Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SÍMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Gengið veltur Gengi krónunnar hefur nú veriö fellt um hálft annað prósent. Þetta þykir ekki mikið. En jafnframt var viður- kennt 2,25 prósent gengissig, sem varð skömmu eftir 2,5 prósent gengisfellinguna í febrúar, og ennfremur veitt heimild til að láta gengið síga um 2,25 prósent til við- bótar. Það verður líklega á næstunni. Gengið hefur ver- ið fellt þrívegis á þessu ári til viðbótar gengissigi, eins og það hefur verið kallað. Gengi krónunnar hefur alls verið fellt á þessu ári um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadollar. Ríkisstjórnin stendur því engan veg- inn við síendurtekin fyrirheit sín um að feUa gengið ekki. Orð ráðherra um slíkt eru markleysa. En ekki nægir að ásaka stjórnina fyrir þetta. Orsökin felst í öðru. Hún felst í því, að ríkisstjórnin hefur með stefnu sinni leyft verðbólgunni að rása. Mönnum er illa við gengisfellingar. En lítið stoðar að reyna að halda geng- inu föstu, meðan verðbólgan vex og er margfalt meiri en í helztu viðskiptalöndum okkar. Þegar slíkt misvægi verður milli verðbólgu í hinum ýmsu löndum, kemur ekki tU greina annað en að fella gengið. Því er það á sviði verðlagsmála, sem ríkisstjórnin ber sökina. Meðal annars þess vegna komast útflutningsatvinnuvegir í þrot. MiUifærsluleiðir stoða ekki. Þær gera illt verra. En gengisfelhng er ekki aUra meina bót, svo óhjákvæmi- leg sem hún er. Hún magnar sjálf verðbólgu. Sífelldar gengisfelhngar nú eru því enn eitt dæmið um, hversu ríkisstjórninni hefur mistekizt stjórn efnahagsmála. Atvinnuvegirnir vildu flestir meiri gengisfellingu en orðin er, tU dæmis 10-15 gengisfeUingu nú í stað þeirrar Utlu feUingar, sem samþykkt var. Fulltrúar útflutnings- atvinnuveganna hafa rétt fyrir sér um það, að meiri gengisfellingu þarf. Því veldur verðbólgan innanlands ásamt launahækkunum. En ekki má fara að ýtrustu kröfum útflutningsatvinnuvega um gengið. Við skulum minnast þess, að breyttir atvinnuhættir hljóta að valda því, að til dæmis frystihúsum fækki. GengisfeUing má því ekki taka mið af því, að hinum slökustu frystihúsum verði haldið gangandi. í ríkisstjórninni er mismunandi afstaða til gengis- mála. Fyrri reynsla margra ára segir okkur, að Framsókn- arflokkurinn tekur mest tillit til SÍS. Þessi flokkur hefur því jafnan viljað ganga lengra en aðrir í gengisfellingu. Það gerist vegna sérstaks áhuga flokksins á að gera það, sem Sambandið biður um. Frystihús Sambandsins eru sum meðal þeirra, sem verst standa. Alþýðuflokkurinn hefur að sumu leyti hallast að fast- gengisstefnu. í því felst, að nánast sé ekki fellt gengi krónunnar. Hugmyndin að baki þessu er að grisja veru- lega í útflutningsgreinum okkar. En fylgismönnum fast- gengisstefunnar hættir til að ganga of langt og valda tjóni. • Alþýðubandalagsmenn hafa verið tregir til að lækka gengi krónunnar. Þeir hafa yfirleitt litla samúð með kvörtunum fuíltrúa útflutningsgreinanna. Alþýðu- bandalagsmenn eru tengdir verkalýðshreyfmgunni og því yfirleitt andvígir gengisfellingu. Af þessu sést, að ýmissa grasa kennir í stjórninni. Þó fara deilur um þetta ekki hátt að sinni. Menn sjá annars lítinn mun á afstöðu núverandi stjórnar og fyrri stjórna til gengis krónunnar. En gleym- um ekki, að