Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
11
Utlönd
Carlsson í eldlínunni
Fjórum sinnum á þremur árum hef-
ur Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem væntanlegur er í op-
inbera heimsókn til íslands þann 15.
mai, stokkað upp í stjórn sinni. Og í
hvert skipti hafa horflð af sjónarsvið-
inu nokkrir ráðherrar Olofs Palme,
fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar,
sem var myrtur 28. febrúar 1986.
Ingvar Carlsson hefur sagt að
ástæðan fyrir ráöherraskiptunum sé
þörfm á endurnýjun og að sú tíð sé
liðin þegar ráðherrar gátu setið á
stólum sírium í áratugi. En breyting-
arnar gefa einnig til kynna að Ingvar
Carlsson hafi tekið til greina þá gagn-
rýni sem stjórnin hefur sætt vegna
meðferðar á ýmsum málaflokkum.
Skyldusparnaöur
Tillögur þær sem hann flutti ásamt
Kjell-Olof Feldt fiármálaráðherra á
þingi á miðvikudaginn um tíma-
bundinn skyldusparnað einstaklinga
og fyrirtækja til þess að draga úr
þenslu í efnahagslífinu hafa einnig
sætt gagnrýni. Carl Bildt, formaður
Hægri flokksins, sagði til dæmis að
stjórnin ætti að íhuga afsögn.
En með tillögum sínum er Jafnað-
arflokkurinn á sömu línu og Mið-
flokkurinn hefur áður verið enda
þótt Ingvar Carlsson fullyrði aö eng-
in samvinna hafi átt sér stað. Mið-
flokkurinn hefur reyndar sett skil-
yrði fyrir stuðningi sínum við tillög-
urnar um skyldusparnað sem gera
ráð fyrir að 4 prósent af tekjuskattin-
um verði lögð til hliðar. Formaður
Miðflokksins, Olof Johansson, segir
skilyrðin vera þau að stjórnin haldi
áfram að greiða niður mjólk, auk
þess sem tillagan um hækkun launa-
tengdra gjalda á atvinnurekendur
verði dregin til baka.
Gömul hugmynd
Hugmyndin um tímabundinn
skyldusparnað er ekki ný. Henni var
komið á framfæri af blaðinu Dagens
Industri þar sem stungið var upp á
því að öllum Svíum yrði gert að
spara. Með því væri hægt að komast
hjá því að hækka virðisaukaskattinn
eins og Feldt hafði borið fram tillögur
um. Olof Johansson, formanni Mið-
flokksins, og flokksbróður hans, Ivar
Franzén, leist vel á hugmyndina og
í kjallaragrein í Dagens Nyheter
kváðu þeir hana langtum betri en
hækkun virðisaukaskattsins.
Aðalhagfræðingur Alþýðusam-
bandsins, P.O. Edin, studdi þá og
sagði að skyldusparnaður hefði verið
ræddur innan sambandsins sem
heföi athugað hvernig Danir fóru að
1985. Það fé, sem lagt var inn á reikn-
inga haustið 1985, er enn inni og má
taka það út í þremur áfóngum frá
júlí 1990 þar til í júlí 1992.
Andvígir
Hinir stjórnarandstööuflokkarnir
eru andvígir skyldusparnaði. Bengt
Westerberg, formaður Þjóðarflokks-
ins, sagði hann koma verst niður á
þeim sem ekki hefðu efni á að spara.
Carl Bildt, formaður Hægri flokks-
ins, sagði reyndar að allur sparnaður
væri af hinu góða en allar þvinganir
væru vondar.
Finnum líst ekki verr á hugmynd-
irnar um skyldusparnað en svo að
þeir tilkynntu í gær að svipaður
skylduspamaður gæti orðið aö vera-
leika í Finnlandi þegar í haust ef ekki
hefði tekist að komast að hófsamri
lausn á vinnumarkaðnum. Ilkka Su-
ominen, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, sagði að hægri menn myndu
sætta sig við skyldusparnað ef féð
yrði síðar endurgreitt. Efnahags-
vandræðin í Finnlandi eru svipuð og
í Svíþjóð, of mikil þensla í efnahagslíf-
inu, neyslan er mikil og óhagstæður
viðskiptajöfnuður fer versnandi.
Afsögn
Þrátt fyrir áskoran Bildts á stjórn-
ina um aö segja af sér telja fæstir að
Heitt er nú í kringum Ingvar Carls-
son, forsætisráðherra Sviþjóðar,
vegna tillagna um skyldusparnað.
Teikning Lurie
til þess komi vegria tillagnanna um
skyldusparnað. Önnur mál hafa samt
leitt til afsagnar ráðherra. Þann 7.
júní í fyrra tilkynnti Anna-Greta Lei-
jon, sem þá hafði verið dómsmálaráö-
herra í aðeins átta mánuði, afsögn
sína.
