Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 12. MAf 1989.
Fréttir
Skýrslugerð um hvalveiðar í vísindaskyni hefur stöðvast:
Getum ekki skilað
öllum skýrslunum
- á fimdi vísindanefndar Alþjóða hv?% ^eiðiráðsins 20. maí
Vegna verkfalls náttúrufræðinga
mun ekki takast að ljúka skýrslugerð
um hvalveiðar okkar íslendinga í
vísindaskyni, sem unnið hefur verið
að. Fundur vísindanefndarinnar
hefst 20. maí næstkomandi.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, sagði í samtali
við DV að enn væri ekki útséð um
hve miklu verður hægt að skila en
það væri ljóst að ekki tækist að skila
öllu því sem til stóð. Sumar skýrsl-
umar eru alveg strand vegna verk-
Hermann Sveinbjömsson:
Styrkur án
formerkja
„Styrkurinn var ekki veittur með
neinum formerkjum. Við styrktum
Magnús þar sem við töldum okkur
geta notað þaö sem hann var að fást
við okkur tíl góða. Við höfðum ekki
hugmynd um aö hann væri að vinna
að hvalamynd eða mynd er mundi
skapa þvílíkan óróa sem raun ber
vitni," sagði Hermann Sveinbjöms-
son, aðstoðarmaður sjávarútvegs-
ráðherra, við DV.
Hermann sagði að styrkurinn hefði
verið veittur úr sjóði sem veitt væri
úr til ýmissa verkefna sem ráðuneyt-
ið vildi „veðja á“. Þar á meöal hefði
veriðmyndagerðMagnúsar. -hlh
Forseti Alþingis:
Lygi, svik
og falsanir
Til deilna kom á Alþingi í gær í
tengslum við fyrirspum um íjár-
stuðning sjávarútvegsráðuneytís við
framleiðanda kvikmyndarinnar
Láfsbjörg í norðurhöfum. Eftir að
sjávarútvegsráðherra hafði upplýst á
alþingi í gær að ráðuneyti hans hefði
veitt kvikmyndaframleiðandanum
fjögur hundmð þúsund króna styrk
tók Guðrún Helgadóttir til máls og
var hvassyrt.
Lauk Guðrún máh sínu með svo-
felldum orðum; „Þetta mál er satt að
segja ein raunasaga. Það getur vel
verið að hún hafi gagnast íslending-
um í þeirra ranga málstað varðandi
umhverfismál í heiminum. Það fer
þá vel á því að lygi og svik og falsan-
ir séu notað til styrktar röngum
málstað. Það er við hæfi og hæfir þar
skel kjafiti.“
Eiður Guðnason átaldi Guðrúnu
harðlega fyrir þennan munnsöfnuð
og sagöist ekki minnast þess að slíkt
orðbragð hefði verið látið átölulaust
afþingforsetumáður. -hv
falls háskólamanna.
Jakob sagði að unnið hefði verið
aö gerð margra skýrslna og væri
gerð sumra þeirra þegar lokið.
„Við munum skila inn þeim skýrsl-
um sem tilbúnar verða þegar fundur-
inn hefst. En þetta lítur alls ekki vel
út, því rniður," sagði Jakob.
Af þeim sex vísindamönnum, sem
unnið hafa að hvalarannsóknunum
og skýrslugerð um þær, eru þrír í
verkfalli. Þeir þrír sem eru í vinnu
starfa aö skýrslugerðinni og sagði
Jakob það gefa u ieið að þeir önn-
uðu ekki sex manna verki.
