Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989. 3 DV Bankastjórastöður stjómmálaflokkanna í ríkisbönkunum síðan 1930: Fréttir Atján þingmenn hafa fengið bankasljórastól Bankastjórastólar flokkanna A þessari mynd má sjá hvernig pólitískar veitingar bankastjórastóla skiptast á milli stjórnmálaflokkanna. Hvítir pipuhattar tákna fyrrverandi þingmenn viðkomandi flokka en þeir svörtu aðra flokksmenn. Af þeim 43 mönnum sem skipaðir hafa verið bankastjórar frá 1930 má rekja skipun 41 beint til tengsla þeirra við ákveðna stjórnmála- flokka. Af þeim höfðu 18 setið á þingi. Eins og fram kom í DV fyrir skömmu hafa fimmtán þingmenn verið gerðir að sendiherrum á und- anfómum áratugum. Oftast hefur skipun þeirra verið til þess að tryggja þeim virðulega útgöngu af vettvangi stjómmálanna. í leiðara DV var þetta orðað svo að stjórnmálamönn- um væri með þessum hætti „sparkað út og upp“. En stjómmálaflokkamir hafa yfir öðmm embættum að ráöa en sendi- herrastöðum til að tryggja þing- mönnum útleið af þingi. Þar er skemmst að minnast skipunar Sverr- is Hermannssonar sem bankastjóra Landsbankans og þeirra Geirs Hall- grímssonar og Tómasar Árnasonar sem bankastjóra Seðlabankans. Allt frá því aö skipting þeirra stjómmálaflokka sem við þekkjum í dag á bankakerfmu tók við af helm- ingaskiptum heimastjórnarmanna og Valtýinga hafa stjómmálaflokk- amir átt sína bankastjórastóla. Þeir hafa hver um sig útdeilt þessum embættum til sinna félagsmanna. Helmingur bankastjóra Útvegsbankansvoru fyrrverandi þingmenn Þegar Útvegsbankinn fór á hausinn árið 1987 sátu þrír bankastjórar í bankanum. Þeir voru fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins. Láras Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins frá 1971 til 1985, var skipaður bankastjóri árið 1985. Hann settist þá í stól Jónasar G. Rafnar, sem haföi setið á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1949 til 1971. Jónas var skipaður bankastjóri árið 1963 og tók við af Jóhanni Hafstein, síðar formanni Sjálfstæðisflokksins. Jó- hann varð bankastjóri árið 1952. Þá var fyrir einn sjálfstæðismaður í bankastjóm Landsbankans, Valtýr Blöndal. Valtýr tók við af Jóni Ólafs- syni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins frá 1927 til 1937, árið 1936. Sjötti sjálf- stæðismaðurinn, Gunnar Viðar fyrr- um bankastjóri Landsbankans, var bankastjóri á árunum 1956 til 1957. Sjálfstæðisflokkurinn átti því sex af bankastjórum Útvegsbankans. Þar af vom fjórir þingmenn flokksins. Halldór Guðbjarnason, núverandi framkvæmdastjóri Sam-korta, var skipaður bankastjóri árið 1984 þegar Bjarni Guðbjömsson lét af störfum. Bjarni sat á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn frá 1967 til 1974 og var gerð- ur að bankastjóra árið eftir. Bjarni tók við af Jóhannesi Elíassyni, fyrr- um formanni ungra framsóknar- manna og miðstjórnarmanni í flokknum. Jóhannes varð banka- stjóri árið 1957. Þá var liðinn aldar- fjórðungur síðan að tryggur fram- sóknarmaður sat í bankastjórastóli Landsbankans en Helgi P. Briem, síðar sendiherra, hætti eftir tveggja ára störf árið 1932. Talið er að fram- sóknarmenn hafi stuðlað að skipun Helga Guðmundssonar árið 1931 í stól bankastjóra en Helgi gerðist síð- ar hallur undir Sósíalistaflokkinn. Af fjórum bankastjórum Framsókn- ar hafði einn þeirra setið á þingi fyr- ir flokkinn. Ólafur Helgason tók við banka- stjórastóli Ármanns Jakobssonar árið 1984 og sat þar þegar Útvegs- bankinn varð gjaldþrota. Ármann, sem var sveitarstjórnarmaður á Siglufirði fyrir Sósíalistaflokkinn, tók við af Finnboga Rúti Valdimars- syni