Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Qupperneq 1
Leikfélag Akureyrar: Hver er hræddur við Virgmí u Woolf? - frumsýning í kvöld Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir bandaríska leikritahöfundinn Edward Albee. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikárið 1964-1965. Sverrir Hólmarsson hefur unnið nýja þýðingu á verkinu, leikstjórn er í höndum Arnórs Benónýssonar. Tónlistarflutning annast hljóm- sveitin Air Mix. Ingvar Björnsson hannar og stjórnar lýsingu. Leikendur eru fjórir, Helga Bach- mann, Helgi Skúlason, Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert Ingimund- arson. Hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason leika hér gestaleik, en þau eru bæði fastráðnir leikarar við Þjóðleikhúsið. Þetta er í fyrsta skipti sem þau vinna með Leik- félagi Akureyrar. Hins vegar eru þau Ellert og Ragnheiður leikhús- gestum á Akureyri að góðu kunn, en þau hafa bæði tekið þátt í fleiri en einni sýningu á vegum L.A. Höfundurinn Edward Albee fæddist árið 1928 í Washington. Mánaðargömlum var honum komið í fóstur í New York þar sem hann ólst upp og fékk brennandi áhuga á leiklist frá fóst- urforeldrum sínum. Hann stundaði nám við Columbia háskólann en fór mjög snemma að skrifa þótt hann yrði ekki þekktur fyrr en um þrítugt. Árið 1962 var frumsýnt á Broad- way leikrit eftir þenna unga höf- und. Það varð strax ljóst að hér var ekki um að ræða neitt venjulegt Broadway leikrit, enda var Albee þá þegar þekktur í leikhúsheimin- um af einþáttungum sínum í anda absúrdismans, Zoo Story og The American Dream. Fá leikrit seinni tíma hafa komið af stað jafnmiklu fjaðrafoki og þétta fyrsta stóra leik- verk Edward Albee, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um ágæti, boðskap eða til- verurétt leikverksins og jafnvel höfundarins en engum stóð á sama. Hann var ýmist krýndur og kallað- ur til konungsdóms í ríki leikritun- ar, eða dæmdur hættulegur og ómerkilegur, og leikrit hans sögð léleg nútímastæling á Strindberg og fleirum. Helga Bachmann og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Hver er hræddur við Virginíu Woolf? DV/Mynd Páll Kvikmyndaklúbbur íslands hefur starfsemi sína Að undanfórnu hefur undirbún- ingsnefnd starfað að stofnun kvik- myndaklúbbs að tilstuðlan Kvik- myndasafns ísland. Hafa fulltrúar frá Kvikmyndasafni íslands, Félagi kvikmyndagerðarmanna, Kvikmyn- dasamtökunum Grími, Félagi kvik- myndaáhugamanna HÍ og Listafélagi MR verið í nefndinni. Nefndin hefur nú lokið störfum og nefnist klúbbur- inn Kvikmyndaklúbbur íslands. Mun hann hafa á stefnuskrá sinni að sýna merkar og áhugaverðar myndir sem að öðrum kosti kæmu ekki til með að verða sýndar í kvik- myndahúsum hérlendis. Ætlunin er að reka klúbbinn ein- göngu fyrir meðlimi og er hægt að fá hálfs árs skírteini fyrir 1000 kr. í byrjun verður boðin sérstök kynn- ingaráskrift sem gildir frá 18. febrúar til 3. apríl fyrir kr. 500. Aðgangur að einstakri sýningu er kr. 200 og aðeins handhafar félagsskírteina fá aðgang að sýningum klúbbsins. Sýningar a vegum klúbbsins verða á fimmtudögum í Regnboganum kl. 21.00 og 23.00 og á sunnudögum verða aukasýningar ef aðsókn hefur verið