Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 14
30 MIÐVIKUDAGUJl 44. DESEMBER 1988. Nýjar bækur AGATHA CHRISTIE KtUKKURNAR Hófundur som á 500 mílliónir aftdáenda KLUKKURNAR Agatha Christie Hercule Poirot veit hvenær morðiö var framiö. Þaö furðulega viö tímasetning- una er aö fjórar klukkur fmnast á morö- staðnum og allar sýna sama tíma, 4.13. Hvers vegna? í boröstofunni er iögreglu- foringinn Hardcastle aö yfirheyra vitnin sem eru blind kona. ungur ritari og veg- farandi sem átti leið um. Lesendur Agöt- hu skipta hundruðum milljóna. '248 bls. Skjaldborg. Verð: 1794 kr. JUAN BENET ANDRÚMSLOFT GLÆPS Juan Benet Guðbergur Bergsson þýddi. A auönum Spánar hefur verið framiö morö. I nokkr- ar vikur umtumar atburðurinn lífl þeirra sem silast áfram í lognmollu hér- aðsins og lesandinn er leiddur inn í „and- rúmsloft glæpsins'1, inn í kæfandi and- rúmsloft valdbeitingar og niðurlægingar á tímum Francos. Höfundurinn hlaut helstu bókmenntaverðlaun Spánar, Pla- neta-verðlaunin, fyrir þessa bók. 160 bls. Forlagið. Verö: 1975 kr. VERÖLD Aldous Huxley VERÖLD NÝ OG GÓÐ Aldous Huxley Þessi sígilda framtiðarskáldsaga gerist eftir nokkur hundruö ár. Tæknin er orð- in æði fullkomin, þegnamir aö vísu hraustir og glaöir en heilaþvegnir frá bemsku. Söguhetjan Bernard finnur „villimann" í amerískum þjóðgarði og flytur með sér heim þar sem hann verður að viðundri fyrir að trúa á ást, guð og fagrar listir. Kristján Oddsson þýddi. 212 bls. Mál og menning. Verð: 1975 kr. ERNEST HEMINGWAY VEISLA í FARÁNGRINUM Ernest Hemingway Veisla í farángrinum kemur nú út í nýrri útgáfu. Þetta er skáldverk með minn- ingablæ, tengt þriöja tug aldarinnar er Hemingway dvaldist í París en þar var þá deigla lista og bókmennta. Nóbels- skáld íslendinga. Halldór Laxness, þýddi bókina af listfengi. 240 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 2286 kr. VOPNASMYGL OG VALDARÁN VOPNASMYGL OG VALDARÁN Hammond Innes Ný bók eftir Hammond Innes. Á eynni Menorcu em vopnasmyglarar og hryðju- verkamenn farnir að láta til sín taka. Michael Steele dregst inn í hringiðu at- burðanna þegar kona hans verður fyrir hrottalegri árás og sjálfur er hann gmn- aður um morð. 226 bls. Iðunn. Verð: 1680 kr. Ljóð og leikrit NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR HVÍTITRÚÐURINN Nína Björk Ámadóttir Bókin geymir þrjátiu ljóö þar sem skáld- konan fjallar á nærfærinn og persónuleg- an hátt um samband manna og sam- bandsleysi, hina eilífu baráttu viö óttann og það óskiljanlega sem býr með hverjum manni. í heimi óvissunnar grípur hún minningar um augnabhk Uðins tíma og leggur þær í ljóð til að kveikja líf og gleði á ný. 70 blaösíður. Forlagið. Verö: 1975 kr. HVARFBAUGAR Sigurður A. Magnússon Úrval úr Ijóðum Sigurðar A. Magnússon- ar í einu bindi. Bókin gefur heildarmynd af þróun Sigurðar sem ljóðskálds aUt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Krotað í sand, árið 1958, þar til hann sendi frá sér í ljósi næsta dags 1978. Skáldiö sýnir heimsviðburði í nýju ljósi og kann- ar jafnframt djúp sálarinnar. 