Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
Utlönd
Kosningar undirbúnar
George Bush Bandaríkjaforseti:
Perónistinn Cario Menem, einn forsetaframbjóðenda í Argentiu, í kosn-
ingaferð i Buneos Aires i gær. Simamynd Reuter
Forsetaframbjóðendumir í Argentínu bíða nú sunnudagsins þegar
um 20 milljónir kjósenda ganga að kjörboröinu. Klukkan átta í morgun
að staöartíma gekkí gildi bann við frekari opinberri kosningabaráttu og
lögöu frambjóöendurnir og stuðningsmenn þeirra sig alla fram í gær.
Perónistinn Carlo Menem er taiinn sigurstranglegastur frambjóðenda
og samkvæmt síðustu könnunum var hann með átta prósent forskot.
Frambjóðandi stjómarflokksins, Eduardo Angeloz, hefur átt erfitt upp-
dráttar vegna mikilla efiiahagsörðugieika. Harðar aðgerðir Raul Alfonsin
forseta til að minnka verðbólgu hafa engan árangur borið.
Aðstoðarmaður Wright segir af sér
Einn helsti aöstoðarmaður Jim Wright, forseta bandarísku fulltrúa-
deildarinnar, iét af störfúm í gær í kjölfar mikiliar umræðu um fortíð
mannsins.
John Mack sagði af sér eftir að dagblaðið Washington Post birti langa
grein um árás hans á tvítuga stúlku árið 1973 þegar Mack var nítján ára
gamall. Mack var fundinn sekur og fékk átta ára dóm. Honum var sleppt
eftir 27 mánaða fangelsisvist og var fljótlega ráðinn til starfa hjá Wright.
Wright segir að hann hafi ekki vitað öll tildrög glæps Mack.
Öll umfjöllun fiölmiðla um Mack léttir ekki á Wright en siðanefnd
bandarisfca þingsíns lýsti þvi yfir nýverið aö hann hefði líklega brotið
gegn siðareglum.
Skrifstofur Samstöðu hleraðar?
Fulltrúar Samstöðu, óháðu verkalýðssamtakanna í Póilandi, sögðu í gær
að þeir hefðu fundiö nýtísku hlerunartæki í eiimi af héraösskrifstofum
samtakanna. Einn frambjóðanda samtakanna til þingkosninga sagði að
liklegt væri að öryggislögregla hefði komið hlerunartækjunum fyrir. „Ef
svo er mun reynast erfitt að finna þann er framkvæmdi verkið," sagði
Anna Skowronska, frambjóðandi Samstöðu tíl þingkosninga.
Yfirvöld hófu rannsókn á málinu á miðvikudag, daginn eftir að hle-
runarútbúnaðurinn fannst.
Líkið í heimsreisu
Um eitt þúsund vinir og vandamenn Jag Mohan Singh komu til að vera
viðstaddir jaröarfór hans í Fiji en var þá tilkynnt að líkið væri ekki tii
staðar. Singh iést í Ástralíu en vinir höfðu komiö því svo fyrir að líkið
yrði sent til Fiji. Fuiltrúar ástralska flugfélagsins Qantas sögðu að fyrir
mistök hefði líkið verið sent í heimsreisu Kistan lenti undir farmi af fersk-
u grænmetí og starfsmönnum flugfélagsins yfirsást hún.
Lík Sings komst loks á leiðarenda en hafði í millitíðinni ferðast tii Ta-
híti og Los Angeles svo eitthvað sé nefht.
Passtoors sleppt
Helene Passtoors með bamabarn sltt vlð fangelsið I Suður-Afrlku.
Sfmamynd Reuter
Belgíska konan Helene Passtoors kom í gær heim til Belgíu eftír að
hafa setið í fangelsi í Suður-Afríku í þijú ár. Passtoors hafði verið dæmd
til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa útvegað biökkumönnum vopn.
Við komuna til Belgíu hét Passtoors því að halda áfram baráttunni fyr-
ir blökkumenn í Suður-Afríku. En þegar hún var látin laus hafði hún
lofaö aö á engan hátt hvetja til ofbeldisaðgeröa blökkumanna. Hún var
einnig látin lofa að koma aldrei aftur til Suður-AfrSku né nágrannaríkja
landsins.
Eldgos á Iturup-eyju
Eldfjall á sovésku eyjunni Iturup hafur vaknaö tU lífsins að sögn sov-
éskra fiölmíðla og er það í fyrsta sinn í aldaraðir sem eldfjallið á þessari
eyju gýs. Eidfiahið hefur tvívegis spúið eldi og ösku síðustu daga.
Sendir herlið
til Panama
Ráðamenn í Panama ásökuðu
Bush Bandarí1 "brseta í gærkvöldi
nær um að s, Panama stríð á
hendur en forseuun tilkynnti í gær
að hann myndi senda tæplega tvö
þúsund manna herhð til Panama.
Um 11 þúsund bandarískir hermenn
eru fyrir í landinu. Hermennirnir
eiga að gæta öryggis bandarískra
borgara og hermanna sem eru í
landinu og vinna aö lýðræði. Þá
hvatti forsetinn stjómarhermenn
Panama til að hætta stuðningi við
Noriega hershöfðingja sem í raun er
einráður í Panama.