mikil. Fyrsta frumsýning á vegum kvik- myndaklúbbsins verður á laugar- daginn og verður sýnd franska kvik- myndin Vettvangur glæps (Le Lieu du Crime) sem fjallar um ungan dreng sem býr með móður sinni frá- skilinni. Hann ber ekki mikla virð- ingu fyrir hinum fjarlæga fóður sín- um, leiðist dekur ömmu sinnar, nær ekki sambandi við afa sinn og á í erfiðu sambandi við móður sína. Þegar afbrotamaður ræðst svo inn í líf þeirra heillast drengurinn af ímynd og lífi þessa manns og á það eftir áð hafa afdrifaríkar afleiðingar bæði fyrir drenginn og móðurina. Leikstjóri Vettvangur glæps er Andre Techiné sem hefur nokkra sérstöðu meðal franskra kvikmynda- leikstjóra. Myndir hans hafa allar Hin þekkta leikkona Catherine Deneuve leikur aðalhlutverkið í Vettvangi glæps. sérstæðan frásagnarmáta og hefur honum reynst erfitt af íjármagna myndir sínar þrátt fyrir verölaun og viðurkenningar. Þegar hefur verið ákveðiö hvaða myndir verða sýndar til 3. apríl og er þar margt forvitnilegra kvik- mynda nýrra sem gamalla. Næst verður sýnd gríska kvikmyndin Bý- flugnabóndinn eftir Theo Ange- lopoulos, síðan koma Karlmenn eftir Doris Dörrie, Núll í hegðun (Zero de Conduite), tímamótaverk eftir Jean Vigo, ein þekktasta mynd Jean-Luc Godard Pierrot le Fou, Rosa Luxem- burg eftir Margarethe von Trotta, Ástfangna konan (L’Amoreuse) eftir Jacques Doillon og að endingu tvær af perlum kvikmyndanna, Jules og Jim eftir Francois Truffaut og Beiti- skipið Potemkin eftir Sergei Eisen- stein. -HK Myrkir músíkdagar: Alan Mandel og dagskrá um Jón Leifs ISSSfi rgSÍAlrar Myrkir músíkdagar halda áfram um helgina. Á laugardag verður dag- skrá um Jón Leifs. Hjálmar H. Ragn- arsson heldur fyrirlestur um tón- smíð hans en Jón Leifs hefði orðið níræður í vor hefði hann lifað. Eftir fyrirlestur Hjálmars verða flutt verk eftir Jón Leifs og eru flytj- endur Kristinn Sigmundsson og Jón- as Ingimundarson píanóleikari, auk þeirra eru flytjendur Bernharður Wilkinson flautuleikari, Einar Jó- hannesson klarínettuleikari, Haf- steinn Guðmundsson fagotleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Inga Rósa Ingólfsdóttir sellóleikari. Tónleikarnir eru í Norræpa húsinu og hefjast kl. 16.00. Á sunnudaginn mun bandaríski píanóleikarinn Alan Mandel leika bandaríska píanótónlist og verða tónleikarnir í Norræna húsinu og hefjast kl. 16.00. Álan Mandel hefur undanfarin ár haldið tónleika um allan heim. Hann er þekktur fyrir þróttmikinn flutning á spennandi og óvenjulegri tónhst. Hann er jafnvígur á nútímatónlist sem og ragtime en er kannski þekkt- astur fyrir flutning á verkum er sjaldan hafa heyrst. Verkin sem flutt verða á tónleikum Alan Mandel eru Airplane Sonata eftir George Antheil, Abandoned bells eftir William Mayer, Fourth Sonata op. 50 eftir Edward McDowell og Sonata no 2 for piano eftir Charles Ives. Auk Alan Mandels kemur fram á tónleikunum Kolbeinn Bjamason flautuleikari. -HK Veitingahús vikunnar: Toppuiinn - sjá bls. 18 Mannakom í Þórscafé - sjá bls. 19 íslands- meistarakeppni í rokkdansi - sjá bls. 19 FÍM-sýnbgá Rjairalsstöðum - sjá bls. 20 Tucker - sjá bls. 30 Leiðsögu- maðurinn - sjá bls. 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.