Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. Útlönd Andrei Sakharov faðmar hér rektor Bofogna háskólans eftir að skólinn hafði veitt honum heiöursdoktorsnafnbót i stjömufrœði. Simamynd Reuter Sovéski mannréttmdafrömuðurinn Andrei Sakharov sakaði í gær Sovét- ríkin um aö hafa bóið til nýja „samviskufanga" og sagði að stjómvöld í Kreml yrðu að tryggja jafhrétti til handa fólki af öllu þjóðemi. Sakharov bað í ræðu, sem hann flutti viö Bologna háskóla 1 gær, um að armenskir andófsmenn yrðu látnir lausir. Síðar sagði hann viö stúd- enta að alþjóðlegri baráttu til lausnar samviskufanganna yrði að hrinda af stað. „Nú, þegar nær ailir gömlu samviskuíangamir í landi okkar hafa verið látnir lausir, eru skyndilega komnir nýir,“ sagöi Sakharov eftir aö hann tók við heiðursdoktorsnafnbót við Bologna háskóla. Allnokkrir armenskir andófsmenn hafa veriö settir í fangelsi fyrir að vera í forsvari fyrir baráttu til að fá Nagorno-Karabakh undir stjórn Armeníu. Blandað móteffní gegn eydni Lífefnafræðifyrirtæki í Kaiifomíu tilkynnti í gær að þar hefði tekist aö þróa blandað mótefhi sem kunni að verða nytsamlegt við að hamla út- breiðslu eyöniveirunnar í fólki sem er smitað. Gentech fyrirtækið tiikynnti að þar hefðu menn tengt saman mólekúl úr CD4, sem er náttúrulegt eggjahvítuefni sem vísindamenn telja að sé mikilvægt í baráttunni gegn eyðni, og GP120 sem er veirueggjahvítuefhi. Árangurinn er að sögn fyrirtækisins sá að hið nýja efni læsir sig viö eyðniveiruna og kemur í veg fyrir aö hún eyðileggi hvítu bióðkomin sem eru ómissandi fyrir ónæmiskerfi líkamans. Fyrirtækiö segir að áframhaldandi þróun geti leitt tii þess aö hægt veröi að framleiöa lyf sem hægt verði að nota á lflcan hátt og insúlín hjá sykur- sjúkum. Lyfiö myndi ekki endilega lækna sjúkdóminn heldur aðeins gera veirnna skaðlausa, að sögn vísindamanna fyrirtækisins. Kviddómur valimt í dag Dómarinn i íran-kontramálinu mun í dag láta kviðdómendur í máiinu sverja eiða sína og verður þá tekið til við réttarhöldin yfir Oliver North, fyrrum starfsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna Dómarinn hafiiaði þeim rökum Bandaríkjastjómar að hætt væri við að ríkisleyndarmál yrðu gerö opinber. Með þeirri ákvörðun var hrundið úr veginum síðustu hindruninni á því að hægt væri að seija réttarhöldin af stað. Erfitt hefur veriö að fá kviðdómendur sem uppfylla þau skilyrði sem kviðdómendum eru sett. Ástæðan er sú aö kviðdómandi má ekkert vita um málið og því síður hafa myndað sér skoðun um það áður en réttar- höldin hefjast. Telja verður ólfklegt að fimdist hafi kviðdómendur í þessu máli sem uppfylli þessi ströngu skilyrði þar sem bandaríska þjóðin stóð á öndinni meðan á yfirheyrslum þingsins í þessu máli stóð sumarið 1987. Þeim yfirheyrslum var sjónvarpað á öllum helstu sjónvarpsstöðvum. Dómarinn hefhr tilkynnt málsaðilum að þeir geti búist viö að þurfa að flytja inngangsorð sín í dag. Ríkissffjómin í vafa um gikli viðrædna við Samstöðu Pólska rfkisstjómin hefur varpað fram spuraingum um hversu skyn- samlegt það sé að ræða við Samstöðu um framtíð Póllands eftír að kola- námumenn, sem eru á bandi Sam- stöðu, hafa neitaö aö hætta verkfalli sínu. Jerzy Urban, talsmaöur sfjómar- innar, sagöi í gær að verkfallið viö Belchatow, sem er um eitt hundraö og fimmtíu kílómetra frá Varsjá, hefði vakið áhyggjur hjá mönnum um hvort raunhæfir möguieikar væru á því að vinna með Samstöðu að því að finna leiðir til aö koma Póllandi út úr þeim ógöngum sem landið er í. Pólskir kolanámumenn i vericfalli snæða nesti sitt Fyrir aftan þá stendur „Verkfall" og „Viö viíjum peninga en ekk) eymd“. Slmamynd Routor bann á Suðnr-Afríku Landstjómin í Færeyjum ætlar að selja viðskiptabarm á Suður-Afríku og Namibíu. Er þetta gert vegna þrýstings frá Uffe Elleman- Jensen, utan- ríkisráðherrá Danmerkur, og einnig hafa Grænlendingar hótað að skerða fiskveiðikvóta Færeyinga ef þeir setja ekki bann á Suður-Afrfku. Reuter DV Eitt hundrað fjöru- tíu og fjórir farast Björgunarmenn bera frá flakinu lik af einum hinna eitt hundrað fjörutíu og fjögurra farþega sem fórust með bandarískri leiguilugvél er hún flaug á fjall á Azoreyjum. Simamynd Reuter Bandarísk farþegavél, sem var að flytja ítalska ferðamenn í frí til Karíbahafsins, brotlenti á Azoreyj- um á Atlantshafi í gærdag. Allir þeir sem voru um borð, eitt hundrað fjörutíu og fjórir, fórust, að sögn embættismanna. Bandaríska Boeing 707 leiguvélin rakst á fjallstind, sem var hulinn mistri, á eyjunni Santa Maria og kom upp mikill eldur í vélinni er hún nálgaðist flugvöllinn þar sem hún hafði ætlað að lenda vegna bilunar. Vélin var á leið frá Ítalíu til Dóminik- anska lýðveldisins. Embættismaður á Azoreyjum, sem heyra undir Portúgal, sagði við fréttamann Reuters: „Við erum ekki hættir leit en kraftur sprengingar- innar og sá fjöldi af gersamlega lim- lestum líkum, sem fundist hafa, bendir til þess að allir hafi farist.