Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Qupperneq 8
32
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
Mynd- j
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlssoni
^ ]l
Það verða engar breytingar á tveim-
ur efstu sætunum á listanum þessa
vikuna. Wall Street og Fatal Attrac-
tion eru öruggar þar en sakamála-
mynd Roman Polanski á eftir að
þrýsta á þær næstu viku. Hún stekk-
ur úr tíunda sæti í það þriðja. Ann-
ars er tiltölulega rólegt yfir listanum.
Á óvart kemur að Baby Boom hækk-
ar sig á ný. Aðeins eins ný mynd
kemur inn á listann. Það er úrvals-
myndin Cry Freedom sem fjallar um
ástand mála í Suður-Afríku og segir
sögu Stephen Biko sem lést í fangelsi
þar og blaðamanns sem fylgdist með
honum og skrifaöi sögu hans. Út fór
DV-LISTINN
1. (1) Wall Street
2. (2) Fatal Attraction
3. (10) Frantic
4. (7) Baby Boom
5. (4) Vice Verca
6. (5) Colours
7. (4) Moonstruck
8. (9) Suspect
9. (8) Three Men and a Baby
10. (-) Cry Freedom
sakamálamyndin Shakedown eftir
langa veru á listanum.
Skyndikraftur
SUDDEN IMPACT
Útgefandi: Steinar
Leikstjóri og framleiðandi: Clint East-
wood. Handrit: Joseph C. Stinson. Aðal-
hlutverk: Clint Eastwood og Sondra
Locke.
Bandarísk, 1983.113 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Harðjaxlinn Clint Eastwood fer
hér ekki langt út af hinni beinu
braut sem hann hefur ákveðið að
láta hetju sína, Dirty Harry, feta.
Það er í sjálfu sér skiljanleg af-
staða. Skítugi-Harry hefur oröið
honum góð tekjulind og þar að auki
ágæt málpípa fyrir hægri sinnaðar
skoðanir Eastwoods. Um tíma virt- hættulegum glæpamönnum út á
ist hann stefna til póhtísks frama götumar. Um leið bregst það skyld-
en heldur hefur hægst á kappanum um sínum gagnvart borgurunum
eftiraðhannhættisembæjarstjóri. sem verða að reiða sig á Harry og
Skítugi-Harry hefur einfaldar Smith & Wesson.
hugmyndir um það hvemig eigi að Því er ekki að neita að myndir
glíma við glæpamenn. En auk þess Eastwoods hafa yfir sér mikinn
að koma þeim í framkvæmd þarf kraft og einfalda og skýra frásagn-
hann að eiga við hægfara skrif- artækni. Því eru þær oft á tíðum
stofublækur og „misheppnaö" rétt- sérlega ánægjulegar fyrir unnend-
arkerfi. Hvað eftir annað tjáir ur átakamynda þó að um boðskap-
Harry sig um réttarfarið sem gerir inn megi efast.
ekkert annað en að sleppa stór- -SMJ
í röngu umhverfi
OUTLAW OF GOR
Útgefandi: Bergvik.
Leikstjóri: John „Bud“ Cardos.
Aðalhlutverk: Urbano Barberini, Rebec-
ca Ferratti og Jack Palance.
Bandarisk, 1987 - Sýningartími 86 mín.
Outlaw of Gor er framhald kvik-
myndar er bar nafnið Gor. Ekki
þótti sú mynd burðug og ekki bæt-
ir nýrri myndin úr. Framleiðandi
Outlaw of Gor er Cannon-fyrirtæk-
ið sem virðist vera lagst í gerð
ódýrra mynda sem gerðar eru á
nokkrum vikum og til þess ætlaðar
að fara beint á myndbandamarkað-
inn.
Gor er pláneta þar sem lífinu
svipar mest til þess tíma sem við
köllum fornaldir. Aðalpersónan er
Cabot sem er kennari í nútímaþjóð-
félagi á jörðinni. Hann ber hring
einn mikinn og er hringur sá gædd-
ur þeim krafti að hægt er að kaila
á Cabot út úr nútímaþjóðfélaginu
og inn í fomöldina á Gor þegar
mikið liggur við. Þar er hann
þekktur sem frelsari borgarinnar
Ko-Ro-Ba og þar bíður hans prins-
essan fagra, Talena...
Söguþráður sem þessi getur verið
í góðu lagi í ævintýramynd sem
ætluð er til afþreyingar en þegar
jafnklaufalega er staðið að öllu og
hér er er gamanið grátt.
Greinilegt er að allt á að vera sem
ódýrast og leikarar ekki valdir eftir
getu heldur því hversu ódýrir þeir
eru. Undanskilin er Jack Palance
sem ávallt er gaman að sjá þótt
hlutverkið gefi ekki tilefni til átaka.
Það er helst að hægt sé að mæla
með Outlaw of Gor fyrir drengi sem
hafa gaman af skylmingum og öðr-
um hasar og láta sig litlu varða
tæknigalla og söguskort. „i.,.
Kalið hjarta
LEIÐSÖGUMAÐURINN
Útgefandi: Myndbox
Leikstjóri og handritshöfundur: Nils
Gaup. Framleiöandi: John M Jacobsen.
Myndataka: Erling T. Andersen. Aöal-
hlutverk: Mikkel Gaup, Svein Scharffen-
berg og Helgi Skúlason.
Norsk 1988. 93 min. Bönnuð yngri en
16 ára.
Því er ekki að neita að þessi
norska Lappamynd hefur vekið
mikla athygli meðal okkar íslend-
inga og fékk hún töluverða aðsókn
þegar hún var sýnd í kvikmynda-
húsi. Áhuginn stafar af frændsemi,
skyldleika við hangikjötsvestra
Hrafns og síðast, en ekki síst,
frammistöðu Helga Skúlasonar.