gengislækkun stafar af mistökum á öðrum sviðum. Haukur Helgason Það hefur margoft komið í ljós í þeim hneykslismálum, sem upp hafa komið í Bandaríkjunum, og reyndar víðar, að stjórnmálamenn geta komist upp með næstum hvað sem er, annað en ljúga að almenn- ingi. Þau hneyksli, sem mesta at- hygh hafa vakið, hafa verið í þvi fólgin að ráðamenn sögðu ósatt, þeir hafa orðið að segja af sér vegna þess en ekki sjálfra brotanna. Profumohneykslið í Bretlandi 1963, sem nú er verið að rifja upp í fjölmiðlum, snerist um það að Profumo landvarnaráðherra laug að þinginu um samskipti sín við gleðikonur ki aðallega sam- skiptin sjá ■ sjálft Watergate- málið, það i sli aldarinnar sem öll önnur eru .niðuð við í Banda- ríkjunum, snerist að lokum um það að Nixon forseti laug aö þjóðinni um það að hann hefði ekkert vitað um málið fyrr en mörgum mánuð- um eftir innbrotið í Watergate. „Forsetarnir eru sloppnir en Oliver North situr í súpunni...“, segir m.a. í grein Gunnars í dag. Að Ijúga og kom- astuppmeðþað Það kom í ljós að hann vissi um það og hvernig það tengdist starfs- mönnum hans strax nokkrum dög- um síðar. - Vegna þessara ósann- inda varð hann að segja af sér. All- ar þær ávirðingar, sem til voru tíndar á Nixon og menn hans, skiptu litlu máli þegar til kom og það eitt, að hann hafði logið, neyddi hann til afsagnar. Ótal fleiri dæmi um þetta mætti tína til. Það er eins gott að ekki hafa allir Bandaríkja- forsetar þurft að bera af sér opin- berlega ýmsar sakir sem á þá hafa verið bornar. Fjölmiðlaveislur Það er ólíklegt að John F. Kennedy hefði getað sagt sannleik- ann um kvennafar sitt opinberlega og Lyndon Johnson var aldrei kraf- inn sagna opinberlega um misnotk- un sína á sinni aðstöðu til aö tryggja hag fyrirtækja sinna í Tex- as. Reyndar voru þá aðrir tímar og fjölmiðlar ekki eins aðgangsharðir og þeir hafa verið eftir Watergate. En nú eru gerðar afdráttarlausar kröfur um heiðarleika á öllum sviðum, svo afdráttarlausar að jaörar við fáránleika. Fjölmiðla- menn í Bandaríkjunum dreymir marga um að endurtaka leikinn þegar Nixon var lagður í einelti og að lokum hrakinn úr embætti og þeir steypa sér eins og hrægammar yfir hverja þá opinberu persónu sem einhver von er um að finna höggstað á og fáir eru svo heilagir í líferni sínu að ekkert megi aö finna. Þetta er farið að há Bandaríkja- mönnum, þeir fá ekki orðið hæf- ustu menn til æðstu embætta vegna þess hreinsunarelds sem þeir verða .að ganga í gegnum í þingnefndum og fjölmiðlum. Fjöl- miðlamenn komust í feitt í fyrra þegar eitt hæstaréttardómaraefni Reagans álpaðist til að viðurkenna aö hann hefði fiktað við að reykja marijúana á skólaárum sínum. Þar með var hann úrskurðaður óhæfur dómari. Um þetta eru ótal dæmi en ekk- ert jafnast á viö þá veislu sem verð- ur í fjölmiðlum ef grunur leikur á að sjálfur forsetinn hafi ekki hreint mjöl i pokahorninu. iran-kontra-málið Nú er komið í ljós í réttarhöldun- um yfir Oliver North undirofursta að Reagan, fyrrum forseti, og Bush, núverandi forseti, hafi báðir sagt ósatt um hlut sinn í því máli. En þá bregöur svo undarlega við að almenningur er áhugalaus. - Það vill svo heppilega til aö íran- kontra-máhð er orðiö gamalt og þvælt. Sakir, sem hefðu nægt til að KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður knýja Reagan til afsagnar í fyrra