Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. 29 DV UMSÁTUR Stephen King Þessi'bók eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King er í íslenskri þýðingu Karls Birgissonar. Stephen King er kunnur spennusagnahöfundur og gerðar hafa verið kvikmyndir eftir mörgum bóka hans, þar á meðal Umsátri. 264 bls. Frjálst framtak hf. Verð: 1780 kr. ÁSTOG ENDURFUNDIR J. Manners Hartley írska stúlkan Peg missti móður sína þeg- ar hún fæddist og fékk sérstætt uppeldi í æsku. Hún mætir ýmsu andstreymi en skóli lífsins eflir þrek hennar og gefur henni þrátt fyrir allt trú á sigur þess góða. Þetta er sígild afþreyingarsaga og hefur verið ófáanleg árum saman. 228 bls. Sögusafn heimilanna. Verð: 1550 kr. COUN FORBES OGKTXH MMKASTAL&MS ÓGNIR ALPAKASTALANS Colin Forbes í hrikalegum Qöllum Sviss gerast válegir atburðir sem virðast í fyrstu ekki tengj- ast hinum ýmsu sögupersónum. Spennan hleðst upp í andrúmsloftinu, einkennileg atvik eiga sér stað og svo byrja moröin. Snjólaug Bragadóttir þýddi. 174 bls. Örn og Örlygur. Verð: 1590 kr. Þýddar skáldsögur VEIÐITÍMI J.K. Mayo - Torfi Ólafsson íslenskaði Harry Seddall er ný manngerð í hópi spæjara, óræður og einkennilegur í hátt- um. En undir hjúpnum er traustur og áreiðanlegur maður sem leggur ótrauður til atlögu viö hið illa. Spennusaga. 209 bls. Suðri. Verð: 1680 kr. HROKIOG HLEYPIDÓMAR Jane Austen Fræg ástarsaga sem gerist í ensku sveita- héraði fyrr á tímum. Ungur og vel stæður karlmaður flyst á eitt býlið og svei- tungamir fara undireins að orða hann við fallegustu heimasætuna í sveitinni. Silja Aðalsteinsdóttir islenskaði og skrif- aði eftirmála. 315 bls. Mál Og menning. Verö: 2675 kr. Mi Á SAMA SÓLARHRING Louis Bromfield Sagan gerist, eins og nafnið bendir til, á einum sólarhring. Sagan greinir frá for- ríkum sérvitringi sem býöur til sín við öll hugsanleg tækifæri fólki sem hann í hjarta sínu fyrirlítur. Honum finnst allt betra en einveran. Spennandi atburða- rás. 228 bls. Sögusafn heimilanna. Verð: 1550 kr. LAUNRÁÐí LUNDÚNUM Ken Follet Ken Follett fléttar saman Qármálabrask, stjórnsýslu og glæpi. Forhertir svindlar- ar beita öllum ráðum til að hagnast á ófórum annarra og meöan spillingin gref- ur um sig fylgist ungur blaðamaður með og reynir að átta sig á samhenginu. En tekst honum að greiða úr flækjunni nægi- lega snemma? 187 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 1680 kr. NÓTT REFSINS Jack Higgins Þetta er nýjasta bók Jack Higgins. Hún var mánuðum saman í efstu sætum met- sölulistans í Bretlandi á síðasta ári. Innr- ás bandamanna í Normandí er undirbú- in. Einn af lykilmönnum þeirra bjargast á land á eynni Jersey. Hann gæti lent í höndum Þjóöverja. Tveir valkostir eru fyrir hendi: að svipta hann lífi eða freista þess aö bjarga honum. Harðsoðin spennubók. 203 bls. Hörpuútgáfan. Verð: 1680 kr. GUÐIGLEYMDIR Sven Hassel Sven Hassel barðist í þýska hernum og þekkir því hörmungar seinni heimsstyrj- aldarinnar af eigin reynslu. Félagarnir Porta, Lilli, Gamlingi og Flóöhesturinn í hersveit hinna fordæmdu eru hafðir í fremstu víglínu. Enginn hefur áhyggjur af þeim. Lýsingar af samskiptum her- mannanna innbyrðis, auk átaka við óvin- inn, gera bækur Svens Hassel að met- sölubókum um allan heim. 212 bls. Skjaldborg. Verð: 1794 kr. Nýjar bækur ÚTI REGNIÐ GRÆTUR Mary Higgins Clark Þetta er fjórða bók þessarar skáldkonu sem þýdd er á íslensku. Bækur hennar hafa verið á metsölulistum víða um heim. Þetta er spennubók þar sem samskipti manna geta tekið á sig ólíklegustu mynd- ir. Áður hafa komið út á íslensku eftir þennan höfund bækurnar: Hvar eru börnin? Viðsjál er vagga lífsins og í skugga skelfingar. 264 bls. Skjaldborg. Verð: 1794 kr. SLETTUNNAR JÖFUR SLÉTTUNNAR eftir nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer Þýðandi: Hjörtur Pálsson Þetta er nýjasta saga Singers. Hún gerist á löngu liðnum tímum á sögustöðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og frumstæðra lifnaðar- hátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmiö. 240 bls. Setberg. Verð: 2688 kr. flðeins um eina helgi ARFURINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá cinhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . .. GYLITU SKORNIR Else-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. AST OG ATOK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. 11". En hvað átti að gerast á miðvikudag klukkan ellefu? SKVGGSJA - BOKABVÐ OIIVERSSTEINS SF ÖRLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að láta sér detta í fhtig° ° ° ?o‘0« .V£ o AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: „Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvænúngarfullu beiðni uin hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margt gerst á einni helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.