Myndin er tekin við óvenjulegar
aðstæður og flutt á máli sem fáir
eða engir skilja. Þrátt fyrir það
tekst mjög vel upp við alla tækni-
vinnu. Þá er söguþráðurinn for-
vitnilegur í einfaldleika sínum.
Hann tjáir í raun hina eilífu bar-
áttu góðs og ills, færða aftur á mið-
aldir á norðurhjara.
Þó að myndin tapi lítillega þokka
sínum við að koma á þröngan sjón-
varpsskjáinn er ekki hægt annað
en að mæla með henni þó ekki
væri fyrir annað en að hún er
„öðruvísi“ en 95% þess efnis sem
býðst í myndbandaheiminum.
-SMJ
Kviðristu-Kobbi á tímaflakki
TIME AFTER TIME
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Nicholas Meyer.
Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, David
Warner og Mary Steenburgen.
Bandarisk, 1979-sýningartími 112 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það er skemmtileg hugmynd sem
hggur að baki Time After Time.
Allir vita að H.G. Wells samdi
skáldsöguna Tímavélin og einnig
er vitað að Kviðristu-Kobbi (Jack
The Ripper) náðist aldrei. Það eina
sem þessir tveir menn áttu sameig-
inlegt var aö þeir voru uppi á sama
tíma.
Það var því snjöll hugmynd hjá
handritshöfundinum og leikstjór-
anum að láta þá hittast Wells og
Kobba og láta þá fara í tímaferðalag
fram í nútímann.
Þessi frumlega hugmynd hefði
auðveldlega getað misheppnast en
Meyer leysir flest vandamálin á
skemmtilegan máta svo úr verður
hin besta skemmtun.
Sögusviðið er London 1893. H.G.
Wells er aö sýna nokkrum vinum
sínum tímavél sem hann hafði
fundið upp. Einn af gestum Wells
er Stevenson læknir. Allt í einu
ryðst lögreglan inn á heimili Wells
til að handtaka Stevenson sem er
enginn annar en kvennamorðing-
inn Kviðristu-Kobbi. Morðinginn
sleppur í tímavélina og hverfur út
í buskann.
Vélin kemur mannlaus til baka
og Wells getur séð til hvaða árs
Kobbi fór og hann á engan annan
kost en að elta hann. Næst erum
við stödd í nútímanum.Wells hefur
upp á Kobba sem kann bara vel við
sig innan um margmennið og held-
ur áfram fyrri iðju.
Hefst nú hinn magnaðasti elt-
ingaleikur. Lögreglan heldur að
Wells sé skrýtinn sérvitringur og
trúir honum ekki. Þetta gerir það
að verkum að Kobbi er ávallt skrefl
á undan...
eHelsti galh við Time After Time
er aö of mikið er um ofbeldissenur
sem gera það að verkum að ekki
er um hreina ævintýramynd að
ræða og söguþráðurinn er of
óraunverulegur th að hægt sé að
tala um sakamálamynd. Skemmt-
anagildi myndarinnar er samt mik-
ið og leikarar góðir með þá Mal-
colm McDowell og David Warner í
broddi fylkingar. Engin er samt
betri en Mary Steenburger sem er
sérlega góð í hlutverki nútíma-
stúlku sem Wells gerir að trúnað-
arvini.
-HK
£1
Hetja í kreppu
OGNVALDURINN
Útgefandi: Myndbox
Leikstjóri: William Tannen. Handrit:
Dennis Shryack og Michael Blodgett.
Framleiöendur: Golan-Globus. Aöal-
hlutverk: Chuck Norris, Brynn Thayer
og Steve James.
Bandarisk 1988. 98 mín. Bönnuö yngri
en 16 ára.
Norris er kraftakarl eins og flest-
um er kunnugt. Af því mótast
myndir hans og ekkert nema gott
um það að segja svo langt sem það
nær. Hann hefur aflað sér nokkuð
margra aðdáenda sem eltast við
myndir hans sem birtast með
reglulegu mhhbhi - þökk sé þeim
frændum Golan-Globus.
Sjaldnast hefur þetta verið
merkileg framleiðsla og því er
margt ánægjulegt að finna í þessari
mynd. Handrit er th dæmis mun
betur úr garði gert en oft áður.
Nokkuð sannfærandi vefur er of-
inn í kringum hefbundið sögusvið.
CASUAL SEX
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjóri: Genevieve Robert.
Aðalleikarar: Lea Thompson og Victoria
Jackson.
Bandarísk, 1988-sýningartími 97 mín.
. Casual Sex er gamanmynd um
tvær hressar stelpur sem hafa að-
eins eitt áhugamál, karlmenn. í
byrjun eru þetta aðeins draumórar
en fljótlega veröur önnur þeirra
djarftækari en góðu hófi gegnir og
fær hún mikla eftirsjá þegar um-
ræða um eyðni nær hámarki. Stöll-
urnar fara því í sumarbúðir til að
hressa andann en þar tekur ekkert
betra við.
Casual Sex inniheldur nokkur
spaugheg atriði en í heildina tekst
ekki að halda þeim léttleika sem til
þarf og eiga aðalleikararnir Lea
Thompson og Victoria Jackson
nokkra sök.
-HK
Morðóður fáviti brýst út af hæli og
leitar skjóls í leikhúsi með mörgum
ranghölum. Hetjulegur lögreglu-
maður er eina von mannkynsins
gagnvart ógnvaldinum. Bara alls
ekki sem verst. -SMJ
«» # l
Tvær úr Tungunum