Sem fyrr segir hefst fundurinn í
vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins 20. maí en fundurinn í sjálfu Al-
þjóöa hvalveiðiráðinu hefst svo í
byrjun júní. Þaö er til vísindanefnd-
arinnar sem skila á þessum rann-
sóknaskýrslum. Hún fer yfir skýrsl-
urnar og skilar síðan niðurstöðum
inn á fund Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Þó svo hægt verði að skila inn ein-
hveijum skýrslum er hætt við að það
veiki stöðu okkar íslendinga hjá ráð-
inu að geta ekki skilað inn öllum
þeim skýrslum sem til stóð. Einnig
óttast margir að andstæðingar hval-
veiða okkar í vísindaskyni muni not-
færa sér þetta og leggja allt út á verri
veg fyrir okkur íslendinga, jafnvel
þótt hægt sé að skýra út fyrir hval-
veiðiráðinu ástæðuna fyrir því að
ekki var hægt að ljúka skýrslugerð-
inni.
S.dór
Ríkisendurskoöun:
Samningur
um Sigló
er afar
sérstæður
í skýrslu ríkisendurskoðunar
um málefni lagmetisverksmiðj-
unnar Sigló hf. kemur fram að
stofnunin telur að þeir greiöslu-
skilmálar, sem Albert Guð-
mundsson, þáverandi fjármála-
ráðherra, veitti fyrirtækinu séu
afar sérstæðir.
í samkomulagi, sem gert var
daginn áður en Albert hætti sem
fjármálaráðherra og varð iðnaö-
arráðherra, er um 50 miDjón
króna skuld Sigló hf. við ríkissjóð
vegna kaupa á fyrirtækinu færð
yfir á skuldabréf til 18 ára. Eig-
endur fýrirtækisins þurftu ekki
aö greiða vexti af bréfinu fyrstu
þijú árin og afborganir ekki fyrr
en eftir fimm ár. Rfkisendurskoð-
un segir að þessir greiðsluskil-
málar „megi teljast afar sérstæð-
ir í viðskiptura sem þessum og
eigi sér vart hliðstæðu hjá ríkis-
sjóði“.
Þó Albert hafi gert þetta sam-
komulag daginn áður en hann fór
úr ráðuneytinu var ekki gengið
frá þessu skuldabréfi fyrr en í
febrúarl986. -gse
Húsbréíafrumvarpiö:
Áfram til
þriðju umræðu
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðheiTa kvaöst í gær bjart-
sýn á að húsbréfafrumvarp ríkis-
stjómarinnar yröi endanlega af-
greitt fyrir lok yfirstandandi
þings en stefnt er að því að þing-
störfum ljúki eftir liðlega viku.
„Ef menn vinna af krafti á þaö
að takast,“ sagði ráðherra í sam-
tali við DV.
Húsbréfafrumvarpið var í gær
afgreitt til þriðju umræðu á Al-
þingi með tuttugu og einu at-
kvæði gegn þrera.
Tillaga um að frumvarpinu yröi
vísað aftur til ríkisstjórnar var
felld raeð tuttugu og einu atkvæði
gegn nítján. Breytingartillaga
Kristins Péturssonar var felld
með tuttugu atkvæðum gegn
fimmtán.
Breytingartillaga, sem borin
var fram af Jóni Sæmundi Sigur-
jónssyni, var hins vegar sam-
þykkt með tuttugu og sex sam-
hljóða atkvæðum. -hv
Njarövík:
Innbrot í
Fristund
Brotist var inn í verslunina
Frístund í Njarðvík aðfaranótt
fimmtudags. Þaðan var mynd-
bandsspólum, öllum gerðum og
tegundum af skafmiðum og fleira
stolið. Verðmæti þýfisins er um
200 þúsund krónur.
Rannsóknarlögreglan í Kefla-
víkfermeðrannsóknina. -sme
u '"V 1
1 sKá\
\
Félagar úr Kennarasambandi Islands voru með kröfustöðu við Alþingishúsið í gærdag. Þeir mynduðu hópa, sem
skiptust á um að standa með kröfuspjöld fyrir framan þinghúsið frá hádegi til klukkan 17.00. í dag verður svo
haldinn samningafundur hjá samninganefndum Kennarasambandsins og ríkisins. Hér á myndinni er Guðrún
Agnarsdóttir alþingismaður að ræða við kennara í kröfustöðunni i gær. DV-mynd BG
Skoöanakönnun Umferöarráös:
Helmingur þjóðarinnar í
fermingarveislum í vor
- en nær enginn fékk bjór
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Gallup gerði fyrir Umferðarráð dag-
ana 21. til 24. apríl síðastliðinn, er
nánast óþekkt að bjór sé veittur í
fermingarveislum hér á landi. Skoð-
anakönnunin náði til 696 manna.
