Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Löður Aðgerðum ríkisstjórnarinnar hefur verið líkt við hina vinsælu sápuóperu, Löður, sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Eftir síaukinn rugling í hveijum þætti, endaði hann með spurningunni: „Eruð þið rugl- uð? Þið verðið það ekki eftir næsta þátt í Löðri.“ Við svona aðstæður kemur leiðarahöfundum í koll að hafa ofnotað lýsingarorð við aðrar og hversdagslegri aðstæður. Gott væri að eiga hástig lýsingarorðanna eft- ir, þegar komin er ríkisstjórn, sem er mun lakari og skaðlegri en aðrar, er við höfum mátt þola um dagana. Prófessorar, sem sitja á friðarstóli inni í Háskóla ís- lands, búa ekki við þetta vandamál. Ennfremur eru þeir ekki þátttakendur í dægurþrasi stjórnmálanna og hafa ekki heldur óbeinna hagsmuna að gæta sem stjórn- endur eða sérfræðingar samtaka og stofnana úti í bæ. Því gat Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor notað mun sterkara orðalag en venjulega, þegar honum of- bauð. Hann sagði vaxtaaðgerðir ríkisstjórnarinnar vera „feiknarlega óskynsamlegar“ og vísitölubreytinguna vera „óviturlegustu stjórnvaldsákvörðun um árabil“. Þorvaldur taldi í viðtali, sem birtist hér í blaðinu í gær, að nýjustu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ekki aðeins feiknarlega óskynsamlegar og hinar óviturlegustu um langt árabil, heldur væru þær „tíma- skekkja“ og á þeim væri beinlínis „austantjaldsbragur“. Verðlagseftirhtið, sem ríkisstjórnin hefur rekið að undanfórnu undir nafni verðstöðvunar og hyggst reka áfram undir öðru merki, er að mati Þorvalds aðeins gríma til að fela máttleysi stjórnvalda. Það er stundað austan tjalds en ekki í nágrannalöndum okkar. Þorvaldur sagði í viðtalinu, að lækkun vaxta með handafli mundi draga úr sparnaði þjóðarinnar og óhjá- kvæmilega leiða til óhóflegrar seðlaprentunar, sem aft- ur á móti leiðir óumflýjanlega til aukinnar verðbólgu. Hann er þar bara að benda á augljósar staðreyndir. Ríkisstjórn, sem kom halla A-hluta ríkisQármálanna upp í sjö milljarða króna í fyrra með því að stofna millj- arðasjóði og láta almennt eins og hún ætti í rauninni bót fyrir rassinn á sér, er enn með ráðagerðir um að verja ríkisfé í alls konar bjargráð af austrænu tagi. Engin leið er í rauninni að rökræða um bráðabirgða- aðgerðir ríkisstjórnarinnar, hvorki hinar fyrri né hinar sfðari, af því að þær eru engan veginn á vitrænum og ræðanlegum grundvelh. Þær eru úr einhverri furðuver- öld, sem er hvorki í samræmi við reynslu né rök. Engum dettur í hug, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukinnar festu í þjóðlífinu. Þær auka bara rugl- ið og löðrið, sem kemur í veg fyrir, að íslendingar fái frið til að rækta garðinn sinn. Allir vita, að þær munu leiða til nýrra bráðabirgðaráðstafana í apríl eða maí. Erfitt er að sjá, hvers vegna ríkisstjórnin fer ekki frá. Ekki er auðvelt að sjá, hvers vegna hún kýs að sitja og magna upp síaukin vandræði á herðar þjóðinni. Eina skýringin er sú, að ráðherrunum finnist persónulega svo gaman að vera á fjölunum að leika ráðherra. Ástandið er þannig, að ekki er siðferðilega unnt að fara einhverjum silkiorðum um þá staðreynd, að ráð- herramir eru hinir allra dýrustu og rugluðustu jóla- sveinar, sem mátað hafa slíka stóla í manna minnum, og að ríkisstjórnin er í sjálfu sér hreint öngþveiti. Um framhaldslöður sápuóperu ríkisstjórnarinnar má segja, að mestar hkur eru á, að áhorfendur verði enn ruglaðri eftir næsta þátt, sem verður von