Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Síða 32
r
F R ÉTT/X.S KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
i -----------------------------------------------------
Rilstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989.
Þúsund
skammtar
' af LSD?
Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur
lagt hald á 692 skammta af ofskynj-
unarlyflnu LSD. Búið er að úrskurða
þann sem flutti efnið til landsins í
gæsluvarðhald til 1. maí. Grunur er
um að maðurinn hafl flutt um 1000
skammta til landsins og tekist að
koma hluta þess í umferð.
„Við bregöumst hart við þegar við
fréttum af þessu efni í umferð. Viö
gerðum leit á sjö stöðum og hand-
tókum ellefu manns,“ sagði Arnar
Jensson hjá fíkniefnadeildinni. Ekki
^þótti ástæða til að óska eftir að fleiri
yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Efnið var keypt í Hollandi. Sá sem
kom með efnið, en hann er 27 ára
gamall, hefur áður komið lítillega við
sögu hjá fíkniefnadeildinni. Rann-
sókn málsins er ekki endanlega lok-
ið.
Arnar Jensson var ófáanlegur til
að gefa upp markaðsverð á LSD hér
á landi. Hann sagði að sem betur fer
væri það frekar fátítt að LSD væri á
markaðnum hér. Hann sagði enn-
fremur að svo virtist sem nýir aðilar
■ ^stæðu að dreifingu og innflutningi
efnisins þegar upp um þessi mál
kemst. -sme
Benedikt vill biðlaun:
Hélt að þetta
væri bara grín
- segir þingforseti
Benedikt Gröndal, sendiherra ís-
lands í Stokkhólmi, hefur farið þess
á leit við forseta Alþingis að hann fái
greidd sex mánaða biðlaun frá þeim
tíma þegar hann lét af þingmennsku
árið 1982 og tók við starfi sendiherra.
Krafa Benedikts hljóðar upp á um
800 þúsund krónur.
Benedikt rökstyður kröfu sína á
þá leið að lög um biðlaun alþingis-
manna séu nú túlkuð á annan hátt
en þegar hann hætti á þingi. Þá hafi
verið litið á biðlaun sem tækifæri
fyrir þingmenn til að hætta þing-
mennsku án þess að verða fyrir at-
vinnu- eða tekjuvandræðum. Nú
fengju þingmenn þessi biðlaun þó
þeir færu beint í önnur embætti á
vegum ríkisins. í því sambandi má
benda á þá Sverri Hermannsson og
Albert Guðmundsson.
_ „Ég vil ekkert segja um þetta mál.
Ég hélt að þetta væri bara grín hjá
Benedikt. Annars er Friðrik Ólafs-
’Ton skrifstofustjóri með þetta í at-
hugun,“ sagði Guðrún Helgadóttir,
forseti sameinaðs þings. -gse
Fær stuðning í
þingliði krata
Á þingflokksfundum stjómar-
flokkanna í gær var rætt um tillögu
forsætisráðherra um lausn á hus-
bréfadeilunni. Meginhugmyndin í
þeirri lausn er aö frumvarpið verði
afgreitt sem lög frá Alþingi í vor
en gildistöku laganna frestaö. Er
þá rætt um að fresta gildistökunni
um nokkra mánuði eða alla vega
fram til 1. nóvember, ef ekki leng-
ur.
Einnig vilja framsóknarmenn að
fastmælum sé bundið að ekki fari
hærri upphæð en 10% af kaup-
skyldu lífeyrissjóðanna í húsbréfa-
kerfið fyrst í stað. Þá verður skipuð
milliþinganefnd sem tekur við
ágreiningsefnum og þá sérstaklega
hliðarfrumvarpinu um vaxtabætur
sem framsóknarmenn segja að sé
óunnið enn. Með þessum hætti
verður Alþingi á ný gefinn kostur
á að ræða um húsbréfakerfið. Er
stuðningur við þessa lausn í þing-
flokki Alþýðuflokksmanna.
Þessi lausn dugar til að sætta
sjónarmið Guðmundar G. Þórar-
inssonar, Guðna Ágústssonar og
Ólafs Þ. Þórðarsonar. Afstöðu
Alexanders Stefánssonar verður
ekki breytt, hann er á móti hús-
bréfum. Þá er talið hugsanlegt að
Stefán Valgeirsson komi til liðs við
frumvarpið en hann sagðist í morg-
un geta stutt frumvarpið með
nokkrum breytingum. Hann sagð-
ist ætla að skrifa félagsmálaráð-
herra bréf i dag að hennar eigin
ósk. Þar kæmi meðal annars fram
sú krafa Stefáns að þeir sem væru
i forgangshópi nytu áfram niður-
greiddra vaxta og aö reynt yrði aö
örva byggingarframkvæmdir á
landsbyggðinni.