Tæpur helmingur þeirra hafði farið
í fermingarveislu á þessu vori og
aðeins 3 prósent aðspurðra höföu
verið í veislu þar sem bjór var veitt-
ur.
Sex prósent þeirra sem tóku þátt í
skoðanakönnuninni sögöust hafa
setið í bíl eftir 1. mars þar sem öku-
maðurinn hefði drukkið bjór. 93,5
prósent höfðu ekki setiö í bíl þar sem
ökumaðurinn hafði drukkið bjór.
Langflestir, eða 95,3 prósent, vissu
hver boðskapur lagsins „Ég held ég
gangi heim“ er.
-sme
Magnús Guðmundsson líkir þingforseta við óknyttinn götustrák:
Fjárstyrkurinn
„Þessar 400 þúsund krónur, sem
ég fékk í styrk, í tvennu lagi, frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu fóru að lang-
mestum hluta til í gerð myndar sem
enn er ófuUgerð og ber vinnuheitið
í kjölfar víkinganna. Það vildi reynd-
ar þannig til að ég notaði örfáar tök-
ur frá gerð þeirrar myndar í mynd-
inni Lífsbjörg í norðurhöfum. En
styrkurinn var veittur án nokkurra
skilyröa af hálfu ráðuneytisins. Þetta
gefur ekki tilefni til orðbragðs þess
sem þingforseti notaði um mig og
þessa styrki á Alþingi í gær. Mér
finnst ekki sæma forseta Alþingis að
haga sér eins og óknyttinn götustrák-
ur,“ sagði Magnús Guðmundsson
kvikmyndagerðarmaður ■ 1 samtali
viðDV.
Magnús segist hafa sótt um styrk
til sjávarútvegsráðuneytisins í fe-
brúar í fyrra. I umsókn um styrkinn
sagðist hann ekki hafa orðað hvala-
mynd sérstaklega heldur sagðist
ffór ekki til Ufsbjargar
hann vera að vinna að gerð myndar
um útveg og lífsháttu við hafið.
„Þegar ég fékk styrkinn fór mestur
hluti hans í kostnað og ferðalög í
sambandi við upptökur á bátsferð
yfir Atlantshafið. Ég hafði þá lagt
hvalamyndina á hilluna í bili og tók
ekki upp þráðinn við gerð hennar
fyrr en að loknum tökunum fyrir
hina myndina. Þess vegna hef ég
neitaö þegar ég hef verið spurður
hvort ég hafi fengið opinberan styrk
til gerðar Lífsbjargar.“
Magnús segist vonast til að geta
klárað myndina um víkingana í sum-
ar en hasarinn í kringum hvala-
myndina hefur tafið mjög fyrir gerð
hennar. Magnús var einmitt á ferö
til Kaupmannahafnar í gær. Þar hitt-
ir hann félagsfræðinga sem hafa
mikinn áhuga á að ræða áhrif mynd-
arinnar á umhverfisvemdarumræð-
una í Danmörku og hvemig ýmis
náttúmvemdarsamtök hafa snúið
baki við Greenpeace. f næstu viku
hggur leiðin síðan á stóra umhverfis-
vemdarráöstefnu í Frakklandi þar
sem Greenpeacemenn mæta og býst
Magnús við einhverjum átökum.
Hvað varðar fjárhagsstöðuna í kring-
um gerð Lífsbjargar sagði Magnús
að enn væri langt í land þrátt fyrir
sölukipp eftir kvikmyndahátíðina í
Cannes.
-hlh