bráðar . Jónas Kristjánsson Sjálfstætt umhverfis- ráðuneyti Þaö eru aö verða liðnir tveir ára- tugir frá því undirritaður bar fyrst fram tillögu á Náttúruverndar- þingi 1972 þess efnis aö sett skyldi á fót sérstakt umhverfisráðuneyti. Á árunum þar á eftir var slíkum ráðuneytum komiö á fót í mörgum löndum Vestur-Evrópu. Hin Norð- urlöndin hafa fyrir löngu samræmt yfirstjórn umhverflsmála og þar eru nú starfandi sjálfstæð um- hverfisráðuneyti. ísland mun nú vera eina landið í Vestur-Evrópu sem býr við forneskju í stjórnsýsl- unni að þessu leyti og hafa um- hverfismálin hérlendis beðið af því margvíslegan hnekki. Við myndun núverandi ríkis- stjómar gerði Alþýðubandalagið um það tillögu að strax yrði sett á fót sjálfstætt umhverfisráðuneyti. Ekki tókst samstaða um að setja ákvæði þar að lútandi inn í stjórn- arsáttmála en þess í stað var sæst á svofellt orðalag: „Ríkisstjórnin mun fela einu ráðuneyti aö samræma starfsemi hins opinbera að umhverfismálum og komi það til framkvæmda innan árs.“ Skiptar skoðanir í ríkisstjórn Eftir að ríkisstjómin hóf störf kom fljótlega í Ijós að skoðanir vom áfram skiptar um það hvernig standa bæri að framkvæmd þessa ákvæðis málefnasamningsins. Ráðherrar Alþýðuflokksins lögðu- til að umhverfismálin yrðu tengd félagsmálaráðuneytinu en ráð- herrar Alþýðubandalagsins héldu fast við hugmyndina um sjálfstætt ráðuneyti umhverfismála. Á miðstjómarfundi Framsóknar- flokksins í nóvember kom fram til- laga um stofnun umhverfisráðu- neytis en formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson, lýsti því þar yfir að hann myndi í ríkis- stjóm gera tillögu um aö umhverf- ismálin yrðu færð til félagsmála- ráðuneytis, þ.e. taka undir með al- þýðuflokksmönnum. Þessi tillögu- flutningur var óheppilegur og hefði verið eðhlegra að forsætisráðherr- ann leitaði að lausn sem allir stjómaraðilar gætu sætt sig við að athuguðu máh. Næst gerðist það að fram kom hugmynd um 3ja manna nefnd á vegum ríkisstjómarflokkanna til að fjalla um máhð en talsmenn Alþýðubandalagsins bentu á að fyrst þyrfti ríkisstjómin að taka ákvarðandi stefnu um það hvers konar ráðuneyti ætti að setja á fót. Hitt væri handavinna sem auðvelt er að leysa eftir að meginlínur væm orðnar skýrar. Reynslan úr fyrri ríkisstjómum ætti að hafa kennt mönnum að fyrst af öllu verða stjómaraðilar að koma sér saman um hvemig koma eigi umhverfismálunum fyr- ir í stjómsýslunni. Pólitískt viðfangsefni Miðstjóm Alþýðubfindalagsins ítrekaði í nóvember sl. fyrri stefnu flokksins um sjálfstætt umhverfis- ráðuneyti um leið og sett var fram ítarleg stefnumörkun um endur- heimt landgæöa. Þá hefur Alþýöu- bandalagið lagt fram skýr rök fyrir því að ráðuneyti umhverfismála þurfi að vera sjálfstætt en eigi ekki að bindast einstöku fagráðuneyti. Kjallaiiim Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Segja má að slík milhlausn hefði verið áfangi á leið fyrir 10 ámm en þá kom fram thlaga um að færa umhverfismálin í félagsmálaráðu- neytið. Nú væri það hins vegar mildl skammsýni að stíga ekki skrefið tU fuUs og vonandi tekst um það samstaða alveg á næstunni. Rétt er að minna á að fyrir Al- þingi Uggur ágæt þingsályktunar- tilíaga frá þingflokki Kvennalist- ans um stofnun umhverfisráðu- neytis. Ber hún vott um að það eru fleiri en Alþýðubandalagið sem leggja áherslu á að þessu máh verði komið í höfn hið fyrsta. Samtök áhugamanna um náttúmvemd hafa um langt skeið tekið undir þessa kröfu og hún var ítrekuð á aðalfundi