Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Page 9
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. 9 Utlönd Hertar árásir á Kabúl Sjö manns biðu bana í eldflaugaár- ás sem gerð var á miðborg Kabúl í gær. Skæruliðar hafa nú hert mjög baráttu sína til að tefja fyrir brott- flutningi sovéskra hermanna frá Afganistan en brottflutningi á að vera lokiö á miðvikudag í næstu viku. Eldflaugin sprakk í hópi fólks sem var í biöröð að bíða eftir hveiti og matarolíu frá dreifingarmiðstöð. Afganska sjónvarpiö sakaði skæru- liða, sem reyna nú að bola stjóm Najibullah forseta frá, um að bera ábyrgð á eldflaugaárásinni. Þetta var fyrsta meiri háttar eld- flaugaárásin í borginni eftir rólegt timabil en að undanfömu hefur verið mun minna um skotbardaga og stór- skotahðsárásir í borghuú en vepju- legt er. Sovéska fréttastofan Tass sagði í gær að skæruliðar hefðu gert árásir á varðstöðvar meðfram tveimur veg- um út úr Afganistan þar sem sov- éskir hermenn em í óða önn að víkja fyrir afgönskum félögum sínum. Reuter Lurie telur að brottför Sovétmanna frá Afganistan eigi eftir að verða þeim erfiðari en þá grunar. Niðurskurður áþorskkvðta staðfestur Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa: Sjávarútvegsráðherra Kanada, Tom Siddon, staðfesti í gær að heildarkvóti Labradorþorskstofns- ins yrði skorinn niður um 31 þús- und tonn á þessu ári. í fréttatil- kynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu kemur fram að skipting þorskkvótans milli einstakra fyrir- tækja liggur ekki enn fyrir. Þó er skýrt tekið fram að kvóti báta und- ir 30 metrum að lengd verður ekki skertur frá því sem ákveðið hafði verið. Hann verður 115 þúsund tonn en þess ber að geta að síðustu ár hefur bátaflotinn ekki veitt full- an kvóta. Niðurskurður þessi mun að öll- um líkindum koma harðast niður á Fishery Products Intemational, stærsta fiskvinnslufyrirtæki Ný- fundnalands. Undanfarin ár hefur það fengið úthlutað um 75 prósent af þeim kvóta sem úthlutað hefur verið til togaraflotans. Þá mun kvótaskerðingin einnig koma illa við National Sea Products Limited sem einnig hefur fengið úthlutað úr þessum kvóta. Óánægðir Stórfyrirtækin tvö mega þó að einhverju leyti vel við una þar sem skerðingin er einungis brot af því sem ráðgjafarnefnd fiskifræðinga á Atlantshafssvæðinu lagði til. Út- gerðarmenn og sjómenn á smærri fiskiskipum eru á hinn bóginn mjög óánægðir með ákvörðun ráö- herrans. Um nokkurra ára skeið hafa þeir kvartað yfir því að aukn- ar togveiðar á djúpmiðum væm að þurrka upp þeirra eigin þorskmið. Afli smábátanna fór stöðugt minnkandi frá 1982 til 1986 þegar hann var aðeins 72 þúsund tonn. Á sama tíma jókst togaraafli úr 117 þúsund í 179 þúsund tonn. Síðustu tvö árin hefur þó aðeins rofaö til og afli smábátanna var á siðasta ári 102 þúsund tonn. Að sögn Toms Siddon var ákvörð- unin um minnkun kvótans nvjög erfið. Annars vegar mæltu fiski- fræðingar með því að hann yrði skorinn niður um helming. Hins vegar ylti afkoma mörg þúsund Nýfundnalendinga á því hversu mikið þeim væri heimilt að veiða úr þessum stofni. En þrátt fyrir að skerðingin sé mun minni en fiski- fræðingar mæltu með þykir næsta víst að nokkur hundmð manns missi vinnuna á þessu ári vegna þessa. . Skýringar í skýrslu ráðgjafanefndar fiski- fræðinga á Atlantshafssvæðinu, sem gerð var opinber í gær, em gefnar nokkrar samverkandi skýr- ingar á því hvers vegna Labrador- þorskstofninn er nú áætlaður mun minni en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Aðalskýringin felst í nýjum og nákvæmari gögnum sem aflað hefur verið síðustu tvö árin. Sam- kvæmt þessum nýju gögnum hafa Kanadamenn veitt mun stærri hluta Labradorstofnsins á hverju ári en áður var áætlað og talið er æskilegt. Frá 1984 hafa ákvarðanir um kvótastærð miðast við að veiða um það bil 16 prósent af heildar- stofninum á hverju ári. Síðustu tvö til þijú árin hefur raunveruleg veiði hins vegar nálgast það að vera um 30 prósent af heildarstofninum. Afleiðing þessa hefur verið sú að í stað þess að vaxa um 10 til 15 pró- sent á ári hefur Labradorþorsk- stofninn í raun minnkað úr 1,2 milljónum tonna árið 1984 í um milljón tonn á síðasta ári. Nefnd Séu þessar nýju áætlanir um stofnstærðina réttar verða veiðar í ár um 25 prósent af heildarstofnin- um sem er mun meira en fiskifræð- ingar telja ráðlegt. Hins vegar segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins að þessi minnkun á kvóta Labrad- orstofnsins í 135 þúsund tonn „muni tryggja að stofnstærðin haldist óbreytt.“ Tom Siddon tilkynnti einnig í gær að hann hefði skipaö nýja nefnd sem ætlaö væri það hlutverk aö endurskoða öll gögn sem varða stofnstærðamælingar á Atlants- hafssvæðinu og endurmeta þær aðferðir sem notaðar eru við mæl- ingamar. Nefndin verður ekki ein- ungis skipuð fiskifræðingum frá Kanada heldur hafa fiskifræðingar frá öðrum löndum verið beðnir um að taka sæti í nefndinni. Sendum í póstkröfu »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 Eiöistorgi 11,2. h., Seltj., sími 611055 r ISHOKKI VORUR í ÚRVALI Kylfur,................kr. Hanskar................kr. Brynjur................kr. Olnbogahlífar..........kr. Hnéhlífar.............. kr Hjálmar................kr. Buxur m/st.............kr. Pekkir.................kr, Peysur m/st............kr. Tjörulímband...........kr, Sokkalímband...........kr, Reimar.................kr. 650 -1.950. 4.550. 1.990. 1.550. .1.990. 1.090. 2.750. 50. 2.800. 300. 300. 240. ATH. mjög hagstætt verð! (greiðslukjör á heilum hokkísettum) Listskautar á börn og fullorðna - konur - karla. Verð frá kr. 2.680.- Sendum um allt póstkröfu land Hokkískautar Verð frá kr. 2.370.- STÖÐIN v/Leiruveg, sími 96-21440, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.