árið 1972. Finnbogi sat á þingi fýrir sósíalista frá 1949 til 1963. Finn- bogi varð bankastjóri árið 1957. Þá vora tvö ár hðin síðan Helgi Guð- mundsson, faðir Ólafs, hætti sem bankastjóri en Helgi var hallur undir sósíalisma. Helgi varð bankasljóri árið 1931 eins og áður sagði. Affjórum bankastjórum sósíalista og Alþýðu- bandalagsins haföi einn setið á þingi. Þegar Útvegsbankinn varð gjald- þrota átti Alþýðuflokkurinn engan bankastjóra. Þegar bankinn var stofnaður árið 1930 úr rústum ís- landsbanka var Jón Baldvinsson, formaður Alþýðuflokksins, hins veg- ar geröur að bankastjóra. Þegar hann dó árið 1938 tók Ásgeir Ás- geirsson, þingmaður flokksins og síðar forseti, við stóh Alþýðuflokks- ins í bankanum. Eftir að Asgeir hætti árið 1952 komst enginn krati að í bankanum. Þessir tveir sátu báðir á þingi fyrir flokkinn. Jöfn skipti á Landsbankastjórum milli þriggja flokka Nú sitja þrír bankastjórar í Lands- bankanum. Björgvin Vilmundarson krati, Sverrir Hermannsson sjálf- stæðismaöur og Valur Arnþórsson framsóknarmaður. Valur, sem er miðstjórnarmaður í Framsóknarflokknum, tók við af Helga Bergs um áramótin. Helgi sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1963 th 1967. Hann varð bankastjóri árið 1971 og tók þá við af Svanbirni Frímannssyni. Svan- björn varð bankastjóri árið 1957. Þá var fyrir í bankastjórn Landsbank- ans annar framsóknarmaður; Vh- hjálmur Þór. Vhhjálmur varð banka- stjóri árið 1940 og gegndi því embætti til 1945. Þá varð Vhhjálmur forstjóri Sambandsins og Jón Árnason, mið- stjórnarmaður í Framsókn, tók við bankastjórastólnum. Þegar Vh- hjálmur hætti hjá Sambandinu tók hann aftur við bankastjórastólnum af Jóni. Vilhjálmur sat í bankanum til 1961. Framóknarflokkurinn hefur því átt fimm af bankastjórum Lands- bankans. Þar af hefur einn þeirra setið á þingi. Sverrir Hermannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1971 til 1988, tók í fyrra við bankastjórastóh Sjálf- stæðismanna í Landsbankanum. Þar hafði Jónas Haralz, miðstjórnarmað- ur í Sjálfstæðisflokknum, setið sem bankastjóri síðan 1969. Jónas tók þá við af Pétri Benediktssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins frá 1967 Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson th 1969. Pétur varð bankastjóri árið 1956 þegar hann tók við stólnum af Gunnari Viðar. Gunnar hafði tekið við starfi bankastjóra árið 1948 af Pétri Magnússyni sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1930 til 1948. Pétur varð bankastjóri árið 1941. Af fimm bankastjórum Sjálf- stæðisflokksins í Landsbankanum hafa því þrír þeirra setið á þingi fyr- ir flokkinn. Alþýðuflokksmaðurinn Björgvin Vilmundarson tók við bankastjóra- stóli Alþýðuflokksins í Landsbank- anum af Jóni Axel Péturssyni, sem átti meðal annars sæti í stjórn flokks- ins. Jón tók við embættinu árið 1961 þegar Jóhannes Nordal var gerður að Seðlabankastjóra. Jóhannes varð bankastjóri Landsbankans árið 1959 fyrir tilstuðlan Alþýðuflokksins. Forveri Jóhannesar var Emil Jóns- son, þingmaður Alþýðuflokksins og síðar formaður hans. Emh var bankastjóri frá 1957 th 1958. Hann tók þá við af Jóni G. Maríassyni, fyrrum bæjarfuhtrúa Alþýðuflokksins á ísafirði. Jón varð bankastjóri árið 1943. Af fimm bankastjórum Al- þýðuflokksins í Landsbankanum sat einn þeirra á þingi fyrir flokkinn. Ópólitískar veitingar í embætti banka- stjóra Búnaðarbankans Fyrstu bankastjórar Búnaðar- bankans voru framsóknarmaðurinn Páll Eggert Ólason og sjálfstæðis- maðurinn Pétur Magnússon. Þeir voru skipaðir árið 1930. Pétur sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1930 