Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
15
Einkavæða hluta af
kjaradeilunni?
Kjaradeilur eru mjög alvarlegt mál
á íslandi. Nú eru uppi deilur sem
virðast vera komnar í hálfgerða
„pattstöðu“. Ekki dettur mér í hug
að halda því fram að lífskjör þeirra
sem eiga í kjaradeilu nú séu nægi-
lega góð.
Mér kemur til hugar að eitthvað
af þessum deiium megi leysa með
aukinni einkavæðingu, þ.e. ein-
hverjir þeirra sem nú standa í deil-
um stofni sér fyrirtæki og selji
þjónustu sína i útseldri vinnu með
svipuðum hætti og t.d. verkfræði-
stofur, bifreiðaverkstæði, rafvirkj-
ar o.fl.
Þetta er engin alhæfmg og ég bið
fólk í guðanna bænum að skoða
hugmyndina með jákvæðu hugar-
fari. Það er mín persónulega skoð-
un að einkarekstur sé heppilegri
heldur en ríkisrekstur og þar sé
framleiðni pr. starfsmann hærri
sem gefi aftur möguleika á betri
launakjörum.
Vandamálið er verðbólgan
Kjaradeilur með þeim hætti sem
nú er eru farnar að skapa alls kyns
vandræði. Ef deilurnar leiða til
tjóns þá skerðast einfaldlega mögu-
leikamir til að bæta lífskjör. Góöur
maður sagði eitt sinn:
„Tveir menn róa til fiskjar. Þeir
fiska tíu fiska. Þessir menn skipta
aldrei nema tíu fiskum í fjörunni."
Það versta við verkföll eins og nú
er að þau eru farin að valda þriðja
aðila verulegu tjóni í mörgum til-
fellum. Til dæmis nemendum,
kornbændum, fiskeldismönnum
o.fl. Verkfóll með þessum hætti eru
orðin úrelt baráttuaðferð. Þetta
KjaUarinn
Kristinn Pétursson
alþingismaður
skilar ekki bættum lífsjörum.
Vandamálið á íslandi er verð-
bólgan og óstjórnin i efnahagsmál-
um. Verðbólgu og peningalegri
óstjórn fylgir síðan svimandi hátt
verðlag, offjárfesting vegna alls
kyns spákaupmennsku eins og
væntingar um gengisbreytingar,
sífelldra verðhækkana, hraða og
stress við allar framkvæmdir (áður
en allt hækkar) o.fi. Allt veldur
þetta síðan þenslu og vaxtahækk-
unum. Þetta er hið raunverulega
vandamál.
Besta kjarabót, sem hægt væri
að fá, yæri stjórn á efnahagsmálum
þjóðarinnar þannig að jafnvægis-
ástand næðist á fjármagnsmörkuð-
um og jafnvægi næðist í utanríki-
sviðskiptun (engin viðskiptahalli).
íslendingar eiga svo miklar auð-
Besta kjarabótin
Komum aftur að upphafmu. Ég
vil biðja verkfallsfólk og fleiri að
hugleiða það jákvætt að kannski
megi bæta launakjör einhverra
með aukinni einkavæöingu þar
sem í því felst aukin framleiðni.
Þaö gæti a.m.k. hentað einhvers
staðar. En annars staðar hentar
það ekki, það er mér ljóst. Þar sem
svo er er besta kjarabótin heilbrigð
stjórn efnahagsmála sem aftur leið-
ir til lægra vöruverðs. Vona ég svo
að þessi verkfallsdeila megi leysast
sem fyrst.
Kristinn Pétursson
„Handstýrð" umferð. - Týpískt dæmi ríkisafskipta, segir m.a. í greininni.
lindir að þetta er vel hægt.
Staðreyndin er bara sú að stjórn
efnahagsmála hér á landi hefur
verið of sósíalísk (of mikil miðstýr-
ing). Ástæðan fyrir því er sú að
fijálslynd stjórnmálaöfl hafa ekki
fengið nægilegt fylgi hér á landi.
Ríkið í umferðinni
Ég heyrði góða sögu af ríkisaf-
skiptum um daginn. Á ákveönum
gatnamótum í Reykjavík (fjölförn-
um gatnamótum) bila stundum
umferðarljósin. Nú, önnur gatan
er aöalbraut en biðskylda í hinum
áttunum. Málið er þetta: Ef enginn
lögregluþjónn lætur sjá sig þá
skrönglast þetta einhvern veginn.
Ef hins vegar lögreglan fer að
„handstýra" umferðinni þá mynd-
ast langar umferðarstíflur! Týpískt
dæmi ríkisafskipta.
„Það versta við verkföll eins og nú er
að þau eru farin að valda þriðja aðila
verulegu tjóni 1 mörgum tilfellum.“
Sönglagakeppnin og þjóðlög
í síðustu söngvakeppni Eurovisi-
on brá svo við að íslendingar voru
lægstir, fengu ekkert atkvæði.
Höfðum við þó aldrei verið hátt
skrifaðir þar. Hvaða ályktun er
hægt að draga af þessu um íslend-
inga sem tónlistarþjóð?
Þéttbýli og dans
í dómnefndum Eurovision er fólk
úr öllum aldurshópum og þjóðfé-
lagshópum. Því verður tóniistin að
höfða til þeirra allra, fara milliveg-
inn milli þeirra tónlistarstrauma
sem það hefur ahst upp við, svo
sem valsa, popptónlistar,
klassískrar tónlistar, lúðratónlist-
ar og þjóðlaga.