“ „Ég sá aðeins eitt heilt lík... hin voru í tætlum," sagði fréttamaður Portúgalska ríkisútvarpsins sem fór á slysstaðinn á fjallinu Pico Alto sem er fimm hundruð áttatíu og sjö metra hátt. Fjórum stundum eftir slysið höfðu fúndist fimmtíu lík, flest alvarlega sködduð. Svo virðist sem slysið hafi orðið þegar flugmaður vélarinnar reyndi í annað sinn að koma inn til lendingar. Viera da Silva, formaður flug- mannafélags Portúgals, sagði að flugvöllurinn á eynni væri fullkom- lega öruggur og að óskiljanlegt væri hvers vegna vélin hefði verið nálægt fjallinu. „Flugbrautin snýr að sjó við báða enda svo að það er undarlegt að slys- ið skyldi verða á fjallinu," sagði hann. Flugfélagið sem rak vélina er stað- sett í Smyma, Tennessee. Talsmenn þess sögðu að allir um borð hefðu farist. Reuter Nýjar ásakanir á hendur Tower Steimmn Böðvaradóttir, DV, Washingtan: Atkvæðagreiðslu um samþykki vamarmálanefndar Bandaríkja- þings á útnefningu John Tower í embætti vamarmálaráðherra hefur veriö frestaö um að minnsta kosii tvær vikur í kjölfar nýrra ásakana á hendur honum, Atkvæðagreiðslunni var frestað í síðustu viku á meðan alríkislögregla Bandaríkjanna kann- aði ásakanir um óreglu og kvennafar hans. Fyrr í þessari viku komu nýjar ásakanir upp á yfirborðið, í þetta sinn varða þær fiármál Towers er hann átti sæti í öldungadeildinni. Opinberlega hefur ekki verið skýrt frá því í hverju þessar nýju ásakanir felast en ljóst þykir að þær varða að einhverju leyti fiármál Towers á ár- •unum 1981 til 1986. CBS sjónvarps- stöðin skýrði frá því í gær að nafn Towers hefði komið upp í yfirstand- andi rannsókn alríkislögreglunnar á fiármálahneyksli innan varnarmála- ráðuneytisins. Aðrir fiölmiðlar hafa nefnt að um sé að ræða vafasöm framlög í kosningasjóö Towers er hann átti sæti í vamarmálanefnd öldungadeildarinnar. Eins og stendur vita fáir um hvað þessar ásakanir snúast. En ljóst er að þær þykja nógu alvarlegar til að útnefning Towers telst nú tvísýnni en áður. Tower hefur verið umdeildur frá því að hann var útnefndur sem vam- armálaráðherra um miðjan desemb- ermánuð síðastliðinn. Ásakanir um áfengisvandamál, kvennafar og hugsanalega hagsmunaárekstra hafa staðið í vegi fyrir atkvæðagreiðslu þingsins um staðfestingu á útnefn- ingunni. Tower starfaði um rúmlega tveggja ára skeið sem ráðunautur helstu hergagnafyrirtækja Banda- ríkjanna sem eiga mikil viðskipti við varnarmálaráðuneytið. Margir telja að sökum þessa sé hætta á hags- munaárekstrum. En það er einkalíf Towers sem virð- ist einna helst koma 1 veg fyrir sam- þykki vamarmálanefndarinnar. Ásakanir um óhóflega áfengisneyslu uröu þess valdandi að Sam Nunn, formaður nefndarinnar, spurði Tow- er við yfirheyrslumar yfir honum nýverið hvort hann ætti við áfengis- vandamál aö stríða. Svar Towers, sem var neitandi, virðist ekki hafa sannfært Nunn. Formaðurinn sagði að hann hefði áhyggjur af þessum ásökunum og sæi sér ekki fært að styðja útnefningu Towers fyrr en ljóst væri að þær ættu ekki við rök að styðjast. Bush Bandaríkjaforseti kveðst enn styðja ráðherraefni sitt. En margir, sér í lagi demókratar, telja að rétt sé af Tower að draga sig í hlé. Þeir segja að þó að nafn hans verði hreinsað af öllum ásökunum verði erfitt fyrir hann að starfa sem virkur vamar- málaráöherra. Töfin á útnefningu Towers hefur þegar haft erfiðleika í för með sér. Hálfgert ófremdarástand ríkir í vamarmálaráðuneytinu þar sem ákvörðunum um mörg mikilvæg málefni hefur þegar verið frestað. Einn embættismaður sagði í viðtali við Washington Post að starfsemi ráðuneytisins væri í ládeyðu. Hafni þingið útnefningu Towers, sagöi annar, getur töfin, sem óhjákvæmi- lega fylgir leitun á nýju ráðherra- efni, haft alvarlegar afleiðingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.