Það var síðdegisblaðið Expressen
sem uppljóstraði að bókaútgefandinn
Ebbe Carlsson hefði, með aðstoð
dómsmálaráðherrans og ríkislög-
reglustjórans, rannsakað upp á eigin
spýtur hveijir gætu verið morðingjar
Olofs Palme. Hann hafði fengið með-
mælabréf frá bæöi Leijon og Nils-Erik
Áhmansson, ríkislögreglustjóranum.
Vegna tilmæla ríkislögreglustjórans
hafði Carlsson fengið eigin lífvorð frá
Stokkhólmslögreglunni. Lifvörður
þessi var gripinn við tollskoðun í
Helsingborg er hann reyndi að smygl-
a til Svíþjóðar ólöglegum hlerunarút-
búnaði.
Dómsmálaráðherrar
Það var meðmælabréfið til Carls-
sonar sem varð fall Önnu-Gretu Lei-
jon. Bréfið var stílað á bresk yfirvöld
og í því stóð að rannsókn Ebbe Carls-
sonar væri á vegum dómsmálaráð-
herrans. Bréfið var dagsett 4. maí en
var fyrst fært í bækur ráöuneytisins
1. júní, eftir uppljóstrun Expressens.
Leiðtogar borgaraflokkanna
þriggja kröfðust atkvæðagreiðslu um
vantrauststillögu á hendur dóms-
málaráðherranum og leiðtogi Vinstri
flokksins kommúnistanna tók síðar
einnig uridir þá kröfu. Áður en af
atkvæðagreiðslunni varð tilkynnti
Leijon afsögn sína.
Hún var þriðji dómsmálaráðherra
jafnaðarmanna sem neyddist til aö
segja af sér. í nóvember 1983 dró Ove
Rainer sig í hlé vegna eigin skatta-
mála. Og í september 1987 hætti Sten
Wickbom í kjölfar flótta njósnarans
Stigs Berling.
Kosningar
Eftir að hafa tekið til eftir sig í
ráðuneytinu hellti Anna-Greta Lei-
jon sér út í baráttuna fyrir kosning-
arnar sem fram fóru um haustið.
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
lofaði henni mikilvægri ráðherra-
stöðu í nýrri stjórn sinni ef hann
sigraði í kosningunum. Það loforð
hans sætti hins vegar mikilli gagn-
rýni úr mörgum áttum og Carlsson
gat ekki staðið við það. Leijon fékk
enga ráðherrastöðu en varð í staðinn
formaður fjármálanefndar þingsins.
í kosningum 18. september fengu
Svíar nýjan þingflokk í fyrsta sinn í
rúm sjötíu ár. Umhverfisverndar-
flokkurinn hlaut 5,5 prósent atkvæða
og þar með 20 menn inn á þing. Jafn-
aðarflokkurinn hlaut 43,7 prósent
atkvæðanna en hafði í kosningunum
1985 fengið 45 prósent. Tapaði flokk-
urinn 3 þingsætum.
Því hafði veriö spáð að Vinstri
flokkurinn kommúnistarnir næöu
ekki þeim 4 prósentum sem þurfti til
að komast á þing. Það kom því á
óvart að fiokkurinn skyldi hljóta 5,9
prósent atkvæða og 2 menn til við-
bótar þeim 19 sem á þingi voru. Mið-
flokknum gekk einnig vel í kosning-
unum. Hann jók fylgi sitt úr 9,9 pró-
sentum í 11,4 og fékk 42 menn kjörna.
Hægri flokkurinn og Þjóðarflokk-
urinn voru þeir sem biðu afhroð í
kosningunum. Fylgi Hægri flokksins
minnkaði um 3 prósent, í 18,3, og tap-
aði flokkurinn 10 þingsætum. Þjóðar-
flokkurinn tapaði 7 þingsætum og
hlaut 12,2 prósent atkvæðanna en
haföi áður verið með 14,3.
Margt þykir benda til aö hin hefö-
bundna blokkpólítík í Svíþjóð, borg-
araleg og sósíalísk, sé að hverfa. Þeg-
ar er farið að tala um ,.hægri blokk-
ina“, sem samanstendur af Hægri
flokknum og Þjóðarflokknum, og
„grænu blokkina" sem í eru Mið-
flokkurinn og Umhverfisverndar-
flokkurinn.
BODI6
HERRAVÖRUR
kynning í dag
skin care húðsnyrtivörur fyrir herra
Cool Water, nýr herrailmur
"Rv T C IAUGAVEGI 46,
UVyJscIC) SÍMI 24494_
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Við óskum þeim
100 íslendingum sem hafa
unnið milljón króna eða meira í Lottóinu
hjartanlega til hamingju. Hundraðasti millj-
ónamæringurinn var einstæð móðir í Bol-
ungarvík, Guðmunda Sævarsdóttir. Því horfa
hún og dætur hennar, Hrund og Brynja Ruth
Karlsdætur, brosmildar mót nýju sumri.
Þú gætir orðið sá næsti, en ...
Það verður enginn
LOTTO-milli án þess
að vera með!