Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989. Spumingin Hvað ætlarþú að gera um hvítasunnuna? Sveinn Kristjánsson: Ég veit það ekki enn, ætli maður verði ekki bara heima hjá sér. Hrafn Vilbergsson tamningamaður: Ég býst við að ég verði heima hjá mér. Sigurður Jónsson nemi: Ég ætla að hggja í leti. Bjarni Þórisson nemi: Ég ætla að fara til vinar míns og við ætlum að fara saman upp í sveit að veiða. Anna Margrét Rögnvaldsdóttir nemi: Ekkert sérstakt nema ef vera kynni að ég brygði mér út að hlaupa. Magnea Ósk Sigursveinsdóttir nemi: Ég ætla á hestbak en ég fékk hest í fermingargjöf. Lesendur BHMR-verkfallið pólitísk árás: Armar Alþýðubanda- lags undirrótin? Páll Halldórsson, formaður BHMR. - Leiksoppur í stríðinu innan Alþýðu- bandalagsins milli armanna tveggja? Kristinn Einarsson skrifar: Það er orðið ógnvekjandi að búa í þessu landi þar sem þjóðlífið ræðst frá degi til dags ef svo má að orði komast .og enginn veit hvar hann stendur fjárhagslega, jafnvel ekki atvinnulega. Þeir sem kosnir eru til að ráða fram úr vandamálum þjóðar- innar, ríkisstjóm og ráðherrar henn- ar, eru gjörsamlega ráðalausir og þora ekki að taka á neinum vanda. - Ríkisstjórnin jafnvel ólöglega til komin þegar öllu er á botninn hvolft. Forsetavaldið ekkert vald í raun og þarf að kyngja þvi að hafa veriö blekkt þegar fullyrt var að meiri- hluti Alþingis styddi ríkisstjómina. Og nú hefur verkfall BHMR staðið í rúmlega 5 vikur og enginn hreyfir hönd né fót til að slá á þær aðgerðir sem þessi hópur hefur tekið upp til aö lama þjóðhflð. Helst er það fjár- málaráðherrann sem hefur þó sýnt ábyrgð með því að standa fast á því að semja ekki um meiri launahækk- anir til eins hóps en annars. Ég get ekki annað en trúað einum kunningja mínum (enda engin raun- hæf eða betri skýring komið á þeirri heift sem einkennir þetta verkfall) sem heldur því fram í fullri alvöru, að hér sé um að ræða harðvítuga árás jafnvel uppreisn innan Alþýðu- bandalagsins að ræða. Innan Al- þýðubandalagsins kvað vera ákveðið „flokkseigendafélag" (ekki síður en í öörum flokkum) sem, ekki hefur séð til sólar síðan Ólafur Ragnar Gríms- son var kosinn sem formaður flokks- ins. Þjóðviljinn reynir að halda uppi andófi gegn formanninum með fyrir- sögnum og innskotum dyggra fylgis- manna fráfarandi formanns („Hvik- um ekki spönn“ segir t.d. á forsíðu þess blaðs 10. þ.m. og innskotsgreinin „Ég hló í Sóknarsalnum" kemur frá kennara nokkrum í blaðinu daginn áður). í stuðningshópi flokkseigendafé- lagsins eru margir menntamenn sem vilja sjá fjármálaráðherra misstíga sig póhtískt. Menntamálaráðherra kvað eiga um sárt að binda eftir brottfor úr formannsstóli og vera ekki eins leitt vegna verkfallsins og hann láti. Öllum syndum er kastað aftur fyrir sig til fjármálaráðherra og honum sagt að hans sé ábyrgðin. - Próf í skólum á hinum og þessum tíma í sumar eru t.d. vonlaus, hvað sem yfirlýsingum menntamálaráð- herra hður og eru þær yfirlýsingar einungis til þess fallnar að vekja fal- skar vonir hjá skólafólki. Það sem kórónar svo allt saman, segir svo kunningi minn, er að for- maður BHMR er kosinn til að hafa að leiksoppi í stríðinu innan Al- þýðubandalagsins og ætlar hvergi að gefa sig fyrr en hann hefur skilað sínu hlutverki í þessari pólitísku baráttu milli flokkseigendafélagsins og fyrrverandi formanns gegn íjár- málaráðherra sem er núverandi for- maður flokksins. - Það er bara engan veginn útséð um hver niðurstaðan verður í þeirri baráttu. Landvarsla í Heröubreiöarlindum: Góðum dreng haf nað Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. - „Hann bar höfuð og herðar yfir aðra ræðumenn," segir bréfritari. Eldhúsdagsumræðumar: Skýringar skorti Jónina Björnsdóttir skrifar: Er hinar árlegu eldhúsdagsumræð- ur fóru fram munu ýmsir hafa lagt við hlustir, mest þó af gömlum vana. Fáir munu líka hafa búist við að þar kæmi fram eitthvað bitastætt, enda að mestu þjarkað þarna um alkunn mál. En þarna eigast við menn sem telja sig ekki neina „venjulega kontór- ista“, svo að vitnaö sé