til 1948. Þegar Páll Eggert hætti í bankanum árið 1932 tók Tryggvi Þórhahsson við. Tryggvi hafði þá setið á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn frá 1923 og gerði það þar th hann stofnaði Bændaflokkinn ári eftir að hann settist í stól bankastjóra. Þegar Tryggvi hætti árið 1935 tók Hhmar Stefánsson framsóknarmaður við og sat th 1962. Þá tók sonur hans Stefán Hhmarsson við starfinu og gegnir því enn. Pétur Magnússon hætti sem bankastjóri árið 1937. Enginn var ráðinn í hans stað fyrr en Magnús Jónsson frá Mel varð bankastjóri árið 1961. Magnús sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1951 til 1974. Hann hætti í bankanum árið 1965 þegar hann geröist ráðherra. Þá var Þórhallur Tryggvason, sonur Tryggva og starfsmaður bankans th langs tíma, ráðinn í hans stað. Þegar viðreisnarstjórnin féll árið 1971 kom Magnús aftur í bankann og tók viö bankastjórastólnum af Þórhahi. Frá því aö Magnús hætti í bankan- um hafa tveir menn verið ráðnir bankastjórar, þeir Jón Adolf Guð- jónsson og Stefán Pálsson. Ráðning- ar þeirra hafa ekki verið túlkaðar sem pólitískar stöðuveitingar. í Búnaðarbankanum hafa setið fimm framsóknarmenn og þar af einn þingmaður og tveir sjálfstæðis- menn sem báðir voru þingmenn flokksins. Framsóknarmenn fjölmennastir í Seðlabankanum Skipti flokkanna á stólum banka- stjóra Seðlabankans hafa ekki verið jafnskýr og th dæmis í Landsbanka og Útvegsbanka. Af þeim níu mönn- um sem gegnt hafa störfum Seðla- bankastjóra era fjórir framsóknar- menn, tveir sjálfstæðismenn, tveir kratar og einn alþýðubandalagsmað- ur. Framsóknarmennirnir eru Vh- hjálmur Þór, fyrram bankastjóri Landsbankans og forstjóri Sam- bandsins, Sigtryggur Klemensson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu og miðstjómarmaður í flokkn- um, Svanbjörn Frímannsson, fyrr- um bankastjóri Landsbankans, og Tómas Árnason, fyrram þingmaður og ráöherra flokksins. Sjálfstæðismennirnir tveir eru Davíð Ólafsson og Geir Hallgrímsson en þeir sátu báðir á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Eins og áður sagði var ráðning Jó- hannesar Nordal í Landsbankann, meðan Seðlabankinn var undirdeild í þeim banka, talin vera fyrir th- verknað Alþýðuflokksins. Auk þess varð Jón G. Maríusson, fyrram bankastjóri Landsbankans og sveit- arstjórnarmaður Alþýðuflokksins, Seðlabankastjóri. Guðmundur Hjartarson, fyrrum formaður Sósíahstafélags Reykjavík- ur, hefur verið eini fulltrúi Alþýðu- bandalagsins og forvera þess í stóli Seðlabankastjóra. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa komist í bankastjórastól Af þessari upptalningu má sjá að af 49 bankastjóraskiþunum frá 1930 má tengja 47 þeirra beint til þeirra fjögurra flokka sem lengst af hafa setið að völdum hér á landi. í nítján tilfellum hafa fyrram þingmenn við- komandi flokka verið skipaðir. Sumir þessara manna hafa setið í fleiri en einum banka. Ahs era það 41 maður sem má þakka banka- stjórastól sinn stjórnmálaflokkun- um. Þar af eru 18 fyrrum þingmenn. Framsóknarílokkurinn hefur feng- ið 18 sinnum bankastjórastól í sinn hlut af þessum 47 tilfellum. Fíórir fyrram þingmenn þeirra hafa fengið bankastjórastarf. Sjálfstæðismenn hafa fengið 15 bankastjórastóla. Þeir hafa látið íyrr- um þingmenn sína fá starfið í 11 th- fehum. Alþýðuflokksmenn hafa níu sinn- um fengið að ráða stöðuveitingum bankastjóra og látið þijá af þing- mönnum sínum njóta þess. Alþýðubandalagið og forverar þess hafa fengið fimm sinnum banka- stjórastól í sinn hlut. Einn þingmað- ur þeirra hefur hreppt hnossið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.