Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 25
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989. 33 LífsstOI Sundfatnaður í aldanna rás: Skósíðir kyrtlar eða örfínar pjötlur Glæsilegur búningur (egurðardísar árið 1919. Fyrra stríði var lokið og ýmislegt hafði breyst. ,Á sautjándu öld var böðun - íóLk synti almennt ekki - írekar óvirk athöfn. Stundum lagöist fólk í ískald- an sjóinn eða í volgar heilsulindir en hvort sem hitastigið var hátt eða lágt voru allir nánast fullklæddir. Til er frásögn ferðalangs sem kom við í heilsulindunum í Bath í Bretlandi árið 1687. „Konumar leggjast í vatnið í víðum kjólum úr segldúk, líkt og prestshempa í sniðinu. Þegar í vatnið er komið blæs dúkurinn upp og ekk- ert mannlegt auga fær greint hvers konar sköpulag er hulið bak við. Karlmenn klæöast nærhaldi og koti úr sama efni.“ Baðvagninn siðsemina fyrir Einni öld síöar kom fram á sjónar- sviðið nýstárleg uppfmning, bað- vagninn, sem var tréskýli á hjólum. Kvekari nokkur endurbætti vagninn og nú drógu hestar hann langt út á sjó. Konur gátu þvi aíklæðst hnaus- þykkum fatnaöi og farið í jafnþykkan sundfatnað í algjöru einrúmi úti á hafl. Árið 1856 birtist grein í Obser- ver þar sem fjallað er um blygðunar- leysi kvenna á hinum glæstu ensku ströndum. Hneykslunartónninn leynir sér ekki þegar sagt er frá þeir ri iðju kvennanna aö láta sig fljóta á bakinu í víðu segldúkunum. Öldum- ar lyfta dúknum upp yfir höfuð Tvær hressar stúlkur í sundfötum síns tíma. Þegar hér var komið sögu mátti töluvert af hörundinu sjást Baðvagninn var dreginn lengst ut ð haf svo fáklæddar konur særðu ekki sómatilfinningu annarra. þeirra og þama fljóta þær hver um aðra andlitslausar en opinbera lík- ama sinn. Fyrsta strandpían Snemma á þessari öld kom fram á sjónarsviðið fyrsta sundrottningin, ástralska stúlkan Anette Kellerman, og var þar meö fyrsta konan til að sýna sig opinberlega í sundfótum. Kellerman þótti ekki nein sérstök fegurðardís og ólíkt öðram konum á þessum tima var hún óhemju stælt og vel á sig komin líkamlega. Á sýn- ingar hennar í Chicago kom múgur og margmenni, horfði á hana kafa, sýna hstdans, jafnvel borða og lesa undir yflrborðinu. Ekkert þótti ósiö- legt við búninginn hennar sem var ullarbolur en þó ekki eöúsmeiri en svo að leggir, handleggir og háls vom ber. Kellerman lærðist fljótt að ekki giltu sömu reglur um fjöllistasýning- ar og hegðun á almannafæri. Hún var kærð fyrir ósiðsemi þegar hun mætti í sýningargahanum á baö- ströndina. Hún saumaöi sokka, erm- ar og kraga á búninginn og varð fræg strandpía í þrönga gallanum. Frægð hennar barst óðfluga um Bandaríkin og hún skemmti meö Chaplin, A1 Jolson, Enrico Camso, Önnu Pavlova og Maurice Chevalier. Tunglskinsbaujan Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld hóf fyrirtæki eitt í Bandarikjunum fram- leiðslu á prjónabolum. í nokkur ár seldust bolirnir grimmt þrátt fyrir mikla þyngd, þurrir vógu þeir kfló en blautir allt að fjórum kílóum. Árin hðu og smám saman fór siða- vendnin að láta í minni pokann fyrir fijálslyndinu. Seinni heimsstyijöldin breytti tíðarandanum og árið 1946 kom á markaðinn sérstæð nýjung. Sundbolurinn var tvískiptur og við neðri hlutann var festur korkur var bolurinn auglýstur upp undir nafhinu „tunglskinsbaujan'1. Ef við- komandi vildi synda um nakinn mátti auðveldlega smeygja sér úr bolnum og korkurinn hélt honum á floti. Bíkiniið hneykslar Fátt hefur haft eins mikil áhrif á hugmyndir fólks um siðavendni tilkoma tvískiptu sundfatanna. Hönnuður bikinisins var Frakkinn Louis Réard sem kom þessari nýjung á framfæri árið 1946. Hann var verk- fræöingur að mennt en hafði tekið við sokkaverksmiðju móður sinnar. Naínið „ bíkini" er dregiö af smáeyju í Kyrrahafi sem Bandaríkjamenn sprengdu í öreindir í kjarnorkutil- raunum þetta sama ár. Sjálfur gat Réard engan veginn útskýrt hvernig nafnið væri tilkomið en margar get- gátur voru uppi um meiningar hans. Sumir sögðu að nafnið vísaöi til smæðar eyjarinnar eða klæðleysis eyjarskeggja. Margir voru á þeirri skoðun aö hér væri vísað beint til kjamorkutilraunanna því svona klæddar konur hlytu að eyða öllu á ferð sinni. Þegar nýjungin var opinberuð urðu alhr jafh hneykslaðir ef ekki skelkaöir. Fyrirsætumar í París harðneituðu aö sýna svona dónaskap svo Réard var nauðugur sá kostur að leigja nektardansmeyjar til sýn- ingarstarfa. Bíkini var bannað á ítal- íu, Spáni, Portúgal og Belgíu og í vörulistura, sem sýndu fraraleiðsl- una og seldu, var litað yfir naflann. Bardot í bíkini Upp úr 1950 sprangaði kyntáknið Brigette Bardot um frönsku Rivíer- una í þessum hrteykslanlega klæðn- aði. Fáir voguðu sér sama og kvik- myndadís í leit að frægð og salan var treg næstu árin. Árið 1959 lét frægur bandarískur hönnuður hafa eftir sér að bikinibaðfót væru á mörkum vel- sæmisins. Sama ár gerði New York Post út hð til leitar að bíkiniklæddum konum á baðströndum en aðeins tvær fundust. Þrátt fyrir allt virtist salan aukast og töluglöggir menn komust að þeirri niðurstöðu að einkasundlaugum hafði fjölgað úr 2.500 í 87.000 á tíu ára tímabili. Allt benti til þess að konur væru í leyni heima hjá sér klæddar þessum glæfralega búningi. Árið 1964 kynnti hönnuðurinn Rudi Gernreich enn eina nýjung, topplausu sundfótin og enn supu menn hveljur. En nú var svo fátt orðið hneykslanlegt að brátt hvarf moldviðrið. í dag er flest leyfilegt í þessum efnum og þeir sem ekki vilja vera í nokkurri spjör geta auðveld- lega komist á nektarstrendur. Snúið úr Sport Illustrated -JJ Tískan Brinkley er ein þekktasta og hæstlaunaða fyrir- sæta nútímans. Hún byrjaöi feril sinn á því að sýna sundföt árið 1979 og nú tíu árum sið- ar þykir hún enn bera þau föt vel. Christie gittist söngvaranum Billy Joel fyrir nokkrum árum og eiga þau eina dóttur. Christie er aðeins ein af mörgum sem skapað hafa sér nafn i fyrir- sætubransanum með því að sýna sundföt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.