Ákvörðun Bandaríkjaforseta kem-
ur í kjölfar mikils óróa í Panama
vegna kosninga sem haldnar voru
þar á sunnudag. Forsetinn sagöi í
gær aö hermennimir fæm til Pa-
nama innan sólarhrings.
í gærmorgun ógilti kjörstjórn í
Panama úrslit forseta- og þingkosn-
inganna og bar við m.a. íhlutan er-
lendra ríkja og kosningasvikum.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar,
sem kveðast fullvissir um að hafa
unnið sigur í þessum kosningum
þrátt fyrir yfirlýsingar stjómarinnar
um sigur, segjast munu halda áfram
baráttunni fyrir lýðræði í Panama.
Skoðanakannanir kirkjunnar í Pa-
nama og stjómarandstöðunnar sýna
Bush Bandaríkjaforseta var mikið
niðri fyrir í gær en þá tilkynnti hann
að hann myndi senda um tvö þús-
und manna herlið til Panama vegna
mikils óróa í landinu.
Simamynd Reuter
að fulltrúar stjómarandstöðunnar
hafi unniö mikinn sigur. Forseta- og
varaforsetaframbjóðendur stjórnar-
andstöðunnar voru í gær barðir af
liðsmönnum Noriegas þegar mikil
mótmæli bmtust út í Panamaborg.
Bandaríkjamenn og mörg önnur
ríki hafa ásakaö Noriega um að
reyna að hunsa vilja þjóðarinnar
með því að ógilda niðurstöðurnar.
Ráðamenn í Panama funduðu í gær
um ástandið í landinu en ekkert er
vitað um niðurstöður þess fundar.
Bush kallaði bandaríska sendi-
herrann í Panama heim í gær og hóf
brottflutning Bandaríkjamanna bú-
settra í landinu á öruggari staði eða
úr landi í mörgum tilvikum. Um 50
þúsund Bandaríkjamenn eru búsett-
ir í Panama. í landinu em 14 banda-
rískar herstöðvar og nú um 11.000
hermenn. Þeirra hlutverk er að gæta
Panama-skurðarins en samkvæmt
samningi ríkjanna munu Banda-
ríkjamenn láta Panama í té yfirráð
yfir skurðinum árið 1999.
Samkvæmt upplýsingum hermála-
sérfræðinga eru bandarískir her-
menn um fjögur þúsund fleiri en
stjórnarhermenn Panama og að auki
mun betur vopnaðir. En auk stjórn-
arhersins eru um tólf þúsund liðs-
menn Noriegas hershöfðingja vopn-
um búnir.
Bandaríkjamenn hafa árangurs-
laust reynt að koma Noriega frá völd-
um síðan í febrúarmánuði árið 1988
þegar bandarískur dómstóll fann
hann sekan um aðild að fíkniefna-
sölu.
Reuter
Bandarískir hermenn í Panama eru nú vel vopnum búnir og vakta innganga í allar fjórtán herstöövar Bandaríkjanna
í landinu. Símamynd Reuter
fran-kontra vopnasölumálið í Bandaríkjunum:
Fleiri ákærur á hendur Secord
Richard Secord, fyrrum major í bandariska flughernum, var í gær ákæröur
um níu ákæruatriði auk þeirra sex sem hann á þegar yfir höfði sér vegna
aðildar sinnar að íran-kontra vopnasölumálinu. Simamynd Reuter
Sérstakur saksóknari í íran-kontra
vopnasölumálinu í Bandaríkjunum
tilkynnti í gær aö hann myndi leggja
fram frekari ákærur á hendur Ric-
hard Secord fyrir aðpd hans að ólög-
legri sölu vopna til írans.
Saksóknarinn, Lawrence Walch,
sagði að níu nýjar ákærur hefðu ver-
ið lagðar fram á hendur Secord, fyrr-
um major í flughemum, auk þeirra
sex sem hann hefði þegar verið
ákærður um. Walch sagði að ákær-
umar, sem era meinsærisákærur,
kæmu til vegna framburðar Secords
í þingyfirheyrslum vegna vopnasölu-
málsins sumarið 1987. Hann var
fyrsta vitnið í þeim þingyfirheyrsl-
um. Walch sagði meðal annars að
Secord hefði ekki sagt satt frá hversu
mikinn ágóði hann hefði hlotið af
sölu vopnanna. Secord á þegar yfir
höfði sér sex ákærur vegna aðildar
sinnar að þessu máli.
Einu réttarhaldanna í þessu máli
er nú lokið. Ohver North, fyirum
embættismaður þjóðaröryggisráðs
Bandaríkjaforseta, var fundinn sek-
ur um þrjú af tólf ákæruatriðum.
North og Secord unnu saman að
sölu vopna til írans á árunum 1985-
1986. Hluti ágóðans af þeirri sölu var
síðar veittur á laun til kontraskæru-
liðanna í Nicaragua á þeim tíma er
bandaríska löggjafarþingið hafði
bannað frekari aðstoð til þeirra.
Reuter