Hér nýtur ísland þess ekki að
vera bókmenntaþjóð, fiskveiðiþjóð,
ósökkvandi flugmóöurskip eða
efnahagslega þróað land. Það sem
hefði þurft fremur væri þéttbýli um
aldaraðir. Þannig hefði þurft að
þróast fjölbreytt dansmenning til
forna, ásamt undirspili á hljóðfæri.
En hér var fremur lítiö um dans
og þá oftast bara sungið með; tilefn-
in voru fá þar eð fólkið var svo
dreift að það gat ekki komið saman
daglega heldur bara nokkrum
sinnum á ári.
Árangurinn er sá að við sitjum
uppi með rímur og hringdansa-
söngva og langspilstónlistin er
týnd. í kjölfarið verður frumsamda
dægurlagatónlistin síðan fullmikiö
í ætt við rímnasöngl: mikil áhersla
lögð á laglínu og texta en fábreytt
KjaUariim
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
undirspil. Auðvelt hefur verið að
greina hina áberandi einstreng-
ingslegu rímnasöngsarfleið okkar
í framlögum okkar til Söngva-
keppni evrópskra útvarpstöðva.
sérstaklega hjá Sverri Stormsker.
Hinum þátttökuþjóðunum hefur
tekist að byggja á miklu fjölbreytt-
ari arfleið en okkur.
Tóniistin jafngömul
útvarpinu?
Auðvelt er að fallast á að sú teg-
und af tónlist, sem við þurfum fyr-
ir Eurovision-keppnina, þ.e. borg-
menningartónlist, hafi ekki náö
fótfestu hjá íslenskum almenningi
fyrr en með tilkomu útvarpsins
1930. Eftir það hafi orðið grundvöll-
ur fyrir innlendri þróun, í formi
frumsaminna verka danshljóm-
sveita og annarra tónskálda sem
gátu nú náð til dreifðs almennings
gegnum útvarpið og með hljóm-
plötum.
Hér er um aö ræða hálfrar aldar
sögu meðan hinar þjóðirnar í Euro-
vision-keppninni hafa margra alda
sögu að baki, svo sem Finnland, eða
margra árþúsunda, svo sem Grikk-
land.
Að vísu var langspilið spilað eitt-
hvað hér frá því það kom frá
Skandinavíu um 1700 og í lok 19.
aldar spiluðu margir bændur á
fiðlu fyrir dansi, eftir skandinav-
ískri fyrirmynd. Þá voru líka
píanóin og orgelin að koma inn á
heimilin og kórstarf að tíðkast. Frá
þeim tíma koma fyrstu þekktu tón-
skáldin okkar.
Fornmenningog
milljónaþjóðir
Löndin, sem við keppum við, eru
öll milljónaþjóðir með gömlum
þéttbýliskjörnum. Þar er gömul
hljóðfæratónmenning. Óþarfi er að
riija upp helstu Evrópulöndin, svo
sem Þýskaland og Ítalíu. En Grikk-
land hefur gróskumesta þjóðlaga-
grunninn í dægurlögum af öllum
Evrópulöndum.
Kýpur, lítil milljónaþjóð, býr að
sömu arfleifð og Grikkland og
Tyrkland. Tyrkland hefur haft
stöðug menningaráhrif á Grikk-
land í árþúsundir. Skandinavar
hafa frá 17. öld a.m.k. haft danslög,
hljóðfæraspil og tónskáld. Brons-
aldarlúðrar Dana voru ekki síður
merkileg hljóðfæri en langspilið
okkar.
Helst væri aö leita að jafnokum
íslendinga í þjóðlagatónlist hjá fá-
mennum eyþjóðum, svo sem Fær-
eyingum, Grænlendingum, Ný-
fundlendingum og Grænhöfðaey-
ingum. En þær, eins og flestar aðr-
ar smáþjóðir, eru hlutar af stærri
þjóðríkjum eða eru utan Evrópu
og því ekki í Eurovision.
Þótt íslendingar séu svo áhugas-
amir um kórstarf og tónlistarskóla-
starf sem raun ber vitni þá er það
ekki það sama og sköpunarkraftur
eða hefð. Flest ríki Afríku hafa trú-
lega úr meiru slíku að ausa þótt
þau séu frumstæðari. Enda er vest-
ræn dægurtónlist undir miklum
afrískum áhrifum, svo sem jass og
blues.
Kannski þráum við tónlist öðrum
fremur af því hún hefur verið eitt
'það helsta sem viö höfum farið á
mis við í strjálbýlinu. En það eitt
skapar ekki rótgróna tónhstarþjóð.
Við stæðum liklega betur að vígi
í keppni um sérhæfðari og einstakl-
ingsbundnari listaverk, svo sem
klassískar eða framúrstefnutón-
smíðar, popptónlist, myndlist eða
skáldskap, heldur en í keppni eins
og Eurovision er.
Höldum áfram
Viö höfum lent neðarlega í Euro-
vision-keppninni hingað til. En það
verður ekki aftur snúið nú þegar
samstarf við Evrópuráðslöndin
verður okkur æ mikilvægara.
Við erum óvön því að þurfa að
keppa í greinum sem við höfum
ekki forskot í. En þessi keppni ætti
að þroska pólitíska samkennd okk-
ar og kenna okkur að vera sveigj-
anlegir í utanríkismálum, hvort
sem Eurovision eða Grænfriðung-
ar eiga í hlut.
Tiyggvi V. Líndal
„Við erum óvön því að þurfa að keppa
í greinum sem við höfum ekki forskot
í. En þessi keppni ætti að þroska póli-
tíska samkennd okkar..