Það er þvi ljóst að framgangur
frumvarpsins veltur áfram á
stjórnarandstöðunni og horfa þá
stjórnarliðar sérstaklega til
Kvennalistans. Er talið liklegt að
hann styðji málið eða alla vega
tryggi framgang þess með hjásetu.
Að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur
hafa þær kvennalistakonur enn
opinn huga í þessu máli. Þær hafi
þó efasemdir sem hafi ekki verið
eytt en í hádeginu funda þær meö
sérfræðingum um málið.
Að sögn Jóns Sæmundar Sigur-
jónssonar, formanns félagsmála-
nefndar, kemur húsbréfafrum-
varpið ekki frá henni fyrr en í
fyrsta lagi á fimmtudag éða föstu-
dag. -SMJ
Allnokkuð er stðan rauðmagaveiðin hófst sunnan fjalla en grásleppuvertíðin er aftur á móti nýhafin. Karlarnir eru
byrjaðir að hengja grásleppuna upp en mörgum þykir sigin grásleppa herramannsmatur. Sumir kalla það vor-
boða þegar farið er að hengja grásleppuna upp á hjallana við Ægisiðuna i Fteykjavik þar sem þessi mynd var tekin.
DV-KAE
Guömundur J. Guðmundsson:
Stefnir í alls-
herjarverkfall
„Það er alveg á hreinu, eftir þennan
makalausa Dagsbrúnarfund í gær,
að við ætlum ekki í langar og til-
gangslausar samningaviðræður. Það
er alveg nóg komið af þeim. Við vilj-
um samninga strax. Það er komin
slík undiralda í Dagsbrún að hún
verður ekki stöðvuð nema samning-
ar fáist. Og það er alveg á hreinu að
ef við fáum ekki samninga strax
verður verkfallsvopninu beitt og það
fylgja fleiri verkalýösfélög með í
því,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar, í morgun.
Guðmundur átti í gær fundi með
Steingrími Hermannssyni forsætis-
ráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni
fjármálaráðherra. Auk þess ræddu
þeir Guðmundur og Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, saman í gær
eftir félagsfund Dagsbrúnar.
„Ég gerði ráðherrunum grein fyrir
stöðunni og fór fram á það að þeir
gerðu það sem í þeirra valdi stæði
til að koma alvörusamningaviðræð-
um í gang aftur. Ég gerði þeim líka
grein fyrir því hvað myndi gerast ef
við fáum ekki samninga strax. Og ég
held að þeir skilji það að þessi ríkis-
stjórn lifir ekki af allsherjarverkfall
verkalýðsfélaganna í landinu. Ég tel
að í það stefni ef ekki nást samningar
á næstu dögum,“ sagði Guðmundur.
Á morgun hafa samninganefndir
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins verið boðaðar til
samningafundar. S.dór
Skattamál Þýsk-íslenska:
Aukaskattarnir
til innheimtu
Kæru Þýsk-íslenska vegna 50 millj-
óna króna álagðra aukaskatta á ár-
inu 1985 að undangenginni skatt-
rannsókn hefur verið vísað frá og
þarf fyrirtækið því að greiða þessa
aukaálagningu. Ríkisskattanefnd
kvað upp úrskurðinn. Málið er nú
hjá ríkissaksóknara sem ákveður
hvort gefin verður út ákæra á hend-
ur forráðamönnum Þýsk-íslenska.
„Með þessum úrskurði er málinu
lokið og krafan stendur því enn og
er til innheimtu hjá gjaldheimtu-
stjóra,“ sagði Garðar Valdimarsson
ríkisskattstjóri í morgun.
Skattrannsókn fór fram á Þýsk-
íslenska á árinu 1985 á eignum og
tekjum ársins 1984 sem varð til þess
að ríkisskattstjóri bætti 50 milljónum
króna við skatta fyrirtækisins. Þenn-
an úrskurð kærði Þýsk-íslenska. Sér-
stakur ríkisskattstjóri kvað upp úr-
skurð 1987. Þá kærði fyrirtækið til
ríkisskattanefndar. -JGH
LOKI
Heimur versnandi fer:
nú fá prestarnir bara köllun
frá sóknarnefndum!
Veðrið næsta sólarhring:
Kalt
áfram
í dag verður frekar kalt í veðri
á landinu. Bjart veður verður
sunnanlands en hætta er á ein-
hverri úrkomu fyrir norðan.
Ekki mjög vorlegt.
Veourspér DV eru ekkl
byggðar« upplýslngum
frá VeOurstofu (slonds.
Þaar eru fengruir erlendis
BÍIALEIGA
v/FlugvalIarveg
91-61-44-00