þess- ar þrjár stelpur em sannarlega kerlingar í krapinu. Fyrstu tvær Trillubækumar em Sæl og bless! og Trillurnar þtjár fara í leikskóla. 14 bls. FjöM. Verð: 598 kr. Hljóðsnældur LYaVSCX>UR BARONS VGXÚS Önu-XSON I.1.IKARI 1.1.s JR ,AR m < .1 K XUDLXA LYGASÖGUR MUNCHAUSEN BARONS Magnús Ólafsson les. Sögusnældan. Verð: 943 kr. ÆVINTÝRIOG MÖMMUSÖGUR Heiðdís NorðQörð les. Hörpuútgáfan. EINU SINNIVAR Ævintýri og sögúf eftir H.C. Andersen Emil Gunnar Guðmundson les. Litla leikhúsið. Verð: 600 kr. íslenskar skáldsögur BYGGINGIN Jóhamar Framúrstefnuskáldsaga þar sem hefð- bundið form er brotið upp og höfundur gefur hugmyndaflugi sínu lausan taum- inn, umbyltir máli og stil og fer ekki troðnar slóðir. Áður hafa út komið eftir Jóhamar bækumar Taskan, Brambolt og Leitin að Spojjíng. Tæpar 140 bls. Smekkleysa. Verð: 2143 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.