til oröa forseta þingsins, núverandi. - í þeim orðum speglast viðhorf sem skáldið Jón S. Bergmann (1874-1927) vék aö í al- kunnri vísu: Auður, dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist, og menn sem hafa mör og kjöt meira en almennt gerist. En þótt ekki væri mikið á þessum ræðum að græöa mátti heyra aö sumir þingmanna eru allvel máh farnir, enda atvinnumenn á þessu sviði. Höfuö og herðar yfir aðra ræðumenn bar þó utanríkisráðherr- ann, Jón Baldvin Hannibalsson. - Virtist honum kippa mjög í kyn til hins þekkta föður síns sem mestur hefur verið „folketaler" íslenskra stjórnmálamanna. Ástæðan til þess að ég stakk hér niður penna er annars fyrst og fremst sú aö vekja athygli á því að mjög skorti á aö ráðherrar skýrðu frá því á hvern hátt þeir hygöust bregð- ast við þeim mikla vanda sem viö blasir i efnahags- og atvinnumálum. - Heföi forsætisráðherra verið skylt að skýra stefnu stjórnarinnar í þeim málum. Unnar M. Andrésson skrifar: Fyrir ekki löngu las ég grein í DV. Þar var haft eftir góðvini mínum og „fjallafélaga", Hreini Skagíjörð, að hann væri bæði bálreiöur og sár vegna óréttlætis sem honum hefur verið sýnt, er honum var hafnað sem landverði í Herðubreiðarlindum. Ég hélt satt að segja að þetta hlyti að vera einhver misskhningur. En það reyndist því miður ekki vera (eða hvað?). Þegar mér skhdist að svo var ekki varð ég líka reiður, meira að segja fjúkandi vondur. En þar sem ‘ reiðin er hin neikvæði hluti tilfinn- inga okkar og leiðir ekkert gott af sér ákvað ég að stilla mig og hugsa mál- ið áður en ég léti þessa athugasemd mína frá mér fara. Forsendur þær sem á viröist byggð sú ákvörðun að reka rýtinginn í bak- ið á Hreini vini vorum eftir sjö ára dygga og óeigingjarna þjónustu, sem alhr landveröir ættu að taka sér til fyrirmyndar (og sumir eflaust gera), eru hlægilegar og hreint og beint aumkunarverðar vegna þess hve haldlausar og ómerkilegar þær eru. Að bera það á borð að sjálfur „fjalla-Eyvindur" Herðubreiðarlinda (Hreinn) þurfi allt í einu að fara að sækja námskeið til að kynna sér þann stað, sem hann hefur annast af ástúð og með ánægju í 7 ár, er álíka fáránlegt og að senda háskólamennt- aðan mann aftur í barnaskóla. Ég veit að flestir þeir starfsfélagar mínir sem vinna við að sýna ferða- mönnum landið okkar fagra eru mér hjartanlega sammála þegar ég full- yrði að á fáa staði á hálendinu hefur verið eins gott að koma og í lindirnar til Hreinsa. Þar hafa hlýjar móttökur og frábær þjónusta á alla lund aldrei brugðist. Ég vh að lokum lýsa undrun minni á eindæma heybrókarhætti forstöðu- manna Ferðafélags Akureyrar í þessu máli. Ég hef alltaf skilið orðið „félag“ sem samtök margra aðha með ákveðinn styrk, stefnu og at- kvæðarétt að markmiði. Ef styrkur ykkar er ekki meiri en svo að þið látið einhvern „allsherjargoða" í Reykjavík sparka einum ykkar besta manni út úr umhverfi sínu þá er skömm ykkar mikil en lítil virðing. Hreinn Skagfjörð á ekki að gjalda þess þótt Náttúruverndarráð þurfi að losna við einhverja „óþægðar- peyja“ úr Skaftafelli noröur fyrir jökla. Þetta mál hefur mikiö verið rætt í okkar hópi, svo og að manna- val Náttúrverndaráðs í landvarðar- stöður síðustu 3^4 ár hefur ekki allt- af verið til aö hrópa húrra fyrir. Geymi kvittanir frá RÚV G.G. skrifar: Ég las í DV hinn 5. þ.m. grein frá K.Á. um inheimtu Ríkisútvarpsins, þar sem henni er ekki vönduð kveðjan. í þessu sambandi minnist ég þess er ég þurfti fyrir um þremur eða fjórum árum að fá leiðréttingu á ársgreiðslu en ég haföi verið skuld- færður og greitt töluvert umfram tilskilda ársgreiðslu. Ég fór með mínar kvittanir þessu til sönnunar en innheimtustjóri og starfsfólk brást við meö ólíkindum og var mér að lokinni 15-20 mín- útna biö loks endurgreitt það sem ég átti inni og peningunum nánast kastað í mig. ~\Það var langur vegur frá að ég væri beöinn afsökunar. - Síðan geymi ég ahar kvittanir, frá þessari stofnun einni, í sex ár. Hringiðísíma 27022 millikl. 10ogl2eðaskrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.