Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
3
dv Fréttir
TriUukarlamir:
Málið sent
saksóknara
- segir siglingamálastj óri
„Við munum fá skýrslur frá lög-
reglunni og Landhelgisgæslunni og
senda gögnin til ríkissaksóknara sem
ákveður um framhaldið. Það er gert
samkvæmt lögum um eftirht með
skipum. Við vorum að framfylgja
þeim skyldum sem okkur ber. Það
er síðan dómstólanna að ákvarða
hvaða refsingu mennirnir fá,“ sagði
Magnús Jóhannesson siglingamála-
stjóri varðandi mál mannanna
tveggja sem sigldu Völusteini NK100
frá Seyðisfirði þrátt fyrir að lögregl-
an þar væhi búin að setja farbann á
bátinn.
Eins og DV skýrði frá í gær hand-
tóku varðskipsmenn sjómennina tvo
og drógu bát þeirra til Hafnar í
Hornaflrði. Báturinn haföi ekki verið
skoðaður í tvö ár og auk þess var
farbann á honum.
Magnús sagði að frá árinu 1986
hefði Siglingamálastofnun tekið upp
harðari aðgerðir en áöur gagnvart
smærri bátum. Áður var talsvert
ólag á að eigendur smærri báta
sinntu því að láta skoða báta sína.
Magnús sagði að samstarf hefði verið
haft við Landssamband smábátaeig-
enda um að koma lagi á þessa hluti.
Allir bátar, sem eru sex metrar eða
lengri, eru skráningarskyldir og þá
báta verður lögum sanikvæmt að
skoða árlega.
-sme
Hraöfiystihús Patreksfjarðar:
Greiðslustöðvun
í stað uppboðs
Stefán Skarphéðinsson, sýslumað-
ur í Vestur-Barðárstrandarsýslu,
hefur veitt Hraðfrystihúsi Patreks-
fjarðar greiðslustöðvun til þriggja
mánaða. Uppboði, sem vera átti í vik-
unni á eignum Hraðfrystihússins,
hefur verið frestað.
Eigendur Hraðfrystihússins
treysta á að þeir fái fyrirgreiöslu hjá
Atvinnutryggingasjóði og geti með
því bjargað fyrirtækinu frá nauðung-
arsölu. I ljósi þess veitti sýslumaður
þeim greiðslustöðvun til þriggja
mánaða.
-sme
Verðbólgan er
26,8 prósent
Hraði verðbólgunnar er nú 26,8
prósent miðaö við hækkun á fram-
færsluvísitölunni milli apríl og maí.
Grunnur hennar hækkaði um 2,0
prósent milli þessara mánaða. Þar
af má rekja 0,6 prósent til hækkunar
á tryggingargjöldum bifreiða.
Miðað við hækkun vísitölunnar
undanfarna þrjá mánuði er verð-
bólgan nú um 31,5 prósent. Sé miðað
viö hækkun síðustu sex mánaða er
verðbólgan 22,5 prósent. Fram-
færsluvísitalan hefur á síðustu tólf
mánuðum hækkað um 22,3 prósent.
Framfærsluvísitalan er í dag 122,3
stig.
-gse
Nýr prestur
í Kaup-
mannahöfn
Séra Ágúst Sigurðsson lætur af
starfi sendiráðsprests í Kaupmanna-
höfn 1. júní eftir rúmlega sex ára
þjónustu. Hefur hann veriö kallaður
til starfa næstu fjögur árin í Prest-
bakkaprestakalli í Hrútafirði. Hefur
hann störf þar 15. júlí.
Staða sendiráðsprests í Kaup-
mannahöfn hefur því verið auglýst
laus til umsóknar og rennur um-
sóknarfrestur út 28. maí. Séra Lárus
Guðmundsson í Holti við Flateyri
hefur verið orðaður við stöðuna í
Kaupmannahöfn. Hefur hann dvalið
í fræðimannsíbúðinni í Jónshúsi í
vetur.
-hlh
Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar.
Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum
eða jafnvel gangandi.
Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors,
Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni
náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað
göngugarpa og náttúruunnendur.
Comwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins
og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Ciovelly, Lynton og
Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn
dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier.
Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja
sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og
annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta
sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu.
Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala 'og kastalarústir og
í Wales. 1 grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við
\ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í
\ heiminum.
Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með
hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða
Great Gien, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir.
Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá
söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni,
eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt.
jvwnæ
BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ
FLUGLEIDIR