182 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2375 kr. UNDIR HÆLUM DANSARA- Ljóðaþýðingar úr rússnesku Geir Kristjánsson Ljóð eftir sum af merkustu skáldum ald- arinnar. Við kynnumst Pastemak, Maja- kovski og Akhmatovu. Hér getum við lesið hið afdrifaríka Ijóð Mandelstams um Stalin og komumst í tæri við mælsku Évtúsjenkos og ljóðveröld nóbelsverð- launahafans Jósefs Brodskís. Mál og menning. Verö: 1975 kr. Kilja: 1575 kr. ÞORPIÐ Jón úr Vör Þorpið var fyrsta safn óbundinna ljóða sem út kom á íslensku og skipar því sér- stakan sess í bókmenntasögunni. Jón úr Vör sækir þar yrkisefni sitt í íslenskum veruleika. I þessari nýju útgáfu Þorpsins eru teikningar eftir Kjartan Guðjónsson listmálara. 67 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1948 kr. hannes sigfússon lágt muldur raUMUNNáR LÁGTMULDUR ÞRUMUNNAR Hannes Sigfússon' Hannes Sigfússon mddi nýjar brautir í íslenskri ljóðagerð með ljóðaflokkunum Dymbilvöku og Imbmdögum. Nú em lið- in tíu ár frá því hann gaf síðast út bók með nýjum Ijóðum. í þessari bók yrkir hann um tímann og ferðalög í ýmsum myndum, auk þess persónulegri ljóð en nokkm sinni fyrr. Mál og menning. Verð: 1975 kr. Kilia: 1575 kr. ískC^ijevíaians JÖHANN HJÁLMARSSON Ljóðaþyðiagar ÍSKOLTILEVÍATANS Jóhann Hjálmarsson Ljóðaþýðingar frá ýmsum löndum. 111 bls. Örlagið. Verð: 1195. LILJA Ey steinn. Ásgrimsson Gunnar Finnbogason cand. mag. annað- ist útgáfuna Lilja mun ort um 1350 af Eysteini Ás- grímssyni munki. Hún var fyrst prentuð á Hólum í Vísnabók Guðbrands Þorláks- sonar 1612, en .nú munu Lilju-útgáfur vera orðnar sem næst 30. Meginhluti Lilju er saga heimsins frá sköpun til dómsdags. Margir þekkja orðtakiö „öll skáld vildu Lilju kveðiö hafa“. 113 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 875 kr. ÍTREKAÐ Geirlaugur Magnússon 44 bls. Norðan niður. Verð: 880 kr. Sucinn |kí rJkwijuni L.)()Msirfii ANDSTÆÐUR Ljóöasafn Sveinn frá Elivogum Andstæður em safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og við- horfum hans til lífs, listar og samtíðar- manna. Sveinn var bjargálna bóndi í Húnavatns- og Skagafjaröarsýslum á fyrri hluta þessarar aldar, Hann þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveðskap sínum. 208 blaðsíöur. Skuggsjá. Verð: 2590 kr. DV LÝSINGARHÁTTUR NUTIÐAR 64 bls. Skák. Verð: 894 kr. KVÆÐASAFN og HEIMKYNNI VIÐ SJÓ Hannes Pétursson Fyrir nokkrum ámm gaf Iðunn út Kvæðasafn Hannesar Péturssonar skálds. Það hefur verið uppselt um skeið, en kemur nú í nýrri útgáfu. Ljóðabók Hannesar, Heimkynni við sjó, kom út árið 1980 og hefur einnig verið uppseld í nokkur ár, en er nú endurprentuð. Hann- es Pétursson leitast í ljóðum sínum við að lýsa skypjun einstaklingsins and- spænis hrynjandi náttúmnnar. Iðunn. Verð: 3480 kr. og 2480 kr. Hrafn Gunnlaugsson REIMLEIKAR REIMLEIKAR í BIRTUNNI Hrafn Gunnlaugsson Ný ljóðabók Hrafns Gunnlaugssonar með myndverkum Egils Eðvarðssonar. Eins og á kvikmyndasviði hefur Hrafn mótaö sér eigin stíl I ljóðagerð. Hann yrkir um mannlegar ástríður og eigin reynslu á persónulegan og myndrænan hátt. Ný- stárleg bók eftir umdeildan listamann. 64 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1898 kr. Smekkleysa Verð: 800 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.