Landvemdar sl. haust. Reynsla nágrannaþjóða í framhaldi af aukaþingi Norður- landaráðs um umhverfismál í nóv- ember sl. heimsótti undirritaður umhverfisráðuneytin í Noregi og Danmörku. Þangað hafði ég komið 13 ámm áöur, þá í kynnisferð á vegum Náttúravemdarráðs, en þá vora aðeins liðin örfá ár frá því ráðuneytin vora sett á fót. Það var afar lærdómsríkt að ræöa við forstöðumenn og annað starfs- fólk þessara ráðuneyta og kynnast breytingunum sem oröið hafa á þessu skeiði. Verksvið beggja eru í aðalatriðum hin sömu en skipulag- ið nokkuð mismunandi. Undir danska umhverfisráðuneytið heyra 5 stofnanir (styrelser) á með- an málin era í meira mæh leyst í deildum innan norska ráðuneytis- ins. Starfsmenn umhverfisráðuneyt- isins í Ósló era nú nálægt 1500 tals- ins og auk þess tengjast því 10-A0 starfsmenn í hverju fylki. Deildir ráðuneytisins era 6: Náttúravernd- ar- og útilífsdeild, mengunardeild, skipulags- og upplýsingadeild, al- þjóðadeild, skipulagsdehd og auö- hndadehd. Hverri dehd er síöan skipt niður eftir málefnasviðum, sem era 3-5 í hverri. Álit Brundtland- nefndarinnar í Noregi, eins og í mörgum öðram löndum, er nú unnið að því að end- urmeta umhverfismálastefnu stjómvalda á öllum sviðum í ljósi skýslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Sú álitsgerö var unnin af sérstakri nefnd undir forystu norska forsætisráðherrans Gro-Harlem Brundtland og er við hana kennd. Það er því eðhlegt að stjórn hennar leggi nokkurn metn- að í að fylgja þessu áhti eftir heima fyrir og það virðist raunar gert af framsýni og myndarbrag. Nú er að koma fram í Noregi sér- stök Stórþingsályktun sem við- brögð við samþy.kkt Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál. Er hún undirbúin af nefnd 8 ráðherra sem munu síðan mynda fastanefnd á vegum ríkisstjórnarinnar undir forsæti umhverfisráðherrans. Þýðing umhverfisráðuneytisins norska verður enn meiri en áður eftir þessa endurskoðun, að mér var tjáð. Ráðuneytið hefur með höndum yfirstjóm umhverfismál- anna og ráðgjöf og eftirht gagnvart öðrum ráðuneytum að því er varð- ar umhverfissviðið. Það segir sína sögu um stöðu þessa málaflokks að á fjárlögum ársins 1989 er 24% raunaukning á framlögum th um- hverfismála frá síðasta ári. Rekum af okkur slyðruorðið Meðferð umhverfismála í stjórn- kerfinu hérlandis er löngu orðin til tjóns og vansa. Þess vegna má það ekki dragast að hér verði stofnsett sjálfstætt umhverfisráðuneyti sem geti beitt sér fyrir sókn á þessu afar mikhvæga málasviði. Þótt auðvitað verði að leggja auk- ið fjármagn th þessara mála er auðvelt að sýna fram á hagkvæmni þess aö færa þá mörgu þætti saman í ráðuneyti sem mest varða um- hverfið og nú eru dreifðir víða um stjórnkerfið. Rökin fyrir því að umhverfis- ráðuneyti verði að vera sjálfstætt eru m.a. þau aö umhverfismál tengjast inn í öll fagráöuneyti. Staða umhverfisráðuneytisins verður því ekki ósvipuð ráðuneyti fjármála, að því leyti að um lykil- hlutverk verður að ræða. Þá kröfu verður að gera th ríkis- stjómarinnar að hún láti ekki skammsýni og togstreitu milli ráðuneyta og embættismanna verða th þess einu sinni enn að koma hér á nútímalegum stjómar- háttum í umhverfismálum. Ríkis- stjómin sjálf verður að ráða fram úr þessu máh, það gera engir und- irsátar fyrir hennar hönd. Hjörleifur Guttormsson „Staða umhverfisráðuneytis verður því ekki ósvipuð ráðuneyti fjármála að þvi leyti að um lykilhlutverk verður að ræða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.