eða hittiðfyrra, vekja nú engan áhuga lengur, fólk hefur um annaö aö hugsa. Bandarískir fjölmiðlar hamast við að greina frá þessu en undirtektir eru daufar. - Reagan er sloppinn og áhuginn á að ganga í skrokk á Bush er enn ekki vakn- aður til fulls. En ef það sem nú er vitað hefði komið fyrir almannasjónir fyrir einu eða tveimur árum er óvíst aö Reagan hefði sloppið. Heppnin hef- ur alltaf verið með honum og er enn. North hefur sýnt fram á það að Reagan vissi allt um og lagði á ráðin um að fara í kringum bann þingsins við aðstoð við kontra- skæruliða í Nicaragua og Bush átti virkan þátt í tilraunum forsetans til aö fá Hondúras til að styrkja skæruliöa gegn því að Hondúras fengi aukna aðstoð frá Bandaríkj- unum sem eitt og sér er lögbrot því að slík milliganga þriðja aðila er bönnuð í lögum. Þaö eina sem Reagan vissi ekki fyllilega um var sá angi málsins sem sneri að vopnasölu til írans tjl að íjármagna skæruliðana. En nú er komið í ljós að það var aðeins minni háttar atriði, aðalmálið er lítilsvirðing Reagans á þinginu með því að sniðganga banniö fyrir milli- göngu stjórnar Hondúras. Þetta er nú sannað mál og hefði að öllum líkindum kostaö Reagan embættið í hittiðfyrra. Bush sleppur líklega líka; hann var ekki orðinn forseti þegar hann gekk erinda Reagans í Hondúras og hann þverneitar að hafa logið. Síöan á tímum Nixons hefur eng- inn forseti tekið samtöl sín upp á segulband svo að óhægt er um vik að sanna lygar á Bush eftir að hann varð forseti. En þetta skiptir litlu máli nú orðið, forsetarnir eru sloppnir en Oliver North situr í súpunni þar sem hann átti alltaf að vera í stað þess að ásaka yfirboð- ara sína - aö þeirra áliti að minnsta kosti. Allt hefursinntíma Þetta sýnir ásamt fleiru hversu miklu skiptir að hneykslismál komi upp á réttum tíma. Hneyksli, sem enginn hefur áhuga á, er ekk- ert hneyksli. Fjölmiðlar og þing- nefndir beina allri orku sinni að einu eða tveimur hneykslum í einu og áhuginn dettur niður á milli. Það er happdrætti hver lendir í hneyksli og hver sleppur. John Tower var óheppinn og eftir að gengið var af honum dauðum datt niöur áhuginn á öllum öðrum ráð- herrum í stjórn Bush. Þannig hefur þetta lengi veriö. Eltingaleikur fjöl- miðla viö Edward Meese, fyrrum dómsmálaráðherra Reagans, gerði öðrum háttsettum embættismönn- um kleift að stunda sína spillingu í hans skjóli. Minni spámenn kom- ust ekki að í fréttunum. Áhuginn gengur í bylgjum. Það er líka erfitt að vera að æsa sig út af einhverri ógæfu sem fram- in var fyrir tveimur árum; það er sagnfræði en ekki frétt lengur. Þótt nú sé vitað að Reagan laug að þjóð- inni og var alls ekki eins sljór og sinnulaus í embætti og látið’var að liggja er það einfaldlega ekki frétt- næmt. Þar með ætti að sjást að tímasetningin skiptir öllu. Það sem nú er komið í ljós í íran- kontra-málinu hefði gert banda- rísku þjóðina æfa af hneykslun fyr- ir tveimur árum. En almenningur nennir ekki aö hneykslast núna, sá tími er liðinn. Önnur hneykslis- mál bíða á næsta leiti. Reagan komst upp með að ljúga að þjóðinni en það er búið aö fyrirgefa honum. - Það er ekki sama hver í hlut á. Gunnar Eyþórsson „En nú eru gerðar afdráttarlausar kröfur um heiðarleika á öllum sviðum, svo afdráttarlausar að jaðrar við fárán- leika.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.